Tíminn - 18.04.1984, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miövikudagur 18. apríl 1984
; 93. tölublað 69. árgangur
Siðumúla 15—Posthólf 370 Reykjavik—Ritstjorn86300-Auglysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Ársfundur Seðlabankans:
„BANKARGETA EKN BUST
V» HÆKKUN ÚHÁNSVAXTA"
l
— sagði Jóhannes Norðdal, meðal annars í setningarræðu,
■ „Seðalbankinn mun ekki skipta sér af því, hvaða vexti innláns-
stofnanir bjóða, en þær geta hins vegar ekki búist við því, að
útlánsvextir verði hækkaðir, þótt þær bjóði nú hærri innlánsvexti. Það
verður fyrst að sýna sig, hvað innlánsstofnanir geta boðið í þessu efni
og hvaða áhrif hækkaðir innlánsvextir hafa á samkeppnisstöðu
þeirra,“ sagði Jóhannes Norðdal, seðlabankastjóri, meðal annars
þegar hann ræddi um aukna samkeppni banka og sparisjóða
undanfarið í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í gær.
Jóhannes sagði, að vissuiega
mætti margt ræða varðandi ný
viðhorf á lánsfjármarkaði, Hann
sagðist ekki efast um, að margir
þeirra, sem notið hefðu skjóls óg
forréttinda í því miðstýrða, en
þó sundurhólfaða banka- og
sjóðakerfi, sem hér hefði þróast
á undanförnum áratugum, muni
líta með nokkrum ugg til þess að
verða skipað til sama borðs og
öllum öðrum og þurfa að sæta
þeim kjörum, sem markaðurinn
byði.
„En í þessa átt eina getur
þróunin stefnt. Til þess bendir
ekki eingöngu reynsla okkar
sjálfra, heldur ekki síður þróun-
in í nágrannaríkjunum, þar sem
tánsfjármarkaðurinn er hvar-
vetna að taka stakkaskiptum fyr-
ir áhrif aukinnar samkeppni og
nýrrar tækni, sem hefur breytt
peningamarkaðnum meir á ör-
fáum árum cn gerst hafði á
áratugum þar á undan. Þcssi
nýju viðhorf munu þó ekki síst
gera kröfur til fjármálastofnana
sjálfra og stjórnenda þeirra, sem
nú munu þurfa að taka þátt í
samkeppni í lánsfjármarkaðnum
með allt öðrum og áhættusamari
þætti en áður. Um leið fær
bankakerfið tækifæri til þess að
vcrða leiðandi afl í því að opna
hagkerfið fyrir nýjum straumum
í viðskiptaháttum og tækni, er
munu svipta burt úreltum sjón-
armiðum í atvinnumálum,"
sagði Jóhannes.
Um gengismál sagði banka-
stjórinn meðal annars: „Seint á
árinu ákvað ríkisstjórnin ásamt
Seðalbankanum að halda með-
algengi krónunnar áfram stöð-
ugu út árið 1984, innan 5%
marka miðað við gengi í árslok
1983. Allt bendir nú til þess,
þegar litið er bæði til gerðra
launasamninga og útlitsins í
efnahagsmálum að öðru leyti, að
hcr sé um fyllilega raunhæft
markmið að ræða, og mun Scðla-
bankinn fyrir sitt lcyti leggja
höfuðkapp á að frá því verði
ekki hvikað."
JON OG HUBNER
SKILDU JAFNIR
t'ra Kristjáni Jóhunni Jónvvyni í
Ósló:
■ Jón L. Árnason gerði jafn-
tefli við Hubner( í 5. umferð
skakmótsins í Ósló í gær. Skák-
in var vel tefld en nokkuð
lokuð og þeir'sættust á skiptan
hlut þegar lokið var rúntlcga
20 leikjum. Af öðrum skákurn
umferðarinnar er það að segja
að Karpov og Adorjan gerðu
jafntcflt: Ádorjan bauð jafntcfli
i 9. leik þegur teflt hafði verið
í 6 mínútur. DeFirmian vann
Wedberg; skák Miles og Mak-
arichev fór í bið og hefur Miles
betri stöðu, og skák Horts og
Agdestein fór einnig í bið.
Staðan í mótinu er þá sú að
Karpov er efstur með 3,5 vinn-
inga. í öðru sæti er Miles rneð
'3 vinninga og biðskák en hann
vann biðskák sína við Hubner
úr 4. umfcrð. DeFirmian er
með 3 vinnínga í þriðja sæti og
í l'jórða sæti er Makaritchcv
mcð 2,5 vinninga og biðskák.
Jón L. og Adorjan deila 5.
sætinu með 2,5 vinninga.
- GSH
ísfirðingar fá togara:
„VIUUM HELDUR
ÍSLENSKT HRÁEFNI"
— segja nýju eigendurnir
■ Amamesið sem hér er að taka ís fyrir næsta rækjutúr mun áður
hafa komist í fréttirnar sem breski togarinn Boston Welvale sem
strandaði við Amames við ísafjarðardjúp fyrir nær hálfum öðmm
áratug. Af þessum árekstri sínum við Island hefur hann nú hlotið nafn
eftir að hann fyrir nokkra var keyptur til Isafjarðar til rækjuveiða fyrir
Niðursuðuverksmiðjuna hf. Mynd Finnbogi
Neðansjávarmyndavél til netarannsókna:
„VIRÐIST GEFA GÓDAN ÁRANGUR"
— segir Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur
■ Nýr togari bættist í flota
ísflrðinga fyrir skömmu og hefur
hlotið nafnið Arnarnes. Miðað
við smíðaár er skipið að vísu
komið eitthvað á þrítugsaldur-
inn. Togarinn sem er um 350
tonn smíðaður og gerður út frá
Bretlandi uns hann með nafninu
Boston Welvale strandaði við
Arnarnes við ísafjarðardjúp í
kringum 1970. Hann var síðan
dreginn niður að Suðurtanga á
ísaflrði og seldur þar sem
strandgóss. Þar átti skipið þó
eftir að fara á hliöina og sökkva
áður en hann var tekinn upp til
viðgerðar og síðan seldur suður
á land. Nú síðast hét hann Ingólf-
ur GK og var síðustu mánuðina
gerður út á rækjuveiðar.
Nýr eigandi er Niðursuðu-
verksmiðjan hf. á ísafirði.
„Við höfum trú á því að það
sé eðlilegra að byggja vinnsluna
á íslensku hráefni heldur en að
þurfa að kaupa það erlendis frá
t.d. af Rússum", sagði Eiríkur
Böðvarsson, forstjóri Niður-
suðuverksmiðjunnar.
Sagði hann skipið hafa veitt um
40 tonn fyrstu þrjár vikurnar
þrátt fyrir mjög erfið skilyrði í
sjónum. „Þetta er auðvitað ekki
nýtt skip, en maður hefur ekki
peninga til að kaupa dýrara skip
en að búast megi við að það
standi undir sér. Svo er heldur
engin vissa fyrir því að betur
aflist á skip sem kostar kannski
100 millj. króna", sagði Eiríkur.
Hann kvað búið að taka togar-
ann í gegn þannig að íbúðir
áhafnar séu nokkuð vistlegar.
En auðvitað verði viðhaldið
meira og kostnaðarsamara á svo
gömlu skipi.
„Já það vantar alltaf meiri
rækju og því höfum við flutt
töluvert inn af Rússarækjunni.
Þetta eru orðin svo mikil afköst
- við pillum hér á annað hundrað
tonn á viku“, sagði Eiríkur.
Hann sagði svipað eiga við víða
annarsstaðar, þannig að þótt
flotinn mundi tvöfalda rækjuafl-
ann þá gerði það ekki meira en
að fullnægja þeirri vinnslugetu
þeirra rækjuvinnslustöðva sem
voru fyrir hendi. „Það þurfti því
ekki að fara að bæta við 10-15
nýjum verksmiðjum“, sagði
Eiríkur, sem telur með því boðið
upp á vissa hættu. Markaðurinn
sé nú mjögerfiðuroggeriauknar
kröfur eftir því sem framboðið
eykst, þannig að nú ríði á að vera
með vandaða og góða vöru. „Ég
vil ekki fara að dæma neinn
fyrirfram. En ætli menn sér að
fara að vinna rækju hingað og
þangað á álíka hátt og gert var í
kringum 1970 þá er hætt við að
einhversstaðar vanti á kunnátt-
una og að ekki fari allsstaðar of
vel“, sagði Eiríkur Böðvarsson.
-HEl
■ „Þessitæknivirðistgefagóö-
an árangur. Þrátt fyrir að við
væram þarna í stuttan tíma og
fengjum frekar leiðinlegt veður
komum við með töluvert af upp-
iýsingum.“ sagði Guðni Þor-
steinsson flskifræðingur í samtali
við Tímann í gær. Guðni var þá
um borð i rannsóknarskipinu
Dröfn á heimleið af Breiðaflrði
þar sem skipið var við veiðar-
færarannsóknir og notaði við
þær neðansjávarsjónvarps-
myndavél frá Netagerð Vest-
fjarða, þá sömu og notuð var við
björgunina á TF RÁN. Þetta er
í fyrsta sinn sem slík tækni er
notuð um borð í íslenskum haf-
rannsóknarskipum.
Guðni sagði að í ferðinni
hefðu verið lagðar ýmsar gerðir
af veiðarfærum, m.a. mismun-
andi línuefni og flotfylla á net,
og rannsakað með sjónvarpsvél-
inni hvernig þessi veiðarfæri litu
út í sjó. Þá náðust myndir af
fiskum við netin og í þeim á
einum stað auk þess sem myndir
náðust af töluvert stórum haug-
um af dauðri loðnu ábotninum.
Guðni sagði að það hefði í sjálfu
sér ekki komið á óvart, þar sem
vitað er að loðna drepst eftir
hrygningu, en þó hefði verið
merkilegt að sjá þetta með eigin
augum.
Neðansjávarmyndavélar
hafa ekki verið notaðar áður við
hafrannsóknir hér en Guðni
sagði að þessi tækni væri komin
vel á veg í nágrannalöndum
okkar, sérstaklega Skotlandi.
Hafrannsóknarstofnun hefði
hinsvegar oft sótt um fjárveit-
ingu til kaupa á svona tækjum en
henni hefði ekki verið sinnt.GSH