Tíminn - 18.04.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1984, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1984 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Ján ....................30/4 Jan.....................14/5 Jan.....................28/5 Rotterdam: Jan .................... 1/5 Jan.....................15/5 Jan ....................29/5 Antwerpen: Jan ....................19/4 Jan..................... 2/5 Jan ....................16/5 Jan ....................30/5 Hamborg: Jan ....................21/4 Jan .................... 4/5 Jan ....................18/5 Jan ..................... 1/6 Helsinki/Turku: Hvassafell..............28/4 Hvassafell..............23/5 Larvik: Francop ................23/4 Francop ................ 7/5 Francop ................21/5 Francop ................4/6^ Gautaborg: Francop ................24/4 Francop ............... 8/5, Francop ................22/5 Francop .................5/6 Kaupmannahöfn: Francop ................25/4 Francop ................ 9/5 Francop ................23/5 Francop .................6/6 Svendborg: Francop ................26/4I Francop ................10/5 Francop ................24/5 Francop .................7/6 Árhus: Francop ................27/4 Francop ................11/5 Francop ................25/5 Francop .................8/6 Falkenberg: Mælifell................ 1/5 Helgafell...............11/5 Gloucester Mass.: Skaftafell..............24/4 Skaftafell 24/5 Halifax, Canada: Skaftafell..............26/4 Skaftafell..............25/5 fÍ^ ( SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Simi 28200 Telex 2101 Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! fréttir / / LAXELMSIWITALKNAFRÐI almennur borgarafundur bráðlega boðaður ■ Hreppsnefnd Tálknafjaröarhrepps barst nú um helgina skýrsla Verkfræöi- stofu Sigurðar Thoroddsen um byggingu og rekstur laxeldisstöövar í Tálknafirði og var hún mjög jákvæð. Gengið er út frá notkun á því magni af volgu vatni sem fæst sjálfrennandi í landi Sveinseyr- ar og Litla-Laugardals, sem talið er að nægi fyrir 240 tonna laxeldisstöð. Bygg- ingarkostnaður stöðvar af þeirri stærð er áætlaður um 77 millj. króna og um 10 manns þyrfti til að reka hana. Virðist það nokkuð áþekkt og kaup á nýjum bát og þeim mannskap sem á hann þyrfti. Hinsvegar er þó gert ráð fyrir því í skýrslunni að með því að endurnýta eldisvatnið mætti tvöfalda framleiðslu stöðvarinnar, sem jafnframt mundi auka arðsemi hennar að mun. Vatnið sem gert er ráð fyrir að nota í stöðina er í eigu hreppsins. Að sögn Sigurðar Friðrikssonar, oddvita verður næsta skrefið að boða til almenns borgarafundar um málið, þar sem væntanlea verði þá kosið í stjórn undirbúningsfélags. Hver framvindan verður mundi síðan ráðast hjá því félagi. Spurður hvort Tálknfirðingar væru ekki almennt spenntir og áhugasamir um framgang málsins kvaðst Sigurður telja að áhugi væri töluverður, enda væri þetta óneitanlega freistandi eins og dæm- ið lýtur út nú. En þaðyrði síðan að koma í ljós hver vilji manna er að fara út í framkvæmdir. Um fjármögnun eða lána- útvegun væri ekkert farið að athuga ennþá. í skýrslunni sagði Sigurður reiknað með eins og hálfs árs undirbúningstíma frá því framkvæmdir hefjast. Ef strax yrði hafist handa væri því möguleiki á að hægt yrði að fara að selja fyrsta laxinn haustið 1986. Spurður um vaxtartíma sagði Sigurður t.d. um 2 ár frá klaki þar til fiskurinn hefur náð um 4 kílóa þyngd. -HEI ■ Þessi bQI lenti ofan í skurði við Suðurgötu um síðustu helgi og lenti utan í kirkjugarðsvegginn. Ökumaðurinn var á bak og burt þegar lögreglan kom á staðinn og lék grunur á að hann hefði notið félagsskapar Bakkusar í ökuferðinni. Tínumynd Sverrir OSKAÐ EFTIR YFIRUTI UM LAUSASKULDIR1983 —vegna skuldabreytingar fyrir bændur ■ Bankaráð Búnáðarbanka íslands beinir þeim tilmælum til lánastofnana að þær sendi nú þegar til Stofnlána- deildar staðfestingar um lausaskuldir í árslok 1983 vegna nýlega sam- þykktra laga frá Alþingi um breytingu lausaskulda bænda í föst lán. Þá segir ennfremur í frétt frá ráðinu að æski- legt sé að lánadrottnar þessarra aðila séu reiðubúnir til þess að taka við verðtryggðum lánum í stað lausa- skulda og er þess vænst að hægt verði að hefja afgreiðslu á lánunum strax í byrjun maí mánaðar. Ekki liggur enn fyrir með hvaða kjörum fjármagn til skuldbreytingarinnar verður en unnið er að málinu. -b. ATAK TIL STUÐN- INGS ÚTFLUTNINGI ■ Af hálfu Iðnþróunarsjóðs og Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins er nú hafið sérstakt átak til stuðnings iðnfyr- irtækjum sem þegar hafa hafið út- flutning. Einnig er um að ræða aðstoð og leiðbeiningar fyrir fyrirtæki, sem hafa í hyggju að hefja markvissan útflutning. Sérfræðileg ráðgjöf verður látin í té af markaðsráðgjöfum danska iðnrek- endafélagsins, en með þeim munu einnig starfa innlendir ráðgjafar. Um 20 íslensk fyrirtæki hafa þegar ákveð- ið að notfæra sér þessa aðstoð. í frétt frá Iðnþróunarsjóði segir, að horfur í íslenskum þjóðarbúskap séu nú með þeim hætti, að varla hafi nokkru sinni verið ríkari ástæða til að efla útflutning. Fullvíst sé að mörg iðnfyrirtæki hafi á boðstólum vöruval sem vel hæfi til útflutnings. Þá segir að mörg íslensk fyrirtæki hafi á undanförnum árum náð góðum árangri í útflutningi. Þó megi enn gera betur, ekki síst fyrirtækjum verði búin viðunandi skilyrði. -Sjó. Frá ferða- og bílakynningunni í Miklagarði: VINNINGUR AFHENTUR ■ Sigurlaug Marinósdóttir, vinningshafi í Bíla- og ferðagetraun Bifreiðardeildar Sam- bandsins og Samvinnuferða - Landsýn á ferða og bílakynningunni í Miklagarði, tekur við viðurkenningunni úr hendi D.H. Le Bon frá Opelverksmiðjunum í Þýskalandi. Viðstaddir athöfnina voru Tómas Óli Jónsson, (lengst t.v.), framkvæmdastjóri Bifreiðadeildar Sam- bandsins, og Helgi Daníelsson, fulltrúi frá Samvinnuferðum - Landsýn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.