Tíminn - 18.04.1984, Blaðsíða 5
Friðarpáskar 1984:
Stærsta bor-
hola í heimi
■ Nýleg könnun hefur leitt í ljós að borhola Sjóefnavinnslunnar á
Reykjanesi er stærsta borhola í heimi. Úr holunni kemur orka sem myndi
nægja til framleiðslu á 25 til 30 megavöttum og hefur þrýstingur hennar
síst minnkað frá því borun hennar var lokið í maímánuði síðastliðnum.
Það var Orkustofnun sem stóð að framkvæmd borunarinnar en
gufuborinn Dofri boraði. Þvermál holunnar eru 12 tommur en dýpt
hennar nemur 1400 metrum.
Stærri myndin sýnir yfirbygginguna yfir holunni þegar skrúfað er frá
krana á frárennslisæð holunnar.
Tímamyndir GE
MHL ABSÓKN
■ Friðarvika á páskum stendur nú
sem hæst í Norræna húsinu og hefur
aðsókn verið mjög góð, að sögn
forsvarsmanna hennar.
Dagskráin í dag hefst kl. 15 og
verður þá m.a. fluttur kafli úr leikriti
Olgu Guðrúnar Árnadóttur, Amma
þó, auk fleira barnaefnis. Umræðu-
fundur um vígbúnað á norðurslóðum
hefst kl. 17. Þar verða flutt þrjú
framsöguerindi um vígbúnað og varn-
arviðbúnað á og í kringum Island. Að
erindunum loknum verða pallborðs-
umræður. Um kvöldið verður fundur
um fjölmiðla og skoðanamyndun, þar
sem flutt verður erindi og fulltrúar frá
fjölmiðlum segja frá og sitja fyrir
svörum.
Dagskrá skírdags, sem jafnframt er
sumardagurinn fyrsti, er helguð börn-
unum. Þar mun Háskólakórinn syngja
m.a. og rithöfundarnir Olga Guðrún
Árnadóttir og Þórarinn Eldjárn lesa
úr verkum sínum fyrir unglinga á
öllum aldri. Um kvöldið heldur ís-
lenska hljómsveitin tónleika undir
stjórn Guðmundar Emilssonar.
Á föstudaginn langa verður dagskrá,
sem unnin er af læknum og eðlisfræð-
ingum og fjallar um áhrif kjarnorku-
styrjaldar. Þá er rétt að vekja athygli
á sýningu um sama efni í anddyri
hússins. Þar eru sýnd áhrif kjarnorku-
sprengingar og afleiðingar hennar.
Fulltrúar lækna og eðlisfræðinga sitja
fyrir svörum síðdegis, svo og félagar
annarra samtaka sem standa að friðar-
vikunni. Af öðrum dagskrárliðum á
föstudaginn langa má nefna gjörning
í flutningi Þórs Elísar Pálssonar og
blandaða dagskrá um kvöldið.
Á laugardag kl. 17 verður dagskrá
um framlag kvenna til friðarbaráttu.
Þar verða flutt erindi og konur syngja.
Kl. 15 sama dag verður skáldadag-
skrá, þar sem lesið verður úr nýjum
ljóðabókum. Um kvöldið verður svo
sérstök dagskrá helguð ungu fólki.
Á páskadag verður m.a. sérstök
Páskavaka fyrir börn og fullorðna,
þar sem flutt verða erindi, tónlist og
ljóð.
Friðarvikunni lýkur á annan dag
páska og kl. 15 þann dag hefst loka-
fundur, þar sem m.a. verður rætt um
friðarstarfið, hvað sameini og hvað
sundri. í fundarlok verður forsætis-
ráðherra, Steingrími Hermannssyni,
afhent gestabók friðarvikunnar, en í
hana hafa ritað nöfn sín allir þeir sem
vilja taka undir áskorun friðarpásk-
anna 1984.
Auk ofangreindra dagskrárliða, fer
fram myndlistarsýning í kjallara
Norræna hússins alla daga og á
hverjum degi geta bæði börn og
fullorðnir reynt fyrir sér í sérstakri
myndsmiðju.
B IASÝNINGAR
í vöruhúsi KÁ, Selfossi, miövikudaginn 18. apríl og laugardaginn 21. apríl og í Samkaupum,
Njarðvík, miövikudaginn 18. apríl frá kl. 13.00 til 18.00.
Á bílasýningunni á Selfossi veröa kynntir Opel Ascona, Opel Corsa og Isuzu Pick-up en
Opel Ascona, Opel Corsa og Opei Kadett á sýningunni í Njarövík.
VORUHUS KA
SAMKAUP
n
ISUZU
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM