Tíminn - 18.04.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1984, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR IX. APRII. 19X4 Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, 105 Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöö). Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaftaprent hl. Margt er skrítið í kýrhausnum ■ Þaö eru til ýmsar sögur um uppruna orðtaksins: Margt er skrítið í kýrhausnum. Ein er sú; að karl nokkur hafi fylgzt með því, er kýrhaus var krufinn, og hafi honum þá orðið þetta að orði. Hvað, sem rétt er í þessu, hefur þetta orðtak haldizt og einkum gilt um sérkenni- lega hluti eða atvik. Ótrúlegt er annað en að þetta hafi komið ýmsum í hug, þegar Albert Guðmundsson hefursem fjármálaráðherra verið að gera ýmsar kynlegar ráðstafanir. Albert Guðmundsson kvaddi sér fyrir nokkru eftir- minnilega hljóðs, þegar hann tilkynnti að gat væri á fjárlögunum. Þetta voru ekki neitt óvenjuleg tíðindi og hafa fyrrverandi fjármálaráðherrar leyst slíkan vanda, þegar hann hefur komið upp, í kyrrþey með félögum sínum. Albert Guðmundsson þurfti hins vegar á sjónvarpinu að halda og hafa landsmenn ekki skemmt sér að öðru meira í góða hríð en Albert og meðráðherr- um hans, þegar þeir voru að fást við gatið í flóðljósi sjónvarpsvélanna. Það undarlega skeði, að heldur lítið bar á Albert í glímunni við gatið. Þegar leið að lokum, mun hann þó hafa álitið, að eitthvað þyrfti hann að láta bera á sér. Hann tilkynnti að hann hefði ákveðið að fella niður tímabundið vörugjald af gosdrykkjum og ávaxtasafa og einnig tolla á ýmsum efnum til gosdrykkjagerðar. Samanlagt munu þessar lækkanir rýra áætlaðar tekjur ríkisins um 45 milljónir króna. Þessar ráðstafanir fjármálaráðherra minnkuðu því ekki fjárlagagatið, heldur stækkuðu það. Um þctta mátti vissulega segja, að margt er skrítið í kýrhausnum. Albert Guðmundsson mun líka hafa komizt að raun um, að hann yrði að gera bragarbót. Hann ákvað að innheimta vörugjald og söluskatt af kókómjólk, sem hefur, eins og aðrar landbúnaðarvörur, verið undanþeg- in báðum þessum gjöldum. Þannig taldi Albert sig geta aukið tekjur ríkisins lítillega til að vega á móti tekjutap- inu af lækkun gjalda á gosdrykkjum. Samt hélzt verulegt fjárlagagat vegna þess tekjutaps. Það virðist alveg hafa farið framhjá fjármálaráðherra, að kókómjólkin er hollur drykkur, sem hefur notið sívaxandi vinsælda hjá börnum og unglingum. Hið sama verður ekki sagt um hollustu gosdrykkjanna. Hér á vissulega við hið fornkveðna, að margt er skrítið í kýrhausnum. Það er ckkert skylt þessu máli, að komið hefur fram sú gagnrýni, að óeðlilega hátt verð sé á kókómjólkinni. Þaö getur vel komið til mála að lækka álagninguna, en þá eiga börn og unglingar og aðrir neytendur þessa drykkjar að njóta þess. Það hefur sjaldan gerzt, að Albert Guðmundssorwetti hauk í horni, þar sem Mbl. er. Þetta hefur þó gerzt í kókómjólkurmálinu og gosdrykkjamálinu. Enn á það við, að margt er skrítið í kýrhausnum. Atómstöðin Það er mikill sigur fyrir íslenzka kvikmyndagerð, að kvikmyndin Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hefur verið valin til sýningar á hinni opinberu dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi dagana 11.-15. næsta mánaðar. Engin íslenzk kvikmynd hefur verið áður valin til slíkrar sýningar. Gerðar eru mjög strangar kröfur listrænar og tæknilegar til mynda, sem hljóta slíka viðurkenningu. Þessi viðurkenning er glögg staðfesting þess, að íslenzk kvikmyndagerð er í mikilli framför. Það má óska þeim, sem standa að gerð umræddrar kvikmyndar, til hamingju með vel unninn sigur. Þ.Þ. í spegli tímans „HELL0", SYNGUR LI0NEL RICHIE - 0G HIÖRTU STÚLKNANNA BRÁÐNA AF HRIFNINGU, - EN HANN HUGSAR AÐEINS UM BRENDU, K0NUNA SÍNA ■ Lionel Richie á lög sem eru efst á vinsældalistum um allan heim svo sem lagið „Hello", All Night Long og Penny Lover o.fl. o.fl. Rödd hans hrífur aðdáend- urna svo, að stúlkurnar elta hann milli borga þegar hann ferðast um og syngur. Plöturnar hans renna út, og hann mokar inn peningum. „Það er stutt síðan að ég áttaði mig á því, að ég er stórrík- ur rnaður," sagði Richie nýlega í blaðaviðtali. Hann sagðist vera alveg hissa á þessum látum í kringum sig, en auðvitað vera feginn því að fólk vildi kaupa plöturnar sínar. „Það er verst að eiga við kvenfólkið, sem þykist vera - eða heldur aö það sé - skotið í mér“, sagði hann hálf- vandræðalegur i viötalinu. „Eg sem er svo feiminn að ég þorði ekki sjálfur að segja halló við hana Brendu, þegar ég sá hana fyrst, en fékk vin minn til að biðja hana að koma út með mér. ■ „Nú eigum við fallegt ein- býlishús og Rolls Roycé - bíl, en við vorum líka ánægð þegar við eignuðumst fyrsta bílinn okkar, sem var ekki mjög merkilegur. Nú syng ég lagið mitt „Hello" og þær taka þetta allar til sín en ég er bara að hugsa um Brendu. Lionel hitti Brendu fyrir 14 árum, en þá var hún 17 ára, og þau giftu sig fljótlega. Hann segist vera feginn því, að sam- band þeirra byrjaði meðan hann var enn óþekktur og fátækur, því þau hafi reynt saman sætt og súrt í hjúnabandinu, og það verði því æ traustara með árun- um. Lionel sagðist hafa fengið hroll í sig þegar kunningi hans í Hollywood heilsaði honum eftir giftinguna og sagði sem svo: „Hæ, I.ionel, varstu að kvænast í fvrsta sinn? Til hamingju og megi þú verða hamingjusamur í mörgum fleiri hjónaböndum!" Lionel söng og lék hér áður fyrr með hljómsveitinni „Commo- dores". Hann geröi lög og texta sem slógu í gegn og cinnig gerði hann lög fyrir aðra söngvara, svo sem Kenny Rogers (Lady) og Diönu Ross (Endless Night) o.fl. ■ Lionel í hljómplötuupp- töku. „Ég loka augunum og hugsa um Brendu",segir hann, þegar hann er spuröur hvernig hann fari að þvi að vera svona heillandi í röddinni. Er Jack Nichol- son nú fallinn fyrir sódavatni? ■ Haft var eftir Jack Nichol- son, þegar hann veitti Oskars- ■ verðlaunum sínum nr. 2 viðtöku hér á dögunum, að auövitaö héldi hann upp á það með því að „detta ærlega í það". Jack Nicholson hefur löngum talað digurbarkalcga um kvnni sín af vímugjöfum alls konar, og stundum inætti halda að liann hefði lítiö annað gert um dagana en að svolgra áfengi, reykja maríhúana og taka kókaín í nefið. Það vakti því ekki litla athygli um daginn, þegar Jack mætti í veislu í New York með sínar eigin veigar, og þær reynd- ust ekki stcrkari en franskt sóda- vatn. Og til að vera viss um að hann yrði ekki uppiskroppa hafði hann ekki flöskuna af minni tcgundinni. Viðsladdir fóru að velta vöng- um yfir því, hvort um hugarfars- breýtingu væri orðið að ræða hjá leikaranum og hann væri búinn að segja skilið við áfengið. En kannski hefur hann bara verið að hvíla sig fyrir næstu lotu. ■ Jack Nicholson ætlaöi greini- lega ekki að verða uppiskroppa með veigarnar í partíinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.