Tíminn - 18.04.1984, Qupperneq 7

Tíminn - 18.04.1984, Qupperneq 7
MIÐVIkl DAGUR 1H. APR!!. WJ ■ Ó,ó, ..mús..! Ætli að það vanti peru...? ■ Flestum bregður þegar þeir sjú þennan sérkennilega lampa. Hvað er þetta ciginlega...? hugs- ar fólk. Hefur litla ballettstúlkan orðið svona hrædd við litlu mús- ina á lampafætinum, að hún hefur reynt að klifra upp stöng- ina? í raun og veru er dansmærin skorin út í tré og þakin mjúku plasti, svo fætur hennar eru eins eðlilegir og hægt er að hugsa sér. Sama er að segja um handlegg- ina, sem sjást niður úr lampa- skerminum. Þessi lampi er hannaður af Martin Kennedy og var sýndur á húsgagnasýningu í London í vetur. Lampinn kostaði yfir 20.000 krónur! ■ Ekki fannst Robert Mitchum mikið til um útganginn á Boy George í fyrstu, hvað þá sönginn. En í landi „kálgarðsdúkkanna“ fannst honum vel koma til greina að taka Boy George upp á sína armá í stað tuskudúkku. Robert Mitchum væri til í að ætt- leiða Boy George! ■ Leikarinn Robert Mitchum vildi gjarna uppfylla ósk barna- bams síns, Kerrys, sem er 18 ára, um að komast yfir eiginhandaráritun söngvarans umdeilda Boy Georgc. Ekki var litlu tilkostað, því að Robert fór til London á fund söngvarans og bar upp beiðnina, sem Boy George varð Ijúfur við. Robert, sem orðinn er 65 ára, leist ekki á blikunu í fyrstu, þegar fundum þeirra bar saman, en svo fór að lokum, að hið besta samkomulag tókst milli þeirra og að fundi þeirra loknum lýsti Robert því yfir, að Boy George væri í rauninni besti náungi. - Ég get ekki sagt að ég sé hrifinn af músíkinni hans, en ég væri til í að ættlciða hann á staðnum og stundinni, sagði hann. Það er kannski ekkert vitlausara að ættleiða Boy George en tuskudúkkur, eins og hefur verið svo mjög í tisku í Bandaríkjun- um í vetur. erlent yfirlit ■ Chernenko (sem örin bendir á) í hópi landamæravarða við kínversku landamærin um 1930. Hljóðlátri forsetakosningu lokið í Sovétríkjunum Chernenko virðist hafa styrkt stöðu sína ■ í SÍÐUSTU viku fóru fram forsetakosningar í Sovétríkjun- um. Þeim fylgdí ekki neitt brölt og brambolt, líkt og gerist í Bandaríkjunum, þar sem fram- bjóðendur verða að keppa mán- uðum saman í prófkjörum víðs vegar um landið áður en sjálf kosningabaráttan hefst. Forsetakosningar í Sovétríkj- unum fara fram hávaðalaust, enda kemur almenningur þar hvergi nærri. Þar keppa ekki frambjóðendur opinberlega um að hreppa hnossið. Forsetinn er kosinn af Æðsta ráðinu. en svo nefna Sovétmenn þing sitt. Það er fyrirfram ákveð- ið af fámennri nefnd, fram- kvæmdastjórn Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, hver for- setinn verður. Vel getur verið, að þar fari fram harðvítug átök um hver skuli fá embættið, sem formlega cr æðsta embætti Sovétríkjanna, þótt lítil völd fylgi því. Þessi átök koma hins vegar aldrei í dags- ljósið. Þau eru einn af leyndar- dómunum innan Kremlarmúra. Fyrir kosningu forsetans í So- vétríkjunum að þessu sinni beindist athyglin eingöngu að því, hvort Chernenko yrði fyrir valinu. Oftast hefur það verið þannig, að annar maður gegndi forsetaembættinu en aðalfram- kvæmdastjóri Kommúnista- flokksins, en það er langsamlega valdamesta embættið. Forseta- embættið var þá nánast valdalítil tignarstaða. Brésnjef breytti þessu, þegar hann lét einnig kjósa sig forseta. Andropov hélt þeirri venju áfram og þótti það vottur þess, að hann væri búinn að tryggja sig vel í sessi. Nú var því spurt. hvort Chern- enko myndi fylgja þessari venju. Það var talin vísbending um. að hann væri að treystast í sessi. ef hann hlyti forsetaembættið til viðbótar við framkvæmdastjóra- starfið. Það væri merki þess, að hann væri búinn að ná svipaðri stöðu og tveir síðustu fyrirrenn- arar hans. Útkoman varð sú. að ekki var stungið upp á öðrum en Chern- enko. Hann var kosinn einróma. Þetta þykir formleg viðurkenn- ing þess, að hann sé nú hinn sterki maður Sovétríkjanna. REYNDAR benti, sitthvað orðið til þess, að Chernenko væri búinn að ná þessu sæti. Fjölmiðlar höfðu unnið mark- visst að því að gera hlut hans scm mestan. Miklu minna bar á þcssu fyrst eftir valdatöku þeirra Brésnjefs og Andropovs. Skýringin getur verið sú, að Cherncnko er orðinn cldri cn þeir, þegar hann kemst á toppinn, og verður því strax að nota tímann til að treysta stöðu sína. Cherncnko stendur að þvi leyti verr að vígi en fyrirrennarar hans, að hann hefur ekki neinn hernaðarferil að baki frá heims- styrjaldarárunum. Hann vann þá í flokkskerfinu í heimahéraði sínu. Það hefur því verið drcgið fram og myndir birtar því til sönnunar, að hann hafi um 1930 verið landamæravörður og verið einn í hópi þeirra, sem önnuðust gæzlu á landamærum Sovétríkj- anna og Kína, enda ekki ócðli- legt, þar sem hann er fæddur og uppalinn í Síberíu. Þá hefur Chernenko tekiö upp þann sið, sém getur stafað af vestrænum áhrifum, að hann hefur látið mynda sig með barna- börnum sínum og kona hans hefur verið lítillega í sviðsljós- inu. Það hefur verið háttur sovézkra leiðtoga að láta ekki neitt bera á fjölskyldum sínum. Það vakti nýlega ekki litla athygli í Moskvu, þegar fréttir bárust af því. að Anna Chern- enko. kona flokksleiðtogans. hefði haldið boð fyrir sendi- herrafrúr og þar hefðu meðal annars verið mættar ekkja og dóttir Brésnjefs. Victoria Brésn- jefa og Galina Churbanova. cn orðrómur gekk um það í stjórn- artíö Andropovs að þær væru fallnar í ónáð. ■ Chernenko. Bæði þetta og flcira gæti bcnt til þcss, að Chcrncnko ætli að þessu leyti aö semja sig meira að vcstrænum háttum cn fyrirrenn- arar hans. Slíkt myndi metið af fjölmiðlum, cinkum þó hinum vcstrænu. VESTRÆNIR fjölmiðlar fjalla nú mjög um það, hvort cinhver breyting vcrði á stcfnu Sovétríkjanna cftir aö Chern- cnko er búinn að styrkja stöðu sína. Enn sem komið er, viröist fátt benda til þess. aö svo veröi í bráð. Helzt verða þær ályktanir dregnar, að Chernenko stefni að því að halda sem mest í horfinu og ráöast ckki í nein ævintýri. aö hætti Krústjofs. Slíkt væri ekki heldur óeðli- legt. Chernenko hcfur átt flest- um mönnum meiri þátt í því að skapa það kerfi, sem nú er búið við. Þó má að sjálfsögðu vænta þess, að hann rcyni að gera þær lagfæringar. sem augljóslega cru orönar aökallandi, eins og t.d. Þórarinn £1 Þórarinsson, k J ritstjóri, skrifar að uppræta vinnusvik, óreglu og trassaskap, scm hcfur m.a. lam- að samgöngukcrfiö í vaxandi mæli. Brésnjef var búinn að scgja þessum ágöllum kerlisins stríð á hendur og Andropóv fók þann þráð upp og lagði enn meiri áhcrzlu á hann. Cherencko hclur í ræðum sínum haldið þessu áfram, en þaö er ekki gert til að breyta kerfinu, heldur til þess að styrkja það í sessi. í utanríkismálum mun það sama vcra uppi á teningnum. Þar vcrður fylgt áfram hefðbundinni stcfnu og ckki hafizt handa um mciriháttar brcytingar, nema að vel íhuguðu máli. Stjórn Cherncnkos mun þann- ig vafalítið einkcnnast meira af íhaldssemi en brcytingagirni. Þess vegna eru ýmsir frefta- skýrcndur farnir að leiða hugann að því. hvað muni taka viö eftir Cherncnko, cn hann mun að líkindum ekki stjórna lengi af aldursástæðum. Síðan Chernenko var valinn íramkvæmdastjóri eða formaður Kommúnistaflokksins hefur sá orörómur verið að færast í auk- ana aö Michacl Gorbachov væri líklegasti eftirmaður hans. Margt benti til, að hann gengi næst Chcrnenko að völdum í framkvæmdanefndinni. Þcssi orðrómur hcfur styrkzt eftir fundinn í Æðsta ráöinu, þcgar Chernenko var kosinn. Það féll í hlut Gorbachovs að flytja tillöguna um kosningu Chernenkos í forsetaembættið. Chernenko flutti á sínum tíma tilllöguna um kosningu Androp- ovs í forsetaembættið. Þá hefur verið tilkynnt, að Gorbachov hafi verið kosinn formaður utanríkisnefndar flokksins, en það þykir mikil valdastaða. Gorbachoveryngsti maðurinn í framkvæmdastjórn flokksins, 53 ára. Hann virðist hafa notið mikils trausts þeirra Brésnjefs og Andropovs. Útlendingar, sem hafa kvnnzt honum, láta vel af honum, en hann er einn fárra leiðtoga Sovéfríkjanna, sem tal- ar ensku. Hann var fyrir nokkr- um árum í Kanada til þess að kynnast landbúnaði þar og féll Kanadamönnum vel í geð.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.