Tíminn - 18.04.1984, Qupperneq 16
Opið virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD“
Skemnuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
3T
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niöurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
T*
.i
abriel
HÖGGDEYFAR
^OJvarahlutir s“aa1
Ritstjórn 86300 Augfýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöidsímar 86387 og 86306
AFIAKVOTISELDUR FRA
SKLUFHH HL EYJA
Vítavertathæfisegjaforsvarsmenn Þormóds ramma, en 220 tonna
botnfiskafli Siglfirðings Sl 150verður seldur úr byggðarlaginu
■ Megnrar óánægju gxtir nú
hjá forsvarsmönnum útgerðar-
fyrirtækisins Þormóðs ramma og
fleiri aðilum á Siglufirði vegna
þcirrar ákvörðunar bæjarráðs að
heimiia kvótatilflutning Sigl-
flrðings SI 150 á 220 tonna
botnflskkvóta til Vestmanna-
eyja, þar af 110 tonna þorsk-
kvóta. I rökstuðningi bæjar-
ráðsmanna og atvinnumála-
nefndar bæjarins kemur fram að
ef ekki hefði orðið af þcssum
kvótatilflutningi þá hefði það
þýtt atvinnumissi skipverja á
Siglflrðingi. Á hinn lióginn segja
forsvarsmenn Þormóðs ramma
að fyrirtækinu hafl gcngið illa að
manna sína tvo togara og vel
getað tekið við skipverjum Sigl-
flrðings og telja ákvörðun bæjar-
ráðs vítaverða.
Forsaga málsins er sú aö ný-
lega var Siglfirðingur SI 150
tekin upp í slipp á Akureyri þar
sem fyrirhugað er að hreyta
honum í frystiskip. Til þess að
þurfa ckki að stöðva útgcrðarfyr-
irtækið á meðan á þessari að-
gerð stendurog segjaskipverjum
upp vinnunni föluðust eigendur
skipsins eftir rækjubát frá Vest-
mannaeyjum sem ekki var á
lausu nema gegn umræddri
kvótatilfærslu. Til þcss að slík
tilfærsla væri leyfileg þurfti sam-
þykki sveitarstjórnar sem fékkst
fyrir skemmstu gegn því skilyrði
að ekki yrði um frekari tilfærslu
kvóta Siglfirðings að ræða.
„Þetta er alveg vítavert og ég
held að það sé skoðun allra sem
eru hér í fiski. Staðreyndin er
líka sú að við erum í vandræðum
með að manna okkar tvo togara
og um þriðjungur áhafnanna eru
aðkomumenn. Við hér á Siglu-
firði höfum heldur engin efni á
því að vera að láta af okkar
kvóta. Okkur vantar kvóta, það
er fyrirsjáanlegt að margir hér
verða búnir með sinn kvóta á
miðju ári," sagði Runólfur Birg-
isson skrifstofustjóri hjá Þor-
móði ramma í samtali við Tím-
ann í gærkvöldi.
„Það er auðvitað slæmt að
þurfa að samþykkja svonalagað
en ég taldi þetta fullforsvaranlegt
eins og staðan var. Ef við hefðum
ekki leyft þetta þá hefði fyrirtæk-
ið þurft að segja mannskapnum
upp og stöðva allan rekstur sem
var afskaplega erfitt fyrir þessa
aðila því staða fyrirtækisins er
mjög erfið um þessar mundir"
sagði Bogi Sigurbjörnsson for-
seti bæjarstjórnar á Siglufirði
Pólitísk samstaða Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og Al-
þýðuflokks í bæjarráði var um
þessa ákvörðun en vitað er að
Alþýðubandalagið lagðist gegn
þessari ákvörðun. Þá sendi
Verkalýðsfélagið Vaka á Siglu-
firði frá sér ályktun þar sem
kvótalilfærslunni var mótmælt og
sömuleiðis bárust mótmæli 117
manns sem vinna í hraðfrystihús-
um í Siglufirði.
Útgerðarfyrirtækið Siglfirð-
ingur er í einkaeign en Þormóður
rammi er í eigu ríkis og bæjarfé-
lagsins.
- b
_ Tilboð í annan áfanga flugstöðvarbyggingarínnar á Keflavíkurflugvelli opnuð í húsakynnum vamarmáladeildar í gær.
Tilboð opnuð í flugstöðvarbyggingu: T “ní Aml s*ber!
ístak hf. bauð 2/3
af kostnaðaráætlun
— og var með lang lægsta tilboðið af sex
■ „Við vorum með lægsta til-
boðið svo að við erum bjartsýnir
á að fá verkið, það er að minnsta
kosti venjan að taka lægsta til-
boðið. Verkið er mikið og
margslungið og það hefur kostað
gífurlega yfirlegu að reikna til-
boðið út - en okkur tókst það
sem við ætluðum okkur, að
verða lægstir, og við erum að
sjálfsögðu ánægðir með það,“
sögðu Loftur Árnason og Olafur
Gíslason, verkfræðingar hjá Is-
tak hf. í samtali við Tímann, eftir
að tilboðsgögn í annan áfanga
flugstöðvarbyggingará Keflavík-
urflugvclli voru opnuð í húsa-
kynnum varnamáladeiidar í gær.
Alls bárust sex tilboð í verkið
og var tilboðið frá ístak Iang
lægst, eða 205,7 milljónir. Mæsta
tilboðið var frá Eyfirskum verk-
tökum hf. 288 milljónir. Ár-
mannsfell hf. og bandarískt
verktakafyrirtæki, Howard
Corporation, sendu hvort um sig
tilboð að upphæð tæplega 250
milljónir en tvö íslensk fyrirtæki,
Hagvirki hf. og Steintak hf.
sendu hvort um sig tilboð að
upphæð um 232 milljónir. Kostn-
aðaráætlun Almennu verkfræði-
stofunnar hljóðar upp á 314,3
milljónir, þannig að lægsta til-
boðið nemur um 2/3 hlutum af
áætluninni.
Að sögn verkfræðinga ístaks
er hér um að ræða eitt stærsta
uppsteypuverk á byggðu bóli hér
á landi í áraraðir. Mun fstak hf.
væntanlega hefja framkvæmdir
innan tíðar og áætlað er að
verkinu Ijúki í október 1985.
Áætlað er að 80 til 100 manns
vinni við verkið þegar mest
verður.
-Sjó.
dropar
Félagslyndar
konur
■ Ohætt er að segja, að
samtök aldraðra séu bæði
stórhuga og framtakssöm.
Samtökin hafa fyrir nokkru
fengið lóð undir ntikið stór-
hýsi í Bólstaöarhlíðinni í
Reykjavík og er ætlunin að
byggja þar hús með allt upp
■ 80 íbúðir ásamt þjónustu-
miðstöð og öllu tilheyrandi.
Þá má ekki gleyma, að s.l.
haust tóku samtökin í notkun
14 íbúðir við Akraland í
Fossvoginum og fleira mun
vera í bígerð.
Dropateljari telur skýring-
una á þessari miklu og öflugu
starfsemi vera augljósa,
nefnilega þá, að konur virð-
ast vera í miklum meirihluta
í samtökunum. Sem dæmi
má nefna, að í Akralands-
íbúðunum búa aðeins 4
karlmenn, cn 15 konur.
Ástæðan er ekki sú, að ís-
lenskar konur eru langlífari
en flest annað, sem byggir
þessa plánetu, heldur einnig
að þær eru bæði dugmeiri og
félagslyndari en karlarnir.
Landfeðrum vorum er því
hér með bent á, að virkja
þennan ónýtta starfskraft til
að sauma upp í gatið fræga...
Jakkaföt
fyrir milljón
Tískumanni og vini dropa-
teljara varð á að villast inn á
aðalfund Seðlabankans í
gær. Vinurinn fór þaðan
þungbúinn mjög enda kom í
Ijós, að annað eins magn af
fínum jakkafötum hafði hann
ekki barið augum frá því
hann sá The Great Gatsby
hér um árið. Eftirdrykklanga
stund með vasatölvunni
margfrægu komust við sér-
fræðingarnir að þeirri niður-
stöðu, að verðmæti jakkafat-
anna á aðalfundinum hefðu
aldrei getað farið undir millj-
ón krónur íslenskar. Dropa-
teljari mælir því með jakka-
fataskatti og leyfa börnunum
FRYSTINGIN
JÓKST HJÁ
SAMBANDS-
FRYSTIHÚSUNUM
■ Þrátt fyrir að þorskafli
fyrstu þrjá mánuði þessa árs
hafi dregist saman um 13 af
hundraði miðað við sama
tímabil á síðasta ári jókst fryst-
ing þorskafurða hjá Sambands-
frystihúsunum um 30% á þessu
tímabili miðað við fyrstu þrjá
mánuði 1983. Þetta kemur
fram í nýju tölublaði Sam-
bandsfrétta.
Þar kemur einnig fram að
frysting sjávarafurða í heild
hefur aukist með magni um
22% ef rniðað er við sömu
tímabil. Mest munar um aukn-
ingu í frystum ufsa en hún nam
43%. Frysting karfa jókst um
14% en ýsuafurðir minnkuðu
um 11 af hundraði. -JGK
MOKKASKINNTIL
BANDARÍKIANNA
■ Iðnaðardcild SÍS hefur
gengið frá samningi um sölu á
mokkaskinnum til Bandaríkj-
anna fyrir 800 þúsund dollara
á þessu ári. Kaupandinn er
fyritækið Excelled í New Jers-
ey, sem er mjög stór frantleið-
andi á fatnaði úr skinnum
vestra.
í nýútkomnum Sambands-
fréttum segir Hjörtur Eiríks-
son framkvæmdastjóri Iðnað-
ardeildarinnar, að útilokað sé
að flytja út fullunnar mokka-
kápur á Bandaríkjamarkað þar
cð 30% tollur sé á slíkri vöru.
Tollur á skinnum sé hins vegar
mjög lítill og þessi viðskipti
því mjög hagkvæm. -JGK
FRUMVARP UM
ÖLDUNGADEILDIR
■ Tvö lagafrumvörp um
öldungadeildir hafa verið lögð
fram og varðar annað mennta-
skóla og hitt fjölbrautaskóia.
Öldungadeildirnar eru fyrir þá
sem komnir cru af venjuleg-
um skólaaldri og hentar ekki
að sækja reglulega kennslu.
Gcrt cr ráð fyrir að mennta-
málaráðherra setji nánari
rcglugerð um starfsemi öld-
ungadeildana, og um nám-
skeiðsgjöld, en miðað er við að
þau veröi þriðjungur af kostn-
aði við rcksturinn. Ríkið legg-
ur til þriðjung og viðkomandi
sveitarfélaga þriðjung. -O.Ó
þess í stað að drekka kakó-
mjólkina söluskattslausa.
Krummi...
...íhugar nú hvort það væri
ef til vill hagkvæmara að láta
þær konur í samtökum aldr-
aðra sauma jakkaföt og leyfa
gatinu að eiga sig....