Tíminn - 07.01.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 07.01.1986, Qupperneq 2
2Tíminn Þriðjudagur 7. janúar 1986 Skipin leggja úr höfn ■ Fjöldi skipa hefur að undan- förnu legið við bryggju í Reykja- víkurhöfn en sjómenn eru nú að búa skip sín til áframhaldandi veiða. Aflakvóti hvers skips fyrir sig lá fyrir fyrsta janúar og ný fisk- verðsákvörðun verður birt fyrsta næsta mánaðar. Margir loðnu- bátar eru þegar farnir til veiða og sex togarar munu selja afla sinn í Englandi og Þýskalandi nú í vik- unni. Margt bendir til þess að sala erlendis á ferskum ísuðum fiski af íslandsmiðum haldi áfram að aukast á þessu ári, frá því sem verið hefur en á síðasta ári var um að ræða 63 þúsund tonn og þar af voru seld um 43 þúsund tonn á Englandsmarkað. Tímamynd: Árni Bjarna Aidsveiran breiðist stöðugtútá íslandi Breiðdalsvík: Fjögur sjúkra- flug ■ Sjúkraflug frá Breiðdalsvík voru fjögur á milli jóla og nýárs. Sveitarstjórinn á Breiðdalsvík hafði samband viðTímann vegna fréttar sem birtist þann 3ja janú- ar, og sagt var að fjogið hefði ver- ið með drcng, sjúkraflugi. frá Egilsstöðum. Hið rctta er að hann fór með vél frá Brciðdals- vík. ■ „Við erum að finna töluvcrt af tilfellum þar sem um gömul smit er að ræða og margt bendir til þess að dreifingin á Aids sé svipuð hér á landi og í löndunum í kringum okkur," segir Sigurður Guðmunds- son læknir á Borgarspítalanum í Reykjavík. „Það gcrir okkur svolítið erfitt fyr- ir að áætla útbreiðslu veirunnar hér á landi hversu stutt er síðan farið var að leita hennar meðal íslendinga en tilfellunum hefur stöðugt verið að fjölga." Til þessa hefur aðeins einn ein- staklingur greinst með sjúkdóminn en hann er nú látinn eins og kunnugt er. Sigurður segir að símaþjónusta sú, sem komið var upp til að veita upp- lýsingar um sjúkdóminn og hvert fólk gæti leitað, hafi reynst vel en nokkuð hafi dregið úr hringingum frá því serr, mest var í nóvember. „Því er þó ekki að leyna að við bjuggumst við að hún yrði meira not- uð og fleiri smittilfelli kæmu í leitirnar í gegnum hana. Við erum að vinna úr tölulegum upplýsingum varðandi fjölda einstaklinga, sem greinst hafa með veiruna, til að hægt sé að gera sér einhverja grein fyrir útbreiðslunni hér og niðurstöðurnar úr þeirri könnun verða væntanlega birtar innan skamms.“ Skattprósentan ákveöin: Fyrirframgreiðslan 65% m.v. síðasta ár ■ Ákveðið hcfur verið að fyrir- framgreiðsla skatta á fyrra helmingi ársins 1986 verði 65% af heildar- sköttum ársins 1985. Það þýðirt.d. að sá sem hafði 100 þús. krónu skatta í ■ Fimmtán unglingar frá Norður- löndunum hittust í Lundi í desem- ber. í tengslum við kynningarherferð Norðurlandaráðs var efnt til ritgerð- arsamkeppni meðal ungs fólks um norrænt samstarf. Þeim unglingum sem hlutskarpastir voru í keppninni, var boðið til fundarins. íslensku unglingarnir sem fóru eru, Valgerð- ur María Gunnarsdóttir, nemi í MA fyrra þarf nú að greiða 65 þús. á fyrri hclmingi ársins, eða 13.000 kr. á hverjum gjalddaga. Áætlað er að tekjur hafi að meðal- tali hækkað um 36% milli áranna og Höskuldur Ari Hauksson, nemi í MR, en ritgerðir þeirra voru valdar úr íslensku ritgerðunum sem bárust til birtingar. Ritgerðirnar fimmtán birtust í fjórða hefti tímarits norrænu félaganna, „Vi i Norden“, sem kom út í byrjun desember. íslensku rit- gerðirnar tvær komu auk þess í jóla- blaði Norræna félagsins. „Norræn jól“. 1984 og 1985 og mun skattvísitalan í ár hækka um sama hlutfall. svo og skattstigar, persónufrádráttur og barnabætui. Tekjuskattsálagning í ár verður þannig, af skattskyldum tekjum árs- ins 1985: Af fyrstu 272 þús. kr. greið- ast 20%, af næstu 272 þús. kr. greið- ast 31% og svo 44% af því sem um- fram er 544 þús. krónur. Frá reikn- uðum tekjuskatti dregst síðan persónuafsláttur, 47.600 kr. hjá ein- staklingi (og hvoru hjóna) og 83.300 kr. hjá einstæðum foreldrum. Samkvæmt þessu verður tekju- skattur einstaklinga (hvors hjóna) sem hér segir, miðað við að þeir noti 10% frádráttarregluna: Af 400 þús. króna tekjum um 34 þús., af 500 þús. króna tekjum unr 62 þús. og af 600 þús. kr. tekjum um 90 þús. króna tekjuskattur. Hjá þeim sem eiga börn koma barnabætur til frádráttar - eða útborgunar hjá tekjulágum - 10.200 með fyrsta barni og 15.300 með hverju barni umfram það. Að auki koma 10.200 kr. barnabætur með hverju barni undir 7 ára aldri. Barnabætur til einstæðra foreldra verða sem áður hærri. Ungum rithöfundum boðið til Lundar Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík: Tóku níu kíló af kannabisefnum - á árinu 1985 ■ Tæplega níu kíló af hassi, rúm- lega hálft kíló af marijúana, 27 kanabisplöntur, tæpt kíló af amfetamíni, 24 grömm af kókaíni og 2223 skammtar af LSD voru gerðir upptækir úr fórum fíkniefna- smyglara á árinu 1985. Þetta magn er afrakstur starfa fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Auk þess var lagt hald á fíkniefni í nokkrum öðrum umdæmum. í fréttatilkynningu frá lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík er tekið fram að verulegt magn hafi fundist utan Reykjavíkur. Tollgæslan lagði hald á efni á Keflavíkurflugvelli. Þá var toll- póststofan ötul, og kom upp um nokkur smygl á árinu. Stærstu fíkniefnasmygl ársins 1985 tengd- ust öll skipaflutningum. Þá var lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefn- um á Sciphol flugvelli í Amster- dam, en þau voru á leið til íslands. Þar náðust 24 grömm af efni sem hollenska lögreglan taldi vera herót'n. Alls voru 198 mál til rannsóknar hjá fíkniefnadeildinni. Kærðirein- staklingar voru 412, og þar af níu útlendingar. Karlar voru í miklum meirihluta, eða 333 á móti 79 konum. Af þeim 412 sem voru kærðir, höfðu 245 komið við sögu deildarinnar áður, en 167 voru kærðir í fyrsta skipti. í Ijós kemur, í fréttatilkynningu frá lögreglustjóraembættinu, að langmestur meirihluti þeirra sem kærður er, eru atvinnuleysingjar, sjómenn og verkamenn, eða alls 282 af 412. Opinberir starfsmenn, kærðir fyrir fíkniefnasmygl voru tólf talsins og verslunarmenn 18. Rúmlega þrír fjórðu þeirra sem kærðir voru, voru 21 árs eða eldri. Með tilliti til þessara talna sem nefndar eru að ofan, telur lögregl- an að ljóst sé að kannabisefni hafi unnið sér fastan sess sem vímugjafi hérlendis.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.