Tíminn - 07.01.1986, Síða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 7. janúar 1986
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvstj.: GuðmundurKarlsson
Ritstjóri: Helgi Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Misbeiting valds
■ Ekki hefur þáð farið dult, að ýmis öfl í Sjálfstæðis-
flokknum hafa alla tíð síðan núverandi ríkisstjórn var
mynduð skipulagt sérstaka aðför að Lánasjóði ísl.
námsrrránna.
Framsóknarmenn liafa verið þarna til varnar og
stundum átt í vök að verjast, en þó tekist að koma í veg
fyrir að íhaldinu heppnaðist að koma fram áformum sín-
um um allsherjar árás á sjóðinn í því skyni að veikja
hann og gera hann ófæran um að sinna því mikilvæga
hlutverki sem slíkur sjóður hefur að gegna í nútíma
þjóðfélagi.
Meðan Ragnhildur Helgadóttir var menntamálaráð-
herra frá því í maí 1983 fram í október 1985 tókst fram-
sóknarmönnum í ríkisstjórninni að sannfæra hana um
nauðsyn jákvæðrar afstöðu ríkisstjórnarinnar til Lána-
sjóðsins og koma í veg fyrir að markaðshyggjan í Sjálf-
stæðisflokknum gengi af Lánasjóðnum dauðum eða
magnaði gegn honum hleypidóma og þröngsýni. Því
verður ekki annað sagt en að Ragnhildur Helgadóttir
hafi stýrt málefnum Lánasjóðs ísl. námsmanna af gætni
og hófsemi, enda tók hún meira mark á samstarfsmönn-
um sínum úr hópi framsóknarmanna en postulum frjáls-
hyggjunnar sem vaða nú uppi í Sjálfstæðisflokknum og
núverandi menntamálaráðherra hefur sem ráðgjafa.
Með komu Sverris Hermannssonar í stól
menntamálaráðherra hafa orðið alvarleg umskipti í
þessu efni. Hann gerir sig nú sekan um þá leiðu háttsemi
tækifærissinnaðra ráðherra á ýmsum tímum að slá um
sig með stóryrðum og láta fyrirgang og fullyrðingar í
fjölmiðlum bæta upp innihaldsleysi eða lítið hugsaðar og
ranglátar ákvarðanir sínar.
Hefur menntamálaráðherra með yfirlýsingum sínum
varðandi málefni Lánasjóðsins, stjórn hans og starfslið,
valið þá leið að málefni Lánasjóðsins séu rædd með
stríðsletri í fyrirsögnum á forsíðum dagblaða í stað mál-
efnalegrar umræðu. Það er sú óskastaða sem málefna-
litlir ráðherrar og tækifærissinnar í ráðherrastólum
stefna að. Sverrir Hermannsson hefur í þessu máli aug-
ljóslega valið sér stöðu í þeim hópi.
Þá hefur ráðherrann unnið að því sem er áberandi í
pólitískri starfsemi Sjálfstæðisflokksins, að ráðast að
einstaklingum og starfsliði heilla stofnana, ef slíkt fólk
er ekki íhaldinu þóknanlegt. Aðalmarkmiðið mcð
skyndilegri árás á Lánasjóð ísl. námsmanna, starfslið
hans og framkvæmdastjóra er ekkert annað en að fá
tækifæri til þess að rýma embætti og stöður fyrir íhalds-
menn. Hér er um pólitíska ofsókn að ræða, nánast pólit-
íska hreinsun eins og gerist í einræðisríkjum.
Enginn hetjuskapur er fólginn í þess konar aðförum
ráðherrans heldur bera þær keim af öðrum eigindum.
Ekki er að efa að þessi mál verða rædd þegar þing
kemur saman að nýju. Þá mun koma í ljós hvort þing-
menn Sjálfstæðisflokksins eru allir sammála ráðherran-
um en þó má búast við að háværar mótbárur heyrist ekki
frá þeim, enda of margir í þeira röðum sem trúa blint á
'ögmál markaðarins og að þeir einir sem fjármagnið hafa
uli njóta þess. Bæði hvað varðar möguleika til náms
n á pðrum sviðum.
Pví verður vart trúað en að þingmenn annarra flokka
.ameinist um að fordæma þannig hugsunarhátt.
SAMTÍNINGUR
B Mpim tamálaráðherra leysir framkvæmdastjóra LIN frá störfum:
I Þau skil sem mér voru gerð af
hálfu þessa sjóðs á síðasta «
ári fylltu mig vantrausti
— segir menntamálaráðherra — Er mjög undrandi á þessari
uppsögn, segir Sigurjón Valdimarsson
i
Menntamálaráðherra
Sf;
MFM’ TAMAL
Sverrír rekur Siguríón
®«r/;
S^,.>^sju
">nVff,-
Menntamálaráðherra rekurframkvœmdastjóra LIN „vegna vanrækslu ístarfi“. Sigurjón
Váldimarsson: Getstaðið við allt ísambandi við reksturinn. Starfsmenn sjóðsins bregðast hart
við: Förum íaðgerðir verði uppsögnin ekki dregin til baka
VALDBEITING?
■ Miklu athygli hefur vakið sú
skyndiákvörðun menntamálaráð-
herra Svcrris Hermannssonar að
reka fyrirvaralaust úr starfi fram-
kvæmdastjóra l.ánasjóðs ísl.
námsmanna. Sagnir hernta að
menntamálaráðherra hafi síðustu
daga fyrir árantót kallað fram-
kvæmdastjórann fyrir sig og gefið
honum kost á að segja upp störfum
ellegar að honunt yrði sagt upp.
í Dagblaðinu 4. janúar er skýrt
frá þessu með eftirfarandi orðum:
Sverrirrak Sigurjón
„Vegna vaurækslu í starfi,“ svar-
aði Sverrir Hermannson spurningu
I)V. Hvers vegna hann vék frani-
kvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra
námsmanna, Sigurjóni Valdimars-
syni, úr starfi í gær.
Sverrir kvaðst ekki tilgreina
fleiri ástæður. Hann biði niður-
stöðu úttektar sem frani færi á
starfscmi sjóðsins. Hann sagði að í
desember hefðu komið upp stór-
kostlegar vanáætlanir á gjöldum.
„Þannig reiður get ég ekki sætt mig
við,“ sagði ráðherrann.
Þjóðviljinn segir einnig frá þessari
ákvörðun ráðherra þennan sama
dag:
Sverrir rekur Sigurjón
Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra vék Sigurjóni Valdi-
marssyni framkvæmdastjóra LÍN
fyrirvaralaust úr starfi í gær og til-
greinir það sem ástæðu fyrir upp-
sögninni að Sigurjón hafi sýnt van-
rækslu í starfi. Starfsmenn sjóðsins
hafa brugðist liart við þcssari aðför
ráðherrans og áskilja sér fullan rétt
til aðgerða dragi ráðherrann
ákvörðun sína ekki til baka fyrir há-
degi á mánudaginn.
Strax í gær setti Sverrir Hrafn
Sigurðsson viðskiptafræðing í
stöðuna til bráðabirgða og honum
til aðstoðar í starfi á að vera Itcynir
Kristjánsson starfsmaður
Hagvangs.
„Það er rétt að ég fékk uppsagn-
arbréf í dag, en ég get ekki fullyrt
hvers vegna ráðherrann tók þessa
ákvörðun. Ég tel að það sé ekkert í
sambandi við rekstur sjóðsins sein
ég get ekki staðið fyllilega við,“
sagði Sigurjón í samtali við Þjóð-
viljann í gær. Starfsmenn sjóðsins
urðu vitni að því fyrr í þessari viku
að ráðherrann sagðist ekkert hafa
upp á Sigurjón að klaga, sem skýt-
ur skökku við þá ástæðu sem gefin
er fyrir uppsögninni.
Þeir Svavar Sigurðsson for-
maður stjórnar LÍN og Eiríkur Ing-
ólfsson komu á fund Sigurjóns i
gær í umboði menntamálaráðherra
og gengu eftir því hvort hann ætlaði
að segja upp að sjálfsdáðum, en
þegar hann ncitaði því drógu þeir
upp úr pússi sínu bréf ráðherrans
sem áður er ncfnt.
Starfsmcnn LÍN hafa sent frá sér
tvær harðorðar yfirlýsingar vegna
þessa máls. Þeir hafa tilkynnt
stjórn sjóðsins að þcir inuni ekki
vinna yfirviiinu um sinn. Þá telja
þeir að þær sakir sem á Sigurjón
eru bornar séu fyrst og fremst á
ábyrgð stjórnar sjóðsins og fara
fram á að hún axli þá ábyrgð.
Starfsmennirnir tclja þannig að
uppsögnin sé ólögleg og áskilja sér
rétt til að grípa til aðgerða vegna
hennar. Þeir telja hana siðlausa, og
að hún brjóti sterklega í bága við
hagsmuni námsmanna.
Að sjálfsögðu lætur Mogginn sitt
ekki eftir liggja til að skýra frá því
sem gerðist og þann 4. janúar hefur
hann eftirfarandi eftir mennta-
málaráðherra:
„Þetta cr ekki skemmtiverk, en
ég hlýt að fara eftir samvisku minni
og þeim skyldum sem ég tel að á
mér hvíli. Hér er á ferðinni millj-
arða sjóður og ég get ekki stund-
inni lengur horft á hann rckinn
öðru vísi en undir stjórn þeirra sem
ég hefi ástæðu til að treysta," sagði
Sverrir < Hermannsson mennta-
málaráðherra í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Þau skil sem mér
voru gerð af hálfu þessa sjóðs á síð-
asta ári fylltu mig vantrausti á að
vel og skynsamlega væri á málum
haldið og er ég þá ekkert að vitna til
þeirra mýmörgu kvartana sem
manni berast um afgreiðslumáta
þessarar stofnunar. Ég vil gera
lireytingar og það er verið að at-
liuga hvaða breytingar eru
skynsamlegar.
Nú stendur fyrir dyrunt úttekt á
starfsemi og stöðu sjóðsins og tak-
markið er að hún taki 3-6 mánuði.
Lögin um sjóðinn cru til endur-
skoðunar og koma til meðferðar í
þessum mánuði. Samhliða útttekt-
inni og þegar niðurstöður hennar
liggja fyrir verða teknar ákvarðanir
og leitað lags um nýjar reglur fyrir
starfsemi sjóðsins, cn fyrr vil ég
ekki tala um þær ávirðingar sem
þarna kunna að vera í starfi.
Ég hef þegar skýrt frá þeim von-
brigðum sem ég varð fyrir með
starfsemi þessa sjóðs á síðasta ári
og þeim áfellum sem ég taldi mig
liggja undir vegna skila þessa sjóðs
og starfsemi. Mér var ekki gerö
grein fyrir stöðu mála sem skipti
tugum milljóna króna. Við borð lá
að ég yrði gerður að brigöanianni
gagnvart þúsunduni námsmanna.
Þannig ætla ég ekki að láta mig
bera upp á sker án þess að hafa í
frammi einhver viðbrögð við að
rcyna að byrgja brunninn áður en
barnið dettur aftur ofan í.“
í fréttinni er síðan viðtal við Sig-
urjón Valdimarsson og hefur hann
þetta að segja um málið:
„Ég cr itijög undrandi á þessari
uppsögn." „Það hafa komið fram í
hlööum ásakanir á hendur sjóðn-
iim og þær eru allar skýranlegar.
Ég veit að ég hef sinnt mínu starfi af
trúmennsku og axlað þá ábyrgð
sem á þessum sjóði hvílir og er því
afskaplega hissa á þessum aðgerð-
um menntamálaráöherra.
í dag komu til mín Auöunn Svav-
ar Sigurðsson formaður stjórnar
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
og Eiríkur Ingólfsson stjórnarmað-
ur. Þeir báru mér tilmæli frá
menntamálaráðherra um að ég
segði þessu starfi lausu. Ég sagði
þeim að ég gæti ekki orið við þeim
tilmælum. Ég sæi ekki að ég hafi
brotið neitt af mér í niínu starfi. Ég
hefði gegnt því af trúmennsku mið-
að við þær aðstæður sem sjóðnum
eru búnar. Þá afhentu þeir mér
bréf ráðherra.
Ég mun svara því sem getið er
uin í uppsagnarbréfinu og að sjálf-
sögðu mun ég leita mér lögfræði-
legrar ráðgjafar varðandi þetta
mál,“ sagði Sigurjón Valdimars-
son.
Starfsmenn Lánasjóðs létu sitt
ekki eftir liggja og í niðurlagi frétt-
ar Morgunblaðsins er sagt frá henni
og viðbrögðum menntamálaráð-
herra:
í gær sendu starfsmenn LÍN frá
sér ályktanir þar sem m.a. er til-
kynnt að þeir taki ekki í mál að
vinna yfirvinnu um sinn vegna þess
að menntamálaráðherra hefur vik-
ið framkvæmdastjóra sjóðsins
frá störfum. Þá er brottvikningunni
harðlega mótmælt. I lok ákyktun-
arinnar segir: „Þar sem svo fauta-
lcga er að þessu staöiö áskiljum við
okkur fullan rétt til aðgerða, svo
framarlega sem ráðherrann dregur
ákvörðun sína ekki til baka fyrir
hádegi mánudaginn 6. janúar nk.“
„Þeim starfsmönnum sem hafa
haft þrek til að vinna alit að 170
klukkustundir á mánuði í yfirvinnu
er líklega ráðlagt að taka sér aðeins
hlé frá slíkum þrældómi," sagði
mcnntamálaráðherra er hann var
spuröur álits á þessum ályktunum.
„Ég vona að þessar aðgerðir verði
löglegar þar sem starfsmenn sjóðs-
ins bera niér á brýn lögleysu. Það
er Ijarri lagi að ég beygi mig um
hársbreidd fyrir slíkum hótunum."
Þetta mál á eflaust eftir að draga
dilk á eftir sér og vitað er að ein-
hverjir þingmanna Frantsóknar-
flokksins muni ekki taka því þegj-
andi að ráðherra skuli nota vald sitt
til að reka fyrirvaralaust úr starfi
menn semhafaekkert til saka unn-
ið annað en að vera með aðra pólit-
íska skoðun en ráðherra.Slík vinnu-
brögð geta ckki gengið og eru
hættulegt fordæmi.