Tíminn - 07.01.1986, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. janúar 1986
Tíminn 7
BÓKMENNTIR
Þórarinn Þórarinsson skrifar:
Jón Þorláksson
■ í bókinni Á aldarafmæli Jónas-
ar frá Hriflu rifjar Þórir Baldvins-
son upp ýmsar endurminningar um
Jónas. Ein þeirra er þessi:
„Hann vildi láta alla menn njóta
sannmælis, hvort sem það voru
samherjar hans eða andstæðingar.
Sem dæmi um það get ég nefnt, að
þegar Sogsvirkjunin var vígð hélt
Reykjavíkurborg samkomu og
Jónasi var boðið í hana. Margar og
merkar ræður voru fluttar, en að
þeim loknum biður Jónas um orðið
og segir:
„Ja, ég ætla nú ekki að flytja
ræðu, enda er víst nóg komið af
þeim. En einhvern veginn kann ég
ekki við þetta, að þetta mikla
mannvirki sé tekið í notkun án þess
að nafn Jóns Þorlákssonar sé
nefnt.“
Mönnum varð hverft við, því að
Jónas hafði lög að mæla, hér höfðu
orðið mistök, þótt engum dytti í
hug, að Jónas frá Hriflu yrði til þess
að leiðrétta þau.“
Það kemur fram í grein eftir
Indriða G. Þorsteinsson að Jónas
hafi talið Jón Þorláksson mikils-
verðastan pólitískra andstæðinga
sinna. Þetta var tvímælalaust rétt
mat hjá Jónasi.
Jón Þorláksson nefur eftir að
hann lést oftar gleymst en í sam-
bandi við vígslu Sogsvirkjunar.
Það er engu líkara en að óttast hafi
verið, að hann gæti skyggt á síðari
leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Það
er því gott framtak, sem Hannes H.
Gissurarson hefur hrundið í verk
að gefa út ritsafn Jóns Þorláksson-
ar. Það er góður minnisvarði um
Jón Þorláksson.
Eftir Jón Þorláksson liggja marg-
ar og merkilegar greinar og ritgerð-
ir. Þær lengstu fjalla um verkfræði-
leg og hagfræðileg efni. Jón var
flestum skýrari í framsetningu og
ritaði og talaði gott mál, án allrar
skrúðmælgi. Ég átti kost á því sem
blaðamaður að vera viðstaddur
flesta bæjarstjórnarfundi meðan
hann var borgarstjóri. Ég tel mig
engan mann hafa heyrt sem var
honum fremri í því að gera grein
fyrir málum í stuttu máli á auð-
skildan hátt. Ég hefi vafalítið heyrt
honum jafnsnjalla menn á því
sviði, en þeim hefur meira hætt til
endurtekninga. Slíkt kom sjaldan
fyrir Jón.
Ritsafn Jóns Þorlákssonar fjallar
ekki nema takmarkað um
stjórnmál. Lengstu ritgerðirnar
snerust um verkfræði og hagfræði,
eins og áður segir. Hér er samt að
finna tvær greinar eða ræður um
stjórnmál, sem ég tel í fremstu röð
slíkra verka sem ég hefi lesið. Ég
mun líka hafa vitnað oftar í aðra
þeirra en nokkra aðra grein.
Besta lýsing á
íhaldsmönnum
Önnur þessara greina birtist í
Lögréttu 1908, og er raunar ræða
sem Jón hafði áður flutt í Fram, fé-
lagi Heimastjórnarmanna í
Reykjavík. Þar er að finna þessa
lýsingu á íhaldsmönnum:
„íhaldsmenn semja í öllum lönd-
um stefnuskrár sínar þannig, að
þær gangi sem best í augu almenn-
ings, því að á því veltur fylgið. Þess
vegna segja þeir ekki: Við viljum
enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki
jámbrautir, ekki hafnir, kærum okk-
ur ekki um alþýðuskóla og svo fram-
vegis. Ef þeir segðu þetta, fengju
þeir sem sagt lítið fylgi. Þeir segja
aðeins sem svo: Við viljum fara
sparlega með landsfé, við viljum
styðja gætilega fjármálastefnu, við
viljum ekki hleypa okkur í skuldir.
Þeir vita það ofurvel, að ef þeir
geta passað að þjóðin komist ekki í
landsjóðinn, þá fær þjóðin hvorki
alþýðuskóla, hafnir, járnbrautir
eða annað slíkt, sem hún telur sig
þurfa, en þeir íhaldsmenn halda,
að hún gæti án verið. Það er venju-
lega efnaðri borgarar í hverju þjóð-
félagi, sem fylla íhaldsflokkinn.
Þeir eru ánægðir með sinn hag og
finna þess vegna ekki, að þörf sé
breytinga eða bóta á hag þjóðar-
innar og vilja ekki láta heimta af sér
skatta í því skyni. Framfara- eða
umbótaflokkana skipa aftur þeir
efnalitlu, sem finna, að þjóðfélagið
þarf að gera margt og mikið til þess
að bæta lífsskilyrði alþýðunnar.
Sömu stefnu fylgja og þeir meðal
efnaðri manna, sem einblína ekki á
sína eigin pyngju, heldur hafa hag
þjóðarinnar í heild sinni fyrir aug-
um.“
Ég hygg, að erfitt sé að finna
betri lýsingu á stefnu íhaldsmanna í
eins stuttu máli. Þetta er glöggt
dæmi þess, hvernig Jón Þorláksson
gat gert grein fyrir miklu máli með
fáum orðum á auðskildan hátt.
Nýflokkaskipan
Lögréttugrein frá 1908 ber þess
ljósan vott, að Jón Þorláksson var
umbóta- og framfaramaður á þess-
um tíma, enda orðinn einn af
traustustu fylgismönnum Hannes-
ar Hafstein. Þessí stefna hans er
óbreytt 1916, þegar hann flytur er-
indi sitt í Fram 22. janúar 1916, en
það birtist í Lögréttu sama ár. Það
fjallar um framtíðarhorfur í lands-
málum. Þarsegirm.a. áþessaleið:
„Sú eina flokkaskipting, sem er
eðlileg og réttmæt er skiptingin um
það, hve hratt eða hægt eigi að fara
í hvert sinn, framsóknarmenn og
íhaldsmenn. Það er hollt að íhalds-
menn geti tafið fyrir framkvæmd-
um mála, sem þola bið, því að þeim
tekst aldrei að tefja málið til lang-
frama ef það er gott. Og það er
hollt hins vegar, að til séu menn,
sem þora að brjóta upp á ýmsu nýju
og bendi á það, sem gera þurfi til
þess að ekki standi allt í stað. Hvor-
ir tveggja eiga jafnan rétt á sér.
Ef litið er á, hvort nokkur von sé
til þess að slík flokkaskipting komi
upp í þessu landi, þá verð ég að
segja, að vonirnar um það eru ekki
sem bestar, þótt ég hins vegar telji
það ekki vonlaust. Það eina, sem
hægt er að segja ákveðið um gömlu
flokkana er það, að eigi að koma
upp skipti milli framsóknar og
íhalds á grundvelli gömlu flokka-
skiptingarinnar, þá er Heima-
stjórnarflokkurinn framsóknar-
flokkurinn."
í samræmi við þetta leggur Jón
Þorláksson til, að heimastjórnar-
menn breyti um nafn og kalli sig
Framsóknarflokk. Eitt af stefnu-
málum þess flokks verði að opna
landbúnaðinum aðgang að
bönkunum.
í framhaldi af þessurn ræðum
Jóns Þorlákssonar var ekki óeðli-
legt, að hann var einn þeirra manna
sem hinn nýstofnaði Framsóknar-
flokkur leitaði til sem ráðherraefn-
is, þegar enginn af þingmönnum
hans vildi verða ráðherra. Á þessu
var það líka byggt, að Jónas Jóns-
son fór þeim orðum um Jón, að
hann hafi „verið framsóknarmaður
í anda og orði áður en hann varð
íhaldsmaður í verki“. (Eimreiðin
1926)
Súlurnartvær
Ári áður en Jón Þorláksson hélt
framangreinda ræðu sína í Fram,
hafði birst grein í tímaritinu Skírni,
sem bar fyrirsögnina: íhald og
framsókn. Höfundurinn var Jónas
Jónsson frá Hriflu, sem fram til
þess tíma hafði hvergi verið flokks-
bundinn. Greinin bar þess merki,
að höfundur var farinn að velta fyr-
ir sér þeirri flokkaskipun, sem ætti
að taka við af þeirri, sem þá var í
upplausn og hafði mest snúist um
stjórnarfarslegu baráttuna við
Dani. Niðurstaðan er hin sama og
hjá Jóni Þorlákssyni að megin
stefnurnar séu tvær, íhald og
framsókn.
Jónas Jónsson segir meðal
annars:
„Framsókn og íhald eru þær tvær
súlur, sem halda uppi himni sið-
menningarinnar. Starf íhaldsins er
að geyma arfsins, eins og ormur
sem liggur á gulli, og framsóknar-
innar að vera á útverði, finna ný
gæði, ný sannindi, dýrmætari en
þau, sem áður voru til, ryðja þeim
til sætis og útvega þeim borgararétt
undir verndarværig íhaldsins. Þá er
sífelld framför, en engin afturför
eða hnignun, því að engu er kastað
fyrir borð, nema betra sé fengið í
staðinn.“
Greininni lýkur þannig:
„í báðum fylkingunum eru
skoðanir liðsmanna í samræmi við
aldur þeirra og lífskjör. Báðir
flokkar þurfa að ráða nokkru, en þó
ekki jafnmiklu, því að þá eru átök-
in jöfn og kyrrstaðan sigrar.
Hreyfiaflið verður að vera höml-
unni sterkara, framsóknin öflugri
en íhaldið, og þó ekki einráðandi.
Þessa hafa menn ekki gætt nægi-
lega, meðan völd og ráð í heimilum
og ríkjum voru nær eingöngu í
höndum þeirra manna, sem fullir
voru af kyrrstöðueðli. En þetta
breytist og batnar því meir sem
líður. Framfaraandinn magnast og
nær hæfilegum yfirtökum. Veldur
Jón Þorláksson.
mestu í þeirri framþróun aukin og
útbreidd þekking nútímans. Ekki
þurfa þó íhaldsmennirnir að kvíða
fullum ósigri. íhaldið á sér djúpar
og órjúfanlegar rætur í eðli
mannsins. Meðan elli og reynsla
eru til, mun því borgið. Og því
meira sem heiminum fer fram, því
meirra vaxa þau gæði sem öllum
kemur saman um að gott sé að
geyma og verja.“
Þegar bornar eru saman Skírnis-
grein Jónasar 1915 og Framræða
Jóns 1916, koma fram býsnasvipuð
viðhorf hjá þeim til meginstefn-
anna tveggja, íhalds og framsókn-
ar. Framhaldið verður hins vegar
ólíkt. Jónas fylgir áfram stefnu
framsóknar, en Jón fer inn á braut
íhaldsstefnunnar, sem hann túlkar
fyrst og fremst sem varðveislu-
stefnu (Eimreiðargreinin 1926), en
raunar túlka þeir Jónas og Jón báð-
ir (haldsstefnuna þannig að veru-
legu leyti.
„Öðrum aðskaðlausu“
Það er viðfangsefni, sem ekki
verður glímt við hér, hvers vegna
Jón Þorláksson færist frá fram-
sóknarstefnunni tiLíhaldsstefnunn-
ar eða varðveislustefnunnar eins og
hann túlkar hana fyrst og fremst.
Vafalaust hefur hið mikla umrót
stríðsáranna og eftirstríðsáranna
átt verulegan þátt í því, þegar horf-
ur virtust eftir rússnesku bylting-
una að róttækur sósíalismi myndi
flæða yfir löndin og steypa þing-
ræðisskipulagi og kapitalísku efna-
hagskerfi af stóli. Jón Þorláksson
taldi nauðsynlegt að mynda sam-
stöðu til varðveislu þess frelsis, sem
hafði áunnist í stjórnarfarslegri og
efnahagslegri baráttu þjóðarinnar.
Úrræði hans var að fylja liði um
varðveislustefnuna.
Hins vegar snerist hann aldrei til
fylgis við öfgafulla frjálshyggju.
Besti lærisveinn Jóns Þorláksson-
ar, Gunnar Thoroddsen, vitnar í
inngangi ritsafnsins sérstaklega til
eftirfarandi ummæla Jóns Þorláks-
sonar um frjálslyndisstefnuna:
„Höfuðröksemd þeirra stefnu
fyrir málstað sínum er sú, að þá
muni best ávinnast til almennings-
heilla, er hver einstaklingur fær
fullt frjálsræði til að nota krafta
sína í viðleitninni til sjálfsbjargar,
öðrum að skaðlausu.“
Með þessum niðurlagsorðum
setur Jón Þorláksson frjálshyggj-
unni strangar.skorður.
Stærsta framlag Jóns Þorláks-
sonar á sviði íslenskra stjórnmála
er tvímælalaust það, að honum
tókst að hasla Ihaldsflokknum, síð-
ar Sjálfstæðisflokknum, miklu
stærri vettvang en öðrum íhalds-
flokknum á Norðurlöndum. Hann
tók breska íhaldsflokkinn til fyrir-
myndar, en honum hefur tekist að
ná meira og minna til allra stétta
þótt hann sé í raun og veru stéttar-
flokkur.
Það verður að viðurkenna, að
Jón Þorláksson vann hér pólitískt
afrek, sem hefur sett einn megin-
svip á íslenska stjórnmálabaráttu
fram á þennan dag. Þess vegna tel
ég hann einn þeirra þriggja stjórn-
málamanna, sem hafa sett mestan
svip á öldina, en hinir eru Hannes
Hafstein og Jónas Jónsson. Með
þessu er ekki verið að gera lítið úr
mikilvægum þáttum annarra
stjórnmálamanna, sem sett hafa
svip á öldina og eiga sinn þátt í því
að íslenska þjóðin getur átt bjarta
framtíð, ef hún á þeim miklu ör-
lagatímum, sem nú standa yfir,
kann fótum sínum forráð.
FALLEGAR BARNABÆKUR
■ Enginn skyldi taka þau orð sem
hér fara á eftir svo að þau séu byggð á
rækilegri eða allsherjar skoðun allra
þeirra barnabóka sem út hafa komið
undanfarið. Hér er vitanlega enginn
kostur að gera samanburð við annað
en það sem borið hefur fyrir augu
þess sem skrifar.
Gunnhildur og Glói.
Saga: Guðrún Helgadóttir.
Myndir: Terry Burton og Úlfar Örn.
Iðunn.
Þetta er glæsileg myndabók með
fallegu ævintýri. Gunnhildur hittir
huldusveininn Glóa. En sagan er um
þann veruleika að heimurinn breytir
um svip eftir því með hvaða hugar-
fari við horfum á hann. Þann sann-
leika ættu allir að skilja - og mættu
sumir gera sér það heldur ljósara en
raun vill á verða.
Rolf Lidberg:
Jólasveinabókin. Iðunn.
Þetta er falleg myndabók.
Norskur listamaður gerir mynda-
sögu um búálfafjölskyldu. Þorsteinn
frá Hamri þýðir söguna og gerir það
vel.
Hér er bara einn ljóður á. Það er
töluvert átak að gera norska búálfa
að íslenskum jólasveinum. Það er
ómögulegt án þess að sniðganga öll
þjóðleg fræði um íslenska jóla-
sveina.
En þarna eru lystilega góðar
myndir.
Sven Nordquist.
Pönnukökutertan.
Þorsteinn frá Hamri íslenskaði.
Iðunn.
Hér segir frá karlinum Pétri og
kettinum Brandi, samstarfi þeirra og
samræðum. Þeir þurfa töluvert að
hafa fyrir því að geta bakað afmælis-
tertu.
Án þess að lasta söguna sjálfa eru
það myndirnar sem gefaþessari bók
mest gildi. Þær munu standa undir
vinsældum hennar.
Frank Baum.
Gaidrakarlinn frá Oz.
Þorsteinn Thorarensen tslenskaði.
Graham Perey myndskreytti.
Fjölvi.
Þetta er allmikil bók eins og
þykja mun að vonum meðal þeirra
sem séð hafa leikgerð sögunnar á
sviði. Þeir vita þá líka að hér er um
fræga sögu að ræða. Þetta er ein
þeirra barnabóka sem telja má til
heimsbókmennta.
Sagan ber nafn galdrakarls enda
segir frá hinum mestu töfrabrögð-
um. Þetta er saga sem ýtir undir
ímyndunaraflið og lyftir því.
Það er ekki um of að segja að bók-
in hafi verið myndskreytt því að
myndirnar eru sannarlega skrautleg-
ar.
H.Kr.