Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Þriðjudagur 18. febrúar 1986 Mitterrand Frakklandsforseti og Gaddafi Líbýuleiðtogi funduðu á evnni Krít árið 1984 er skærur í Chad stóðu yfir. Funda félagarnir á nýjan leik? Frakkar flytja inn her Stjórnvöld í Líbýu vöruð við frekari árásargirni - Eru herflutningarnir kosningabrella af hálfu franskra stjórnvalda? Parí.s-Reuter Frönsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau myndu flytja varnarhersveitir og herflugvélar til Afríkuríkisins Chad eftir árás líbýskar Tupolev-22 herflugvélar á flugvöllinn í höfuð- borg landsins N’Djamena. Paul Quiles varnarmálaráðherra Frakklands sagði hersveitirnar fyrst og fremst þjóna því hlutverki að koma í veg fyrir frekari árásarað- gerðir af hálfu Líbýuhers en ekki eiga að hefna fyrir flugvallarárásina. „Við erum ekki í stríði við neinn. Við erum aðeins að fara að óskum ríkisstjórnarinnar í Chad um aðstoð vegna árásargirni,“ sagði Quiles. Ekki er vitað hversu marga her- menn franska stjórnin hyggst senda til Chad en blaðið Le Monde sagði allt uppí 1300 hermenn fara til landsins. Vitað er að flugvélarnar verða staðsettar í N’Djamena en lík- legt þykir að hluti hermannanna komi sér fyrir í Abeche, sem er í eyðimörkinni austur af höfuðborg- inni. Franskar flugvélar gerðu á sunnu- daginn árás á herflugvöll í norður- hluta Chad og að sögn Quiles hafa hersveitir Hissene Habre forseta og ríkisstjórnar hans þegar hrakið skæruliða undir stjórn Goukouni Oueddei aftur yfir hin óopinberu landamæri er skilja að yfirráðasvæði þessara tveggja fylkinga. Frönsk stjórnvöld hafa að undan- förnu unnið hart að því að fá stuðn- ing annarra ríkja vegna flutnings hersveita sinna til Chad. Líklegt þykir að Frakkar fái stuðning margra Afríkuríkja í þessu sambandi. Franskar ríkisstjórnir hafa margar blandað sér í borgarastríðið í þessari fyrrum nýlendu sinni síðustu tuttugu árin. Mitterrand forseti hélt her- sveitum þar i rúm ár en dró þær til baka árið 1984 eftir að hafa komist að gagnkvæmu samkomulagi við Gaddafi Líbýuleiðtoga um að báðir aðilar drægju hersveitir sínar til baka. Frönsk stjórnvöld segja hins vegar Líbýumenn ekki hafa staðið við sam- komulagið og hafa nú um 4.500 her- menn í norðurhluta Chad sem styðja hersveitir Ouekkei í baráttunni gegn rikisstjórninni. Stjórnvöld í Líbýu neita þessu og segja stuðning við uppreisnarmenn aðeins felast í þjálf- un og skipulagningu. Pau hafa kallað á endi á bardagana og segja frönsk stjórnvöld einungis ætla að notfæra sér ástandið í Chad til að auka vin- sældir sínar heima fyrir vegna kosn- inganna í mars næstkomandi. Mannréttindi eiga í vök að verjast Genf-Reuter Kúba: Kirkjan villí fjölmiðla Huvanu-Reuter Einn af yfirmönnum rómversk- kaþólsku kirkjunnar á Kúbu sagði í samtali við fréttamenn að kirkjan vonaðist eftir að fá að- gang að fjölmiðlum landsins nú bráðlega. Kirkjan hfur verið út- skúfuð frá fjölmiðlum á Kúbu síðan Fidel Castro og ríkisstjórn hans kom á alræði kommúnista árið 1959. „Þátttaka kirkjunnar t fjöl- miðlum á Kúbu verður eitt aðal umræðuefnið á biskuparáðstefn- unni sem framundan er,“ sagði Carlos Manuel De Cespedes rit- ari biskupasamtakanna. Víst er að fyrir fáum árum hefði slík umræða ekki komið til greina en stjórnvöld virðast nú vera reiðubúin til að gefa gaum að því sem kirkjan hefur fram að færa. Nýútkomin bók sem inni- heldur hugleiðingar Castros Kúbuleiðtoga um trúarlíf hefur einnig aukið vonir kirkjunnar manna um góð viðbrögð stjórn- valda. f nóvember síðastliðnum fóru fram viðræður milli Castros og leiðtoga kirkjunnar - þær fyrstu síðan eftir daga byltingarinnar 1959 - og lofaði Castro eftir þann fund að rannsaka kvartanir um útbreidda mismunun gegn kirkj- unni á Kúbu. De Cespedes sagði við frétta- menn að yfirvöld kirkjunnar hefðu ekki í hyggju að setja aftur á stofn kirkjuskóla í landinu en ungt trúhneigt fólk sem sækti ríkisskóla hefði þó vissan rétt sem bæri að vernda. í skýrslu nefndar á vegum Samein- uðu þjóðanna sem fæst við mann- réttindamál, er fjöldi fólks sem „hverfur" af stjórnmálalegum ástæð- um sagður aukast ár frá ári. Síðasta ár „gaf ekkert til kynna að ástæða væri til bjartsýni" eins og það er orðað í skýrslunni. Þvert á móti virtist fjöldi fólks, sem hvarf án þess að stjórnvöld viðkomandi lands gætu gefið á viðhlítandi skýringu, enn hafa aukist frá því árið áður. í skýrslunni var bent á að nefndin hefði á árunum 1980 til 1985 spurst fyrir um afdrif 3.393 manna hjá stjórnvöldum í Argentínu. Þau hefðu hins vegar aðeins getað svarað fyrir rúmlega þrjátíu mannshvörf. Meira en tuttugu manns hurfu sporlaust á síðasta ári í Argentínu, Brasilíu, Kólumbíu, Kýpur, E1 Salvador, Guatemala, Hondúras, Indónesíu, fran, írak, Líbanon, Nic- Ann Hercus lögreglumálaráð- herra á Nýja-Sjálandi hefur fyrir- skipað að rannsókn fari fram á sök- um sem bornar eru á lögregluna þar í landi um að hún notfæri sér tölvu- upplýsingar til að komast að nöfnum fallegra kvenna er aka um stræti stór- borga Nýja-Sjálands. Hercus sagði í samtali við frétta- menn að hún hefði beðið Pál Molin- eaux, fyrrum yfirmann njósnamála í aragua, Perú, Filippseyjum. Sri Lanka og Uruguay að því er segir í skýrslunni. í Angóla, Chile, Haiti, Mcxíkó, Uganda og Víetnam hurfu einnig nærri tuttugu manns án þess að við- hlítandi skýring fengist. Mannréttindanefndin heldur um þessar mundir hið árlega sex vikna þing sitt þar sem ásakanir um mann- réttindabrot alls staðar að úr heimin- um eru ræddar. Nefndin, sem ekki hefur neitt raunverulegt vald, vonast til aö ná athygli heimsbyggðarinnar með því að einbeita sér að sérstökum brotum og sérstökum löndum. Hún hefur þegar ákveðið að fá sérstakar skýrsl- ur um brot á mannréttindum í Af- ganistan, E1 Salvador, Guatemala, íran, Chile og Suður-Afríku. Þá ætl- ar hún einnig að koma út þremur skýrslum er taka eiga fyrir mannshvörf, pyndingar og aftökur. landinu, að taka að sér rannsókn málsins. Molineaux starfar einmitt á vegum ríkisins við eftirlit á tölvuupp- lýsingum. Ásakanirnar um þetta efni komu frá eldri lögreglumanni sem sagði starfsbræður sína nota númerin á bíl- um kvennanna til að afla sér upplýs- inga og oft og tíðum mjög náinna upplýsinga um persónuleg mál þeirra. Karlrembusvín á Nýja-Sjálandi Wellington-Reuter Auglýsing um rannsóknastyrki frá J. E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa er- lendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical sci- ence). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1987-88. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjun- um sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild landspítalans (s. 91 -29000). Umsóknir þurfaað hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið 14. febrúar 1986. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stööur hjúkrunarfræðinga eru lausar til umsóknar: Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöð Miö- bæjar, Reykjavík. Staöan veröurveittfráog með 1. maí 1986. Hálf staða hjúkrunarfræðings viö Heilsugæslustöð Miöbæjar, Reykjavík, frá 1. apríl 1986. Staða hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöðina á Egilsstööum, frá 1. júní 1986. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf í hjúkrun, sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 15. mars 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 10. febrúar 1986 t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkar samúð, vináttu og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar tengdaföður og afa Kristleifs Jónssonar bankastjóra, Stekkjaflöt 23, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Samvinnubanka íslands h/f og starfsfólks gjör- gæsludeildar Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll. Auður Jónsdóttir Jón Örn Kristleifsson, Magnea Kristleifsdóttir, Ármann Bjarnason, Kristin E. Kristleifsdóttir, Gunnar Snæland og barnabörn. t Einlægar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát systur okkar Sigríðar Huldu Stefánsdóttur fv. kennara Ólafsvík Sérstakar þakkirfærum við læknum og hjúkrunarfólki á Landspítalan- um fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð Þorgils Stefánsson Alexander Stefánsson Gestheiður Stefánsdóttir Erla Stefánsdóttir og fjölskyldur. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Ingibjörg Jónsdóttir, Bergþórugötu 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar klukk- an 13.30. Valgerður Sigurðardóttir, Þorsteina Sigurðardóttir, Jakob Sigurðsson, Bárður Sigurðsson, tengdasynir og barnabörn. t Eiginmaður minn Jón G. Kjerúlf, frá Hafursá, Laugarnesvegi 80 léstsunnudaginn 16. febrúar. Gunnlaug P. Kjerúlf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.