Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 18. febrúar 1986 m W Hraungerðishreppur Jón Helgason ráöherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaöur verða til viðtals og ræöa þjóðmálin í Þingborg miövikudaginn 19. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir. Þykkvabær Jón Helgason ráöherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaöur veröa tii viðtals og ræöa þjóðmálin í samkomuhúsinu Þykkvabæ, fimmtudaginn 20. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir. Aðalfundur Framsoknarfélags Hveragerðis og nágrennis veröur haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.30 aö Austurmörk 2 (í fundarsal verkalýösfélagsins Boöans) Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Venjuleg aöalfundarstörf 3. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 4. Önnur mál. Stjórnin. Konur Höfn og Austur-Skaftafellssýslu Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeiö fyrir konur á öll- um aldri á Höfn Hornafirði dagana 21., 22. og 23. febrúar. Námskeiðið hefst 21. febrúar kl. 20.00. Veitt veröur leiösögn í styrkingu sjálfstrausts, ræöumennsku, fundar- sköpum og framkomu í sjónvarpi. Leiöbeinendur veröa Unnur Stefánsdóttir og Þórdís Bergsdóttir. Þátttaka tilkynnist Agnesi Ingvarsdóttur í síma 8588. LFK Ungt fólk - Borgarfjörður og Mýrar Kynningarfundur um störf og baráttumál ungra framsóknarmanna verður haldinn í Snorrabúð í Borgarnesi laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Framsögumaður á fundinum verður Finnur Ingólfsson formað- urS.U.F. S.U.F. Sjórnmálaskóli Landssambands framsóknarkvenna og Sambands ungra framsóknarmanna Stjórnmálaskóli LFK og SUF hefst þriðjudaginn 25. feb. n.k. kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18 og verður síðan á mánudögum kl. 20.30 og laug- ardögum kl. 10.00. Skólinn verður starfandi á eftirtöldum dögum. Stjórnkerfi íslands 25. feb.kl. 20.30 Alþingi Efnahagsmálin íslenskhaglýsing l.marskl. 10.00 3. mars kl. 20.30 Atvinnufífið. Efnahagsmál á fræðilegum grunni 8. marskl. 10.00 Sjávarútvegur 10. marskl. 20.30 Landbúnaður 17. mars kl. 10.00 Iðnaður 22. marskl. 20.30 Vinnumarkaðurinn Opinber þjónusta 24. mars kl. 10.00 Fjárlagagerð 1. apríl kl. 20.30 Heilbrigðiskerfið 5. aprílkl. 10.00 Menntakerfið 7. aprll kl. 20.30 Húsnæðiskerfið Allt áhugasamt framsóknarfólk velkomið, upplýsingar veitir Þórunn í síma 24480. LFK og SUF DAGBÓK Föstumessur og bænastundir í Fríkirkjunni Á þessari föstu verða sungnar þrjár föstumessur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hin fyrsta þeirra vcrður fimmtudags- kvöldið 20. febrúar kl. 20.30, næsta 6. mars kl. 20.30 og hin síðasta 20. mars kl. 20.30. Þessar samverustundir hafa jafnan ver- ið hátíðlegar. Það gæðir þær sérstökum andblæ, að þær eru sungnar að kveldlagi. Lesið er úr píslarsögunni (frásögn guð- spjallanna af því. er Jesús var handtekinn. færður fyrir rétt, dæmdur til dauða og líf- látinn), sungið úr Passíusálmum síra Hall- gríms Péturssoanr, huglciðing flutt og Lit- anía síra Bjarna Þorsteinssonar sungin af presti og kirkjukör. I föstumessunum er notaður hinn fagri föstuhökull Unnar Ól- afsdóttur, cr hún vann sérstaklega fyrir Fríkirkjuna. Þá verða bænastundir í Fríkirkjunni alla föstuna kl. 18.00 hvern virkan dag, nema á mánudögum. Hin fyrsta þcirra verður þriðjudaginn 18. febrúar Þessar bænir vara svo sem stundarfjórðung hverju sinni. Lesið er úr Ritningunni og Passíusálmum. bænir fluttar og stundum sunginn sálmur. Hin ríka kyrrð, sem cin- kennir kirkjuhúsið okkar (bifreið'aitmferð heyrist ekki inn í kirkjuna) verður mörg- um undrunar- og gleðiefni. er sækja þess- ar bænastundir. Gunnar Björnsson, Fríkirkjuprestur. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Þriðju húskólatónleikarnir á vormisscri verða haldnir í Norræna húsinu miðviku- daginn 19. febrúar. Sr. Gunnar Björnsson leikur ú selló og David Knovvles ú píanó. Flutt verða verk eftir Saint-Saéns, Elgar, Couperin, Dcbussy, Popperog Paganini. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 ogstanda í u.þ.b. húlftíma. Tónleikanefnd Háskóla íslands. Jónas Gudvardsson ásamt nokkrum verkum sínum á sýningunni. (Tímamynd: Sverrir) Sýning Jónasar Guðvarðssonar í Listasafni A.S.I S.l. laugardag opnaði Jónas Guðvarðs- son myndverkasýningu í sýningarsal Listasafns A.S.Í. að Grensásvegi 16. Á sýningunni eru 54 myndverk, lágmyndir og skúlptúrar, sem hann vinnur í tré. með gleri og málm ívafi. Myndirnar eru flestar unnar á síðustu 3 árum. Jónas stundaði myndlistarnám í Mynd- listarskólanum í Reykjavík og í Escuela Massara í Barcelona. Þetta cr 8. einka- sýning Jónasar. cn hann hefur einnig tck- ið þátt í samsýningum. hér á landi og er- lendis. Sýningin stendur til sunnudagsins 2. mars og er opin kl. 16.00-20.00 virka daga, og kl. 14.00-22.00 laugardaga og sunnudaga. Sovésksýning Sýning á sovcskum bókum, hljómplöl- um. frímcrkjum og auglýsingaspjöldum var opnuð í húsakynnum MÍR að Vatns- stíg 10 laugardag 15. febrúar. Á sýning- unni eru um 300 nýútkomnar bækur um margvíslegt efni: skáldverk, fræðirit. listaverkabækur, orðabækur, barnabæk- ur o.s.frv. Einnig sýnishorn af hljómplöt- um, sem gefnar hafa verið út í Sovétríkj- unum á síðustu misserum, frímerkjum og plakötum af ýmsu tagi. Sýningin verður opin út fcbrúarmánuð. á laugardögum og sunnudögum kl. 14-19, en aðra daga kl. 17-19. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Jámflatarmyndir í Nýlistasafninu Föstud. 14. febr. opnaði Birgir Andrésson sýningu á myndverki í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3b. Á þessari sýningu eru sýndar járnflatar- myndir, en þetta er 3ja sýningin um sama viðfangsefni. Birgir hefur tekið þátt í sam- sýningum og haldið einkasýningar, bæði hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 23. febrúar og er opin á virkum dögum kl. 16.00-20.00, en um helgar kl. !4.(K)-20.00. Aðgangur er ókeypis. Jöklarannsóknafélag íslands: Aðalfundur Aðalfundur Jöklarannsóknafélags ís- lands verður haldinn að Hótel Hofi, Rauðarárstíg, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Vcnjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. 4. Kaffidrykkja. 5. Klifur í Skaftafellsfjöll- um. Ari T. Guðmundsson sýnir myndir. Fræðsla ætluð forráðamönnum fermingarbarna Forráðamönnum fermingarbarna er boðið til fjögurra kvölda námskeiöa, þar sem boðin er kynning á því sent fcrming- arbörnin sjálf eru að fást við nú í nánd ferminganna. Fyrsta samverustund var mánud. 17. febrúaroghófst kl. 20.15, eins og allar hinar. Fundarstaður er safnaðar- heimili Bústaðakirkju. Dr. Einar Sigur- björnsson talaði fyrsta kvöldið, en mánud. 24. febrúar talarsr. ÓlafurOddur Jónsson. þriðjud. 4. mars sr. Heimir Steinsson og loks fjallar sr. Karl Sigur- björnsson þriðjud. 11. mars um ferming- una og aLarisgönguna. Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar: Kynning á nýju myndbandi um íslenska þjóðbúninga í dag, þriðjud. 18. febrúar kl. 16.00, verður kynnt í Kennslumiðstöö Náms- gagnastofnunar. Laugavegi 166, nýtt myndband um íslcnska þjóðbúninga. Myndbandið var gert á vegum samstarfs- nefndar um íslenska þjóðbúninga og er það í tveimur hlutum. Á fyrri hluta bands- ins er lýst þróun búninganna. Á síðari hluta bandsins er lýsing á því hvernig klæðast beri búningunum, svo sem hvern- ig á að skauta, hnýta slifsi o.fl. Textann mcð myndbandinu gerðu Elsa E. Guðjónsson og Fríður Ofafsdóttir. Búningarnir voru flestir fengnir að láni hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og sýning- arstúlkurnar eru úr því félagi. Tónlist er eftir Jón Ásgeirsson. Þulur er Sigríður Thorlacius. Gerð þessa myndbands er kostuð af fé úr Afmælissjóði Sigríðar Thorlacius og styrk frá Þjóðhátíðarsjóði. Ismynd sá um kvikmyndun og annan frágang. Mynd- bandið verður til sölu hjá Námsgagna- stofnun. í samstarfsnefnd um íslenska þjóðbún- inga eiga sæti: Elsa Guðjónsson. sem er íormaður. Sigurveig Sigurðardóttir, Dóra Jónsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Fríður Ólafsdóttir. Kynningin er opin öllu áhugafólki. Hjartavernd 2. tbl. 22. árg. af Hjartavernd kom út fyrir síðustu áramót. Útgefandi er Hjarta- vernd, Landssamtök hjarta- og æða- verndarfélaga á íslandi. Fremst í ritinu er grein Dr. Nikulásar Sigfússonar yfirlæknis: „Monica"-rann- sókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þar segir hann frá fundi, sem haldinn var í Porvoo í Finnlandi og var það 3. fundur- inn um s.k. Monica-rannsókn. Þar segir tn.a., að á undanförnum 10-20 árum hafi sú breyting orðið á þróun hjarta- og æða- sjúkdóma að dánartíðni vegna kransæða- stíflu og slags (heilablóðfalls/heilablæð- ingar) hefur lækkað verulega í nokkrum löndum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gengst fyrir fjölþjóðarannsókn á þessu máli. Margir telja að minnkandi sígarettu- reykingar, lækkandi blóðfita og bætt með- ferð á hækkuðum blóðþrýstingi hafi hér valdið miklu. Jóhann Ragnarsson læknir skrifar: Há- þrýstingur af þekktri orsök. Ólafur Ólafs- son landlæknir skrifar um iðkun íþrótta meðal karla með tilliti til kransæðasjúk- dóma. Dr. Sigurður Samúelsson fyrrv. prófessor skrifar grein, sem er útdráttur úr erindi er hann flutti á aðalfundi Hjarta- verndar 1984, „Þáttur Hjartaverndar í heilbrigðisþjónustunni". Ýmsar fréttir eru af rannsóknum á vegum Hjartavernd- ar og sagt frá félagsstarfinu. Ársrit Útivistar 1985 Tileinkað 10 ára afmæli félagsins Ársrit Útivistar fyrir árið 1985 er ný- komið út, en það er hið ellefta í röðinni. Stærsta grein ritsins er afmælisgrein í til- efni 10 ára afmælis Útivistar, sem Sigur- þór Þorgilsson ritar. Jón Jónsson jarð- fræðingur heldur áfram þáttaröð sinni „Eyjafjallapistlar" og hann ritar auk þess grein um Mýrdalsfjöllin. Nanna Kaaber segir frá ferð á Hornstrandir, Leifur Jóns- son segir frá eftirminnilegri landmælinga- ferð í Kerlingarfjöll 1956 og Einar Hauk- ur Kristjánsson ritar greinina „Dægra- dvöl". Þá eru í ritinu tvö kvæði eftir Hall- grím Jónasson og ársskýrsla Útivistar f. árið ’84. Ritstjóri þessa rits var Ingibjörg S. Ás- geirsdóttir. Félagið er opið öllum almenn- ingi. Ársritið fæst á skrifstofu félagsinsað Lækjargötu 6a. Ársrit 1986 er væntanlegt í maí og hef- ur Sighvatur Blöndal tekið að sér ritstjóm þess. Erla Einarsdóttir ritstjóri. íslensk fyrirtæki í nýjum búningi Þar má m.a. Finna umboðaskrá og skipa- skrá Frjálst framtak hf hefur í 16. sinn sent frá sér bókina „íslensk fyrirtæki 1986". bókin er nú í nýjum búningi. Hún skiptist í fimm meginkafla. Fyrsti kaflinn er um íslensk útflutningsfyrirtæki, annar kaflinn er vöru- og þjónustuskrá, þriðji kaflinn er umboðaskrá fjórði kaflinn er fyrirtækja- skrá og fimmti kaflinn er skipaskrá, en í henni eru veittar upplýsingar um öll ís- lensk skip, einkennisstafi þeirra, stærð, skráningu, vélartegund, eigendur o.fl. Ritstjóri bókarinnar er Erla Einars- dóttir og er þetta þriðja árið sem hún rit- stýrir bókinni, sem er 1184 bls. Hún er prentunnin hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar í Kópavogi og bundin hjá Bókfelli hf. Kápuhönnun annaðist Auglýsinga- stofa Emst Bachmanns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.