Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15
Þriðjudagur 18. febrúar 1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
TAGGART
Nýr skoskur sakamálaþáttur
Skoskur sakamálaþáttur verður
sýndur næstu þrjá þriðjudaga,
klukkutíma í senn. Taggart heitir
aðalsöguhetjan og er lögreglufor-
ingi, og er myndin samnefnd
honum. Þessi mynd_ gerist í
Glasgow. Hún hefst á því að beina-
grind af konu finnst vandlega falin í
húsi. Giftingarhringur og hand-
taska gefa til kynna hvaða kona
þetta er og cr nú Taggart lögreglu-
foringja og aðstoðarmanni hans
falin rannsókn málsins. Sú spurn-
ing vaknar hvort saklaus maður
hafi setið níu ár í fangelsi vegna
dauða konunnar, en hún hafði ver-
ið úrskurðuð myrt þó líkið hefði
aldrei fundist.
Taggart og aðstoðarmaðurinn eru
leiknir af Mark McManus og Neil
Duncan.
Sjónvarp kl.21.35:
Stjómandi þáttarins, Kristín Helgadóttir, og krakkarnir sem starfa nú við
Barnaútvarpið, Jóhannes Jóhanncsson og Katrín Kristjánsdóttir.
KRAKKAR AD VESTAN
KOMA í HEIMSÓKN
Steingrímur.
Tweir
flokks-
formenn
sitjafyrir
svörum
Páll.
Sjónvarp kl. 22.30:
í kvöld kl. 22.30 verður bein út-
sending þar sem Steingríniur Her-
mannsson, forsætisráðherra og for-
ntaður Framsóknarflokksins og
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, svara
spurningum fréttamanna.
Fað cr Páil Magnússon frétta-
maður sem er umsjónarmaður
þáttarins. Gert er ráð fyrir að þessi
þáttur standi í klukkutíma og
kortér. en alltaf er erfitt að siá
botninn í slíka viðræðuþætti, svo
eitthvað gæti kannski dregist að
Fréttir í dagskrárlok kæmu, en þær
eru áætlaðar kl. 23.45.
Margir bíða spenntir eftir síð-
ustu myndinni á skjánum og
spreyta sig á að þekkja staðina sem
þar sjást.
í dagskrá Barnaútvarpsins í dag
verður spjaliað við starfsmenn
Tónabæjar varðandi tónlistarvið-
burð, sem verður í apríl og nefnist
„Músíktilraunir ’86“. Pessi tónlist-
arviðburður er hugsaður sem tæki-
færi fyrir unga tónlistarmenn til að
koma á framfæri frumsömdu efni.
Forvitnast verður nánar um þessa
uppákomu og rætt um hana í þess-
um Barnaútvarps-tíma.
Rauðhóla-Rannsý kemur í
heimsókn, eða öllu heldur Edda
Heiðrún Backman sem segir frá
þessari sögupersónu.
Krakkar frá Laugum í Dalasýslu
líta inn f heimsókn og spjalla við út-
varpsfólk um skólann sinn og sveit-
ina sína.
Á milli atriða verða leikin létt lög
að ósk hlustenda Barnaútvarpsins,
en þessir þættir eru ætlaðir börnum
á aldrinum 10-12 ára. Petta verður
bein útsending. Krakkar eru dug-
legir að skrifa þættinum og eins
geta þeir hringt og látið í ljós óskir
um efni.
Jón Baldvin.
Þriðjudagur
18. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Undir
regnboganum" eftir Bjarne Reuter
Ólafur Haukur Simonarson les þýðingu
sína (6).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulurvelurog kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
10.40 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Úr söguskjóðunni - Flakkarar og
förumenn Umsjón: Halldór Bjarnason.
Lesari:Dagný Heiðdal.
11.40 Morguntónleikar Þjóðlög frá ýmsum
löndum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Heilsuvernd
Umsjón: Jónína Benediktsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Svaðilför á Græn-
landsjökul 1888“ eftir Friðþjóf Nansen
Kjartan Ragnars þýddi. Áslaug Ragnars
les (7).
14.30 Miðdegistónleikar Sinfónía i Es-
’dúr op. 1 eftir Igor Stravinsky. Konung-
lega filharmoníusveitin í Lundúnum leik-
ur; Dalia Atlas stjórnar.
15.15 Barið að dyrum Einar Georg Einars-
son sér um þátt frá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér Edvard Fredriks-
en. (Frá Akureyri)
17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín
Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulífinu - Iðnaður Umsjón:
Sverrir Albertsson og Vilborg Harðardótt-
ir.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson
flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb Margrét S. Björnsdótt-
ir talar.
20.00 Vissirðu það? - Þáttur í léttum dúr
fyrir börn á öllum aldri Fjallað er um
staðreyndir og leitað svara við mörgum
skrýtnum spurningum. Stjórnandi: Guð-
björg Þórisdóttir. Lesari: Árni Blandon.
(Fyrstflutt i útvarpi 1980).
20.30 Reykjavíkurskákmótið Þáttur í
umsjáJónsÞ. Þór.
20.55 „Það sagði mér haustið" Baldur
Pálmason les úr nýrri Ijóðabók Þuríðar
Guðmundsdóttur.
21.05 íslensk tónlist
21.30 Útvarpssagan: „Hornin prýða
manninn" eftir Aksel Sandemose Ein-
ar Bragi les þýðingu sína (21).
22.00 Fréttir. Frá Reykjavíkurskákmótinu.
Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma (20)
22.30 Frá tónleikum íslensku hljómsveit-
arinnar í Langholtskirkju Stjórnandi:
Ragnar Björnsson. Kórsöngur: Karlakór-
inn Fóstbræður. Einsöngur: Jóhanna V.
Þórhallsdóttir. a. Hljómsvpitarverk eftir
Hróömar Sigurbjörnsson b. Rapsódía
fyrir altrödd eftir Johannes Brahms. c.
„Siegfried ldyll“ eftir Richard Wager.
Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
án
10.00 Kátir krakkar Dagskrá fyrir yngstu
hlustendurna i umsjá Ásu H. Ragnars-
dóttur.
10.30 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þor-
steinsson.
12.00 Hlé.
14.00 Blöndun á staðnum Stjórnandi: Sig
urður Þór Salvarsson.
16.00 Sögur af sviðinu Þorsteinn G. Gunn-
arsson kynnir tónlist úr söngleikjum og
kvikmyndum.
17.00 Hringiðan Stjórnandi: Ingibjörg Inga-
dóttir.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00,
15.00,16.00 og 17.00
Svæöisútvarp virka daga vikunnar frá mánu-
degi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vík og nágrenni - FM 90,1 MHz
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5 MHz
Þriðjudagur
18. febrúar
19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá
10. febrúar.
19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Níundi
þáttur. Franskur brúðu- og teiknimynda-
flokkur um víðförlan bangsa og vini hans.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson, lesari með
honum Bergdís Björt Guðnadóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttirog veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarpið (Television) 7. Sjón-
varpsleikrit og leiknar kvikmyndir.
Breskur heimildamyndaflokkur í þrettán
þáttum um sögu sjónvarpsins, áhrif þess
og umsvif um víða veröld og einstaka efn-
isflokka. Þýöandi Kristmann Eiðsson.
Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson.
21.35 Taggart I. hluti (Taggart - Dead
Ringer) Skosk sakamálamynd í þremur
hlutum. Aðalhlutverk: Mark McManus og
Neil Duncan. Myndin gerist i Glasgow.
Líkamsleifar konu finnast vandlega faldar
í húsi einu. Taggart lögregluforningja og
aðstoðarmanni hans er falin rannsókn
málsins. Sú spurning vaknar hvort sak-
laus maður hafi setið í níu ár í fangelsi.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
22.30 Setið fyrir svörum - Bein útsending
Steingrímur Hermannsson, forsætisráð-
herra og formaður Framsóknarflokksins
og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins, svara spurningum
fréttamanna. Umsjónarmaður : Páll
Magnússon.
23.45 Fréttir í dagskrárlok
llllllllllllllllllllllllllll KVIKMYNDIR llllllllllllilllllllllllililllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
DANCE WITH A STRANGERo
Miranda Richardson á milli karlmannainna tveggja í lífí sínu.
Ekkert blóð nema
í æðum leikaranna
í TRYLLTUM DANSI (Dance with a
Stranger) ****
Bresk 1985
Leikstjóri: Mike Newell
Leikendur: Miranda Richardson, Rubert
Everett, lan Holm.
Að ein manneskja drepi aðra er
íyrir löngu orðinn sjálfsagður hlut-
ur í heimi kvikmyndannu.
Stór hluti af frantleiðslu kvik-
myndaveranna er lítið annað en
óður til þeirra manna sem taka sér
valdið til að rnyrða aðra og konta
með því réttri skipan á sanifélag
manna. í kvikmyndum hafu morð
verið framin í nafni mannkærleika,
fósturjarðar, réttlætis, heimsfriðar
og frelsi einstaklingsins. Á hvíta1
tjaldinu eru dráp sjálfsögð lausn á
deilumálum manna.
Við lifum í heimi sem er andsnú-
inn ofbeldi jafnframt sem hann
gælir við það. Ég hef séð menn
kyrkta og skotna í bíói, þar hef ég
séð mönnum drekkt og menn sag-
aða niður, húðfletta og barða til
dauða, skorna á háls og sprengda í
loft upp, kviksetta og drepna með
hugsuninni einni saman, en ég hef
aldrei séð lík í raunveruleikanum.
Og einhvern veginn er það þann-
ig í kvikmyndum að þeir sem hafa
réttan málstað sín megin bera alltaf
sigurorð af illmennunum með með-
ulum sem eðli sínu samkvæmt til-
heyra hinum síðarnefndu. Morðog
skynsemi fara einkar vel saman á
hvíta tjaldinu.
En annað slagið koma á sjónar-
sviðið kvikmyndir sem fjalla um
morð sem hluta af mannlegri nátt-
úru án þess að tengja það hinni
æðstu skynsemi.
Eftir að saga Truman Capote
„Með köldu blóði“ og samnefnd
kvikmynd kontu fram fylgdu í kjöl-
farið nokkrar myndir sem neyddu
áhorfandann til þess að horfast í
augu við tilgangslausa grimmd
mannskepnunnar. En fljótlega fór
mönnum að leiðast að horfa upp á
sjálfa sig sem fórnarlömb illþýðis.
Kvikmyndaframleiðendur brugð-
ust fljótt við og sköpuðu hctju sem
tugtaði illmcnnin til. Charles Bron-
son og Clint Eastwood fengu verð-
ug verkefni að fást við.
En þó flest morð í kvikmyndunt
séu til orðin af völdum glæpahysk-
is, mafíunnar eða annarra hópa er
standa fyrir utan lög samfélagsins,
eru flest morð í raunvcrulcikanum
framin af fólki sem taldist venjulegt
tólk þar til það myrti.
Pvíli'kt morð er tekið fyrir í
myndinni í trylltum dansi, sem
Tónabíó sýnir.
Myndin fjallar um aðdragand-
ann að því að Ruth EIIis drepur
elskhuga sinn. Ruth þessi varð síð-
ar fræg af því að vera síðasta konan
seni Bretar tóku af lííi.
Leikstjórinn, Mike Newell, kýs
að hlífa áhorfendum við sveittum
lögreglumönnum og dramatískum
réttarhöldum, en einbeitir sér þess
í stað að persónusköpun Ruth og
tveggja karlmanna í lffi hennar. Og
tekst það snilldarlega. Það er langt
síðan maður hefur séð eins jafn-
góðan leik og hjá Miranda Ric-
hardson, Rubert Everett og Ian
Holm. Þó er Miranda Richardson
fremst meðal jafningja og hin eftir-
minnilega persóna sem hún skapar
gæti sjálfsagt staðið ein undir
myndinni.
En þó persónurnar séu áberandi
þá er myndataka, hljóðrás og öll
uppbygging myndarinnar hnökra-
laus og rúmlega það. Þetta er ein af
þcim myndum sent ntaður sekkur
inní án mótstöðu.
I þessari mynd er morðinginn
ckki útsendari myrkrahöfðingjans
eða illmenni sem einhver gleymdi
að loka inni, heldur persóna sem
áhorfendur eiga auðvelt með að
samsama sér. Morðið er ekki heldur
bölvun eða hluti af stærra „plotti",
heldur afleiðing af samskiptum
fólks. En samt ekki ófrávíkjanleg
afleiðing því ekkert slíkt fyrirfinnst
í mannlegum samskiptum.
Þetta er einmitt helsti kostur
myndarinnar. Hún fjallar um fólk
af holdi og blóði en byggir ekki á
útþvældum „týpum“ eins og virðist
vcra lenska í dag. í henni er ekki
reynt að njörfa persónurnar í hug-
myndir, heldur spretta hugmynd-
irnar af lífinu sjálfu.
ímyndið ykkur hvernig myndin
liti út ef óvandaðra fólk hefði lagt
út af þessari sögu. gse.
★ STJÖRNUGJÖF
TÍMANS
KAIROROSIN (The Purple Rose o< Cairoi -k-kifki
HEIDUR PRI2ZIS lPri22i s Honot) * * * *
I TRYLLTUM DANSI (Dance with a Slranger) * * * *
AFTUR TIL FRAMTIÐAR (Back to the Future) k k k
BYLTINGIN (Revolution) kkk
ST ELMOSFIRE ***
RAUDI SKORlNN (The Man with one red Shoe) kki
VEIDIHAR OG BAUNIR (Morrhar og artor) k k i
VlSlNDATRUFLUN (Wierd Sciencei kkl
GRALLARARNIRlThe Goonies) * *
LASSISTER **
LOGGULIF **
ROCKYIV **
SILVERADO ★★
UNDRASTEINNINN (Cocoon) ★★
BIDDU ÞER DAUDA (Pray tor Death)
BUCKAROO BANZAI k1
BOLERO ★
HINSTA ERFÐASKRAIN (Testament) ★
KUREKAR I KLIPU (Rustler s Rhapsody) ★
NAMUR SALOMONS KONUNGS
(King Solomon s Mines) ★
ÆSILEGEFTIRFOR(Shakersrun) ★
D A R Y L r
LOGREGLUSKOLINN (Police Academy II) O
OKUSKOLINN (Moving Violations) O
★★★★★ = Frábær ★★★★ = Ágæt ★★★ = Góð
★★ = Þokkaieg ★ = Slæm O = Afleit