Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 6
6Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Lögreglan krefst athygli „Með lögum skal land byggja“, og til þess að gæta laga og réttar höfum við lögreglu. Hún er hluti af því „kerfi“ sem við byggjum þjóðfélag okkar upp á. Að mörgu leyti má líkja störfum hennar við störf Alþing- is eða stjórnarráðs enda þótt þau séu á annan máta. Til þess er ætlast að lögreglan vinni störf sín af ör- yggi, sé ávallt reiðubúin til hjálpar og að hún geri ekki mistök. Ef einstaklingar fá ekki notið þjónustu lög- reglunnar eða verða fyrir barðinu á henni eru menn fljótir til að dærpa og fullyrða um vinnubrgöð hennar í fjölmiðlum og á öðrum opinberum vettvangi. Oft virðist það gleymast borgurum þessa lands að lögreglumenn eru ekki annað en einstaklingar sem eru ekki gallalausir ferkar en aðrir þjóðfélagsþegnar. Þeir hafa metnað fyrir hönd starfs síns, þeir vilja sinna sínu starfi af heiðarleik og trúmennsku og þeir vilja að eftir þeirra málstað sé tekið. Því vakti það athygli þegar Lögrelgufélag Reykja- víkur boðaði til fjöldafundar í síðustu viku til að ræða sín mál. Ljóst er að lögreglumenn hafa áhyggjur af ýmsu sem snýr að þeirra starfi og skyldum, ekki síst í ljósi þeirra staðreynda að íslenska lögreglan getur þurft að fara að bera vopn og beita þeim. Margar spurningar hafa vaknað við það atriði, hver er réttar- staða lögreglumanna sem verða að meta það á ör- skömmum tíma hvort vopni eigi að beita sem getur þýtt dauða annars manns? Hver er réttarstaða þess sem gerður er óvígur á þann ináta? Og hver er réttar- staða viðkomandi fjölskyldna? Þetta eru vissulega stór atriði og þurfa að liggja fyrir ákveðnar og skýrar reglur þessu viðkomandi. Þá vekja lögreglumenn athygli á sínum launakjör- um. Þau eru léleg ekki síður en hjáöðrum opinberum starfsmönnum. Fastakaupið er lágt og til þess að bæta það upp verða þeir að leggja á sig mikla yfirvinnu sem er í mörgum tilvikum meiri en þeir óska. Það stafar af því hve margir lögregluþjónar hafa hætt störfum, en innan lögreglunnar í Reykjavík hefur 41 lögreglu- maður hætt á síðustu 15 mánuðum. Þetta er vissulega ískyggileg þróun sem getur varla leitt af sér annað en að óvanir menn taki að sér ábyrgðarmikil störf án þess að vera nokkuð undir það búnir. Það er ekki síð- ur ástæða að í lögreglunni starfi menn með reynslu og þekkingu en í öðrum störfum. Á undanförnum mán- uðum hafa kennarar risið upp og vakið athygli á sín- um málum og krafist leiðréttinga og viðurkenninga á sínu starfi. Lögreglumenn fara fram á löggildingu starfs síns. Dæmi eru til um að réttindalausir menn hafa verið ráðnir í stöður og þeir teknir fram yfir menn með langa reynslu og full réttindi. Eðlilegt hlýtur að teljast að lögreglumenn séu ekki ánægðir með þannig vinnu- brögð. Nú hafa lögreglumenn hótað að ef ekki verði hlust- að á þá eða þeirra málum sinnt, að grípa til aðgerða til að vekja enn frekar athygli á sínum kröfum. Það hlýt- ur að teljast nokkuð alvarlegur hlutur þegar lögregla landsins hótar slíku. Öðru verður ekki trúað en að stjórnvöld taki þessi mál til ítarlegrar umfjöllunar þannig að lausn finnist áður en í óefni er komið. Þriðjudagur 18. febrúar 1986 ORÐ í TÍMA TÖLUÐ itntnii livc slasa ÖARASTAM) ÆOISMÁUJM III. S.M/t rimmö WÐvm m ERU DAGBLÖDIN BORGARBLÖÐ? Um helgina gátu blaðalesendur valið á milli fjögurra dagblaða og Helgarpóstsins sem sameiginlega voru 354 blaðsíður. Það er nokkuð forvitnilegt að skoða þessi blöð og bera þau saman og verður að nokkru fjallað um það í þessari grein. Ef litið er fyrst á auglýsingasíður þessara blaða þá kemur það strax á óvart að það er varla nokkur aug- lýsing utan af landi. Umfjöllun blaðanna var reyndar að mestu leyti um fólk á Reykjavíkursvæð- inu. Auglýsendur hafa líklega greitt um fimm milljónir króna þessa helgi fyrir birtingu á um 124 auglýs- ingasíðum. Þá tölu verður að taka með fyrirvara en hún er nærri lagi. Morgunblaðið hafði helminginn af þessum auglýsingafjölda, um 67 blaðsíður. Fyrir það hafa auglýs- endur greitt um þrjár milljónir króna. Dagblaðiðersennilegameð fjórðung af auglýsingatekjum Morgunblaðsins en í því voru 23 blaðsíður af auglýsingum. Næst á eftir kemur Helgarpósturinn með 13 blaðsíður, Tíminn með 12 blað- síður en Þjóðviljinn rekur lestina með um 10 blaðsíður. Alþýðublað- ið er ekki með í þessari upptaln- ingu því mjög erfitt er að fá það blað á lausasölustöðum. Það er áberandi hvað bílainn- flytjendur auglýsa mikið en næst á eftir þeim koma ferðaskrifstofur. Bestu auglýsingar helgarinnar voru frá Samvinnuferðum og Jöfur hf. Þær eru báðar áhugaverðar, skýrar og auðlesanlegar. Margar auglýs- ingar í blöðunum voru fallegar en ekki að sama skapi söluauglýsing- ar. Margt afefni helgarblaðanna var áhugavert. Svipmynd af Bogdan landsliðsþjálfara í Helgarpósti var ágætis lesning. Þá birti Morgun- blaðið fróðlegt viðtal við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Viðtalið var vel skrifað og einkar áhugavert. Þá fjallaði Morgun- blaðið um myndbandabyltinguna og fræðsluþætti á myndböndum. Þjóðviljinn birti lesningu frá Flosa að vanda, viðtal við Árna Björns- son lýtalækni og fjallaði um Costra Nostra. I Dagblaðinu voru að vanda auglýsingar frá Borgarfógeta sem setja sérstakan svip á það blað ásamt smáauglýsingum blaðsins. í helgarblaðinu var fjallað um vor- tískuna, sérstæð sakamál og fleira. Barnatíminn í Tímanum var örugglega mikið lesið efni afyngstu kynslóðinni enda vanrækt í öðrunt fjölmiðlum. Að lokum þessari lesningu þá vakna nokkrar spurningar og sér- staklega hvers vegna ekki er lagt meira upp úr efni utan af landi og jafnframt hvers vegna auglýsendur utan af landi auglýsa ekki í dag- blöðunum. Þurfa þeir ekki að selja sínar vörur um allt land eins og fyrirtæki í Reykjavík. Kaupmátturinn er lausnarorð dagsins. Stærstu launþegasamtök landsins og vinnuveitendur sitja á rökstólum og semja um góðærið sem í vændum er. Hlýnandi sjór, lækkun olíuverðs og stóraukið fisk- át úti í heimi er sá grundvöllur sem byggt ér á kjarasamningum. Kjarasamningar hefjast á því að þeir sem að þeirn standa snúa sér til ríkisstjórnarinnar og biðja hana að leysa fyrir sig málin. Stjórnin er sá aðili sem fyrst semur. Lækkun skatta, hjöðnun verðbólgu, fast gengi og vilyrði um vaxtalækkanir er hennar framlag til lausnar deil- unni. Síðan verða sveitarstjórnir að samþykkja að lækka úrsvör og þjónustugjöld margs konar. Hluti verkalýðshreyfingarinnar hefur sett fram kröfu um að lífeyr- issjóðirnir verði teknir undan sjálfsstjórn og ráðskast verði með þá á annan hátt en gert hefur verið til þessa. Væntanlega kemur þá til kasta ríkissjóðs að greiða niður vextina af lífeyrissjóðslánunum. Þegar ríkisstjórnin er búin að semja geta fulltrúar atvinnurek- enda og launþega fyrst farið að tala saman í alvöru, og semja um kaup- ið. Þegar að því kemur gefa vinnu- veitendur út yfirlýsingar um að þau atvinnufyrirtæki sem ekki eru þeg- ar komin á hausinn muni umsvifa- laust verða gjaldþrota og þeim lok- að ef orðið verður við kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Þessu svara verkalýðsforingjar með því að fresta samningaviðræð- um, en þeysa í þess stað um landið vítt og breytt til að reka á eftir því að félögin afli sér verkfalls- heimilda. Það er ekki talandi við atvinnurekendaauðvaldið nema með tveim hrútshornum. Rauðu strikin og breytingar á ið- gjöldum til lífeyrissjóðanna eru einnig „inni í myndinni", svo brugðið sé fyrir sig málfari verka- lýðsforingja, sem og fleiri atriði, sem beinast að því að gera samn- ingaviðræðurnar einfaldari og auð- skildari. í síðustu viku komu höfuðpaurar kjarabardagans saman í sjón- varpssal og skýrðu þjóðinni frá hvernig málin stóðu þann daginn. Hafi einhver skilningsvottur um umræðuefnið kviknað í höfði undirritaðs við að hlusta á þær út- skýringar, er sá lærdómur gleymd- ur og grafinn. Hið eina sem eftir stendur eru mistök útsendingarstjórans. Spyrill beindi þeirri spurningu til Kristjáns BSRB formanns hvert álit hans væri á þeirri kröfu verkalýðsins, að líf- eyrissjóðirnir legðu allir í púkk í einn allsherjarhúsnæðissjóð. Myndavélin lenti óvart á forseta ASÍ og framkvæmdastjóra VÍ. Þeir brostu breitt hvor til annars fullir skilnings og samstöðu, á meðan Kristján vék sér undan að svara spurningunni í löngu og baráttu- þrungnu máli. Ríkisstjórnin hefur gert sitt til að liðka fyrir að samningar geti tekist. Hjá launþegasamtökunum er skilningur á að fleira eru kjarabæt- ur en launahækkanir, sem jafnóð- um eru aftur teknar. Ef spádómarnir um góðærið ganga upp ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hægt sé að gera samninga sem allir geta sæmilega við unað. Baráttan við verðbólg- una hefur lent af fullum þunga á launþegum síðustu árin og ættu þeir að fara að uppskera eitthvað af því sem þeir hafa látið af hendi rakna. Þeir sem verðlagi og álagningu stýra og leikið hafa lausum hala, ættu aftur á móti að geta dregið eitthvað úr sínum tekjum, svona til tilbreytingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.