Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 1
SAMNINGAMÁLIN virtust vera á leiðinni í hálfgerðan hnút í gærog voru deilu- aðilar ekki bjartsýnir á að samkomulag næð- ist í bráðina. ASÍ og VSÍ funduðu í gær og áfram í gærkvöldi en fundi BSRB og ríkisins sem halda átti í gærkvöldi var frestað. Ríkið lagði fram, nýtt kauptilboð á fundi um helgina þar sem gert var ráð fyrir 7% grunnkaups- hækkun og einnig að einhver kaupmáttar- trygging kæmi tii, en þessu tilboði hafnaði BSRB. BENT LARSEN teflir fjöltefli á mið- vikudagskvöld í félagsheimili TR við Grens- ásveg kl. 19.30. Öllum er heimil þátttaka en hún er takmörkuð við 40 manns. LYKTARLAUS ilmandi og lituð lampaolía úr steinolíu eða terpentínu mun ekki sjást framar á íslenskum verslunarhill- um nema að ílát, merkingar, varnaðarorð og leiðbeiningar um notkun svo og notagildi efn- anna hafi verið samþykkt af Hollustuvernd ríkisins. Þessi ákvöroun hefur verið tekin í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í kjölfar þess að slys hafa hlotist af neyslu slíkra efna. Þar hafa einkum börn átt hlut að máli. ÁFENGISÚTSALA í Hafnarfirði kann að vera á næsta leiti. Bæjarstjórnin hef- ur ákveðið að efna til kosninga þar sem könn- uð verður afstaða bæjarbúa til þessa efnis. Þær fara fram þann 22. febrúar nk. og kosn- ingarétt eiga allir bæjarbúar sem eru orðnir 20 ára eða eldri á kjördag. Kosið verður í Lækjarskóla og Víðistaðaskóla. FERÐASKRIFSTOFUR hafa samþykkt hörð mótmæli vegna hækkunar flugvallarskatts sem taka á gildi 1. mars nk. Þar var bent,á að ef miðað er við forsendur Seðlabanka íslands um meðaltekjur af ferða- mönnum þá gæti t.d. 10% samdráttur á komu útlendinga til landsins þýtt um þrjú- hundruð milljóna króna gjaldeyristekjutap. Áætlaður tekjuauki ríkissjóðs af skattinum mun hins vegar nema um fjörutíu milljónum króna. AUSTURRÍSKIR læknar reyndu í gær að bjarga lífi átta íranskra hermanna er flogið var með til Vínarborgar eftir að þeir höfðu hlotið sár af völdum eiturgass sem ír- akar eru sagðir nota í stríði þessara þjóða. DVERGAKASTSKEPPNI sem fara átti fram í V-Þýskalandi í næsta mánuði, hefur verið aflýst vegna fjölda mótmæla sem borist hafa frá samtökum dverga í V-Þýska- landi, Bretlandi og Hollandi. Dvergakasts- keppni var fyrst sett á laggirnar í Ástralíu fyrir nokkrum árum til aö laða viðskiptavini að krá einni. Talsmaður dverga í Hamborg sagði iðju þessa vera „hryllilegan sjónleik". KRUMMI í den voru það kaup- mennirnir sem sögðu við viðskiptavininn: Hvað aetlar þú að fá. Nú hefur þetta víst snúist Nautgripapest í Bandaríkjunum: Kálfalátssóttin gæti borist með hráu kjöti - segir Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir - staðfestir að afbrigði af sjúkdómnum leggst á fólk Þrálát pest í nautgripum í grennd við Tulsa í Oklahoma hefur orðið þess valdandi að bandaríska alrík- isstjórnin hyggst setja svæðið í sóttkví. Pestin nefnist „bruscellos- is“ og er oft nefnd kálfalátssótt hér á landi. Sjúkdómurinn leggst hvort tveggja á nautgripi og fólk. Víða hefur tekist að útrýma kálfaláts- sóttinni en þess skal getið að henn- ar hefur hingað til ekki orðið vart hérlendis. „Þetta er bakteríusjúkdómur sem fyrst og fremst veldur fóstur- láti í nautgripum. Hann hefurverið fremur erfiður. Það eru til ýmis af- brigði og hann getur auðvitað vald- ið veikindum í fólki líka," sagði Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir í samtali við Tímann. Hann benti á að helsta vörnin gegn þessum sjúk- dómi og öðrum á íslandi hefði í gegnutn árin verið bann við inn- flutningi nautgripa á fæti, nema í vel þekktum undantekningatilfell- um, og gætilegri meðferð á sæði. „Það gæti hugsast að kálíaláts- sóttin kæmist hingað til lands með innfluttu hráu kjöti, en til þess þyrftu nautgripir hér að komast í þetta og helst éta eitthvað af þessu og ég held að það sé nú alvcg úti- lokað,“ sagði Páll. Hann bætti því við að þctta væri ekki bráösmitandi sjúkdómur og að það væru ýmsir veirusjúkdómar scm menn óttuð- ust meir. Að sögn Páls gegnir stofnun í París því hlutverki að tilkynna dýralæknisembættum í hinum ýmsu löndurn um farsóttir í dýrum. Ef um alvarlegar pcstir væri að ræða t.d. gin- og klaufaveiki, þá væru scnd skeyti samstundis en að öðrum kosti gætu liðiö nllt að tveir mánuðir þar til upplýsingar bærust. „Við vitum svona nokkurn veginn hvað skeður í kringum okkuren þó ekki alltaf." sagði Páll er hann vís- aði til þess atburðar sem hér cr getið. Það afbrigði af „brusccllosis“ sem leggst á fólk nefnist yfirleitt öldusótt á íslensku. Sem slíkur lýsir sjúkdómurinn sér í hitasveiflum og vanlíðan sem crfitt getur reynst að ráða við. Páll gat þess að víða er- lendis er þetta atvinnusjúkdómur hjá dýralæknum og hefur lagst þungt á marga þcirra. -SS Þessar tvær finu „frúr“ sáust svífa yfir gólfið á grímudansleik á Hólmavík fyrir helgina og þótti það ekki til- tökumál þó Ijósmyndarar þyrptust að þeim. rímamynd: stefin Gisiason. Auðvelt að selja kaup- mönnum þýfi? Svo virðist vera, segirformaður mat- vælakaupmanna Á stjórnarfundi, sem haldinn var í Félagi matvörú- og kjötkaup- manna nú fyrir skömmu, kom sú spurning upp, hvort víkja ætti þeim tuttugu kaupmönnum, sent talið er að hafi keypt stolnar mjólk- ural'urðir af starfsmönnum Mjólk- ursamsölunnar, úr félaginu. Ingi Björn Hafsteinsson formað- ur samtaka matvörukaupmanna sagði í samtali við Tímann í gær að fundurinn hefði tekið þá afstöðu að bíöa með ákvarðanir þar til rann- sókn málsins væri lokið. Hvert er þift persónulega álit á þcim verslunarháttum, að kaup- menn kaupi vörur, sem þeir ættu að vita að cr stolið, og selja þær til neytenda með stórfelldum hagn- aði? „Þetta var fyrir okkur alveg ægi- legt áfall. Viðerum baraekki farnir að trúa því ennþá að þetta séu svona margar verslanir. Við skilj- um þetta dæmi hreinlega ekki, og viljum fá að sjá þetta svart á hvítu.“ Hafið þið óskað eftir því við rannsóknarlögregluna? „Lögfræðingur samtakanna átti að hafa samband við þá sem með málið hafa að gera, en ég hef ekki séð neitt koma frá honum ennþá“. Tveir menn með stolið nautakjöt voru gripnir nú fyrir helgi. Þeir ætl- uðu að selja það kauptnönnum. Eiga menn greiðan aðgang að kaupmönnum með stolna vöru? „Eftir þessu mjólkurmáli að dæma, þá virðist það vera. Mér hefur ekki verið kunnugt um að svona nokkuð hafi viðgengist, Ég hef verið í stjórn þessa félags í mörg ár og þetta kom algerlega flatt upp á mig.“ Verður óskað eftir rannsókn á uppruna á fleiri vörutegundum í framhaldi af mjólkurmálinu? „Ég trúi því nú ekki að þetta sé meira en svona... Annars fjöllum við um þetta á aðalfundi okkar bráðlega," sagði Ingi Björn. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.