Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 18. febrúar 1986 Sigurgeir Ólafsson. plöntusjúkdomafræðingur. Rannsoknarstofnun landbunaðarins: Hringrot í kartöflum Laugardagifin 15. febrúar s.l. hirtist grein í Tímanum undir heit- inu „Afall l'yrir kartöflubændur" eftir Agnar Guðnason. yfirmats- mann garðávaxta. Þar scm ég tel ekki að greinin gefi rétta mynd af þcirri stöðu. sem nú er komin upp vegna hringrotsins og hvernig bregðast skuli við, þykir mér rétt og skylt að fjalla nokkuð um þenn- an sjúkdóm. Hvernig barst hringrotið tii iandsins? Það er reynsla manna erlendis. að sjúkdómurinn getur verið hul- inn í útsæðinu í5-l()áráðurenein- kenni sjást. Með „hulinn" á ég viö, að hringrotsbakteríur séu í kart- öfluvefnum en í of litlu magni til að framkalla sýnileg einkenni. Það er því oftast mjög erfitt að tímasetja hvenær smit berst upphaflega til landsins og gildir það um öll. Norðurlöndin. I grein sem ég skril'- aði í Frey í apríl 1985 um hringrotið sagði ég eftirfarandi: „Ekkert er hægt að fullyrða um, hvernig sjúk- dómurinn hefur borist hingað. Ljóst er Itins vegar. að það eru nokkur ár síðan og að sjúkdómur- inn hefur snemma komist í þann stofn af Premiére, sem til var í Þykkvabæ. Óheppilcgra gat það vart orðiö, því að útsæði af þeim stofni dreifðist óvenju víða á stutt- um tíma. Var það vegna þess. að þetta afbrigði reyndist hið besta hrá- efni til framleiðslu á frönskum kartöflum og þar sem útsæði var ill- fáanlegt erlendis frá, dreifðist hinn innlendi stofn óeðlilega mikið.“ Allt útsæði af Premiére hefur kom- ið frá Hollandi og enn hefur ekki verið tilkynnt um, að sjúkdómur- inn finnist þar í landi og þar til það hefur verið gert telst Holland laust við hringrot (sjá meðfylgjandi kort). Hversu alvarlegur sjúk- dómurerhringrot? Hringrot er nokkuð alvarlcgur sjúkdómur, einkum vegna þess, að hér er um votrotnun að ræða sem vegur þungt við mat á kartöflum og vegna þess, hversu erfitt það er fyr- ir framleiðendur að tína úr slíkar innri skemmdir. Tíðni hefur í versta falli farið í 15-20% cn al- gengara er að hún sé innan við 10%. Hinsvegarþarfekkinema4- 5% til að fella kartöflurnar í mati jafnvel þótt ekki sé um neinn ann- an galla að ræða. Hérerekki átt við hlutfall af heildaruppskeru heldur einstökum sendingum. Mest tjón af hringroti hefur sennilega orðið í N-Ameríku sem stafar af því, að þar tíðkast að sneiða útsæðið í bita fyrir niðursetningu, en við það verður umfangsmikil nýsmitun. Mest tjón af völdum hringrots í Evrópu hefur hlotist af því. að út- flutningsmarkaðir hafa lokast um leið og hringrot kom upp. Þetta gildir um bæði Danmörku og Noreg. Það hefur sýnt sig að þar sem rétt heíur verið brugðist við, má draga svo úr þýðingu hringrots að tjón verður óverulegt. Smitleiðir Það, hversu vel hefur gengið víða í baráttunni gegn hringroti má þakka, hversu takmarkaðar smit- leiðir þess þrátt fyrir allt eru. Smit- iö hefur takmarkaðan líftíma í garðinum. Yfirleitt crekki talið að smit lifi þar veturinn nema í kart- öflum sem lifa at'. Þó er rétt að úti- loka ekki þann möguleika að eitthvað smit geti lifað milli ára í Hvernig skal bregðastvið? Ég vil vara við fljótfærnislegum og fálmkenndum viðbrögðum vegna þessa vandamáls. Þaö er engin lausn að skipta út útsæði í stór um stíl ef það þýðir. að ræktaridinn fær aukna tíðni á öðrum sjúkdóm- um í ræktunina eða tekur til rækt- unar afbrigði, sem ekki henta til ræktunar hér á landi. Það er engin tilviljun, að hér skuli mest ræktað al Gullauga, Helgu. Premiére og Rauðunt íslenskum. Þau eru vand- íundin afbrigðin, sem verða nægj- anlega þurrefnisrík og bragðgóð og gefa samtímis nægjanlegt magn af söluhæfum kartöflum við jafn stuttan vaxtartíma og við búum við. Þeir sent ræktað hafa Bintje I W\ v \) itS \ —v kLr " \ó\ / V I .■n* » ^ TV ^ v v / 'ij m 'w*- % Þau landssvæoi sem nrmgrots ■ kartotlum netur oroio vari er air land er ekki meðal þeirra landa sem sjúkdómsins hefur orðið vart í. garðinum, einkum á plöntuleifum. Smit bcrst ekki með vindi og það á að vera hægt að forðast að smit ber- ist milli nágrannabæja, cf varúðar er gætt. Smit þarf helst að komast í sár á kartöflu til að smita, þó gctur smitun orðið um loftaugu á hýðinu ef kartöflurnar blotna. Til þess að smitun takist þurfa kartöflurnar að vera rakar um tíma eftir að smit berst á þær. Þcss vegna ýtir bleytan um upptökutímann, stöngulsýki og frostskcmmdir mjög undir hringrot, sérstaklega þegar ekki er hægt að þurrka kartöflurnar strax eftir upptöku. Góðar geymslur meö loftræstikerfum og kælibúnaði minnka hættuna á alvarlegum áföllum. Mikilvægustu smitleiðirnar eru útsæðið og notkun véla. í flestum tilvikum má rckja sjúkdóminn til aðfengins útsæðis eða samcigin- lcgrar vélanotkunar. Smit gctur lif- að lengi sem innþornað slím á ýms- um hlutum vélanna. kannast við þau áföll, sem þargeta orðið vegna vaxtarsprungna, kláða og þurrrotssveppa. Ef fara á út í kostnaðarsamar að- geröir til að draga úr eða útrýma hringroti, þarf það að gerast á þann hátt. að varanlegur árangur náist. Eg tel slíkt ekki tímabært á þessu ári. m.a. vegna þess að ekki er til nægjanlegt magn af útsæði, sem við getum trcyst. Sú lausn scm til fram- búðar mun færa okkur bestan árangur er aö tryggja ræktun á heil- brigðu útsæði og koma á stjórnun á sölu og drcifingu á útsæði. Landbúnaðarráðherra skipaði ný- veriö þriggja manna nefnd til að gera tillögu að rcglugerð um rækt- un ogsölu á kartöfluútsæði. Nel'nd- in skijáði strax tillögu að bráða- birgðareglum um sölu og dreifingu á útsæði, sem þcssa dagana er vcriö að afgreiða í ráðuneytinu. Til- gangurinn cr m.a. að hamla gegn frekari útbreiðsiu hringrots og hindra að á þcssu vori vcrði selt út- sæði með hringroti. Nefndin mun síðan skila endanlegri tillögu lyrir haustiö. Því miður býr Rannsóknastofn- un landbúnaöarins ekki yfir að- stöðu til að ákvarða hulið smit. Stolnunin hefur því komist að sam- komulagi við Statens Frökontrol í Noregi um að taka sýni héðan til rannsóknar gegn hóflcgu gjakli. Verða á næstunni tekin sýni hjá út- sæðisframleiöcndum og leitað að huldu smiti. Er þetta liður í því aö þekkja hina raunverulegu útbreiðslu sjúkdómsins svo tryggja megi betur, að smit berist ekki meö seldu útsæði. I áðurnefndri grein minni í Frey birti ég leiðbeiningar um'varnir, sem enn eru í fullu gildi og voru el'tirfarandi: „Ræktandinn getur, mcð því að sýna fyllstu aðgæslu, minnkaö lík- urnar á því, að hann fái til sín hringrot. Einkum þarf hann að ganga úr skugga um, ;iö hringrot sé ekki á ræktunarstað þcss útsæðis, sem hann hyggst nota. Efvélar eru notaðar sameiginlega af fleiri aðilj- um, skulu þær sótthreinsaðar, þeg- ar flutt er á milli. El' hringrot kemur upp, er hægt að losna við sjúkdóminn nteð því að leggja niður kartöfluræktun í 2-3 ár, sótthreinsa vélar og geymslur og kaupa síðan heilbrigt útsæði. Önnur leiö er að ná smitmagni nið- ur í áföngum, með því að koma sér upp heilbrigðu útsæði, t.d. á eftir- farandi hátt: 1. Sótthreinsa spírunarkassa. 2. Kaupa eitthvað af stofnútsæði eða öðru útsæði. sem rannsakað hefur verið með tilliti til hringrots og fundið heilbrigt. 3. Sótthreinsa niðursetningarvél- ina. 4. Setja hcilbrigða útsæðið í land, sem hefur verið hvilt af kartöflum í minnst 2 ár. 5. Ávallt skal lara fyrst með vél- arnar í útsæðisgarðinn (t.d. við Afalon-úðun). ó. Fyrir upptöku skal fara yfir út- sæðisgarðinn og fjarlægja sjúkleg grös og allt, sem undir þeirn er. 7. Sótthreinsa upptökuvélina. 8. Taka fyrst upp úr útsæðisgarð- inum og setja í nýja poka. 9. Halda kartöflum undan Iteil- brigða útsæðinu aðskildum lrá öðrum kartöflum í geymslu. 10. Sótthreinsa flokkunarvél áður en útsæðið er (lokkað. Notið ekki burstana á útsæðið. 11. Nota kartöllur undan heil- brigða útsæðinu sem útsæöi á næsta ári." Önnur vandamál Þeir sem hafa afkomu sína af ræktun kartaflna eru ekki öfunds- verðir, slík eru vandamálin. Það er þjóðinni nauðsynlegt að þessi Iramleiðsla haldi áfram og æskilegt að neysla kartaflna aukist vegna hollustu þeirra. Eitt vandamál, sem ég vil vekja athygli á í lokin og sem ég hef einnig áhyggjur af. eru þær miklu kröfur sem íariö er að gera til útlits og stærðar kartalln- anna. Stæröarkröfurnar (35mm) hafa dregið úr ræktun á Rauðum ís- lenskum, því bragðgóða afbrigöi, vegna þess hve lítill hluti upp- skerunnar nær söluhæfri stærð. Hér munar miklu um hvern milli- metra. Núseljast kartöflurekki hér á höl’uðborgarsvæðinu nema þær séu þvegnar og helst gallalausar í útlili. Viö þvotl er hætt við að geymsluþol minnki, sem þarf þó ekki að koma aðsök. þegar pakkað er í litlar umbúðir og kartaflnanna neytt fljótt. Kartaflan er viðkvæm fyrir sköddun og ýmsir kláðasjúkdómar spilla oft útliti hennar án þess að spilla gæðum hennar til matar. Aö sjálfsögðu er æskilcgt að kartöflur séu fallegar útlits en viö þurfum að gæta þess að gcra ekki óraunhæfar kröfur. Öll afföll lenda á framleið- andanum. Ég óttast aö svo geti far- ið að þessi íramlciðsla veröi ekki lengur arðbær t)g þá er liætt við aö kartöfluræktun sem atvinnugrein leggist niður. Ólafur Eggertsson, Beruneshreppi viö Djúpavog: OPIÐ BRÉF til Guömundar Lárussonar, formanns Félags kúabænda á Suöurlandi Það er sunnudagur 16. febrúar og þulur kynnir fréttaviðtal við hag- iræðing Bændasamtakanna og for- mann Félags kúabænda á Suðurlandi í útvarpinu. Guðmund Lárusson bónda. Til umræðu er framleiðslu- réttur mjólkur innan einstakra bú- markssvæða og framleiðenda. Þegar upp er staðið stendur eftir sá kjarni úr ntáli þínu, Guðmundur, að í krafti betri aðstöðu og stvrks kúa- búskapar á Suður- og Norðurlandi, beri að leggja niður mjólkurfram- leiðslu á Vestfjörðum og Austur- landi. Hér skuli sem sagt látin óheft öfl Hvar eru nú hugsjónir samhjálpar og stéttvísi? Hvernig er komið félagshyggju og ættjarðarást þeirrar stéttar, sem í þessum efnum hefur verið fyrirmynd annarra? frjálshyggju og eiginhagsmuna. Um þátt hagfræðingsins, nafna þíns, mun ég ekki fjölyrða hér, en sért þú með þessu að túlka skoðanir þorra kúabænda sunnanlands þá þykir mér illa komið fyrir þessum hópi ís- lenskra bænda. Hvareru nú hugsjónir samhjálpar og stéttvísi? Hvernig er komiö fé- lagshyggju og ættjarðarást þcirrar stcttar, sem í þessum efnum hefur verið fyrirmynd annarra? Og svo sannarlega hefur bændastéttin á undangengnum árum sótt styrk sinn í innri samstöðu og sterka félagslega uppbyggingu. Er það markmið sunnlenskra kúa- bænda að mjólkurframleiðsia leggist niöur á Vcstfjörðum og Austur- landi? Er það stefna ykkar, að neyt- cndur í þessum landshlutum búi við sífellt öryggisleysi í aðdráttum á þessum grundvallamauðsynjum heim- ilanna? Er það að ykkar mati vitur- legt og þjóðhagslega hagkvæmt, að fleygja allri fjárfestingu á bændabýl- um og í vinnslustöðvum mjólkur í þessum landshlutum, en byggja upp á Suður- og Norðurlandi sem því nemur og flytja síðan framleiðsluna austur og vestur? Eða blundar ef til vill undir niðri sú ósk, að öll byggð á Eða blundar ef til vill undirniðrisúósk, aðöll byggð á Vestfjörðum og Austurlandi leggist af innan skamms? Vestfjörðum og Austurlandi leggist af innan skamms? Mætti ég þá biðja þig að skoða töl- ur yfir þjóðarframleiðslu á mann í hinurn ýmsu kjördæmum og svcitar- félögum. Kynni þá að vera að fremur ætti að „skera" annars staðar. Að endingu, Guðmundut, það er ekki sæmandi nokkrum ábyrgum bónda, að kasta á þennan hátt steini að eigin stétt. Við skulum rækta garðinn okkar, en gæta þess jafn- framt að rífa ekki niður lífsstarf náungans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.