Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: United slegið út - West Ham komþví út úr bikarkeppninni og ætti að vinna hana samkvæmt sögunni Frá Rafni Rafnssyni í Englandi: Eftir því sem sagan hermir þá mun West Ham verða bikarmeistari í Englandi í vor. Það vill nefnilega þannig til að ■ hvert skipti sem Manc- hester United og West Ham hafa mæst í bikarkeppninni síðan 1945 þá hefur sigurvegarinn úr viðureign þeirra farið alla leið á Wembley og unnið bikarkeppnina þar. West Ham vann United um helgina og það á Old Trafford. Þar með er Ijóst að United mun ekki halda í bikarinn sem iiðið vann í fyrra. Leikurinn á Old Trafford endaði 2-0 og voru úr- slitin sanngjörn. United er heillum horfið um þessar mundir en West Ham undirstrikaði möguleika sína á því að hreppa meistaratitilinn. Það var United sem byrjaði leik- inn betur. Phil Parkes í marki West Ham hafði þá nóg að gera. En Lund- únastrákarnir voru fljótir að átta sig og á 18. mínútu sendi Mark Ward fallegan bolta fyrir þar sem Pikc ENGLAND ÚRSLIT 1 Bikarkeppnin - 16 liða úrslit: I Brighton-Southampton .. 0-2 I Luton-Everton . . 2-2 I Bikarkoppnin - Fimmta umferð: I Manchester United-West Ham . . . 0-2 I Bury-Watford . 0-3 I l.deild: I Aston Villa-Arsenal . . . 1-4 I Chelsea-City . . 1-0 I Ipswich-Forest . 1-0 I Leicester-Coventry . 2-1 I Liverpool-Q.P.R. . . . 4-1 I Sheff. Wed.-Birmingham . 5-1 I Tottenham-Wost Brom . 5-0 1 2. deild: 1 Bradford-Blackburn . . . 3-2 I Crystal Pal.-Middlesbrough . . 2-1 I Grimsby-Oldham . . 1-4 I Leeds-Huddersfield . 2-0 1 Millwall-Sheff. United . 3-0 1 Portsmouth-Barnsley . 1-1 I Shrewsnury-Fulham . . 2-2 I Stoke-Hull . . . . . 0-1 I Sunderland-Charlton . . 1-2 I Wimbledon-Norwich . . 2-1 STADAN 1. deild: Everton 31 20 5 6 71 35 65 Liverpool .... 32 17 9 6 63 35 60 Man. United . 30 18 5 7 52 24 59 Chelsea 28 17 6 5 46 29 57. West Ham . . . 26 15 6 5 42 24 51 Luton 31 14 9 8 48 33 51 Arsenal 28 14 7 7 36 31 49 Sheff. Wed. . . 30 14 7 9 49 46 49 Nott. Forest . . 30 14 4 12 52 43 46 Newcastle . . . 29 12 9 8 42 43 45 Tottenham . . 31 12 5 14 47 38 41 Man. City . .. 32 11 8 13 36 42 41 Watford 27 11 6 10 46 43 39 Southampton 30 10 7 13 38 41 37 Coventry .... 32 9 8 15 44 56 35 Q.P.R 31 10 4 17 32 49 34 Leicester .... 29 7 9 13 39 52 30 Oxford 30 7 8 15 45 57 29 Ipswich 29 8 5 16 23 40 29 Aston Villa . . 30 5 10 15 32 49 25 Birmingham . 31 7 4 20 22 47 25 West Brom. . . 31 3 7 21 25 73 16 2. deild: Norwich 30 18 7 5 61 28 61 Portsmouth . . 31 17 5 9 51 27 56 Charlton .... 28 15 6 7 52 31 51 Wimbledon . . 29 14 7 8 39 29 49 Hull 31 13 9 9 54 45 48 Crystal Pal. . . 30 13 7 10 38 35 46 Brighton .... 29 12 7 10 49 44 43 Sheff. Unitod . 29 12 7 10 47 43 43 Barnsley .... 30 11 9 10 32 31 42 Stoke 31 10 12 9 39 40 42 Oldham 32 12 6 14 49 51 42 Grimsby .... 32 11 8 13 47 50 41 Blackburn . . . 30 10 9 11 36 42 39 Bradford .... 27 12 3 12 32 38 39 Shrewsbury . 32 11 6 15 41 50 39 Leeds 31 11 5 15 40 52 38 Millwall 27 11 4 12 42 42 37 Huddersf. . . . 30 9 10 11 41 48 37 Sunderl 31 9 7 15 33 49 34 Middlesb. . . . 30 8 7 15 29 39 31 Fulham 26 8 3 15 26 35 27 Carlisle 28 5 6 17 26 55 21 SK0TLAND I Bikarkeppnin - 8 lidaúrslit: I Dundee-Aberdeen . . 2-2 I Hibernian-Celtic . . . 4-3 I Motherwell-Dundee United . . . 0-1 I Hearts-St. Mirren . . . 4-1 Stadan: Hearts 28 14 9 5 44 28 37 Dundee Unit. 26 13 9 4 43 21 35 Aberdeen ... 27 13 8 6 49 24 34 Celtic 26 12 8 6 41 31 32 Rangers 29 12 7 10 42 31 31 Dundee 28 11 6 11 36 44 28 St. Mirren . . . 25 9 4 12 32 39 22 Hibernian . . . 27 7 6 14 37 51 20 Clydebank . . . 28 5 6 17 24 57 16 Motherwell . . 24 4 5 15 22 44 13 skallaði óvaldaður í netið. Síðar í leiknum keyrði Stapleton í bakið á Alvin Martin og úr vítinu skoraði Ray Steward af öryggi framhjá Chris Turner. Rétt fyrir leikslok skaut síð- an Skotinn McAvennie í stöng og United slapp. Sanngjarn sigur hjá West Ham. í öðrum leik í fimmtu umferð var Watford ekki í vandræðum með Bury. Leiknum lauk með 3-0 sigri Watford og voru þeir Callaghan, Barnes og West að verki upp við markið. Watford mætir Liverpool í sjöttu umferð en West Ham mætir Sheffield Wednesday. Tveimur leikjum í sjöttu umferð lauk á laugardaginn. Reyndar þurfa Luton og Everton að leika aftur þar sem þau gerðu jafntefli á heimavelli Luton. Southampton þarf ekki ann- an leik gegn Brighton því liðið vann 2-0. Luton virtist vera á leið í örugga höfn gegn forystusauðum Everton. Liðið skoraði fyrstu tvö mörkin á gervigrasinu og voru þeir Hartford og Mark Stein (bróðir Brian) þar að vekri. Everton náði síðan yfirhönd- inni í leiknum og pressaði stíft. Loks kom að því að pressan skilaði árangri er Luton skoraði sjálfsmark. Adri- an Heath, sem kom inn á sem vara- maður jafnaði síðan leikinn um 10 mínútum fyrir leikslok. Liðin þurfa því að mætast aftur á Goodison Park, heimavelli Everton. Þeir Kevin Moran og Glen Cock- erill skoruðu snemma í leiknum gegn Brighton og eftir það var sigur Sout- hampton aldrei í hættu. I 1. deild voru liðin iðin við að skora mörk. Arsenal skoraði fjögur mörk á útivelli gegn Aston Villa sem aðeins svaraði einu sinni. Nicholas, Hayes og Rackcastle skoruðu fyrir Arsenal og Elliott bætti við sjálfs- marki. Cerr skoraði mark Villa. Chelsea skoraði ekki en vann samt sigur á Manchester City á Stamford Bridge. Það var sjálfsmark frá Niky Reid sem tryggði Chelsea sigur og liðið er mjög svo í baráttuni um enska meistaratitilinn. Ipswich kom nokkuð á óvart er liðið sigraði Nottingham Forest með marki frá landsliðsmanninum Butc- her í upphafi síðari hálfleiks. Leicestar vann Coventry í jöfnum baráttuleik á Filbert Street. Smith skoraði sigurmarkið eftir að Picker- ing hafði jafnað leikinn fyrir Coven- try. Liverpool kom fram hefndum gegn QPR eftir að hið síðarnefnda hafði slegið „Poolarana" út úr deild- arbikarnum. Stórsigur varð stað- reynd og skorðu Rush og Wark eitt mark hvor en McMahon skoraði tví- vegis. Fyrir heimamenn skoraði Rosenior. Tottenham sýndi að liðið er betra en staða þess gefur til kynna. Fimm mörk gegn WB A og leikurinn alltaf í góðum höndum. Falco og Wa- ddle skoruðu tvívegis hvor en Mab- but bætti við fimmta markinu. Þá skoraði Sheffield Wed. fimm mörk gegn Birmingham og var Carl Shutt þar að verki í þrígang. í 2. deild bar helst til tíðinda að Barnsley, með Sigurð Jónsson í broddi fylkingar, náði jafntefli gegn Portsmouth á heimavelli Prots- mouth. Leeds barði fram sigur á Huddersfield með mörkum frá Brendan Ormsby sem félagið keypti frá Aston Villa fyrir stuttu. Briegel (sá hvíti) skoraði sigurmark Verona um helgina. Hér gætir hann landa síns Rummenigge. Evrópuknattspyrnan: Real lagði Barcelona - og hefur nú aðra hönd á meistaratitlinum - Juventus í svipaðri aðstöðu svo og PSG í Frakklandi - Van Basten skorar og skorar - Anderlecht jók muninn og Lucern gerði það gott Real Madrid fór langt mcð að tryggja sér spænska meistaratitilinn í knattspyrnu um helgina er liðið vann erkióvininn Barcelona. Liðin áttust við í Madrid og lauk leiknum með 3- ’ 1 sigri Real. Þar með hefur Real Ma- drid náð átta stiga forskoti í spænsku deildinni sem er svo mikið að varla verður það látið af hendi. í leiknum var ekkert skorað í fyrri hálfleik. Liðin léku varlcga en nokkuð gróft. f upphafi síðari hálflciks átti Skotinn Steve Archibald skot í slá og Parag- uay-maðurinn Amarilla var fyrstur til að átta sig og skoraði með skalla. Maceda jafnaði fyrir Rcal aðeins um 10 mínútum seinna eftir mikla þvögu við mark Barcelona. Eftir þetta var ekki hægt að stöðva Real. Valdano og Butragueno sáu um að tryggja sigurinn. Steve Archibald var rckinn af velli í síðari hálfleik. Þegar aðeins sex umferðir eru eftir þá á Real m.a. eftir að spila gegn fjórum neðstu lið- unum í deildinni þannig að þeim ætti ekki að reynast erfitt að tryggja sér meistaratitilinn. Pétur Pétursson og félagar hjá Hercules unnu mikilvægan sigur í botnbaráttunni í deildinni. Liðið vann Celta 2-1 á útivelli. Önnur úrslit: Valladolid-Cadiz ................... 3-0 Real Madrid-Barcelona........... 3-1 Delta-Hercules.................. 1-2 Sporting-Sevilla................ 2-1 Real Betis-Osasuna ................. 1-0 Valencia-At.Madrid.............. 1-0 Racing-Las Palmas ................. 0-0 Real Sociedad-At.Bilbao......... 1-0 Staða ofstu liða: Real Madrid ...... 28 22 4 2 68 20 48 Barcelona ........ 28 17 6 5 50 25 40 At.Madrid......... 28 14 7 7 46 32 35 At.Bilbao......... 28 14 7 7 37 25 35 Zaragoza.......... 28 12 9 7 41 31 33 Sporting ......... 28 10 13 5 29 24 33 ÍTALÍA: Diego Maradona hafði hérumbil endurtekið afrek sitt frá því fyrr í vetur er hann skoraði gegn Juventus um helgina. Maradona skoraði ein- mitt sigurmark Napolí gegn Juvent- us fyrr í vetur og hann skoraði einnig gegn Juventus um helgina. Það mark dugði þó ekki þar sem Sergío Brio jafnaði fyrir Juve um miðjan seinni hálfleik og þar við sat. Með þessu jafntefli jók Juventus forystu sína í deildinni þar sem Roma tapaði fyrir Verona á útivelli. í þeim leik skoraði Roberto Pruzzo bæði mörk Roma í 2-3 ósigrinum og er hann nú marka- hæsti leikmaðurinn á Ítalíu með 15 mörk. Briegel, hinn v-þýski, skoraði sigurmark Verona rétt fyrir leikslok. Af öðrum leikjum er það helst að Mark Hateley skoraði sigurmark AC Mílanó eftir góðan sendingu frá fé- laga sínum Ray Wilkins. Altobelli skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Fiorentina og Junior klikkaði á víti sem gaf Bari sigur á Torinó. Sam- landi Juniors, Edinho, var heppnari því hann skoraði úr víti sem tryggði Udinese sigur á Lecce. Urslit og staða efstu liða: Atalanta-Como...................... 1-1 Avellino-Sampdoria................. 2-1 Bari-Torino........................ 1-0 Inter-Fiorentina................... 2-0 Juventus-Napoli.................... 1-1 Pisa-Milan......................... 0-1 Udinese-Lecoe ..................... 2-1 Verona-Roma........................ 3-2 Juventus.......... 24 15 8 1 37 10 38 Roma.............. 24 15 3 6 40 21 33 Napoli ........... 24 9 11 4 27 18 29 Milan............. 24 9 10 5 22 18 28 Inter............. 24 10 7 7 32 27 27 Torino ........... 24 8 9 7 24 20 25 Fiorentina........ 24 6 12 7 22 19 24 Verona............ 24 8 8 8 25 31 24 FRAKKLAND: Paris Saint Germain hélt áfram göngu sinni að franska meistaratitl- inum. Liðið sigraði Rennes með marki úr víti frá Rocheteau. Markið var skorað strax á þriðju mínútu og þrátt fyrir góð færi tókst tilvonandi meisturum ekki að bæta við marki. Nantes er í öðru sæti eftir sigur á Nancy. Baronchelli og Halihodzic skoruðu fyrir Nantes. Nú munar átta stigum á PSG og Nantes en Nantes á leik til góða. Bordeaux er í þriðja sæti, stigi á eftir Nantes. Liðið gerði jafntefli um helgina gegn Toulouse þökk sé marki frá Giresse. Úrslit leikja helgarinnar: Paris SG-Rennes ................. 1-0 Marseilles-Metz.................. 0-0 Bordeaux-Toulouse ............... 1-1 Auxerre-Monaco .................. 1-0 Laval-Liile...................... 2-2 Lens-Sochaux..................... 3-1 Nantes-Nancy..................... 3-1 Nice-Toulon ..................... 2-1 Brest-Strasbourg ................ 2-1 Le Havre-Bastia.................. 5-2 PORTÚGAL: Porto náði mjög góðum sigri um helgina. Liðið sigraði Sporting á úti- velli 1-0. Þar með er keppnin um portúgalska meistaratitilinn orðin nánast einvígi á milli Porto og Ben- fica. Liðin eru efst og jöfn með 39 stig en Benfica á leik til góða. Sport- ing er með 35 stig. Það var Daninn Manniche sem skoraði mark Benfica gegn Aves. Þess má geta að Benfica hefur aðeins fengið á sig átta mörk í allan vetur en skorað 45. Úrslit í Portúgal: Sporting-Porto................... 0-1 Aves-Benfica .................... 0-1 Boavista-Portimonense............ 1-0 Chaves-Covilha .................. 2-2 Penafiel-Salgueiros.............. 0-0 Academica-Guimaraes ............. 2-0 Belenenses-Maritimo ............. 0-0 Braga-Setubal.................... 2-2 HOLLAND: Markaskorarinn mikli hjá Ajax, Marco Van Basten, var betri en eng- inn fyrir liðið um helgina. Hann skoraði þrennu í 7-0 sigri Ajax á Herecles. Van Basten hefur nú skor- að 33 mörk á þessu keppnistímabili í 1. deild en næstur honum kemur Er- iksen hjá Feyenoord með 15 mörk. Ajax hefurskorað 87 mörk í 21 leik í deildinni en PSV, sem er efst að stigum, hefur gert 63. PSV vann Ex- celsior 1-0 með marki Gillit. PSV hefur 37 stig eftir 20 leiki, Ajax er með 34 eftir 21 leik og Feyenoord er með 30 stig eftir 20 leiki. BELGÍA: Anderlecht jók forystu sína í belg- ísku deildinni með sigri á Ragnari Margeirssyni og félögum hjá Wat- erschei. Club Brugge gerði aðeins jafntefli gegn Waregem. Munurinn á liðunum er nú tvö stig en Ghent er í þriðja sæti sex stigum aftar. > Úralit leikja: Nechelen-Ghent.................. 2-2 Antwerpen-Charleroi ............ 0-0 Standard Liege-Beerschot........ 0-1 Lokeren-Lierse.................. 1-1 Waregem-Ciub Brugge ............ 0-0 ' Waterschei-Anderlecht........... 0-1 Molenbeek-Seraing............... 2-0 C.Brugge-FC Liege............... 1-1 Beveren-Kortrijk ............... 1-1 SVISS: íslendingaliðið Lucern með þá Sigurð og Ómar í fararbroddi náði jafntefli gegn efsta liðinu, Neucha- tel, á útivelli og heldur liðið þriðja sætinu í deildinni sem nú hófst fyrir al- vöru eftir vetrarfrí. Baden, lið Guð- mundar Þorbjörnssonar, lék ekki um helgina. Neuchatel er með 24stig eftir 16 leiki en Grasshoppers er í öðru sæti með 22 stig og Lucern hef- ur 21.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.