Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 11. mars 1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
Henry Jay er aftur kominn á skjáinn og enn á hann í baráttu við samtökin
l>e Pouvoir.
Sjónvarp kl. 21.50:
Nýr sakamálaframhaldsþáttur:
í VARGAKLÓM
Fyrri u.þ.b. þrem árum var sýnd-
ur í sjónvarpinu breski sakamála-
myndaflokkurinn f vargaklóm þar
sem tölvufræðingurinn Henry Jay
lagði líf sitt og konu sinnar Anne í
stöðuga hættu í baráttu sinni við al-
þjóðlega stórglæpamenn. Allt fór
þá vel og nú er að hefjast nýr flokk-
ur í framhaldi þess fyrri. Fyrsti
þátturinn verður í kvöld kl. 21.50
og alls eru þættirnir fjórir. Þýðandi
er Bogi Arnar Finnbogason.
Enn á Henry Jay í baráttu við Le
Sjónvarp kl. 21.35:
Pouvoir og til að vernda líf sitt og
konu sinnar hefur hann komið
ýmsum upplýsingum um samtökin
inn á tölvuna á vinnustað sínum,
sem prentast sjálfkrafa út ef hann
er ekki lífs 15. hvers mánaðar til að
breyta forskriftinni. í byrjun þátt-
anna er Henry vel Ijóst að óvinir
hans eru í þann veginn að leysa
tölvudulmálið hans. Hann verður
því að komast yfir ný gögn um
óþverraathæfi Le Pouvoir ef þau
hjón eiga að eiga sér lífs von.
Sjónvarp kl. 20.35:
Áhrif sjón-
varpsins
Tíundi þátturinn um sjónvarpið
verður sýndur í kvöld kl. 20.35. Þar
verður fjallað um áhrif sjónvarps-
ins til góðs eða ills.
Því hefur oft verið haldið fram
að ofbeldi geti af sér ofbeldi og að
þeim börnum og unglingum sem
mikið horfa á slíkt efni í sjónvarpi
sé hætt við að beita sömu aðferðum
og hugsunarhætti og þau kynnast
þar. í þættinum er tekið fyrir dæmi
um 15 ára pilt á Miami í Florida
sem ákærður er fyrir morð. Hann
færir það fram sem málsbætur að
hann hafi verið gripinn tímabund-
inni brjálsemi eftir að hafa horft á
alltof marga sakamálaþætti í sjón-
varpi.
En hin hliðin á áhrifamætti sjón-
varpsins er fræðslu- og upplýs-
ingagildið, sem hlýtur að leiða af
sér gott ef rekja má ofbeldisáhrif til
' þessa áhrifaríka fjölmiðlils. í
þættinum er líka tekið til slíkt
dæmi. Sakfelldur morðingi í San
Quentin fangelsinu tók sig til og
lauk háskólanámi innan fang-
elsisveggjanna eftir að hafa horft
hugfanginn á heimildarmynd í
sjónvarpinu.
Þessi mögnuðu áhrif sjónvarps-
ins til góðs eða ills hafa gefið (dví
nafngiftina „Jekyll og Hyde
skemmtanaiðnaðarins" í ntunni
Söngvakeppnin
í kvöld kl. 21.35 verður haldið Evrópu 1986 í Sjónvarpinu. Það
áfram að kynna íslensku lögin
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í
Eiríkur Hauksson syngur annað
lagið í kvöld.
verður fjórði þáttur af fimm.
I kvöld eru það þeir Eiríkur
Hauksson og Pálmi Gunnarsson
sem flytja lögin ásamt Stórsveit
Sjónvarpsins, en enn sem fyrr er
lögð áhersla á að það eru lögin sem
keppt er um, ekki flytjendur.
Þriðjudagur
11. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Dagný og
engillinn Dúi“ eftir Jónínu S. Guð-
mundsdóttur. Jónína H. Jónsdóttir les
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar,
þulurvelurog kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátturfrá
kvöldinu áður sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 „Ég man á tið“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Úr söguskjóðunni - Aðdragandi og
endalok áfengisbannsins. Umsjón:
Elías Björnsson. Lesari: Gunnar Hall-
dórsson.
11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá
ýmsum löndum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurtregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd
Umsjón: Jónína Benediktsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Opið hus“ ettir
Marie Cardinal. Guðrún Finnbogadóttir
þýddi. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les
(8).
14.30 Miðdegistónleikar. a. Oxberg-til-
brigði eftir Erland von Koch. Filharmóníu-
sveitin í Stokkhólmi leikur; Stig Wester-
berg stjórnar. b. Sex arabeskur eftir Leif
Kayser. c. Uppsalarapsódía op. 24 eftir
Hugo Alfvén. Sinfóniuhljómsveitin í Berl-
ín leikur; Stig Raybrant stjórnar.
15.15 Barið að dyrum. Inga Rósa Þórðar-
dóttir sér um þátt frá Austurlandi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér - Edvard Fred-
riksen. (Frá Akureyri).
17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín
Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulifinu - Iðnaður. Umsjón:
Sverrir Albertsson og Vilborg Harðardótt-
18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigur-
jónsson.
18.15Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson
flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb. Margrét S. Björns-
dóttir talar.
20.00 Vissirðu það? - Þáttur f léttum dúr
fyrir börn á öllum aldri. Stjórnandi: Guð-
björg Þórisdóttir. Lesari: Árni Blandon.
20.30 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur þáttinn.
20.55 „Eins og grasið" Jón frá Pálmholti
les úr óprentuðum Ijóðum sínum.
21.05 íslensk tónlist. a. „Hugleiöing" eftir
Einar Markússon um tónverkið „Sandy
Bar" eftir Hallgrim Helgason. Höfundur
leikur á pianó. b. Sönglög eftir Sigvalda
Kaldalóns. Elísabet Erlingsdóttir syngur.
Guðrún A. Kristinsdóttir leikur á pianó. c.
Fjögur islensk þjóðlög í útsetningu Ingv-
ars Jónassonar. Strengjasveit nemenda
úr Tónlistarskólanum í Reykjavik leikur;
Ingvar Jónasson stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „I fjallskugganum“
eftir Guðmund Daníelsson. Höfundur
les (7).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passiusálma (38).
22.30 „Ég var skilinn eftir á bryggjunni“
Pétur Pétursson ræðir við Svein Ás-
mundsson um vertiðir í Vestmannaeyj-
um og leigubilaakstur i Reykjavik. (Hljóð-
ritað skömmu fyrir lát Sveins).
23.00 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti
R. Magnússyni.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
msw
Þriðjudagur
11. mars
10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu
hlustendurna i umsjá Guðlaugar Mariu
Bjarnadóttur og Margrétar Ólafsdóttur.
10.30 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þor-
steinsson.
12.00 Hlé.
14.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sig-
urður ÞórSalvarsson.
16.00 Sögur af sviðinu. Þorsteinn G. Gunn-
arsson kynnir tónlist úr söngleikjum og
kvikmyndum.
17.00 Hringiðan. Þáttur i umsjá Ingibjarqar
Ingadóttur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár minútur kl.
11.00,15.00,16.00 og 17.00.
Svæðisútvarp virka daga vikunnarfrá
mánudegi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík
og nágrenni - FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5 MHz.
Þriðjudagur
11. mars
19.00 Aftanstund Endursýndurþátturfrá3.
mars.
19.20 Ævintýri Olivers bangsaSögulok.
Franskur brúðu- og teiknimyndaflokkur
um viðförlan bangsa og vini hans. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson, lesari með hon-
um Bergdis Björt Guðnadóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sjónvarpið (Television) 10. Áhrif til
góðs og ills. Breskur heimildamynda-
flokkur í þrettán þáttum um sögu sjón-
varpsins, áhrif þess og umsvif um víða
veröld og einstaka efnisflokka. I þessum
þætti er rakið hvernig sjónvarpið getur
bæði verið mannskemmandi og til menn-
ingarauka. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson.
21.35 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í
Evrópu 1986, Islensku lögin kynnt -
Fjórði þáttur Stórsveit Sjónvarpsins
leikur tvö lög. Söngvarar: Eiríkur Hauks-
son og Pálmi Gunnarsson. Útsetning og
hljómsveitarstjórn: Gunnar Þórðarson og
Þórir Baldursson. Kynnir Jónas R.
Jónsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðs-
son.
21.50 I vargaklóm (Bird of Prey II) Nýr
flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur saka-
málamyndaflokkur i fjórum þáttum.
Framhald fyrri þátta sem sýndir voru 1983.
Aðalhlutverk Richard Griffiths. Tölvu-
fræðingurinn Henry Jay á enn í vök að
verjast vegna baráttu sinnar við alþjóð-
legan glæpahring sem hann fékk veður af í
tölvugögnum sínum. Þýðandi Bogi Arnar
Finnbogason.
22.40 Kastljós. Þáttur um erlend málefni.
23.10 Fréttir i dagskráriok.
Tíminn 15
fjjjji
-
pl r*
fl
Stjórnmálaskóli SUF og LFK
Stjórnmálaskólinn verður starfandi á eftirtöldum dögum:
Efnahagsmal
Mánudag 10. mars kl. 20.30
Fyrirlesari er Gunnar Baldvinsson
Stjórnkerfið
Mánudag 17. mars kl. 20.30
Fyrirlesari er Eiríkur Tómasson
íslensk haglysing
Fimmtudag 20. mars kl. 20.30
Fyrirlesari er Þórður Friðjónsson
Vinnumarkaðurinn
Laugardag 22. mars kl. 10.00
Fyrirlesari er Bolli Héðinsson
Utanríkismal
Mánudag 24. mars kl. 20.30
Fyrirlesari er Þórður Ægir Óskarsson
Sjávarútvegur
Þriðjudagur 1. apríl kl. 20.30
Fyrirlesari er Gylfi Gautur Pétursson
Landbúnaður
Laugardag 5. april kl. 10.00
Fyrirlesarar eru Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigurgrímsson
Iðnaður
Mánudag 7. apríl kl. 20.30
Fyrirlesari er Finnur Ingólfsson
Opinber þjónusta
Laugardag 12. apríl kl. 10.00
Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarðsson, Guðmundur Bjarnason
og Áslaug Brynjólfsdóttir.
Sveitarstjórnarmál
Mánudag 14. apríl kl. 20.30
Fyrirlesari er Alexander Stefánsson
Seltirningar
Framsóknarfélag Seltjarnarness heldur almennan
félagsfund miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 í fé-
lagsheimilinu.
Dagskrá:
1. Framboðslisti bæjarstjórnarkosninganna í vor
2. Önnurmál.
Félagarfjölmennið
Miðstjórnarfundur
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1986 verður haldinn
dagana 14.-16. mars n.k. í Hótel Hofi, Reykjavik.
Fundurinn hefst kl. 16 föstudaginn 14. mars og áætlað að honum Ijúki
um kl. 13 sunnudaginn 16. mars. Aðalmenn í miðstjórn, sem sjá sér
ekki fært að mæta á fundinn, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það í
tíma.