Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tjmirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSH YGG JU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGislason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:' 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Midstjórnarfundur Framsóknarflokksins Næstkomandi föstudag kemur miöstjórn Framsókn- arflokksins saman til fundar í Reykjavík. Miðstjórn flokksins fer með æðstu mál hans milli flokksþinga og heldur fundi árlega. Flokksþing er haldið fjórða hvert ár og kemur saman í haust. í ár eru liðin 70 ár frá stofnun Framsóknarflokksins og mun þeirra tímamóta þá verða minnst. Fyrir þessum miðstjórnarfundi liggur m.a. að fjalla um breytingar á lögum flokksins en sérstök nefnd hefur verið að endurskoða þau. Þá verða eflaust miklar umræður um stöðu flokksins og stjórnmálaviðhorfið. Framsóknarflokkurinn hefur haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál frá upphafi ekki síst nú þau síðustu en flokkurinn hefur verið í stjórn að heita má óslitið frá 1970. Á þeim tíma hefur hann haft forystu um mörg mál og sem markað hafa tímamót. Má þar nefna landhelgismálið sem fullur sigur vannst í ekki síst fyrir atbeina forystumanna Framsóknarflokksins. Þá hefur hann ávallt lagt rækt við byggðastefnu og barist fyrir atvinnuuppbyggingu úti um land. Frumskilyrði þess að byggðir úti á landi standi traustum fótum er að atvinna sé næg. Vegna þess samdráttar sem að undan- förnu hefur orðið í sjávarútvegi og landbúnaði hefur gætt nokkurs fólksflótta af landsbyggðinni til Reykja- víkursvæðisins. Með auknum sjávarafla og nýjum at- vinnutækifærum til sveita má koma í veg fyrir frekari samdrátt byggða og hefja nýja sókn. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur það komið í hlut Framsóknarflokksins að taka á ýmsum erfiðum málum sem ekki gátu lengur beðið. Þar má nefna stefnumótun í sjávarútvegi, landbúnaði og húsnæðismálum, að ógleymdum efnahagsmálum þjóðarinnar sem forsætis- ráðherra hefur haft forgöngu um að leysa. Enginn vafi er á því að þær aðgerðir sem unnið hefur verið að í sjávarútvegsmálum eiga eftir að reynast þjóð- inni farsælar. Þrátt fyrir ólík sjónarmið tókst sjávarút- vegsráðherra Halldóri Ásgrímssyni að sameina hags- munaaðila með þeim hætti að allir sætta sig við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. í landbúnaðinum eru fyrirsjáanlegir miklir erfiðleikar sem allir gera sér grein fyrir að verður að taka á með það áð markmiði að hagur bændastéjttarinnar verði tryggður. Þær aðgerðir sem nú er verið að vinna að eru sársaukafullar, ekki síst fyrir bændur, en samdráttur í framleiðslu búvara kemur einnig fram á ýmsum öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að finna leiðir til að mæta þessum samdrætti án þess að til byggðaröskunar komi. Undir stjórn Alexanders Stefánssonar hefur verið lagt fram meira fjármagn til húsnæðismála en nokkru sinni fyrr. Erfiðleikar húsbyggjenda eru miklir en von er til þess að með nýsettri löggjöf og öðrum aðgerðum verði hagur þeirra bættur. Skoðanakannanir á síðasta ári sýndu að Framsóknar- flokkurinn tapaði fylgi. í nýlegri skoðanakönnun virðist fylgi hans vaxandi og er það í samræmi við gang þjóð- málanna. Samningar hafa tekist og útlit er fyrir bætt kjör almennings. Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins verða þessi mál rædd og markaðar leiðir til nýrrar sóknar fyrir flokk- inn og þjóðina alla. Þriðjudagur 11. mars 1986 ORÐ í TÍMA TÖLUÐ SPRETTURINN A EFTIR DELLUNNI í síðasta helgarblaði Tímans var skondin lýsing á heimsókn í reyk- víska heilsuræktarstöð. Það er merkilegt hvernig þetta fyrirbrigði hefur náð slíkri hylli á svo skömm- um tíma, því fyrir nokkru voru ekki til nema nokkrir leikfimisalir sem fámennir hópar gamalla áhugamanna stunduðu og höfðu gert árum saman. En með upp- komu heilsuræktarstöðvanna er eins og öllum hafi vitrast það á andartaki að þeir væru ekki nógu „fit“, ekki nægilega léttir á sér o.s.frv. Merkilegt að það þurfi þessa sali til þess að gera fólki þetta ljóst. Flestum leið annars alveg takk bærilega áður og hafa margir ekkert upp úr krafsinu nema strengi nokkra daga, - svo liðast áhuginn upp í loftið. Það er með heilsuræktarstöðv- arnar eins og margar dellur landans. Það þarf víst alltaf ein- hvers konar múghreyfingar til þess að menn taki við sér á einhverju sviði, - múghreyfingar sem aðeins verða til þess að menn fara að bjástra við einhverja endileysu, VÍTT OG BREIT sem verður aftur til þess að þeir trassa eitthvað annað í staðinn. Nútímamaðurinn kemst nefnilega ekki yfir nema svo takmarkað í öllu sínu stressi og æðibunugangi. Önnur útgáfan af dellunni er svo múghlaupið á skemmtistaðina öll kvöld vikunnar. Hefur mönnum ekki dottið í hug að það er bara einn anginn enn af óeirðinni sem rekur fólk í lyftingarnar og aer- obikina. Á mánudags eða miðviku- dagskvöldi verður ekki farið svo fram hjá dyrunum á laklegustu króm Reykjavíkur að ekki sé þar orðin þröng löngu fyrir miðnættið. Þröng af fólki sem ekki veit hvað það á við sig að gera, sem finnst það vera að missa af einhverju, - fegurð, ást, gleði, sem það bíður eftir að rigni ofan úr himninum fyrirhafnarlítið á dýrkeyptum stundum eftir stresshlaupin aðra tíma dagins. Já, líf nútíma íslendinga virðist einkennast af kostulegri örvænt- ingu. Kannske eru það blankheitin á mörgum sem eru undirrótin, kannske er það skelfing innantómt og blóðlítið menningarlíf landsins, þótt bólgið sé að fyrirferð. Allt hrærist svo auðveldlega út í gráma og vangetu þess við hliðina. „Ó, hvar“ hrópaði Jóhann heitinn skáld Jónsson. „Já, hvar, hvar“ spyr íslend- ingurinn sem hvergi greinir neitt í móskunni og prufar að kaupa sér nýtt og nýtt tímakort í heilsurækt- inni og einn til á kránum kring um Hallærisplanið. Hjá mörgum endar hringsnúningurinn svo á drykkju- .mannahælinu í Grafarvoginum, - sem raunar er sprottið upp úr dellu- kenndri múghreyfingu líka. Já, það reynist mörgum erfitt að standast í þjóðfélagi nútímans og pluma sig í velferðinni, - að rísa lif- andi upp eftir daglega yfirkeyrslu „skriðbelta daganna," eins og gleymt ungskáld orti í lesbók Moggans í hitteðfyrra. Haldreipið verður ef að vanda lætur einhver ný della og múghlaup, sem guð má vita hver verður. En ef hún nægir til að fleyta einhverjum áfram svolít- inn spöl í viðbót, svona meðan á- skriftarkortið gildir, hlýtur nokkuð að vera fengið. Hákur. Lýsing á þjóðfélagsástandi Fyrir utan handbolta hefur fátt skekið og hrellt þjóðina í síðustu viku og nokkrir krakkar sem kynna nýja gerð nærbuxna hér á landi. Þeir sem alist hafa upp við að ganga í „föðurlandinu" telja að nýju nær- höldin séu hvorki nægilega skjól- góð né siðsamleg. Bót er í máli að ekki þurfa aðrir að skoða nýju tísk- una og það sem hún hylur ekki en gestir tveggja veitingahúsa og klúbbar betri borgara. Aðrir geta látið sér á sama standa. Fjölmiðlar hafa gegnt upplýs- ingaskyldu sinni við almenning eft- ir bestu getu í þessu máli sem öðr- um og skólastjóri Verslunarskól- ans auglýst innflutnings- og smá- söluverslunina Pan betur en aðrar greinar verslunar. Málgagn þjóðfrelsis var fyrst til að sinna upplýsingaskyldunni. Flennimynd á forsíðu hefði sómt sér vel í hvaða öfuguggamálgagni sem er. Handjárnaður karlmaður í nýju nærbuxunum á milli handa og fóta netsokkaðrar valkyrju með margvafða leðursvipu í hendi. Með fylgdi ágæt lýsing á nýju tískunni. „Svipa og handjárn á nektarsýn- ingu" stóð í fyrirsögn. í texta: „Ungt fólk á aldrinum kringum tví- tugt kemur fram á svið skemmti- staðarins klætt fáu öðru fata en fyrirferðarlitlum og oftast gegnsæj- um undirfötum og í sumum tilfell- um eru þau vopnuð „hjálpartækj- um ástarlífsins“ s.s. svipum.“ Blaðið taldi að sýningar af þessu tagi lýstu vel þjóðfélagsástandi í viðkomandi löndum. Lögreglustjóri var spurður hvort ekki væri rétt að banna sýninguna. Ein sýningarstúlknanna lét hafa eftir sér, að sér væri þessi auka- vinna algjör fjárhagsleg nauðsyn. Síðar skeður það að virðulegur skólastjóri rekur stúlku úr vinnu fyrir að taka þátt í títtnefndri sýn- ingu. Viku eftir að myndin góða birtist með viðeigandi hneykslan birti málgagn verkalýðshreyfingarinnar enn frétt um sýninguna sem hristir og skekur þjóðina, og nú kveður við annan tón. „Hinn furðulegi brottrekstur skrifstofustúlku úr Verslunarskólanum fyrir að taka þátt í undirfatasýningu í frítíma sínum hefur vakið mikla athygli.“ Nú er þátttaka í nærhaldasýning- unni orðin verkalýðs- og mannrétt- indamál. Rætt er við formann verkalýðsfélags þess sem stúlkan er í, sem harmar að félagið gæti ekk- ert gert, þar sem atvinnurekendur geti sagt fólki upp án ástæðu, sem og með henni. „...en ég tel að þessi mál þurfi að taka upp og ná fram auknum rétti fyrir launþega...,“ sagði verkalýðs- leiðtoginn. Verkalýðsarmur Alþýðubanda- lagsins hefur verið afskaplega óá- nægður með skrif málgagns síns upp á síðkastið. Þungaviktarmenn í nýafstaðinni samningagerð hafa átaiið harðlega hvernig blaðið fjall- aði um samningagerðina og hvern- ig það lagði út af niðurstöðum þeirra. En það er algjör óþarfi að vera með múður út af því hvernig Þjóð- viljinn snýst við málum hverju sinni. Hann getur verið með og á móti sama málinu, allt eftir því hvernig stendur í bólið hjá rit- stjórninni í það og það sinnið. Það er líka túlkunaratriði hvenær skrif eru verkalýðssinnuð og hvenær ekki. Það er hægt að hneykslast á létt- úðarfullri tískusýningu og telja hana þjóðfélaginu til vansæmdar, en verja rétt launþega til að taka þátt í slíkum sýningum, sér í lagi ef einhver íhaldskurfur er á móti svo- leiðis frjálsræði launþega. Verkalýðsarminum er alveg óhætt að taka Þjóðviljamenn í sátt. Það er svoJítið að marka sem í hon- um stendur. OÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.