Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7
Þriðjudagur 11. mars 1986
VETTVANGUR
lllllllllllllllllllllllllllllll
llllilllllllllli
llllllllllllllll
Magnús Finnbogason, bóndi, Lágafelli
Frjáls álagning á vöruverð
Grein þessi er hluti af útvarpser-
indi, sem höfundur flutti fyrir
nokkru.
Varla hefur það farið fram hjá
neinum að landbúnaðurinn á í viss-
um markaðserfiðleikum og offram-
leiðsla er í nokkrum greinum hans.
Fyrst og fremst stafar þetta af
dugnaði bænda og aukinni tækni,
ásamt því að ísland er gott land-
búnaðarland með mikla og fjöl-
breytta framleiðslumöguleika, þá
kemur það einnig til að allar okkar
nágrannaþjóðir vernda sinn land-
búnað mun meira en hér er gert. Er
þetta gert á margvíslegan máta t.d.
með beinum styrkjum en einnig og
ekki síður með alls konar innflutn-
ingstakmörunum sem erfitt er
framhjá að komast.
Um alllangt skeið gátum við flutt
út landbúnaðarvörur með viðun-
andi árangri hvað verð snerti þó
svo hafi ekki verið nú síðustu ár og
kemur þar margt til eins og áður
segir.
Ég held að útflutningur búvöru
sé íslendingum lífsnauðsyn sé til
lengri tíma litið en markaðsleit og
markaðssókn verða að byggjast á
íslenskum aðstæðum. Hérermikið
olnbogarými og miklir framtíðar-
möguleikar í hreinu og tæru lofti og
heilbrigði búfjárins mikið meiri en
annarsstaðar þekkist. Eiturefna-
notkun í landbúnaði er að heita ntá
óþekkt miðað við önnur lönd. Með
skynsamlegri sölumennsku hlýtur
því að vera hægt að finna markaði
sem tilbúnir eru að gefa mikið fyrir
sérstæða og heilnæma vöru sem lít-
ið er til af, - við verðum að gera
okkur ljóst að framleiðslugeta okk-
ar þó mikil sé er sem dropi í haf
milljóna þjóðanna. Því verðum við
að kosta kapps um að vekja ekki
stærri markaði en við erum menn
til að standa við.
Lágt verð á landbúnaðarvörum
hefur mikið að segja fyrir afkomu
fólks, því gekk mér illa að skilja
þegar ein af kröfum verkalýðsleið-
toga við kjarasamninga fyrir 2
árum var að niðurgeiðslur á land-
búnaðarvöru yrðu lækkaðar og
þeim peningunt sem þannig
spöruðust varið til að lækka beina
skatta.
Grunur minn er sá að þeir sem
við samningaborðin sátu fyrir
Hl
Þaö er stutt síðan
smásöluálagning var
gefin frjáls á kjöti en á
þeim tíma hefur hún
margfaldast þvert
ofan í kenningar mark-
aðshyggjumanna sem
segjaaðfrjálsálagning
lækki vöruverð, en
reynslan sýnir annað.
verkalýðinn hafi alls ekki verið úr
hópi hinna láglaunuðu því þessi
skattalækkun sem þarna fékkst
skipti láglaunamanninn engu máli,
því að lækkun skatta hefur nánast
engin áhrif fyrir en komið er upp
fyrir meðallaun, en matarkaup eru
því stærra hlutfall ráðstöfunar-
tekna sem launin eru lægri.
Ég tel því að lágt verð á landbún-
aðarvörum sé almennum lágtekju-
manni mun meiri kjarabót heldur
en fikt með barnabætur beina
skatta og persónuafslætti.
Þó sjónvarp útvarp og blöð geri
oft mikið úr hækkunum á landbún-
aðarvörum, þá er minna um að
skýrt sé frá því hvernig verðið verð-
ur til og hvernig það skiptist frá
bónda til neytanda. Ef við tökum
t.d. dilkakjöt þá er niðurgreiðsla á
því núna 19,25 kr. á kg. og hefur
aldrei verið lægri, hlutfall af útsölu-
verði um 5-8%.
16. október kostaði 14 kg
lambsskrokkur sem keyptur var
niðurbrytjaður úr kjötborði í miðl-
ungdýrri búð í Reykjavík 3.743.00
kr. - heildsöluverð var þá 2.628 kr.
en verð til bónda 2.187.00. Ef við
skoðum þetta aðeins nánar þá var
verð til bónda 156 kr. á kg., slátur
og heildsölukostnaður 56 kr. á kg.
smásöluálagning um 80 kr., versl-
unareigandi fær því meir en helm-
ing af verði til bóndans. Nú liggur í
verði til bóndans fjárfesting , vinna
hans og fjölskyldunnar í heilt ár
ásamt fjármagnskostnaði og flut-
ingi á lambi á sláturstað en kaup-
maðurinn fær kjötið að búðardyr-
um ber það inn, brytjar og selur og
greiðir eftir 6 vikur, - fyrir þetta
þarf hann eðlilega að fá greitt en að
þetta séu eðlileg skipti á fjármun-
um, því neita ég algerlega. Það er
stutt síðan smásöluálagning var
gefin frjáls á kjöti en á þeim tíma
hefur hún margfaldast þvert ofan á
kenningar markaðshyggjumanna
sem segja að frjáls álagning lækki
vöruverð. Reynslan sýnir annað.
Þetta með frjálsa álagningu kemur
víða við.
Óbrytjaður saltfiskur er með
hámarksálangingu hann hækkaði á
síðasta ári unt 38% en brytjaður
saltfiskur er með frjálsa álagningu,
hann hækkaði á sama tíma um 83%
í framfærsluvísitölu sem er vegið
meðaltal hækkana frá Verðlags-
stofnun, sem sagt meir en helmingi
meiri hækkun álagningar sé hún
frjáls.
Ég vil því fara fram á það við
sjónvarp og blöð næst þegar þau
birta töflur um hækkanir á land-
búnaðarvörum að þær sýni greini-
lega hvað hvcr aðili fær í sinn hlut,
bóndi, vinnslu- og heildsöluaðilar
og síðast en ekki síst smásalinn.
Dvöl svokallaðs varnarliðs og
áhrif þess á íslenskt þjóðlíf ogefna-
hagsmál hafa lengi verið umdeild
og ekki er ég talsmaður aukinna
áhrifa hersetunnar. Þó finnst mér
undirlægjuháttur stjórnvalda í tíð
núverandi ríkisstjórnar slíkur að
ekki verði lengur við unað þegj-
andi.
Mér finnst ferðir Geirs á fund
bandarískra stjórnvalda í sam-
bandi við flutninga til hersins beri
meira svipmót af bænaskrám ís-
lendinga til danska konungsvalds-
ins á öldinni sem leið, heldur en
samskipti tveggja fullvalda ríkja.
Hersetan er staðreynd hvort sem
okkur líkar betur eða verr því
hljótum við að krefjast þess að
stjórnvöld gæti hagsmuna íslend-
inga undanbragðalaust. Við getum
ekki búið við það íselndingar að
erlent herlið skipi hér fyrir verk-
um á friðartímum og Bandaríkja-
menn haldi uppi siglingum til
landsins í krafti bandarískra einok-
unarlaga frá 1904 á'sama tíma og
véfengdur er réttur okkar til að
beita lögum um varnir gegn búfjár-
sjúkdómum (gin- og klaufaveiki)
frá 1928 á þeim forsendunt að fallin
sé hefð á þessa flutninga vegna þess
að lögunum hafi ekki verið beitt
þann tíma sem varnarlið hefur
dvalið hér. Ég sé engin rök mæla
með því að hefð gildi ekki jafnt um
íslensk lög og bandarísk, því finnst
mér þessi málflutningur alvcg út í
hött.
Ég tel að undanbragaðlaust beri
að stöðva allan innflutning á hrábú-
vöru til hersins. Viðeigumsvomikið
í hættu ef eitthvað ber útaf, okkar
búfé er búið að lifa svo lengi í ein-
angrun að margir þeir sjúkdómar
sem erlendis eru landlægir og gcra
lítinn skaða gætu hér gert mikinn
usla, þó heppnin hafi verið með til
þessa þá getur alltaf út af borið og
það er of seint að birgja brunninn
þegar barnið er dottið ofan í - þar
að auki crum við með umfram-
framleiðslu af búvörum sem vantar
markað fyrir ég get ekki séð að
efnahagslíf okkar verði svo mikið
háðara dvöl hersins þó þessi sala
verði upptekin heldur en það er nú
þegar.
Ég veit ekki betur en heitt vatn
og rafmagn sé selt á völlinn auk
margs annars sem sj álfsagt þykir og
sjálfsagt er í samskiptum þjóða.
Hitt gengur ekki að herliðið haldi
sighérsem herraþjóðogsegi okkur
fyrir verkum. Við verðum að bera
höfuðið það hátt í þessum sam-
skiptum að bandarísk stjórnvöld
óvirði ekki íslenska ríkisstjórn með
mútuboðum eins og gert var í sum-
ar í sambandi við herflutningana.
Á síðastliðnu suntri tóku gildi ný
lög um stjórn búvöruframleiðslu
hér á landi ogleystu af hólmi gömlu
framleiðsluráðslögin. Segja má að
þessi lagasetning hafi verið orðin
mjög brýn. Eðlilega eru skiptar
skoðanir um ágæti þessara laga en
þó held ég að mestu skipti hvernig
til tekst um framkvæmd þeirra.
Þrátt fyrir augljósa agnúa, eru í
þessum mörg góð nýmæli og mögu-
leikar til raunverulegrar stefnu-
mótunar í Iandbúnaði. Það sem
mér finnst mestu muna fyrir okkur
í bili eru ákvæði um staðgreiðslu'
þess hluta búvöruverðs sem ríkis-
sjóður hefur samið um kaup á.
Það tryggir mun beturen áður að
við bændur fáum það kaup sem
okkur ber og gerir næstum útilokað
að ganga á okkar kauplið skorti
einhversstaðar á að fullt verð náist í
vinnslurásinni. Það tel ég mikla
frantför frá eldri lögum.
Eins má nefna stórauknar tekj-
ur framleiðslusjóðs og þá jafnframt
raunverulega möguleika hans á
stuðningi við ný atvinnútækifæri á
sveitum.
Höfuðgallinn á framkvæmd lag-
anna til þessa er hvað illa hefur
gengið að ákveða framleiðslurétt
hvers svæðis og hvers bónda, sá
dráttur er óþolandi.
Á jarðræktarlögum voru einnig
gerðar nokkrar breytingar á síðasta
vetri, þar vil ég fyrst til nefna það ný
mæli aðskjólbeltarækt færnú bein-
an fjárstuðning, þá má nefna að
stuðningur við kornrækt er
óbreyttur. Mín skoðun er sú að
þessir tveir þættir geti sameiginlega
orðið landbúnaðinum mikil lyfti-
stöng á komandi árum ásamt rækt-
un orkuskóga sem ekki hefur verið
mikið rædd hingað til.
Þannig finnst ntér að þrátt fyrir
tímabundna erfiðleika og Rauð-
vínspressu getum við horft vonglöð
fram á veginn.
1 BÓKMENNTIR
Stríðssaga Churchills
Winston Churchill feryfir Rín í innrásarpramma í marsmánuði 1945. Við hlið
hans situr Montgomery marskálkur.
Winston Churchill: The Second World War.
Volume I. The Gathering Storm. Volume II.
Their Finest Hour. Penguin Books 1985.
724, 684 bls.
Fáirstjórnmálamenn þessararald-
ar hafa verið þekktari og dáðari en
hinn mikli stríðsleiðtogi Breta, Sir
Winston Churchill. Hann var maður
tveggja alda, og lifði mikið breyt-
ingaskeið í veraldarsögunni. Þegar
hann fæddist árið 1874, stóð sól
breska heimsveldisins í hádegisstað
og er hann lést, árið 1965, var heims-
veldið að mestu hrunið, en ný stór-
veldi höfðu tekið við forystuhlut-
verki í veröldinni og deildu hart. Á
sama tíma urðu miklar breytingar á
Bretlandi sjálfu, sem ekki verða tí-
undaðar hér.
Sem ungur rnaður tók Churchill
þátt í nýlendustyrjöldum Breta á
Kúbu, í Indlandi, Egyptalandi og
Súdan og hann var fréttamaður í
Búastríðinu um aldamótin, þar sem
hann var tekinn til fanga, en slapp
með ævintýralegum hætti.
Churchill hóf afskipti af stjórn-
málum um aldamót og var fyrst kos-
inn á þing fyrir íhaldsflokkinn árið
1900. Fjórum árum síðar gekk hann í
frjálslynda flokkinn og gengdi ýms-
um ráðherraembættum á hans veg-
um til ársins 1915 er hann neyddist til
að segja af sér embætti flotamálaráð-
herra eftir ófarirnar við Gallipoli.
Tveim árum síðar varð hann þó
hermálaráðherra. Churchill rakst
jafnan hcldur illa í flokki og 1924
gekk hann aftur í íhaldsflokkinn og
varð fjármálaráðherra á hans vegum
til 1931, er hann sagði af sér. Hann
var síðan utan stjórnar til 1939 er
hann varð flotamálaráðherra á ný og
síðan forsætisráðherra f maí 1940, en
því embætti gegndi hann til 1945, er
flokkur hans tapaði sögufrægum
þingkosningum. Hann var aftur for-
sætisráðherra 1951 og gegndi þá
embættinu til 1955, er hann lét af op-
inberum störfum vegna heilsubrests.
Þrátt fyrir miklar annir í stjórn-
málum, varChurchill mikilvirkur rit-
höfundur.Um aldamótin samdi hann
nokkrar bækur um herferðir er hann
tók þátt í í nýlendunum og á 4. ára-
tugnum sendi hann frá sér þrjú rit.
Eftir að hann lét af embætti forsæti-
sráðherra árið 1945 hóf hann að rita
sögu síðari heimsstyrjaldarinnar og
kom fyrsta bindi hennar út árið 1948.
Fyrir þá sögu hlaut hann Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum árið 1953.
Á árunum 1956-1958 kom svo út
annað mikið ritverk eftir Churchill,
A History of the Englishspeaking
Peoples, Saga enskumælandi þjóða.
Flest ritverk Churchill eru sögu-
legs eðlis, en engu að síður ber frem-
ur að líta á hann sem rithöfund en
sagnfræðing.
Stílsnilld hans er viðbrugðið,
orðgnóttin mikil og framsetningin
einkar skýr og skemmtileg.
Eins og áður sagði kom 1. bindi
styrjaldarsögu Churchill út árið 1948
og síðan komu bindin hvert af öðru.
Sagan hefur síðan verið endurútgef-
in oftar en einu sinni, en bindatalan
ekki alltaf hin sama. Þessi útgáfa frá
Penguin er t.d. í sex bindum.
í 1. bindinu, sem nefnist,The Gat-
hering Storm, eru tvö fyrstu bindi
frumútgáfunnar. Þar segir frá versn-
andi samskiptum ríkja allt frá lokum
fyrri heimsstyrjaldar og fram til þess
að seinni heimsstyrjöldin braust út.
Önnur bók, sem í frumútgáfu bar
heitið The Twilight War, er hér gefin
út ásamt hinni fyrstu og nær hún yfir
tímabilið frá því í september 1939 og
fram í maí 1940, er Churchill var
forsætisráðherra. í 2. bindi þessarar
útgáfu eru einnig tvær bækur, The
Fall of France og Alone. Segir hin
fyrri frá falli Frakklands, en hin síð-
ari frá því tímabili styrjaldarinnar, er
Bretar stóðu einir gegn herjum nas-
ista.
Eins og vænta má, er heimildagildi
þessara bóka mikið. Höfundurinn
lifði allt tímabilið og var beinn þátt-
takandi í mörgum helstu atburðum
og ákvörðunum. Hann kann því frá
mörgu að segja, sem fáir aðrir kynnt-
ust nema af afspurn, en hins vegar
verður að viðurkennast, að hann lít-
ur ekki alltaf hlutlægt á málin og það,
hve nærri hann stóð atburðarásinni,
háir honum á stundum í frásögninni.
Engu að síður eru bækurnar stór-
skemmtilegar aflestrar, enda
Churchill mikill stílsnillingur og bjó
yfir fágætri frásagnargáfu.
Jón Þ. Þór