Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. mars 1986
Tíminn 11
ÞAÐ ER HÆGT AD
KOMA KJÖTIÁ
MARKAD ERLENDIS
Spurningin er um verðið
Búvörudeild Sambandsins hefur
mikið verið til umræðu í dagblöð-
um að undanförnu og m.a. gagn-
rýnd fyrir að sláturkostnaður sé of
hár og fyrir að ekki takist að selja
meira af dilkakjöti erlendis. I við-
tali við Magnús Friðgeirsson fram-
kvæmdastjóra Búvörudeildarinnar
nú á dögunum ræddi hann þessi
mál auk þess em hann greindi frá
ýmsum nýjungum í framleiðslu-
háttum og fyrirhuguðu söiuátaki á
kindakjöti hjá Sambandinu.
Viðtalið fer hér á eftir.
Hvert er hlutverk Búvörudeildar
Sambandsins?
Það er fyrst og fremst að annast
sölu á kjöti og framleiðsluvörum úr
því, frá sláturleyfishöfum innan
Sambandsins. Þá verslum við einn-
ig með æðardún og selskinn.
Hvernig er sala á æðardún nú?
Salan er háð ákaflega miklum
sveiflum. Þegar ég kom inn í þetta
starf sem er ekki fyrir löngu síðan,
var alger botn í sölu æðardúns. Ég
er þó búinn að upplifa mjög skarpa
eftirspurn og mjög ört vaxandi
verð, en hins vegar er farið að lina á
eftirspurninni núna og verðið í
reynd farið að gefa sig í erlendri
mynt þótt þess sé ekki farið að gæta
hér á landi ennþá.
Langstærsti kaupandinn er Vest-
ur-Þýskaland, hins vegar fer æðar-
dúnninn ansi víða. Hann fer um öll
Norðurlönd, Bretland, Bandaríkin
og Japan, en án efa er langstærsti
markaðurinn Vestur-Þýskaland.
Sýnist þér að framleiðsla á æð-
ardún geti verið arðvænleg auka-
búgrein sem bændur ættu að huga
frekar að?
Það tel ég hiklaust. Ef um þá
framleiðslu er hugsað af alúð tel ég
að hún geti gefið góðan arð. Það er
ekki mikið magn nú sem býðst, há-
mark um 2000 kg. sem eru flutt út
árlega. Æðardúnninn er mest not-
aður í sængurfatnað eða þá í úlpur,
þá gjarnan skíðaúlpur eða slíkan
dýran sportfatnað.
En hver er þá staða selskinn-
anna?
Selskinn hafa nánast ekki verið
seld frá íslandi í ein fjögur, fimm
ár. Við erum hins vegar að vona að
markaður fyrir þau fáist að nýju
þegar öfgamenn eru farnir að missa
áhrif á heimsmarkaðnum.
Þó er það nú svo að við vonumst
til að selja um 500 selskinn í ár og
þótt ótrúlegt sé þá er það til kaup-
anda á Grænlandi. Ástæðan er sú
að íslenski selurinn er ákaflega
sjaldgæfur við Grænland. Þarveið-
ast ekki nema um 10 slíkir selir ár-
lega og fyrir það hversu sjaldgæfur
hann er hefur hann fengið á sig
sérstakt verðmætamat og var val-
inn til þess að vera mesta prýði í
þjóðbúningi Grænlendinga.
Svo við víkjum aftur að kjötsöl-
unni hvernig er þeirri sölu háttað?
Kjötmarkaðurinn skiptist í
tvennt, annars vegar er selt kjöt
sameiginlega fyrir sláturleyfishafa,
sem ekki hafa nægilega góðan
heimamarkað, á Reykjavíkur-
markaðnum og hins vegar er út-
flutningur á því kjöti sem þarf að
selja erlendis. Félögin sjálf sinna
sölu á kjötinu á sínum heimamark-
aði hvert fyrir sig.
Á vegum Búvörudeildarinnar er
starfrækt ein af stærstu kjötiðnað-
arstöðvum landsins, Kjötiðnaðar-
stöð Sambandsins á Kirkjusandi.
Hún hefur tekið miklum breyting-
um á síðasta ári. Við fengum til liðs
við okkur yfirkennara þess skóla
sem kennir kjötiðn í Danmörku frá
Slátrunarskólanum í Hróarskeldu.
Hann tók þetta sem persónulegt
áhugaverkefni fremur en verkefni
fyrir skólann. Hann hefur veitt
okkur fyrirtaks ráðgjöf varðandi
enduruppbyggingu stöðvarinnar,
breyttar framleiðsluvörur, breyttar
uppskriftir af hefðbundnum vörum
sem við höfum verið með. Þá hefur
hann kennt á námskeiðum fyrir
starfsfólk og aðstoðað við hag-
kvæmnisútreikninga á því sem við
höfum verið að gera.
Eftir þessa enduruppbyggingu
teljum við okkur ákaflega vel í
stakk búna til að mæta auknum
gæðakröfum neytenda og munum á
næstu dögum hefja skipulegt mark-
aðsátak til kynningar á okkar
vörum.
Flytjið þið út annað en fyrsta
flokks kjöt?
Nei, en hins vegar hefur það háð
okkur að til þessa höfum við ekki
getað sett það í endanlegar umbúð-
ir fyrir markaðinn vegna þess að
við höfum ekki haft pökkunarstöð
sem viðurkennd hefur verið af
heilbrigðisyfirvöldum Efnahags-
bandalagsins.
Sérðu fram á nýja markaðssetn-
ingu kjötvara?
Já, við erum t.d. búnir að gera
heilmikið átak í þeim efnum, hins
vegar er það spurning hversu langt
skal ganga. Okkar pökkunarstöð
er ein sú fullkomnasta sem til er hér
á landi og jafnvel ein sú fullkomn-
Viðtal við
Magnús Frið-
geirsson, fram-
kvæmdastjóra
Búvörudeildar
Sambandsins
asta sem til er fyrir þessar afurðir á
heimsmarkaðnum. Við eigum
heldur ekki að láta bjóða okkur
neitt minna. Nú pökkum við frosnu
kindakjöti í lofttæmdar umbúðir
og auk þess meyrnuðu kjöti. Það
sama eigum við eftir að gera við
nautakjötið eftir að það hefur tekið
við ákveðnu meyrnunarstigi.
Undirtektir á markaðnum hafa
verið ákaflega góðar, kaupmenn
gera sér grein fyrir því að við þetta
fellur rýrnun algjörlega niður eins
og hún var í verslununum og við-
skiptavinurinn fær merkta vöru og
veit hvaða flokk af kjöti hann er að
kaupa hverju sinni. Við þetta skap-
ast meira traust milli neytenda og
verslananna og þetta atriði eitt er
til hagsbóta fyrir alla.
Sláturkostnaðurinn hefur verið
gagnrýndur? Er hann of hár?
Það er afstætt hvað er hár slát-
urkostnaður. Hjá okkar nágranna-
löndum fá bændur miklu lægra
hlutfall af endanlegu söluverði
afurðanna en hér og þar munar
verulega miklu. Það segir hins veg-
ar ekki að við getum ekki gert þetta
hagkvæmara og á annan máta en
við gerum í dag. Við erum nú að
reyna að finna leiðir til að heild-
söluþátturinn verði ódýrari og ég
hef þá skoðun að við getum gert
betur en við þurfum lengri tíma til
að vinna þetta meira okkur til hag-
ræðis.
Varðandi sláturkostnað slátur-
húsanna vil ég benda á það að það
eru mjög mismunandi kröfurgerð-
ar til þeirra og mörg sláturhús eru
með lítinn tilkostnað af þeim
sökum. Þá eru sum þeirra afskrifuð
og komin í þá stöðu að enginn
fjármagnskostnaður hvílir á þeim.
Önnur búa við strangar kröfur og
fjárfesting og fjármagnskostnaður
af þeim sökum er ákaflega mikill og
hefur gert þeim húsum erfitt fyrir.
Þá ber þess að gæta að sláturtíminn
á íslandi er mjög stuttur og því erf-
itt að hafa fastráðið fólk við þessa
atvinnugrein sem kallar á það að
óvant fólk er á flestum tímum í slát-
urhúsunum. Þegar tillit er tekið til
alls þessa vil ég ekki viðurkenna að
sláturkostnaður hér sé mikill.
Ég vil benda á það að fyrir ekkert
mjög löngu síðan eða 1950 þá voru
hér á landi 131 sláturhús, en 1983
voru þau hins vegar 51. Auðvitað
er það vegna þess að menn hafa séð
hagræðingu í því að fækka þessum
húsum og auka umsvif þeirra sem
eru starfandi og geta þannig betur
staðið undir þeim kostnaði sem
fellur. Það er enginn búinn að svara
þvf og ég hef ekki heyrt neina spá-
dóma um það hversu mörg slátur-
húsin verða árið 2000 en það er
ekkert langt í það ár. Ástæða fyrir
miklum fjölda sláturhúsa áður fyrr
hefur kannski helst verið sam-
gönguvandi. Nú er sá samgöngu-
vandi óðum að hverfa og við það
hugsa menn enn frekar um hvort
ekki megi bæta því álagi sem verð-
ur við það að sláturhús hættir
rekstri yfir á annað frekar en að
byggja nýtt.
Nú sem oft áður er mikið rætt um
aukinn útflutning á dilkakjöti. Tel-
urðu að enn megi auka þann út-
flutning?
Það er hægt að koma kjöti á
markað erlendis, þetta er alltaf
spurning um verð eins og svo oft
vill verða. Ég tel að ef menn sætta
sig ekki við þau verð sem á mark-
aðnum eru, að þá sé það ekki raun-
sæi að gefa sér það fyrr en reynsla
sýni annað að hægt sé að finna
markaði sem borgi verulega hærra
heldur en gengur og gerist fyrir al-
þjóðlegt lambakjöt. íslenska
lambakjötið er virkilega gott, en
það er ekki neinn óskaplegur mun-
ur á því og því nýsjálenska svo
dæmi sé tekið.
Ég vil nefna það að fyrir nokkr-
um árum voru frammámenn þjóð-
arinnar þ.á.m. landbúnaðarráð-
herra fengnir til að prófa rétti úr ís-
lensku og nýsjálensku kjöti og
helmingur þeirra fann ekki mun og
féll á prófinu. Yfirleitt er nýsjá-
lenska kjötið eih'tið lægra í verði en
það íslenska þrátt fyrir útflutnings-
bætur, en margir markaðir eru ekki
tilbúnir til að borga neitt hærra
verð fyrir það íslenska. Þó eru okk-
ar hefðbundnu skandinavísku
markaðir tilbúnir til að gera slíkt.
En ég ítreka að ég hef ekki orðið
var við að hvorki við né aðrir sem
reynt hafa fyrir sér á þessum
mörkuðum höfum neitt það í hönd-
um sem gefur okkur tilefni til að
ætla að við náum verulega hærra
verði en Nýsjálendingar fá fyrir sitt
kjöt.
Nú hafa komið fram menn sem
telja sig geta selt kjöt erlendis á
miklu betra verði en ykkur hefur
tekist til þessa. Hverju viltu svara
því?
Ég veit ekki til þess að nein slík
sala hafi farið fram, hins vegar hafa
mörg orð verið höfð uppi og gagn-
rýni. Því miður held ég að sú gagn-
rýni hafi verið landbúnaðinum og
bændum til skaða fremur en hitt.
Ég vil líka segja það að þeir aðilar
sem á undanförnum árum hafa
boðið sig fram til þess að skoða
þessi mál hafa jafn harðan horfið í
getuleysi sfnu og jafnframt sýnir
staða þeirra í þjóðfélaginu það, ef
þeir eru þá enn á landinu, að þeir
hafa ekki haft það bakbein í sér til
að standa við sín loforð. Mér finnst
það ekki drengilegt að kasta ryki í
augu bænda allra síst þegar jafn
erfitt er fyrir þeim og nú með gylli-
boðum sem ekki standast. Þarmeð
er verið að víkja vandanum frá sér í
einhverja draumsýn sem menn
verða síðan að vakna upp frá.
Miklu betra er að taka á vandanum
eins og hann er pg færa málefni til
þess vegar sem hagstæðast er fyrir
bændur.
Níels Árni Lund.