Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 9
8Tíminn
Þriðjudagur 11. mars 1986
Þriðjudagur 11. mars 1986
Tíminn 9
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
Hetjurnar heim
HM í handknattleik 1986:
Júgóslavar vel
að sigri komnir
- lögðu Ungverja í úrslitaleiknum og töpuðu ekki leik
Júgóslavar tryggðu sér heims-
meistaratitilinn í handknattleik á
laugardaginn með sigri á Ungverjum
í þokkalega leiknum úrslitaleik.
Lokatölur í leiknum urðu 24-22 eftir
að staðan í hléi varð 12-12. Ungverjar
komu nokkuð á óvart með því að
vera betri í fyrri hálfleik og leiða
leikinn. í upphafi síðari hálfleiks;
skoruðu Júgóslavar tvívegis og létu
þá forystu ekki af hendi. Þegar stað-
an var 18-16 þá fengu Ungverjar tvö
hraðaupphlaup í röð en klúðruðu
báðum og staðan breyttist í 21-17
fyrir Júkkana. Lokatölur urðu síðan
24-22 eins og fyrr segir.
Leikmenn Júgóslavíu eru vel að
heimsmeistaratitlinum komnir. Lið-
ið er heilsteypt og hefur verið saman
frá því vel fyrir ÓL í Los Angeles þar
sem liðið sigraði. Sjö leikmenn hafa
leikið um og yfir 100 landsleiki og við
íslendingar sáum þá allflesta keppa
hér á landi í hittifyrra með landsliði
Júgóslavíu og einnig með félagslið-
inu Metaloplastica Sabac sem spilaði
gegn FH í Evrópukeppni meistara-
liða.
HM í Sviss:
Lokaniðurstaðan
- Kang varð markahæstur allra og setti nýtt met
Lokaniðurstaða í HM í hand-
knattleik varð sú að Júgóslavar urðu
heimsmeistarar eftir að hafa sigrað
Ungverja 24-22 í úrslitum. A-Þjóð-
verjar urðu í 3. sæti með 24-23 sigri á
Svíum. Spánverjar urðu 5 með því
að merja íslendinga 24-22. f 7. sæti
höfnuðu V-Þjóðverjar með 25-18
sigri á Dönum. Rúmenar urðu 9. eft-
ir sigur á Sovétmönnum 25-21 og
Svisslendingar höfnuðu í 11. sæti
með 27-22 sigri á Kóreu. Þá komu
Tékkar í 13. sæti Pólverjar urðu 14.
Kúbumenn 15. og Alsír í síðasta sæt-
inu.
S-Kóreumaðurinn Kang varð
markahæstur á mótinu með 67 mörk
og bætti fyrrum markamet á HM sem
• Rúmeninn Stinga átti og var 65
mörk. Kúbumaðurinn Duranona
varð næst markahæstur með 56 mörk
en Kristján Arason varð í fimmta
sæti yfir markahæstu leikmenn.
Stúdentar unnu HSK
fslensku landsliðsmennirnir í handknattlcik komu heim úr frægðarför til
Sviss ásamt fylgdarliði aðfaranótt sunnudags. Liðinu var vel fagnað með
blómum og kossum. Sverrir Ijósmyndari var og mættur og má sjá á þessum
myndum hans þann kátleika sem ríkti og ennfremur þá þreytu sem sat í
leikmönnum. Efst er Þorgils Ottar eða „Snældu-Blesi“ eins og hann var.
gjarnan kallaður vegna spelknanna með vökva á vélina. Þá má sjá Jón
Hjaltalín formann HSÍ veifa blómum og lukkutrölli keppninnar og að neð-
an er meistarinn sjálfur, Bogdan þjálfari, skælbrosandi ásamt aðstoðar-
Hskum og leikmönnum.
I__________________________________________________________________________
Fram með fullt hús
Framstúlkurnar tryggðu sér fullt
hús í 1. deild kvenna í handknattleik
er liðið vann Stjörnuna í síðasta
leiknum sínum með 26 mörkum
gegn 21. Fram hafði tryggt sér ís-
landsmeistaratitilinn fyrir allnokkru
Úrslitakeppnin í blaki:
síðan. Staðan í hálfleik í leiknum um
helgina var 10-10 en Fram átti nóg
eftir til að vinna örugglega. Gurrí
skoraði mest 9 fyrir Fram en Arna
gerði 6. Erla gerði 7 fyrir Stjörnuna
og Anna gerði 5.
Úrslitakeppnin í 1. deild í blaki
byrjaði um helgina. Ekki tókst þó að
spila alla þá leiki sem settir voru á
þar sem ekki fékkst hús til að leika í. 1
eina leiknum í fjögurra liða úrslita-
keppninni um Islandsmeistaratitil-
inn sigruðu Stúdentar lið HSK nokk-
uð örugglega 3-0. Hrinurnar enduðu
15-11, 15-10 og 15-9.
f keppni neðri liðanna sigraði KA
lið HK naumlega 3-2. Næstu leikir
verða í kvöld en þá leika Stúdentar
við HSK að Laugarvatni og Víkingar
mæta Þrótti í Kennaraháskólahús-
inu.
Skotland:
Mikið gekk á
Það gekk mikið á í leik Celtic
og Hibernian í skosku bikar-
keppninni um helgina. Lokatölur
urðu þær að Hibernian náði sigri
með marki á síðustu mínútu 4-3.
McClair skoraði fyrir Celtic í lok
fyrri hálfleiks en Cowan jafnaði
fyrir baráttuglaða Hibemian-
menn. Mark McGhee skoraði
síðan 2-1 fyrir Celtic en Chisholm
jafnaði á 76. mínútu. Cowan kom
Hibernian yfir úr víti stuttu
seinna en McClair skoraði líka úr
viti og liðin voru jöfn áður en
Eddie May skoraði glæsimark
með skalla á síðustu mínútunni og
kom Hiberninan áfram i bikarn-
um.
í öðrum leikjum gerðist það
helst að Aberdeen og Dundee
skildu jöfn. Hewitt skoraði bæði
mörk Aberdeen en Brown og
Harvey skoruðu fyrir Dundee.
Dundee United lagði Motherwell'
1-0 með marki frá Gough. Þá
sigraði Hearts, efsta liðið í deild-
inni, St. Mirren í skemmtilegum
leik.
Valur Ingimundarson, besti leikmaður Njarðvíkinga, dripplar hér framhjá Kristni og undirbýr
körfuskot. Tímamynd-Svcrrír
V-þýska knattspyrnan:
- lendir í eins leiks banni - Bayern tapaði óvænt
Frá Guðmundi Karissynií V-Þýskalandl: Bremen jók forskot sitt þrátt fyrir að ná að-
Ásgeir Sigurvinsson fékk að líta sitt fjórða eins jafntefli 0-0 gegn Bochum. Bayern Munc-
gula spjald á þessu tímabili fyrir ósköp sak- hen tapaði nefnilegaóvænt fyrir Dússeldorf2-3.
leysislegt brot. Hann verður því að hvíla næsta Aðkomuliðið komst í 3-0 áður en Bæjarar
leik. Stuttgart lék gegn Nuremberg og vann 3-1. vöknuðu til lífsins. Önnur úrslit urðu þau að
Allgöver skoraði tvö mörk og Schafer eitt. Schalke vann Köln 3-0og Dortmund vann Keis-
Stuttgart er í sjötta sæti deildarinnar. erslautern 4-2.
Aumingja Beckenbauer
Frá Guðmundi KaHssyni, Þýskalandi.
Það ætlar ekki af Franz Beckenbauer, þjálf-
ara þýska landsliðsins í knattspyrnu að ganga.
Um helgina bættist við enn eitt fórnarlamb
meiðsla sem eru á góðri leið með að gera Beck-
enbauer ókleift að velja landslið fyrir HM í
Mexíkó. Sá sem meiddist um helgina var Pierre
Littbarski. Þessi stórsnjalli útherji varð að
hajtra útaf í leik Kölnar og Schalke og stuttu
Pétur skoraði
Eins og fram kemur á annarri síðu í íþrótta-
umfjöllunum þá sigraði Hercules, lið Péturs
Peturssonar, Celta í spænsku knattspyrnunni.
Leikurinn endaði 2-1 og var það Pétur Péturs-
son sem skoraði sigurmark Hercules í leiknum.
Hann náði boltanum af varnarmanni Celta og
óð upp völlinn. Lét síðan þrumuskot ríða af er
nálgaðist markið og inn fór tuðran. Hercules er
í mikilli botnbaráttu og þessi sigur var kærkom-
inn. Liðið er nú í fjórða neðsta sæti er sex um-
ferðir eru eftir í deildinni.
Hamlen með jafntefli
Frá Guðmundi Karlssyni í V-Þýskalandi:
Hamlen, lið Kristjáns Arasonar í 2. deild í
handknattleiknum í Þýskalandi varð að láta sér
nægja jafntefli gegn Fredenburg 20-20 um helg-
ina. Kristján spilaði hálftognaður á öxl og gerði
aðeins 3 mörk. Hamlen er nú í öðru sæti í deild-
inni. Fjórum stigum á eftir Dormangen en á leik
til góða.
seinna var hann skorinn upp á ökkla sem þýðir
átta vikna hvíld að minnsta kosti. Hann mun því
ekki leika meira með Köln á þessu tímabili.
„Littbarski er einmitt sá leikmaður sem við
þörfnumst í Mexíkó. Hann er góður með bolt-
ann og það er mikilvægt," sagði Beckenbauer
og var ekki kátur. Áður hafa leikmenn eins og
Rudi Völler, sem fór á skurðarborðið fyrir
stuttu, Augenthaler, sem tognaði á lærvöðva
um helgina og Uwe Rahn, sem fór í uppskurð
fyrir tveimur mánuðum, verið höfuðverkur
Beckenbauers.
Dregið í Englandi
Það bendir margt til þess að liðin frá
Liverpool muni keppa til úrslita í ensku
bikarkeppninni í Wembley þann 10. maí í
vor. í gær var dregið í undanúrslitin þrátt
fyrir að enn sé ekki nema eitt lið komið ör-
ugglega í undanúrslitin, Southampton.
„Dýrlingarnir“ munu mæta annaðhvort
Liverpool eða Watford en þessi lið eiga að
eigast við í kvöld. í hinum undanúrslita-
leiknum leika annaðhvort Sheffield Wed.
eða West Ham gegn Luton eða Everton.
Leikirnir í undanúrslitunum eiga að fara
fram þann 8. apríl.
Heimsmethjá McKoy
Kanadamadurinn Mark McKoy setti enn eitt
heimsmetid í frjálsum íþróttum innanhúss um helg-
ina. Það var á móti Tokyó í Japan. Hann setti met í
60m grindahlaupi. Tími McKoy var 7,47 sekúndur en
fyrra metid átti A-Þjódverjinn Thomas Munkelt og
var það 7,48 sekúndur.
Njarðvík meistari
- sigruðu Haukana í öðrum úrslitaleiknum með Vals-körfu á síðustu stundu
Njarðvíkingar eru íslandsmeistar-
ar í körfuknattlcik 1986. Það var
Ijóst eftir sigur þeirra á Haukum í
Hafnarfirði um helgina. UMFN er
því íslandsmeistari í körfuknattleik
þriðja árið í röð, frábær árangur hjá
Su ðurnesj apiltunum.
Leikurinn í Hafnarfirði var æsi-
spennandi undir lokin. Staðan jöfn
86-86 þegar nokkrar sekúndur voru
til leiksloka en þá skoraði Valur Ingi-
mundarson fyrir Njarðvík 86-88 og
titillinn var í höfn.
Njarðvíkingar höfðu burstað
Haukana í fyrstu viðureign liðanna í
Njarðvík og Hafnfirðingarnir þurftu
því að sigra til að fá aukaleik um ís-
landsmeistarabikarinn. Ekki leit út
fyrir að svo yrði í fyrri hálfleik.
Valur Ingimundarson fyrirliði
Njarðvíkur og hans menn léku vel í
fyrri hálfleik en Haukarnir voru
langt frá sínu besta. Þar munaði
mestu um að Pálmar Sigurðsson var í
engu stuði og reyndi lítið sjálfur. Að
vísu stjórnaði hann spilinu ágætlega
en einstaklingsframtak hans verður
að koma til eigi Haukar að leika til
sigurs. Hins vegar var lykilleikmaður
Njarðvíkinga Valur Ingimundarson
í góðu formi strax í upphafi leiks,
setti niður tvær þriggja stiga körfur
og virkaði óstöðvandi eins og hann
gerir oftast.
Er gengið var til lilés höfðu Njarð-
víkingar farið illa með heimamenn,
höfðu 18 stiga forskot 52-34 og höfðu
látið Haukana líta út sem byrjendur í
íþróttinni.
Það sama var ekki upp á teningn-
um í síðari hálfleik. Leikmenn
Hauka sýndu sitt rétta andlit og hófu
að saxa á forskot Suðurnesjamanna.
Pálmar fór að gera hluti upp á eigin
spýtur og þó hann hafi kannski ekki
hitt eins og hann gerir best var hann
sýnu hættulegri. Olafur Rafnsson og
Henning Henningsson sýndu einn-
ig sínar bestu hliðar og lvar Webster
hélt áfram sínum góða leik í vörn
sem sókn - grimmur frákastmaður
Webster og er einnig farinn að setja
niður fullt af stigum.
Góð tækni og mikill baráttuvilji
Haukanna setti Njarðvíkinga útaf
laginu. Það er þó einkenni góðra liða
að setja niður körfur þegar mikið
liggur við. Það var hin mesta nauð-
syn þegar Valur Ingimundarson fékk
boltann nokkrum sekúndum fyrir
leikslok og staðan 86-86.
Njarðvíkingar hafa verið góðir og
dulítið heppnir í vetur. Hinsvegar er
það alkunn staðreynd að meistara-
heppni fylgir aðeins besta liðinu og
besta lið vetrarins er lið Njarðvíkur.
Valur Ingimundarson, ísak Tómas-
son, Jóhannes Kristbjörnsson, Árni
Lárusson, Kristinn Einarsson, Helgi
■ Rafnsson, Hreiðar Hreiðarsson og
Teitur Örlygsson hvar finnst meiri
breidd, leiksamvinna og betri ein-
staklingar en einmitt í liði Njarðvíkur
Haukar sitja eftir með sárt ennið enn
einu sinni. Þeir hafa óneitanlega ver-
ið óheppnir með mannskap sinn í
vetur. Viðar Vignisson og Reynir
Kristjánsson hafa þurft að hætta með
liðinu. ívar Ásgrímsson meiddist
fyrir lokaslaginn og meiðsli hafa einn-
ig plagað lykilmann liðsins Pálmar
Sigurðsson.
Stigin: Njarðvík: Valur 34, ísak
13, Kristinn 12, Jóhannes 11, Helgi
8, Hreiðar 4, Árni 2, Ingimar2, Teit-
ur 2.
Haukar: Webster 30, Pálmar 18,
Henning 17, Ólafur 12, Kristinn 4,
Eyþór 4.
V
", 'á;v’ !
■k
ILriTTUfíl símkerfið hefur leyst öll símavandamál
okkar, innan fyrirtækisins sem utan
og þó hefur viðskiptavinum okk-
ar fjölgað stórlega síðan við
fengum það.
En ánægjan með Kanda-sím-
kerfið er jafnvel enn meiri innan
fyrirtækisins.
Það er alveg sama hvar ég er
stödd, þegar hringt er í mig, ég
get svarað símtalinu í næsta
síma, í stað þess að hlaupa lang-
ar leiðir eins og ég þurfti áður.
Eða þegar ég þarf að ná í ein-
hvern, og veit ekki hvar hann er
staddur, get ég kallað í mörg sím-
tæki í einu og hann síðan svarað
þar sem hann er staddur, og
þetta er bara lítið brot af öllu því
sem hægt er að gera með þessu
símkerfi frá Kanda.“
Með Kanda EK-516B getur þú:
1. Geymt samtöl.
2. Hringt handfrjálst á bæjarlínu.
3. Haldið símafundi.
4. Kallað í mörg símtæki í einu á
innanhússlínu.
5. Lokað fyrir allar hringingar, ef
þú vilt ekki láta trufla þig.
6. Flutt skiptiborð milli símtækja.
7. Flutt símtöl milli símtækja á
einfaldan hátt.
8. Sett hindrun á langlínusímtöl
á einstök símtæki.
9. Tengt rafhlöðu við kerfið, þannig
að það vinnur þó rafmagn fari af.
10. Valið sjálfur biðtónlistina
á símanum.
Kanda EK-516B símkerfið er fyrir allt að 5 línur og 16
Verð kr*
5 línum og 8 símtækjum 144.745,-
5 — 12 - 184.095,-
5 — 16 — 214.379,-
Við komum á staði og veitum ráðgjöf um hentug sím-
kerfi. *Verð miðað við gengi 10.02. 1986.
VIP TÖKUM VEl Á MÓTI MR
símtæki.
Símkerfi með
*