Tíminn - 11.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 11. mars 1986
Frá úrslitaleik kvennaflokksins. Esther og Valgerður spila við Dísu Péturs-
dóttur og SofTíu Guðmundsdóttur. Meðal áhorfenda er Björn Theódórs-
son forseti Bridgesambands íslands, Gunnar Þorkelsson, Guðmundur Hr.
Sigurðsson Og KrÍStín Þórðardóttir. Tímamynd-Svcrrir
Islandsmót í bridge:
Esther og Ragnar
íslandsmeistarar
- í kvenna- og yngri flokki
Úrslitin í íslandsmóti kvenna og
yngri spilara í bridge um helgina
urðu ekki óvænt: sveit Estherar
Jakobsdóttur vann sveit Soffíu
Guðmundsdóttur í úrslitaleik
kvennaflokksins og sveit Ragnars
Magnússonar vann svcit Eymundar
Sigurðssonar í úrslitaleik yngri
flokks. Sveit Estherar hefur orðið Is-
landsmeistari í kvennaflokki í öll
skipti sem keppt hefur verið um
þennan titil.
Sveit Estherar vann sveit Soffíu
með miklum yfirburðum, 85-13 eftir
að staðan í hálfleik var 48-11. í úr-
slitaleik um 3. sæti vann sveit Sigrún-
ar Pétursdóttur sveit Öldu Hansen,
87-45 eftir að staðan í hálfleik var 46-
6.
í yngri flokki vann sveit Ragnars
sveit Eymundar 135-41 eftir að stað-
an var69-9 í hálfleik. í leik um 3. sæt-
ið vann sveit JúlíusarSigurjónssonar
sveit Þrastar Ingimarssonar 119-70.
í sveit Estherar spiluðu auk henn-
ar Valgerður Kristjónsdóttir, Halla
Bergþórsdóttir, Kristjana Stein-
grímsdóttir og Ragna Ólafsdóttir.
Með Ragnari spiluðu Anton Gunn-
arsson, Karl Logason, Svavar
Björnsson og Ragnar Hermannsson.
-GSH
Hæstaréttardómar:
Dómasafn 1985 komið
Fyrra bindi Hæstaréttardóma árið
1985 er væntanlegt til dómvarðar
innan hálfs mánaðar. Verðið á fyrra
bindinu hefur ekki verið ákveðið en
lætur nærri sex hundruð krónum.
Eins og sakir standa er ekki hægt
að kaupa Hæstaréttardóma, frá
nokkrum árum. Uppseld eru bindi
frá árunum 1945 og fram til 1957.
Ekki hefurenn verið tekin ákvörðun
hvenær endurprentun verður.
Safn það sem nú er til sölu kostar
um tíu þúsund krónur, og laganentar
fá helmingsafslátt.
laðbera
vantar
/ eftirtalin hverfi.
Sólheima,
Nökkvavog,
Tjarnargötu,
Skerjafjörð,
Ármúla, Haga.
Tímmn
SIÐUMULA 15
© 686300
Búist við mjög hagstæðri vertíð við Breiðafjörð:
Útgerð og fiskvinnsla
græða vel þessa dagana
„Við sjáum fram á mjög hagstæða
vetrarvertíð við Breiðafjörð - eina
þá hagstæðustu sem við munum
eftir. Þá miklu fiskigegnd sem nú er í
Breiðafirði tel ég fyrst og fremst
eftirfarandi þrem ástæðum að
þakka; friðun Breiðafjarðar, hag-
stæð skilyrði í sjónum og stjórnun
fiskveiða,“ sagði Hjálmar Gunnars-
son, útgerðarmaður í Grundarfirði í
samtali við Tímann.
Að sögn Hjálmars tóku útgerðar-
menn við Breiðafjörð sig saman um
að friða 900 fermílna hafsvæði á
Breiðafirði fyrir 17 árum. Þar hafi
ekki verið lögð þorskanet síðan.
„Árangurinn af því hefur verið að
koma í Ijós á undanförnum árum svo
óyggjandi er.“
Hjálmar sagði bátana vera með
fremur lítið af netum, en yfirleitt fá
15-30 tonn í lögn. „Nánast enginn
ormur er í fiskinum, sem er fullur af
gotu og lifur og fer allur í 1. flokk.
Sjómenn og verkafólk leggur nótt
við dag og hefur vonandi eitthvað
upp úr krafsinu. Og útgerðarmenn
og fiskverkendur græða vonandi vel
þessa dagana. Ekki verður annað
séð en að flestir verði búnir með
kvóta sinn á páskum. Þá geta menn
bundið báta sína í sátt við alla, fram
á haustið."
Hjálmar var spurður hvort hann
telji að slaka eigi meira á í kvótamál-
unum. „Ekki að svo stöddu - sjáum
fyrst til hver útkoman verður eftir
tvö ár.“
Veðráttuna sagði hann hafa verið
með eindæmum hagstæða til sjó-
sóknar það sem af er. „Þó bar þar
einn skugga á - sjóslysið á Ás á
dögunum - sem kannski er fyrirboði
þess sem koma skal ef smábátaöldin
á aftur að ganga í garð.“
Línuveiðarnar framan af vetri
sagði Hjálmar aftur á móti hafa verið
tregar og aflinn frekar lélegur. Skel-
veiðar sem menn hafi stundað lítils-
háttar í janúar og febrúar hafi skilað
lélegum árangri, enda skelin rýr til
frálags á þeim tíma að sögn Hjálm-
ars. -HEI
NVR SK0U SETTUR
Útflutnings og markaðsskóli ísíands
var í fyrsta sinn settur í gær af Sverri
Hermannssyni menntamálaráðherra.
Þessi nýi skóli á að bæta úr brýnni
þörf á mannskap með þekkingu og
menntun á markaðs- og útflutnings-
málum og að honum standa í samein-
ingu Útflutningsmiðstöð iðnaðarins
og Stjórnunarfélag íslands. Stjórn-
unarfélagið mun sjá um rekstur
skólans, en kennslan mun einkum
felast í námskeiðahaldi. Við undir-
búning að stofnun skólans hafa að-
standendur notið drjúgrar aðstoðar
norska útflutningsskólans, en skóla-
stjóri hins nýja skóla hefur verið ráð-
inn Jens Pétur Hjaltested.
(Tímamynd-Árni Bjarna)
Siggi var að kaupa kjarabæturnar sínar.