Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. mars 1986,
Tíminn 5
UTLÖND
11111!
IIIIIIIIIl!
FRAKKLAND:
Gaullistinn Chirac hinn
nýi forsætisráðherra
Hann fær þaö erfiöa verkefni að leiöa hina
hægrisinnuðu ríkisstjórn í „sambúöinni" við Mitterrand forseta
París-Rcuter
Jacques Chirac leiðtogi gaullista
er hinn nýi forsætisráðherra
Frakklands. Francois Mitterrand
forseti landsins skipaði Chirac for-
sætisráðherra síðdegis í gær og er
þar með nýr kafli hafinn í sögu
fimnita lýðveldisins.
Chirac mun leiða hina hægrisinn-
uðu stjórn sína til samstarfs við
sósíalistann Mitterrand. Hér er
komið fram „sambúðarvandamálið"
margnefnda og er þetta í fyrsta sinn
í hinni 28 ára gömlu sögu fimmta
lýðveldisins sem slíkt kemur fyrir.
Það var Laurent Fabius, hinn 39
ára gamli leiðtogi sósíalista. sem vék
úr forsætisráðherrastólnum fyrir
Chirac borgarstjóra Parísarborgar.
Sósíalistastjórn Fabiusar hafði setiö
við völd í fimm ár. lenguren nokkur
önnur vinstristjórn í landinu.
Chirac virðist ætla sér að láta
„sambúðina” ganga vel fyrir sig
enda varla stætt á öðru þar sem
hægrimenn eru sjálfsagt ekki áfjáðir
í forsetakosningar á næstunni. Hann
hefur þegar farið að óskum Mitter-
rands um val í embætti utanríkis- og
varnarmálaráðhcrra cn það eru mál-
efnin sem forseti fimmta lýðveldis-
ins hcfur að mestu völd yfir sam-
kvæmt stjórnarskránni.
Næsti utanríkisráðherra landsins
mun verða Jean-Bernard Raimond
sem nú er sendiherra Frakka í So-
vétríkjunum og varnarmálin verða í
höndum Andre Giraud fyrrum iðn-
aðarráðherra. Þctta eru báðir menn
sem Mitterrand mun vera sáttur viö
að starfa með.
Hin formlega útnefning Chiracs í
forsætisráðherraembættið batt enda
á sögusagnir og spcnnu undanfarinna
daga.
Chirac mun leiða flokk sinn RPR
til samstarfs viö UDF en þcssir
hægrisinnuðu flokkar gcrðu með sér
kosningarbandalag fyrir þingkosnin-
garnar síðasta sunnudag og tryggðu
sér nauman meirihluta á þingi. Chir-
acs bíður því ekki öfundsvert verk-
efni - hann þarf bæði að sjá til þess
að samstarf flokkanna tveggja gangi
sem best. sem mörgum þykir ærið
verkcfni, og að fást viö stjórnfnála-
refinn Mitterrand sem situr í forseta-
stóli og hefur þar samkvæmt stjórn-
arskrá fimmta lýðvcldisins meiri
völd hcldur en almennt gengur í
slíku starfi í lýðræðisríkjum Evrópu.
„Skrýtin hjón“ sögðu Frakkar í gær og spurðu sjálfa sig hvernig „sambúð“
þeirra Mitterrands (t.v.) og Chiracs (t.h.) myndi reiða af.
VESTUR-ÞÝSKALAND:
Fyrirmyndarverðbólga
Bonn-Reuler
Gert er ráð fyrir að verðbólga í
V-Þýskalandi verði komin niður í
1% áður en þessu ári lýkur sem er
minnsta verðbólga þar í landi síðan
árið 1959. Þetta kemur fram í skýrslu
sem unnin er á vegum Bankasam-
bandsins í V-Þýskalandi.
Á síðasta ári var meðalverðbólgan
2,2%. ein sú lægsta í heimi, og það
sem af er þessu ári hefur framfærslu-
kostnaður enn farið lækkandi.
Ástæðan er hið mikla verðhrun á
olíu og fallandi gengi dollarans miðað
við v-þýska markið síðan í janúar.
í skýrslu Bankasambandsins er
verðbólgan sögð fara niður í 1% á
þessu ári verði engar stórvægilcgar
breytingar á olíuverði og gengi doll-
arans.
Þá er bent á að innflutningsvcrð
og heildsöluverð hafi verið verulega
minna í janúarog febrúar á þcssu ári
samanborið við sama tímabil í fyrra.
„Lægra olíuverð hefur verið afger-
andi þáttur í að ná þessum verð-
stöðugleika,” scgir í skýrslunni.
Þýskir bílaeigendur eru líka hopp-
andi kátir þessa dagana því vcrð á
bensínlítranum hefur lækkað um
nærri þriöjung á aðeins nokkrum
mánuðum.
Kína:
Litlir vatnavextir
Pekíng-Reuter
Ákall að
austan
Moskva-Reuter
Sovéskir fjölmiðlar birtu í gær
ákall þar sem bandarískir þing-
menn voru hvattir til að þrýsta á
Bandaríkjastjórn til að taka þátt
í stöðvun kjarnorkuvopnatil-
rauna.
Ákailið birtist á forsíðum allra
helstu dagblaðanna og kom það
frá forsætisnefnd sovéska
þingsins, sem ekki hefur þó mikil
raunveruleg völd.
Sovésk stjórnvöld hættu kjarn-
orkuvopnatilraunum í ágúst á
síðasta ári og hafa síðan reynt allt
til að fá Bandaríkjastjórn til að
taka þátt í alþjóðabanni gegn
slíkum tilraunum. Bandarísk
stjórnvöld liafa hins vegar neitað
að taka þátt í slíku banni hingað
til og hafa kallað þetta áróðurs-
bragð að hálfu Sovétmanna.
„Við biðjum þingmenn um að
gera allt til að breyta stefnu
Bandaríkjastjórnar svo hún vcrði
í samræmi við það verkefni að
stöðva allar kjarnorkuvopnatil-
raunir,” sagði á ákalli sovéska
þingsins.
Að sögn kínvcrsks dagblaðs cr
vatnsskortur nú fyrirsjáánlegur í
landinu og ef ekki tekst að finna
nýjar uppsprettur fyrir árið 1988
getur farið svo að taka þurfi upp
skömmtun til handa verksmiðjum
og jafnvel lcggja þær niður í sumum
tilfellum.
Dagblaðið sagði Pekíngbúa hafa
farið illa mcð vatn síðustu áratugina
og hefði jarðvatnsyfirborð lækkað
um 20 metra síðan árið 1949. Pekíng
var sögð vera ein af 180 helstu
borgum landsins þar sem vatnsskort-
ur væri vandámál.
Kínverskar verksmiðjur nota tvö-
falt meira vatn til að framleiða tonn
af stáli samanborið við iðnaðarverk-
smiðjur í hinum vestrænu löndum.
stóð í blaðinu. í framhaldi af þessum
sannleik voru forstöðumenn iðnað-
arins hvattir til að bæta verulega
notkunina á vatni sent og endurnota
það betur.
Blaðið sagði þá lausn að byggja
skurði sem flyttu vatn frá Yangtse-
ánni og Gula fljótinu til iðnaðar-
borga norðursins að sjálfsögðu vera
inní myndinni. Hinsvegar myndi sú
framkvæmd vera gcysilega kostnað-
arsöm og taka allt uppí fimm ár að
ljúka.
ÚTLÖND
Umsjón: Heimir
Bergsson
Ný byltingarstjórn myndi sannarlega leysa margan vandann fyrir Corazon
Aquino forseta Filippseyja.
FILIPPSEYJAR:
Corazon Aquino
vill aðgerðir
Hugar aö stofnun nýrrar byltingarstjórnar -
Búist viö aö hún muni starfa í sex til átta mánuði.
Munila-Rcutcr
Heimildarmenn nátcngdir hinum
nýju yfirvöldum á Filippseyjum
sögðu í gær að Corazon Aquino
forscti muni leggja niður núverandi
þing landsins og tilkynna um stofnun
nýrrar byltingarstjórnar í næstu
viku.
Að sögn hcimildarniannanna er
opinberrar yfirlýsingar um áður-
nefnda brcytingu að vænta á mánu-
dag ellegar þriðjudag í næstu viku.
Á meðan byltingarstjórnin situr
að völdum munu drög að nýrri
stjórnarskrá verða samin og síðan
munu kosningar fara fram í landinu
þar sem kosið vcrður til nýs þings í
tveimur deildum. Yfirvöld gera ráð
fyrir að hin nýja byltingarstjórn
muni sitja í sex til átta mánuði eða
þar til ný stjórnarskrá hefur verið
samin.
Heimildarmenn Rcuters sögðu
Aquino hafa í hyggju að tilncfna 30
til 50 sérfræðinga í nefnd er scmdi
drögin að hinni nýju stjórnarskrá
Filippseyja. Þau drög verði síðan
lögð undir þjóðaratkvæðagrciðslu.
Tillagan um nýja byltingarstjórn
var borin fram af fimm manna nefnd
sem Aquino hafði skipað til að
rannsaka þennan mögulcika. Nefnd-
in lagði einnig til að þíng í tveimur
deildum yrði endurrcist en sú skipan
þingsins var lögð niður af Marcosi
árið 1972 er hann lýsti yfir herlögum
í landinu.
Myndun byltingarstjórnarinnar
mun sannarlega gera Corazon Aq-
uino og stjórn hcnnaF auðvcldara
fyrir og víkja úr vegi mörgum hindr-
unum sem virtust ætla að leiða til
öngþveitis í landinu. Hundruð hér-
aðsstjóra og annarra embættis-
manna scm hliðhollir voru Marcosi
höfðu t.d. neitað að hætta störfum
og veifuðu stjórnarskrá landsins máli
sínu til stuðnings en þar eru réttindi
þeirra tryggö.
Stofnun nýrrar byltingarstjórnar
mun einnig koma sér illa fyrir áður
helsta stjórnmálaflokk Filippseyja,
Nýju Þjóðarfylkinguna (KBL), scm
enn hcfur völdin á núverandi þingi.
Flokkurinn hel'ur verið í rústum
síðan Marcos og fylgdarlið lians
flúði landið. Þcir forystumcnn
flokksins scm eftir urðu á Filippscyj-
um hafa þó lofað að starfa með
Aquino og hjálpa hcnni við að
lögleiða stjórn sína.
Lufthansa
ræður til
sín kven-
flugstjóra
Frankfurl-Reuter
Vestur-þýska flugfélagið Luft-
hansa mun bráðlega hafa tvo kven-
flugstjóra í starfi. Það hefur ekki
áður gcrst í 60 ára sögu flugfélagsins.
Martin Gaebel einn af fram-
kvæmdastjórnarfulltrúum fyrir-
tækisins kynnti þær Nicolu Lunem-
ann, 20 ára og Evi Luasmann, 21
árs, á blaðamannafundi sem Luft-
hansa hélt í tilcfni þessara tímamóta
í sögu fyrirtækisins. Þær stöllur
munu sækja 2-3 ára undirbúnings-
námskeið áður en þær taka aö sér
stjórn í flugvélum félagsins.
Lufthansa hefur éerið íhaldssamt
svo ckki sé meira sagt í viðhorfi sínu
til kvenflugstjóra og ber við þungun-
arástandi kvcnna sér til afsökunar. í
löndum Austur-Evrópu svo og í
Bandaríkjunum hcfur hugsanlcgur
getnaður og afleiðing hans hins veg-
ar ckki fælt þarlcnd flugfélög frá því
að ráða til sín kvcnflugstjóra.
HOSNI OG HUSSEIN:
Ræddu málin í gær
Kairo-Reuter
Hussein Jórdaníukonungur kom
í gærdag til Egyptalands til við-
ræðna við Hosni Mubarak forseta
landsins. Viðræður þeirra tveggja
snérust um hin ýmsu málefni Ar-
abaríkjanna m.a. friðarsamninga-
viðræðurnar fyrir botni Miðjarðar-
hafs svo og stríð írana og íraka.
Samband stjórnvalda ríkjanna
tveggja hefur verið all náið síðan
Jórdanir tóku upp stjórnmálasam-
band að nýju við Egypta í septem-
ber árið 1984. Stjórnmálasgmband
ríkjanna hafði rofnað sex árum
áður cr Egyptar gerðu friðarsamn-
ing við ísraela upp á eigin spýtur.
Ferð Husseins fylgir í kjölfar
ákvörðunar hans um að hætta við-
ræðum sínum viö leiðtoga Frelsis-
hreyfingar Palestínuaraba (PLO)
um sameiginleg friðardrög fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Embættismenn sögðu Mubarak
hafa komið á óvart er Hussein sleit
viðræðunum. Jórdaníukonungur-
inn hefur hins vegar skellt skuld-
inni á leiðtoga PLO yfir að upp úr
viðræðunum flosnaði.