Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Páskarnir nálgast Nú cru páskarnir að nálgast og flestir farnir að huga að páskabakstrinum. Þá er tilvalið að nota páskauppskriftir frá ýmsum löndum. Ein uppskriftin er reyndar ekki af bakstri heldur af steiktu lambalæri á gríska vísu, sem er ágæt tilbreyt- ing frá þessu venjulega steikta sunnudagslæri. 2 msk. ger 1 Itolli voig mjólk 50 gr. rúsínur 3 msk. romm 700 gr. hvciti 275 gr. flórsykur 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. vanilludropar 3 eggjarauður 250 gr. ósaltað smjör 1/2 tsk. saffronduft 1 msk. heitt vatn 50 gr. afhýddar möndlur 50 gr. súkkat, saxað GLASSÚR: 250 gr. flórsykur 3 msk. kalt vatn 1 tsk. sítrónusaii Látið gerið út í 2 msk af mjólkinni og látið standa á volgum staö þangað til farin er að myndast froða. Á meðan eru rúsín- urnar lagðar í bleyti í rommið í um það bil 15 minútur. Sigtið hveitið, tlórsykurinn og saltið í stóra skál. Gerið holu í hveitið og hellið gerinu og afgangnum af mjólkinni þar í. Blandið hveitinu saman viö vökvann. Þeytið saman með van- illunni síðan eggjarauðunum einni í einu, þeytið síðan saman við mýktu smjörinu. Leysið saffranið upp í heitu vatninu og hræriö því s'aman við deigið. Heliið úr skálinni á borð og hnoðið í 10 mínútur cða þangað til deigið er orðið mjúkt og teygjanlegt. Látið það í smurða skál, breiðið plast yfir og látið hana standa á volgum stað í 1-1 1/2 klukkutíma eða þangað til deigið hefur tvöfald- ast. Ristið möndlurnar undir grilli í nokkar mínútur eða þangað til þær eru gulbrúnar. Látið þær út í rúsínurnar ásamt súkkat- inu. Þegar deigið hefur lyft sér mátulega er það barið niður og ávextirnir cru jafnt um allt deigið. Látið deigið í vel smurða niöursuðudós. Látið það síðan lyfta sér á volgum stað í urn það bil 30 mínútur. Bakið í vel heitum ofni um það bil 200°C í 40 mínútur. Minnkið hitann niður í 180°Cogbakiðáfram í 1 klukkustund. Kælið í dósinni í 10 mínútur. Hvolfið síðan úr henni og kælið alvegá rist. Búið nú til glassúr úr flórsykrinum, vatninuogsítr- ónusafanum og hellið yfir brauðið þannig að hann renni niður hliðarnar. Skreytið með einu kirsuberi ofan á brauðið. Grískt páskalamb 2 1/2 kg lambalæri 2 hvítlauksbátar skornir í sneiðar rósmarín salt og pipar 50 gr. smjör 250 gr. frosnar ertur 4 litlir laukar 6 meðalkartöflur, afliýddar í þunnum sneiðum. 1/2 lítri kjötsoð Skerið nokkra litla skurði í lærið hingað og þangað og stingið hvítlaukssneiðunum þar í. Nuddið kjötið síðan með saltinu og piparnum og stráið rósmarin eftir smekk yfir. Látið lærið síðan á ristina ofan á ofnskúffuna og látið smjörklípur yfir hingað og þangað. Steikið við 230°C í 10 mínútur. Ausið feitinni yfir lambið og komið ertunum, lauknum og kartöflunum fyrir í kringum kjötið. Til þess að grænmetið falli ekki niður um ristina þarf að búa til undir það bakka úr álpapp- ír. Hellið af soðinu yfir grænmetið. Minnkið hitann niður í 180°C og haldið áfram að steikja í 2-2 1/2 tíma eða þangað til kjötið er gegnsteikt. Kulich Föstudagur 21. mars 1986 Þau kynntu GOÐA-vörurnar undir kjörorðinu „Breyttir tímar - betra bragð“. Talið frá vinstri Sigurður Haraldsson auglýsingastjóri, Svala Hjaltadóttir flokksstjóri í pökkunardeild, Úlfar Rcynisson, forstöðumaður Kjötiðnaðarstöðv- arinnar, Kristján Kristjánsson framleiðslustjóri og Jón Magnússon sölustjóri. (Tímamynd: Árni lijarna) „Breyttir tímar - betra bragð“ er kjörorö þeirra hjá GOÐA sem kynna margar nýjungar um þessar mundir „Á undanförnum mánuðum hef- ur verið unnið að róttækum breyt- ingum á framleiðsluvörum GOÐA. í samráði við innlcnda sem erlenda sérfræðinga, samstilltan hóp starfs- fólksins og eftir síendurteknar bragðkannanir, ákvað hin unga for- ystusveit fyrirtækisins að láta til skar- ar skríða og senda nýjar og breyttar framleiðsluvörur á markaðinn," sagði Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar er hann kynnti fjölmiðlum ýmsar nýj- ar tegundir af GOÐA-vörum og skýrði frá breytingum. Af nýjungum má nefna alveg nýja tegund af hangiáleggi sem inniheldur aðeins 5% fitu, er alveg fitulaust að sjá og mjög girnilegt sem álegg. Þessi tegund hefur runnið út í búðunum síðan það kom á markaðinn, því mörgum er illa við fituna. Þá er mjög girnileg ný „raftapaté" í dósum með glæru loki og skreytt með niðurskornum, fylltum olífum. Þetta paté er um það bil að koma í búðirnar, sérstakur veislumatur á lágu verði. Sama má segja um mjög ljúffenga rjómalifrarkæfu í eins pakkningum. Auk þess cr Sherry-skinka ein nýj- ungin o.fl. Breytingarnar hafatekið eitt ár Magnús Friðgeirsson framkv.stj. sagði að hin unga forystusveit hjá GOÐA hefði unnið mikið og gott starf. Sent hefði verið fólk út til að kynna sér nýjungar, cn enn meira gagn hefði þó verið að því að fá sér- fræðinga hingað til lands til nám- skeiðahalds. Frá kjötiðnaðarstöð í Hróarskeldu kom hingað fólk til kennslu og ráðgjafar og hélt nám- skeið fyrir GOÐA-fólkið. „Glöggt er gcsts augað, er sagt,“ sagði Sigurður Haraldsson, auglýs- ingastjóri, og hann sagði að Hróars- keldunámskeiðið á íslandi hefði komið öllum hér að miklu gagni. Þeir aðkomnu sáu ýmsa vankanta á framleiðslunni, sem heimamenn höfðu kannski ekki athugað nógu vel, og svo var ráðist í breytingar til batnaðar. Skipt var um sumar vélar, fengið nýtt krydd og vinnslurásinni breytt á ýmsan hátt. „Umbæturnar fóru fram í áföng- um,“ sagði Magnús. Eftir að nýjar vélar voru komnar var farið í sér- staka rannsókn á öllu hráefni. Hvað hentaði best í hverja tegund. Kjöt fituhreinsað - þar sem við átti o.s.frv. Þá var gæðamatið tekið fyrir, ná- kvæm flokkun og umbúðir og pökk- un og nú erum við komin að lokastig- inu: Markaðsátaki og kynningu - GOÐI gæðanna vegna! Útbúnar hafa verið sjónvarpsauglýsingar sem bráðlega munu sjást á skjánum. Magnús Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri Búvörudeildar SÍS. Einn blaðamanna spurði hvort all- ar þessar brcytingar hefðu ekki verið dýrar. Magnús framkvæmdastjóri svaraði því til, að líklega væri hægt að áætla að með vélakaupum og öðr- um kostnaði mætti reikna með 13-15 millj. kr. - en sá kostnaður kæmi fljótt til baka og síðustu mánuðirnir hefðu örugglega sýnt góða afkomu fyrirtækisins. Neysluvenjur íslendinga hafa breyst Með auknum ferðalögum til ann- í lofttæmdum umbúðum helst kjötið safaríkt og ferskt í lengri tíma en áður. arra landa og breyttum venjum á ýmsum sviðum, hafa íslendingar kynnst mörgu nýju og smekkur þeirra breyst. Þeir hafa fengið áhuga á margvíslegu kryddi og kynnst mat- arvenjum hjá öðrum þjóðum. Þá hefur heilsuræktin og megrunaræðið líka áunnið sér vinsældir á íslandi og reynt er að koma til móts við þann áhuga með fitusnauðu áleggi o.fl. Annars er innihaldslýsing á hverj- um pakka af GOÐA-vörum, svo hægt er að gera sér grein fyrir kalor- íuinnihaldi og hvaða efni varan inni- heldur. Krakkarnir völdu GOÐA-pylsur í einni rannsókninni í sambandi við að bragðprófa pylsur tók Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins að sér að bragðprófa GOÐA-pylsur í samanburði við aðrar tegundir og það kom mjög vel út fyrir GOÐA- kjötvinnsluna. GOÐI fékk 6.6, en aðrar tegundir fóru allt niður í 4.1. En svo langaði forráðamenn GOÐA til að fá álit krakka á bragðgæðum pylsanna, því eins og allir vita eru pylsur uppáhaldsmatur flestra barna. Þeir fóru því í Seljaskóla og fengu bekk af 13 ára krökkum til að bragða pylsur, bæði GOÐA-pylsur og aðrar, án þess að þau hefðu jiug- mynd um tegundir. Krakkarnir gáfu GOÐA-pylsunum einkunnina 8.2 á meðan aðrar tegundir fengu hjá þeim 3.3! Bobbysocks og graflambið Það má að lokum geta þess, að í viðtali í sjónvarpssal töldu þær stöll- ur í Bobbysocks það einn af merk- isviðburðunum í fslandsferð sinni, - að þær hefðu borðað „graflamb", - „Úmm, namm namm,“ sögðu þær með sælusvip. Það var ekki lakleg auglýsing sem GOÐA-vörur fengu þar ókeypis! íslenskt lambakjöt - kröftug villibráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.