Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Föstudagur 21. mars 1986 TÓNLIST lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll! llllllllllllllllllll Rússnesktónlist í Háskólabíói Helgartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands 15. mars voru helgað- ir rússneskri tónlist þessu sinni. Ein- leikari í 1. píanókonsert Tsjækofskís var gríski unglingurinn Dimitris Sgo- uros, 16 ára, en hljómSprota stýrði Karolos Trikolidis. af hálfgrískum ættum. Trikolidis er sagður munu verða tíður gestur á stjórnpalli Sin- fóníuhljómsveitarinnar næsta vetur. Hann var fiðlari að íþrótt áður en hann sneri scr alfarið að hljómsveit- arstjórn tvítugur að aldri, enda legg- ur hann sýnilega mesta áherslu á strengina í stjórn sinni. Þetta er vafa- lítið af hinu góða: strengirnir eru burðarás hverrar sinfóníuhljóm- sveitar, og stundum 'hafa mönnum þótt strengir S.f. í veikara lagi. Á þessum tónleikum var mikill hfjóm- ur og góður í Sinfóníuhljómsveit ís- lands og ber að vona að framhald verði á. Dimitris Sgouros er sýnilega nær því dæmalaus píanisti, enda spilaði Itann hinn þrælerfiða en vinsæla Tsjækofskí-konsert með miklum glæsibrag - hver nóta skýr og tær og aldrei slúðrað nteð pedal eða öðrum aðfcrðum. Tækni lians virðist vera allt að því ótrúlcg, hvort sem æska lians er tekin með í reikninginn eða ekki, og yfirlcitt var allur flutningur- inn, bæði píanista og hljómsveitar, mjög glæsilegur. Á fáum sviðum eru yfirburðir undrabarna yfir aðra jafn ótvíræðir og í tónlist: þeim er allt leik- ur einn. Svona var Mózart, svo sem frægt er orðið, og raunar vafasamt hvort annar cins hefur komið fram á sjónarsviðið síðan, því Mózart var allt í senn yfirburða fiðlari, pí- anisti og tónskáld, og virtist ekki þurfa fyrir neinu að hafa. Allt ræðst þetta af þeirri guðdómlegu tilviljun hvernig genin ráðast við getnað sem enn sem komið er cr utan áhrifasviðs mannlegrar tækni, hvað sent síðar kann að verða. En eins og margir hafa sagt, þá verður gaman að sjá hvernig þessi ungi undramaður æxl- ast sem píanisti með auknum þroska. Eftir hlé voru spiluð fjögur vinsæl smáverk, þrjú úr ballettum eftir Prókoffjeff, Sjostakóvits og Katsjat- úrían, og loks 1812 hátíðaforleikur Tsjækofskís. Sá forlcikur þykirsóma sér best á útiskemmtunum, þar sem hægt er að koma við fallbyssuskot- Dimitris Sgouros. Karolos Trikoldis. hríð, eldi og eimyrju. en hinn marg- vísi Eyjólfur Melsted segir að Winchestcr-verksmiðjurnar fram- leiði konsert-fallstykki sem kosti 150 dali og séu sérstaklega ætluð fyrir 1812-forleikin n. Sinfóníuhljómsveitin gekk ekki svo langt, en í staöinn hringdu kirkjuklukkur Moskvuborgar af scg- ulbandi og varö af guðdómlcgur gnýr, en lúðurþeytarar úr Svaninum tóku undir. Fannst áheyrcndum svo mikið til um, aðsíðasti þarturinn v;ir endurtekinn. Þessir tónleikar voru að flcstu lcyti hinir skemmtilegustu, og húsiö þétt setið, því hvort tveggja er, að 1. pí- anókonscrt Tsjækofskís cr sívinsæll, og ntargir vildu sjá og heyra Dimitris Sgouros. Og af honum var cnginn svikinn - jafnvcl þaulreyndir og margsigldir konsertkarlar voru sem lamaðir eftir þá cldglæringahríð. Sig.St. skihúm og han^. 1000 möguleikar í uppröðun Sérhönnuð fyrir hvern viö- *\ \ skiptavin og henta þvi viö ■ } 'j j flestar aðstæöur. Við j 'é \ komum, mælum og gerum . í /4 j verðtilboð. htÆm - Hringið í sima 84630 eða 28600. : wB Sendum myndalista Landsþjónusta. fTll BYGGINGAVÖBUB laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Leifsgötu, Fannborg, Nökkvavog, Leitin, Ása, Tjarnargötu, Skerjafjörð, Haga. Óskum einnig að ráða pilt eða stúlku til sendiferða með bíl- 686300 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafeindaverkfræðingur/ tæknifræðingur Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða, raf- eindamenntaðan starfsmann til starfa á rafeinda- deild stofnunarinnar. Starfið er aðallega fólgið í áætlanagerð, hönnun og verkumsjón með framkvæmdum og tæknilegum rekstri á fjargæslu- og fjarskiptakerfum. Starfið býður upp á fjölbreytt og áhugaverð verkefni við rafeindabúnað, tölvur og hugbúnað almennt. Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræði/ tæknifræði eða sambærilega menntun. Upplýsingar um starfið veitir deildarverkfræðingur rafeindadeildar RARIK í síma 91-17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skila til starfsmannadeildar, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir 10. apríl 1986. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík. I3RARIK ■k. ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86004: Götuljósker. Opnunardagur: Þriðjudagur 22. apríl 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með föstudegi 21. mars 1986 og kosta kr. 200, - hvert eintak. Reykjavík, 19. febrúar 1986 Rafmagnsveitur ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.