Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Föstudagur 21. mars 1986
Hafa haldið yfir
30 félagsmálanámskeið
Hópur kvenna á félagsmálanám skeidi í Vík.
Framsóknarkonur:
- á síðustu tveim árum
Landssamband framsóknar-
kvenna hefur haldiö fjölmörg nám-
skeið fyrir konur ú öllum aldri úti um
allt land á sl. tvcimur áruni. Nám-
skeiðin lial'a bæði verið haldin á
vegum Landssambandsíns og einnig
á vegurn ýmissa félagasambandíi s.s.
sóroptimista, kvenfclaga og kvenfél-
agasambanda.
betta eru fimm kvölda námskcið,
cn hefur víða verið lokið á einni
helgi. Nú hafa 33 námskcið verið
haldin, þar af 20 nú í vctur. Sex
konur hafa leiðbcint á þcssum nám-
skeiðum, eru þ;er allar starfandi í
LFK.
Námscfnið cr fjölbreytt. Lögð er
áhersla á að efla sjálfstraust þátttak-
cnda. Leiðbeint er í ræðumcnnsku,
fundarsköpum og framkomu í sjón-
varpi. Þátttakendur eru mjög virkir
og fá sjálfir að takast á við fjölmörg
verkcfni, sem leiðbeinendur leggja
fyrir.
Fyrirhugað er að halda nokkur
námskeið eftir páska s.s. á Skaga-
strönd, Patreksfirði, Bolungavík og
í Sandgerði.
Landssamband framsóknar-
kvcnna hyggst bjóða uppá
framhaldsnámskeið næsta haust fyrir
þá hópa sem þcss óska.
I stuttu samtali viö Tímann sagði
Unnur Stefánsdóttir • formaöur
L.F.K. um það atriði hvort það væru
eingöngu framsóknarkonur sem
sæktu þessi námskeið:
„Nei það er alls ekki, konur úr
öllum stjórnmálaflokkum hafa sótt
námskeiðin og einnig hafa nokkrir
karlmenn setið þau. Við predikum
enga Framsóknarpólitík á þeim en
hitt er aftur á móti Ijóst að við sem
að námskeiðunum stöndum eru
framsóknarkonur."
Hvaða árangur sjáið þið af þessu
starfi?
„Aukna virkni, kvenna á öllum
sviðum þjóðlífsins. Scm lýsir sér
m.a. í því að konur cru orðnar miklu
stærri hópur á fundurn en verið
hefur og þar hafa þær gert sig
gildandi. Þá sýnir þaö sig að þær
konur scm hafa sótt þcssi námskeið
hafa margar hverjar gefið kost á sér
á framboðslista til næstu sveitar-
stjórnakosninga og cinmitt á þennan
hátt sjáum við árangur af starfi
okkar. Framsóknarkonur jafnt sem
aðrar eru að rísa upp og áhrif þeirra
cru að aukast og það er vel.“
Starfsmenn Artek hf. F.v. Ólafur H. Johnson, framkvæmdastjóri,
Vilhjálmur Þorsteinsson, forritari, og Örn Karlsson forritari.
Artek hf.
Islenskt hugbún-
aðarfyrirtæki
sækir á Banda-
ríkiamarkað
Hugbúnaðarfyrirtækið Artek hf.
hefur nú tilbúna til afhcndingar
nýja gerð „þýðanda", fyrir Ada-
forritunarmálið og hefur hún verið
auglýst og kynnt á ýmsan hátt
erlendis.
Fyrirtækið mun einbeita sér að
Bandaríkjamarkaði og hefur al-
menningstengslafyrirtækið Du-
dlcy-Anderson-Yutzy, sem stað-
sett er í New York verið fengið til
að annast kynningu þar í landi.
Bandaríkin eru langstærsti tölvu-
markaður í heimi og sá markaður
sem lengst hcfur notað Ada forrit-
unarmálið. „Þýðandinn" sem Ar-
tek hf. hefur framleitt er hugbún-
aður sem breytir forritunarmáli, í
þessu tilfelli Ada-málinu, yfir í
tákn sem tölvan skilur. Þessir þýð-
endur eru mcð flóknasta hugbún-
ritunarmáliö er tiltölulega nýtt af
nálinni og talið mjög öflugt. Hing-
að til hefur reynst erfitt að búa til
fullnægjandi Ada-þýðendur fyrir
litlar einkatölvur, en þessi þýð-
andi, sem hlotið hefur nafnið Ar-
tek-Ada, er stórt skref í þá átt.
Svo virðist sem fyrstu viðbrögð
á bandaríska tölvumarkaðnum séu
góð, þó enn sé of snemmt að spá
um framhaldið, en Artek hf. hefur
þegar stofnað dótturfyrirtæki í
Bandaríkjunum til þess að vera
lögaðili í þeim viðskiptum sem þar
eiga sér stað.
Fyrirtækið Artek hf. var stofnað
; fyrrasumar af tveimur aðilum.
Frumkvæði hf. og íslenskri forritun
sf. Frumkvæði hf. lagði fram á-
hættufjármagn, og á meirihluta
hlutafjár í fyrirtækinu, en mun
síðan smám saman draga sig út úr
1. Drífa Sigfúsdóttir, hús- 2. Börkur Eiríksson, skrif- 3. Magnús Haraldsson, 4. Þorsteinn Árnason,
móðir, stofustjóri. skrifstofustjóri. skipstjóri.
Samkór Mýramanna tekur lagið í Logalandi.
Borgarfjöröur
Tímamynd MlVl
170 manna héraðskór
myndaður í Logalandi
Milli 160 og 170 manns mynduöu
cinn kór þcgar kórar á Vcsturlandi,
þar með taldir kirkjukórar, blandað-
ir kórar og karlakórar héldu svokall-
Framboðslisti
Flokks mannsins
Framboðslisti Flokks mannsins
í Reykjavík vegna borgarstjórn-
arkosninganna 31. maí hefur ver-
ið birtur og eru tíu efstu sæti hans
skipuð eins og hér segir:
1. Áshildur Jónsdóttir
2. Júlíus K. Valdimarsson
3. Þór Víkingsson
4. Helga R. Óskarsdóttir
5. Friðrik V. Guðmundsson
6. Sigrún Baldvinsdóttir
7. Inga Þ. Kristinsdóttir
8. Kjartan Jónsson
9. Helga Gísladóttir
10. Sigurður Sveinsson.
aða samæfingu á Logalandi laugar-
daginn 15. mars s.l.
Alls mættu 9 kórar og stjórnuðu 6
söngstjórar samkomunni. Hver cin-
stakur kór söng eitt lag en síðan
sungu allir kórarnir satnan alls 6 lög
sem kórstjórarnir skiptust á um að
stjórna.
í upphafi stjórnaði Ingibjörg Þor-
steinsdóttir upphitunaræfingum en
það er einmitt hún sem hafði veg og
vanda af undirbúningi þessa kóra-
móts. Auk Ingibjargar voru kór-
stjórarnir Bjarni Guðráðsson,
Sigurður Guðmundsson, Ingibjörg
Bcrgþórsdóttir, Jón Björnsson og
Björn Leifsson.
í lok samkomunnar minntist
Bjarni Guðráðsson Ólafs Guð-
mundssonar á Hvanncyri sem lést á
s.l. ári en Ólafur var mikill frammá-
maður í tónlistarlífi Borgfirðinga.
Ólafur var söngkennari og organisti
á Hvanneyri og f.v. skólastjóri Tón-
listarskóla Borgarfjarðar. Einnig var
Ólafur einn af frumkvöðlum
Harmoníkufélags Vesturlands og
kenndi í því félagi.
MM/Borgarfirði
Framboðslisti í Keflavík
Framboðslisti Framsóknarflokksins
í Kcflavík vcgna bæjarstjórnakosn-
inga 1986, hcfur verið ákveðinn.
Listann skipa cftirtaldir:
I. Drífa Sigfúsdóttir, húsmóðir,
Hamragerði 2.
2. Börkur Eiríksson, skrifstofu-
stjóri, Lyngholti 5.
3. Magnús Haraldsson, skrifstofu-
stjóri. Suðurgarði 16.
4. Þorsteinn Árnason, skipstjóri,
Austurgötu 12.
5. Hjördís Árnadóttir, félagsmála-
fulltrúi, Heiðarbraut 1 E.
6. Skúli Þ. Skúlason, skrifstofu-
maður, Suðurgarði 3.
7. Bergþóra Káradóttir, bifreiða-
stjóri, Suðurvöllum 3.
Framboðslisti á Selfossi
Guðmundur Kr. Jónsson,
byggingarstjóri.
Grétar H. Jónsson,
húsasmiður.
I
Ingibjörg S.Guðmundsdóttir, Hjördís Leósdóttir,
fóstra. hjúkrunarfræðingur.
Á félagsfundi var framboðslisti
Framsóknarfélags Selfoss vegna
bæjarstjórnarkosninganna í vor á-
kveðinn. Samþykkt var með öllum
greiddunt atkvæðum að eftirtaldir
skyldu skipa fyrstu tíu sæti listans:
1. Guðmundur Kr. Jónsson, bygg-
ingarstjóri
2. Grétar H. Jónsson, húsasmiður
3. lngibjörg S. Guðmundsdóttir.
fóstra
4. Hjördís Leósdóttir. hjúkrunar-
fræðingur
5. Pálmi Guðmundsson. vöruhús-
stjóri
6. Jón G. Bergsson, viðskipta-
fræðingur
7. Jón Ó. Vilhjálmsson verkstjóri
8. Ásdís Ágústsdóttir. húsmóðir
9. Guðbjörg Sigurðardóttir banka-
maður
10. Hákon Halldórsson verkstjóri