Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 20
BOSTON CELTICS unnu enn einn leik sinn í bandaríska NBA körfuknatt- leiknum í gær og hafa nú náö afgerandi forystu í sínum riöli. L.A. Lakers, sem eru núverandi heimsmeistarar, töpuöu í gær fyrir nágrönnum sínum L.A. Clippers. Þaö þykir þó víst aö þessi tvö liö, Celtics ög Lakers, munu mætast í vor í keppninni um „heimsmeistara- titilinn" í körfuknattleik. Boston þykir sigur- stranglegra. T Tíminn Föstudagur 21. mars 1986 Aðalfundur Flugleiða hf. Hagnaður meiri í bók en á borði -segja Flugleiðamenn Á aðalfundi Flugleiða í gær kom fram að bókfærður hagn- aöur félagsins árið 1985 nam 196,9 milljónum króna, en bæði Sigurður Helgason stjórnarfor- maður og Siguröur Helgason forstjóri undirstrikuðu það í ræðum sínum að raunveruleg- ur rekstrarhagnaður væri 36,7% lægri áriö 1985 cn 1984. Ástæðan fyrir þessu er að mis- vægi hcfur skapast milli þess þegar eignir félagsins eru fram- reiknaðar til núverandi verðlags annars vcgaroggeng- isþróunar Itins vegar. Hér er því um bókhaldslcgan Itagnað að ræða en ekki rekstrarhagn- að. Þá bentu stjórnarformaður og forstjóri á að mikið tap hefði verið á rekslri félugsins á árunum 1979-82 eða 1.442 mill- jónir, en hagnaðurinn s.l. þrjú ár hafi ekki numið nema 668 milljónunt og því væri um tap á rekstri félagsins upp á 774 milljónir að ræða þcgar þetta tímabil væri skoðað í heild sinni. í ræðu Sigurðar Helgasonar forstjóra kom fram að eigið fé fyrirtækisins var í árslok 1985 jákvætt um 287 milljónir króna, en það svarar til 9,3% af heildarfjármagni félagsins og 18,8% af langtímafjármagni þess. Þá versnaði veltufjárhlutfall- ið í fyrra úr 0,75 í ársbyrjun í 0,55 í árslok. Farþegum í Atlantshafsflugi Flugleiða fjölgaði árið 1985 um 7,2%, en 43,3% samdráttur varð í fraktflutningum á þessari lcið. Ástæðan fyrir minnkun í fraktflutningum er m.a. sterk staða Bandaríkjadollars og það, að vegna hávaðareglna á Kennedy-flugvelli varð félagið að leigja flugvél sent hefur takmarkaða burðargetu. Samkeppnin á þessari lcið hefur vcrið mjög hörð, en skæðasti keppinauturinn er bandaríska flugfélagið Peoples Express, sem hefur boðið mjög lág fargjöld á leiðinni frá Am- eríku til Brussel. Peoples Ex- press hefur tekist að þrýsta fargjöldum annarra flugfélaga mjög niður, og hafa þau ekki verið eins lág og í vetur í mörg ár. Atlantshafsflugið cr rekiö með nokkru tapi. Farþega- fjöldi í Evrópufluginu jókst um 12,9% í fyrra miðað við áriðáður. Sætanýtingin minnk- aði hins vegar, úr 67% árið 1984 í 66,1% 1985. Afkoma innanlandsflugs Flugleiða hefur ekki verið bctri sl. tólf ár og þakka flugleiða- menn það því, að fargjalda- hækkanir hafa vcrið lcyfðar santfara innlendum kostnaðar- hækkunum. í fyrra vtjru fluttir fleiri farþegar innanlands en nokkru sinni áður og varð aukning frá árinu áður 12,4%. Fraktflutningar stóðu í stað milli ára. Á aðalfundinum í gær var tekin til afgreiðslu tillaga frá stjórn félagsins um að þrelalda hlutafé félagsins með útgáfu jöfnunarhlutabréfa og þurfti sú tillaga að fá samþykki 4/s hlut- Itafa. Tillagan fékk hins vegar ekki nerna % hluta atkvæða og var því felld. Hins vcgar var samþykkt tillaga stjórnarinnar um að greiða út 10% arð! Nokkur óvissa er um rckstrarafkomu félagsins á þessu ári og er í áætlunum gert ráð fyrir að félagið veröi rekið með smávægilegum halla, þó stjórnarformaður og forstjóri Itafi báðir lýst þeirri von sinni að vegna bættra ytri skilyrða muni takast að rcka félagið á sléttu. í stjórn Flugleiða eru: Sigurður Helgason, Hörður Sigurgestsson, Kristjana M. Thorsteinsson, Páll Þorgeirs- son, Grétar Br. Kristjánsson, E. Kristinn Olsen, Halldór H. Jónsson. Jóhannes Markússon og Árni Vilhjálmsson. Jóhannes og Árni cru nýir. í varastjórn eru Ólafur Johnsen, Einar Árnason og Rúnar Pálsson. -BG Frá aðalfundi Flugleiða. F.v. Jónas Aðalsteinsson, fundarstjóri, Sigurður Helgason stjórnarformað- ur, Sigurður Helgason forstjóri, Grétar Br. Kristjánsson stjórnarniaður. (Tímamynd: Sverrir) íslensk tónverk í Hong Kong: J) íslendingar hafa góðan tónlistarsmekk segir hr. Calderon hjá Hong Kong sinfóníunni it Frá frétturitara Tímans í konj>, David Keys: Austurlandabúar fá bráð- lega tækifæri til að tileinka sér íslenska tónlist, en íslenskir tónleikar verða haldnir hér í Hong Kong i fyrsta sinn í sumar og fram- haldstónleikar munu síðan verða haldnir á Filippseyjum og öðrum löndum þessa heimshluta. Þrjú íslensk tónskáld hafa lagt til verk á þessa tónleika, og tónlistarmenn í Hong Kong segjast vera hæstánægðir með þessa tónlist. „Þetta er góð byrjun fyrir okkur hér í Hong Kong og nágranna- þjóðirnar, til að kynna okkur íslenska tónlist,” sagði hr. Delfin Calderon tónlistar- framkvæmdastjóri blásturs- hljóðfærasveitar Sinfóníu- hljómsveitar Hong Kong í samtali viö Tímann. „Við höfðum samband við aðila á íslandi og með hjálp ræðis- manns íslands í Hong Kong tókst okkur að fá þessi tónverk. Við erunt sérstak- lega ánægð með þau og mun- um reyna að fá fleiri verk fyrir stærri hljómsveit í næsta mánuði," sagði hr. Calderon. „Við erum mjög þakklát ís- lendingum fyrir að leggja til þessi tónverk og íslendingar virðast hafa mjög góðan tón- listarsmekk. og tónlist þeirra cr auðug,” sagði hann enn- fremur. Tónverkin þrjú sem hér unt ræðir eru eftir Jón Ás- geirsson, Þorkel Sigurbjörns- son, og Leif Þórarinsson. Tónleikarnir í Hong Kong verða í júní en síðan verða haldnir tónleikar í júlí í Man- illajtöfuðborg Filippseyja þar sem filippísk hljómsveit mun leika tónverkin. Nýr forstöðumaður ráðinn að Dalbraut: Augljós póli' tísk veiting - er álit minnihlutans í borgarstjórn Borgarstjórn Rcykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að veita Margréti Einarsdóttur starf forstöðumanns þjón- ustuíbúða við Dalbraut. Kos- ið var skriflega um tvo um- sækjendur, Margréti og Hrönn Jónsdóttur. Márgrét fékk 12 atkvæði. Hrönn 7, en tveir kjörseðlar voru ógildir. Forsaga þessara kosninga er sú að mcirihluta félags- málaráðs ákvað á sínum tíma að mæla með Margréti til starfsins, en minnihlutinn gerði tillögu um að Hrönn Jónsdóttir yrði ráðin. Borg- arráð ákvað að vísa málinu til borgarstjórnar þar sem það var afgreitt í gær. Það var Gerður Steinþórs- dóttir sem hóf umræður um þetta mál, en hún ásamt Guðrúnu Ágústsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur fluttu tillögu um að Hrönn yrði ráðin í starfið. Snarpar umræður urðu um þetta mál en að lokinni at- kvæðagreiðslu létu fulltrúar minnihlutans bóka eftirfar- andi: „Þótt Margrét Einars- dóttir hafi um skeið gegnt forstöðumannsstarfi að Dalbraut, gefur það henni ekki forgang fram yfir um- sækjendur, sem hafa mun meiri menntun og reynslu. Sú staðreynd að meirihlutinn kýs að ganga framhjá Hrönn, sýnir að hér er um augljósa pólitíska veitingu að ræða.” - BG 8. Bréfskákþinginu lokið: Keppni stóð í rúm tvö ár - Ingimar Halldórsson Bréfskákmeistari Frá frétturitar Títnans í Fljútum, Ö.Þ. Ingimar Halldórsson bar ör- uggan sigur úr býtum á 8. Bréfskákþingi íslands sem er um það bil að ljúka. Ingimar hlaut 12 vinninga af 14 mögu- legum og var l!ó vinningi ofan við næstu keppendur. í öðru til þriðja sæti á mótinu urðu Björn I. Karlsson og Árni Stefánsson með 10'A vinning. 4. varð Jakob Kristinsson með 9 vinninga og 5. Kári Á. Kára- son með 8 vinninga. f meistaraflokki sigraði Ósk- ar Bjarnason með 13 vinninga af 14 mögulegum en annar varð Ólafur Ingimundarson ntcð 12 vinninga. Mótið hófst í febrúar 1984 og hefur því stað- ið í rúm tvö ár. í síðasta ntánuði hófst 10. Bréfskákþingið með þátttöku 39 keppenda víðsvegar af landinu og tefla þeir í þrem flokkum. Þá er nýlokið landskeppni í bréfskák við Englendinga sem staðið hefur undanfarin þrjú ár. Teflt var á 27 borðum og lauk keppninni með sigri ís- lendinga sem hlutu 28 vinninga gegn 26 vinningum Englend- inga. Alþjóða hvalveiðiráðið: Springur það? - í Svíþjóð í sumar Fundur Alþjóða hvalveiði- ráðsins verður haldinn í Sví- þjóð nú í sumar. „Fundurinn í Svíþjóð verður tímamótafund- ur því að þar mun koma í ljós hvort Alþjóða hvalveiðiráðið mun starfa í sömu mynd og áður. Það getur farið svo að Alþjóða hvalveiðiráðið hrynji hreinlega ef öfgantenn fá að ráða þar of ntiklu" sagði Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali viðTímann. Halldór fer á ráðstefnuna sem haldin verður í júní. Halldór sagði að Alþjóða hvalveiðiráðið gæti staðið frantmi fyrir því að nokkrir aðilar myndu sprengja sig út úr ráðinu. „Ef menn ganga svo á rétt annarra, að engin- leið sé að una við það, þá eiga ntenn það alltaf á hættu að þeir sem verða fyrir slíku uni því ekki og gangi út“ sagði Halldór. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.