Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 6
Timirin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin i Reykjavík Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur Árásir á Framsóknarflokkinn hafa löngum verið tíðkaðar af pólitískum andstæðingum hans. Reynt er að koma því inn hjá þjóðinni að Framsóknarflokkurinn sé staðnaður, gamall og óþarfur í íslenskri pólitík. Þeir sem svo skrifa eiga það sammerkt að þckkja lítið eða ekkert til Framsóknarflokksins og þó öllu fremur að þeir óttast framgang hans og reyna því að sverta hann í augum almennings.. Betra er illt umtal en ekkert og hefur það sýnt sig að þeg- ar árásir á Framsóknarflokkinn eru hvað óvægnastar þá sækir flokkurinn fram. Fað er ekki nein tilviljun að Framsóknarflokkurinn hef- ur átt aðild að ríkisstjórn nærri óslitið í 16 ár. Þegar aðrir flokkar hafa ekki treyst sér til að taka á vandamálum sem að þjóðinni hafa steðjað, hefur Framsóknarflokkurinn ekki hlaupið frá vandanuin heldur kosið að takast á við hann og finna leiðir til úrbóta. Fyrir forystu hans hefur ver- ið mörkuö stefna í sjávarútvegsmálum sem nær allir eru sammála um að sé hin eina rétta til að sjávarútvegurinn geti enn verið undirstaða efnahagslífs þjóðarinnar. Fyrir forystu Framsóknarflokksins hefur nú verið ráðist í um- fangsmiklar aðgerðir í landbúnaðarmálum sem nauðsyn- legar eru en jafnframt sársaukafullar og hefði eflaust verið auðveldara að gera ekkert-í þeim málum citt kjörtímabilið í viðbót. Þeim vanda varð að taka á og þrátt fyrir það að landsbyggðin verði mest fyrir barðinu á þeim aðgerðum og þar með margir stuðningsmenn flokksins þá veigraði hann sér ekki við að axla þá ábyrgð sem þessum aðgerðum fylgja. í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur forsætisráðherra lagt sig fram um að finna þar skynsama leið sem felur í sér að auka kaupmátt og lækka óðaverðbólguna. Enginn ætlar að þar hafi hann verið einn að verki en ekki síst fyrir mark- viss vinnubrögð hans tókst að finna leið sem lofar góðu. Framsóknarflokkurinn hcfur forystu í núverandi stjórn- arsamstarfi. Ljóst er að í samsteypustjórnum ná einstakir flokkar ekki öllum stefnumálum sínum fram. Framsókn- arflokkurinn hefur nú sem áður kappkostað að treysta jafnræði, öryggi og velferð þegnanna og gott mannlíf í landinu. í stjórnarsamstarfinu hefur Framsóknarflokkur- inn spornað gegn því að markaðshyggjan næði yfirhönd- inni og lagt áherslu á að stjórnarákvarðanir væru teknar með hliðsjón af heildarhagsmunum. Árásir einstakra fjölmiðla virðast stundum eiga meira skylt við sjúklegar ofsóknir og heift en gagnrýni á rökum reista. Framsóknarflokkurinn státar af hæfum formanni sem er meira en aðrir flokkar geta gert. Hann segir sínar skoðanir umbúðalaust og kemur ávallt til dyra eins og hann er klæddur. Kannski er það vegna þessara ástæðna sem hann er hafður að skotspæni einstakra fjölmiðla. Hvað harðast í slíku hefur D.V. gengiðfram. Parstarfa boðberar óheftr- ar frjálshyggju og þeini svíður þegar þeir verða að játa að sú stefna gengur ekki upp við íslenskar aðstæður. Þá er gripið til þess ráðs áð hafa umræðurnar á lágu plani í veikri von um að þannig sé hægt að fá einhverja til að taka þátt í þeim leik. Lítið dæmi um þess háttar vinnubrögð mátti sjá á baksíðu D.V. í fyrradag. Skopast var að því að forsætisráðherra landsins skyldisjálfur vera að skafa snjóaf bílrúðu. Hvað hefði verið sagt ef hann hcfði staðið hjá og borft upp á bílstjóra sinn aðhafast slíkt. Pað er ekki bent á að forsætisráðherrann ekur að jafnaði allar sínar ferðir sjátfur, né heldur að aðrir ráðherrar Framsóknarflpkksins gera það einnig.Markmiðið er augljóst. Það er að gera lítið úr forsætisráðherra á allan máta og gera hann tortryggileg- an í augum þjóðarinnar. Svona framsetning nægir ekki til þess. Þjóðin sér í gegn um vinnubrögð lágkúrunnar. Blað- ið situr uppi með skömmina. 6 Tíminn Föstudagur 21. mars 1986 ORÐ I TIMA TOLUÐ „Eigum fyrirliggjandi fermingarvörur“ Fyrir fjölmörgum árum lct cg fcrma mig og þar mcð innsigla samband mitt viðdrottin almáttug- an. Síðan þá licfur þctta samband vcrið heldur lauslcgt og ntcira að scgja gengið svo langt að ég afneit- aði guði af heitri sannfæringu, cn lofaði þess í stað vísindalcga cfnis- hyggju ogtilburðihcimspckinga ti! að komast t' sátt við sjálfa sig og tilvcruna án þess að lcita ásjárguðs almáttugs í því cfni. Þessi afneitun á mcnntaskólaárunum kom aðeins örfáum árum eftir ferminguna, og tel cg mig ckki hafa fengið lakari fcrmingu en almennt tíðkast. Þó efnishyggjusannfæringin hafi eitthvað minnkað mcð árunum eins og gengur, er það ekki vegna fermingarinnar eða þess að ég hafi vaknað upp einn góðan veðurdag trúaður maður. Hér er einungis um að ræða venjulega varkárni gagnvart altækum fullyrðingum og allsherjarlausnum, hvort sem þær kallast trúarlegareða vísindalegar. Raunar held cg að efnishyggja af ákveðinni gerð liafi þcgar verið farin að segja nokkuð sterkt til sín hjá rhér strax um fermingu, enda voru gjafirnar sem ég átti von á og svo vitanlega veislan eitt aðalatriði fermingarinnar. Sami hvati bjó að baki ákvörðunar þeirra fcrmingar- systkina minna, sem ég þekkti að einhverju ráði. Daginn eftir ferm- inguna spurðum við ekki hvort annað um ritningargreinar eða guðsorð, spurningin sem brann á vörum okkar var: hvað fékkstu í fermingargjöf? Þcir sem citthvað áttu undir sér höfðu fengið mikið. en aðrir fengu niinna, eftir aðstæð- um. Ég spurði væntanlegt ferm- ingarbarn um daginn út í það hvort þetta hefði eitthvað breyst, cn af svörum þess að dæma hefur það ekki gert það, cnn voru það hin „efnislegu-gæði“ sem mcstu máli skiptu, og ætti það raunar ekki að koma neinum á óvart. Það vita allir, scm vilja vita, að ferntingin er efnahagshátíð unglinganna, þá fá þeir gjafir, veislu og síðast en ekki síst ný og flott spariföt. Það kont því óneitanlega á óvart, þegar biskupinn yfir íslandi herra Pétur Sigurgeirsson sendi frá sér yfirlýsingu um daginn. þar sem hann segir að auglýsingar á ferm- ingarvörum ýrnis konar séu komn- ar út fyrir allt velsæmi. Vissulega e.ru þær það, og hafa verið lengi. Fermingartíminn hefur verið vertt'ð fyrir verslunareigend- ur, á svipaðan hátt og jólin. Aug- lýsingar á varningi hafa um árabil tekið mið af þessu og gluntið í eyrum okkar í útvarpi, sjónvarpi og blöðum án þess að nokkur hafi fett fingur út t' það. Nú hinsvegar, hefur birst mynd af presti að ferma börn í auglýsingu. og mælirinn er lullur. Hvers vegna er raunar ekki auðskiljanlegt þar sem næsta fáir höfðu veitt þessari tilteknu auglýs- ingu athygli. Varla hefur hún gert útslagið um kaupæðið vegna ferm- inga. En hver svo sem ástæðan er, ber að fagna því að biskupinn yfir íslandi hcfur tekið af skarið og talað gegn kaupæðinu. Það veitir víst ekki af. Hvernig má koma við fermingu með tilheyrandi pomp og pragt hjá þeirri fjórðu liverri íslensku fjöl- skyldu sem lifir undir fátæktar- mörkum? Minnug þess að þeir sem fá litla og {jttæklega fermingar- veislu eru öðruvísi, sem getur vald- ið óþarfa áhyggjum og vandamál- um fyrir unglinga á viðkvæmasta skeiði. Það verður að segjast, að áminn- ing biskupsins, sem er ágæt svo langt sem hún nær, hefði þurft að koma fyrir fjölmörgum árum og henni héfðu þurft að fylgja mark- vissar aðgerðir af hálfu kirkjunnar til að draga úr veisluhöldum fólks í tilefni fermingarinnar, og ef til vill er ekki of seint að snúa þessari þróun við. Trúlega fækkaði ferm- ingum ef slíkt kæmi til, en á móti kæmi að hlutfall raunverulegra ferminga þar sem hugur fylgir máli myndi stóraukast. -BG VÍTT OG BREITT Vörngegn okri Margir aðilar hafa auglýst hækk- un á þjónustu, svo sem tryggingafé- lög, bankar, flugfélag, svo citthvað sé nefnt. Þetta virðist gert svona meira af gömlum vana en að brýn nauðsyn beri til aö þjónustan sé hækkuð. En nokkrir viðkomandi hafa séð að sér. Þcgar þcim var bent á að kjarsamningar hafa verið gerðir og hvað þeir fela í sér hafa tryggingafélögin, bankarnir og flugfélagið áttað sig á að aðrir aðilar í þjóðfélaginu stefna í þver- öfuga átt. Bankarnir drógu sínar hækkanir alvcg til baka, tryggingafélögin drógu aöeins úr sinni hækkun og Flugleiöir sömuleiðis. Reynt verður eftir bestu getu að fylgjast með að þjónusta og vöru- verð hækki ekki að óþörfu, cnda engin ástæða til. Olíuverðslækkun- in á síðasta ári og það sem af er þcssu hcfur leitt til verðlækkunar og betri efnahags í liclstu viðskipta- löndum okkar og eins og á stendur er ekki annað en helber lygi ef einhverjir aðilar hér á landi ætla að hækka hjá sér í skjóli veröhækkana erlendis. Þá hafa vextir lækkað í útlöndum og fara enn lækkandi, svo að crlendur fjárniagnskostnað- ur ætti ekki að íþyngja innflytjend- ur né öðrum. Þar ofan á bætist að vextir fara lækkandi hér á landi og ætti það enn ajð efla fyrirtæki og stofnanir. Það sem fyrst og fremst hækkar í viðskiptalöndum íslendinga er fiskurinn. Með stuttu millibili berast fréttir um hækkun söluverðs á hinum og þessum fisktegundum, bæði austan hafs og veytan, og þar ofan á að það vanti tilfinnanlega ineira magn á markaðina. Allar aðstæður eru þvi þannig að forsendur kjanisanininganna ættu að standast, dýrtíðin hjaðnað og kaupmáttur aukist. Það er cngin ástæða til að líða einuin né neinum að hlaupast undan merkjum með óhóflegum vcrðhækkunum, hvorki á varningi né þjónustu af neinu tagi. Ef ekki er hægt að reka fyrirtæki eins og nú árar í efnahagsmálum er ekki öðrum um að kenna en óstjórn og óráösíu, fjárfestinga- sukki undangenginna ára, eða að viðkomandi fyrirtæki hafa engan starfsgrundvöll. Þótt áiagning sé frjáls hér á landi og mikið og vaxandi frjálsræöi sé í viðskiptum yfirleitt er Verðlags- stofnun nnuðsynleg og vinnur þarft starf. Vonandi kemur ekki til þess að setja þurfi á viðskiptahöft og verðlagseftirlit vegna misnotkunar á viðskiptnfrelsinu. En Verðlags- stofnun gefur gott aðhald mcð verðkönnunum sínum og kynningu á niðurstöðum þeirra fyrir almenn- ing. Verðskyn er náttúrlega ekkert í landi þar sem sífelldar verðhækk- anir hafa þótt sjálfsagöar í inanna minnum. Það er því rangt að tala uni að efla vcrðskyn meðal neyt- cnda, það þarf að búa það til. Það verður ekki gert með öðru cn víðtækum og reglubundnum verð- könnunum og góðri kynningu á niðurstöðum þeirra. Neytendur verða líka að leggja það á sig að kynna sér vöruverö og þjónustu- gjöld og taka eftir þegar um óhóf- legar hækkanir er að ræða. Ef kaupendur vöru og þjónustu láta sér skiljast þcgar verið er að hafa þá að féþúfu og bregðast rétt við er engin ástæöa til annars en að forscndur nýgeröra kjarasamninga standist, öllum til hagsbóta nema okrurum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.