Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 12
16 Tíminn Föstudagur 21. mars 1986 BÓKMENNTIR llillllll IIUIIIIIIIIlllllllllllllllllllllll Módernismi og raunsæi 1’orslc‘inn Antonsson: Sjáendur og utangardsskáld, greinasafn uni hækur, höfunda, les- endur, Skákprent, 1985. Þetta er eiginlega dálítið skrýti- lega samansett bók. Hún er safn af blaðagreinum og útvarpspistlum, og þar að auki eru í henni tvær veiga- miklar ritgerðir sö^ulegs efnis, um kynduga einstaklinga sem lifðu fyrr á öldinni og margir vita cnn dcili á. Allt cfnið snýst rheira og minna um bókmenntir, innlendar og erlendar, gamlar og nýjar. I’að nýstárlega við jiessa bók er að í hcnni er safnað saman grcinaskrifum eftir tiltölulega ungan höfund, sem ekki hefur enn skapað sér þá frægð að allt cftir hann sé talið til gullkorna sem varðvcita verði á bók. Ritgerðirnar tvær standa fremst í bókinni og af þeim dregur hún nafn. Sjáandinn cr Jochum M. Eggerts- son, öðru nafni Skuggi, og' utan- garðsskáldið er Jóhanncs Birkiland. Eg er ókunnugur ritvcrkum beggja þessara höfunda og kann því ekki að dæma um vinnubrögð Þorsteins cða trúverðugleika hans við efriið. En hins vcgar fann ég ekki annað við lestur greinanna en að hann hcfði kynnt sér efniviðinn rækilega og að honum tiekist að gefa býsna greinar- góða mynd af báðum þessum kyn- legu kvistum. Líka er þaö álit mitt aö hann hafi hér unnið heldur þarft verk með því aö kafa ofan í ritverk þess- ara tveggja manna og drtiga kjarn- ann úr þeim sarnan í aðgengilegt mál. Meðal annars fannst ntérgagn- legt aö fá útdráttinn, scm þarna er. úr skáldsögunni Sjödjöflahúsiö eftir Jóhannes Birkiland. Hún er hvað sem öðru líður þáttur úr íslenskri bókmenntasögu sem ég hygg að fáum bókmcnntamönnum hafi verið kunnur áður. Aftur á móti má trú- lega telja þaö til ofrausnar aö prenta þessa rjtgerð um Jóhannes hér í bók- inni. Eins og menn vita birtist rit- gerðin í Skírni nú um áramótin síð- ustu og vakti að ég hcld töluverða at- hygli þar. Ég á ckki von á að menn vilji telja endurprcntun hennar á bók aðeins tveim eða þrcm mánuðum seinna vcra bcinlfnis orðna tíma- bæra. Að þessu loknu fylgja í bókinni nokkrar greinar um íslenska sagna- gcrð síðustu ára, cn í scinni hluta hennar eru stuttar greinar um all- margar crlendar bækur. Þær greinar Þorsteinn Antonsson. eru með hreinu ritdómasniði og nán- ast eingöngu kynning á viðkomandi bókum. Flest eru þetta bækur sem standa á einn eða annan hátt upp úr í heimsbókmcnntunum, og ég sé í sjálfu sér ekkert athugavert við þau skrif. Þar er ekki kafað djúpt í verkin. en ég get svo sem ímyndað mér að ýmsum geti þótt gagnlegt að lesa þarna upplýsingar um ýmsar góðar erlendar bækur. kannski til að undirbúa sig fyrir Iestur þeirra og nánari eigin krufningu. Það er hins vegar varðandi greinar Þorsteins um nútímabókmenntirnar sem ég tel óhjákvæmilegt að gera nokkrar athugasemdir. Þar fer lield ég ekki á milli mála að hann hcfur rangt fyrirsér í veigamiklum atriðunt sem snerta mat á ýmsum bók- menntaverkum frá síðustu árum. Þetta snertir fyrst og fremst ís- lenska skáldsagnagerð síðustu ára. Hann skilur þar á milli tveggja hug- taka sem liann nefnir módernisma og raunsæi. Svo hið síðara sé tekið á undan þá hygg cg að það sé rétt hjá honum að margarskáldsögursíðustu ára megi teljast raunsæjar í hefð- bundnum skilningi, en aftur á móti er heildarmat Þorsteins á þeim kolrangt. Það sem hcfur verið að gerast í skáldsagnagerðinni er að höfundar hafa í stöðugt ríkari mæli tekist á við efni úr samtímanum og fjallað um þau á raunsæjan liátt. Einna hæst ber í því efni verulegan fjölda af skáld- sögum sem fjalla á einn cða annan hátt um konur og stöðu þeirra í þjóð- félaginu. Um þessi verk talar Þor- steinn með takmarkaðri virðingu og telur þau lítils virði, og þar fer ekki á milli mála að mat hans er rangt. Það sem hefur verið að gerast er það að vcrulegur fjörkippur hefur færst í skáldsagnagcrðina og hún hefur færst nær samfélagsveruleikanum en áður. Þetta hefur orðið til þess að vekja áhuga hjá lcsendum og jafn- framt ýtt á eftir rithöfundum um að skrifa slík verk. Ég held að það blandist engurn, sem til þekkir. hug- ur um að þetta er nýjung scrn á síð- ustu árum hefur fætt af sér mprg ágæt verk og fjöldann allan af góðum nriðlungsverkum. Sömuleiðis er ég mjög ósaminála því sem Þorsteinn segir þarna um módernisma. Hugtakið módernismi hefur raunar til þessa vcrið notað um nýjungar í Ijóðagerðinni hér heima í kringum seinna stríð, og ég þckki það ekki annars staðar frá að það hafi verið notað um skáldsagnagerð- ina. Ég er vanari því að þar sé tekið á öðru fyrirbæri, sem cr ekki síður merkilegt í skáldsagnagerðinni hér síðustu tuttugu árin en það sem Þor- steinn nefnir raunsæi. Það fyrirbæri er mér tamast að tala um sem anti- róman eða andskáldsögu. Það felst í því að veruleiki skáldsögunnar er rif- inn úrtcngslum við raunheiminn úti í þjóðfélaginu og hann fær að vaxa og þróast í samræmi við eigin innri lögmál. I rauninni er antirómaninn því algjör andstæða rausæisins, ann- ars vegar er óheft hugmyrrdaflug og hins vegar harðar kröfur um fullt samræmi við raunveruleikann. Eins og menn vita er Guðbergur Bergsson helsti fulltrúi fyrrnefndu vinnu- bragðanna, en fleiri höfundar hafa þó , beitt þcim með góðum árangri, svo sem Svava Jakobsdóttir ogThor Vil- hjálmsson. og raunar Halldór Lax- ness líka. Þorsteinn lætur þannig í bók sinni að þessi tegund verka sé að koðna niður, og þar með lífsvon íslenskrar skáldsagnagerðar, sem felist í henni. Þar er hann seinheppinn, því aö núna fyrir jólin komu út ágætar bæk- ur í antirómanstíl, Leitin að landinu fagra eftir Guðberg Bergsson. Froskmaðurinn eignuð Hermanni Mássyni, og raunar má einnig telja Oktavíu Vésteins Lúðvíkssonar. Allt eru þetta úrvalsverk, og skilji ég Þorstein Antonsson rétt þá afsanna þau þá kenningu hans að það, sem hann kýs að nefna módernisma í ís- Ienskri skáldsagnagerð, sé á útleið. Hins skal þó getið að bókin er skrifuð á lipru og læsilegu máli og töluverðan skemmtilegan fróðleik er í henni að finna. Bókfræðilega séð er það þó slæmur galli á henni að hvergi er getið um það hvar greinarnar hafa • birst á prenti áður. Slíkt hefði þurft að nefna aftan við hverja þeirra um sig eða síðast í bókinni. Prentvillur og smáskekkjur eru nokkrar. Einna verst er að séra Jón Magnússon þumlungur er nefndur „Jón Magnús- son sálarháski" á bls. 17, og skáld- saga Ólafs Hauks Símonarsonar, Vatn á myllu kölska, heitir „Vatn á milli kölska" á bls. 70. Eysteinn Sigurðsson. & WFŒXÆSIA -góð vöm gegn verðhækkunum A lþýðusamband íslands beinir þeim tilmælum /\til alls launafólks að það taki virkan þátt í verðlagseftirliti. í meðf. töflu eru upplýsingar Verðlagsstofnunar um verð á nokkrum vörum Þú getur gerst virkur þátttakandi í verðgæslunni með því að skrá niður verðið þar sem þú verslar.Fáir þú ekki fullnægjandi skýringu á því verði sem þú þarft að greiða hringdu þá í kvörtun- arsíma Verðlagsstofnunar 91-25522, sendu kvörtun til Verðlagsstofnunar /7 > Borgartúni 7, 105 Reykjavík eða / /aF- hafðu samband við þitt verkalýðs- eða neytendafélag. KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR ■r—1 rt WRÐGE&A Vörutegundir Alg. verð í stórmörkuðum á höfuðb.sv. Alg. verð í kjörbúð á höfuðb.sv. Nafn á búð: Nafn á búð: Nafn á búð: Nafn á búð: Kjúklingar 1 kg 210 kr. 230-260 kr. Vínarpylsurlkg 240-270 kr. 270 kr. Egg Ikg 98-120 kr. 98-120 kr. Fransman fr. kart. 700 g 95 kr. 105 kr. Þykkvabæjarfr. kart.700g 95 kr. 105 kr. Hvítkál 1 kg 27-30 kr. 30-40 kr. Tómatar 1 kg 170-180 kr. 190-220 kr. Alpa smjörlíki 400 g 65 kr. 69 kr. Akrablómi smjörlíki 400 g 68 kr. 72 kr. Robin Hood hveiti 5 Ibs. 95 kr. 102 kr. Pillsbury hveiti 5 Ibs. 75 kr. 81 kr. Juvel hveiti2kg 45 kr. 55 kr. Dansukker strásykur 2 kg 40 kr, 43 kr. Kellogg’s corn flakes 375 g 98 kr. 103 kr. K.Jónsson gr.baunir'/idós 29 kr. 30 kr. Ora gr. baunir Vi dós 31 kr. 35 kr. Tab innih.30 cl 19 kr. 19 kr. Egils pilsncr innih. 33 cl 29 kr. 29 kr. MSísll 107 kr. 107 kr í samstaifi Alþýðusambandsfélaganna og neyt- endafélaga einstakra byggðalaga mun verð á þessum ogfleiri vörum verða kannað víðs vegarum landið nœstu daga. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS KLIPPIÐ UT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.