Tíminn - 23.03.1986, Side 6
6 Tíminn
Sunnudagur23. mars 1986
^ - fóðri með R«sneS'"U
Landburðurog mokveiði:
besta vertíð í manna
minnum þó það séu
færri net í sjó en
nokkru sinni áður
OFANKOM A. skafrenn-
ingur, og bíllinn enn
kaldur, mjakast upp
Grundarbraut í kafaldi, snjórinn
þyrlast um ljósastaurana, ruðningar
frá því fyrr um kvöldið og myrkur
úti. beygir inn Brautarholtið, stopp-
ar fyrir utan eitt húsið og flautar
klukkan eitt um nótt. Bíður. Fer út
og skefur af framrúðunni, horfir upp
í gluggana og bíður eftir Ijósi. Annað
flaut. Koma út, tveir, á leið í jakk-
ana, hrollur og syfja.
Og síðan út úr bænum sem steypist
niður fjallið, hlíðarnar og endar í
frystihúsum og salthúsum sem renna
í höfnina þar sem bátarnir liggja
bundnir, klaki og snjór og ljósavél-
arnar mala.
Undir Enninu teikna snjókornin
fjarvíddarteikningar á móti bílnurn.
Nýi vegurinn heldur sig í hæfilegri
fjarlægð frá Hettu Tröllkonu sem
nær ekki lengur að kasta í menn
grjóti. Og vísan hans Jónasar
Hvort á nú heldur að halda
í hamarinn svarta inn
ellegar út betur - til þín
Eggert, kunningi minn?
heyrir til horfinni tíð, þó Eggert
mari enn í hálfu kafi út í firðinum,
varla meiren bein í brúðkaupsskarti.
En mennirnir í bílnum hugsa ekki
til Eggerts. gamlir þulir komnir á
frívakt og veðurstofan tekin við,
spáir sex vindstigum af suð-austan.
éljagangi og miklum sjó. í gær var
bræla og kokkurinn stóð við að
steikja kótelettur í tvo tíma, skorð-
aði sig fastan og sagaði hrygg með
járnsög. Sexhundruð-tonna-veislan
og ís á eftir.
Bíllinn beygir inn á Landshöfnina
í Rifi. rennur og snýst í hálfhring í
hálkunni, skríður að bryggjukantin-
um.
Enginn runnið útaf bryggjunni?
I fyrra sótti Egill mannskapinn á
rúgbrauðinu í brjáluðu roki og
hálku. Hann hafði farið niður í bát
fyrr um kvöldið og vissi að bryggjan
var eins og gler. Þegar kom að
beygjunni sagði hann þeim að vera
tilbúna að stökkva út ef bíllinn
ætlaði framaf. og þá tók vindurinn í
og bíllinn byrjaði að skríða í átt að
bryggjukantinum. Panik. Þeir framí
stökkva út, Egill reynir að halda
bílnum á bryggjunni, Baldi, skip-
stjóri, getur ekki opnað rennihurð-
ina að aftan, tekst það og stekkur út.
Agli finnst bíllinn ætla framaf og
hoppar út, en rúgbrauðið er komið
það fram á bryggjuna að hann stekk-
ur beint í sjóinn, svamlar og býst við
bílnum yfir sig, en hann stöðvast við
kantinn. Egill í sjónum og bíllinn á
bryggjunni. Þeir hinir liggjandi við
kantinn. Kóki á öðrum skónum,
sleppir sér og kastar honum í sjóinn.
hleypur að bátnum, ber stýrishúsið
að utan og öskrar: „Ég týndi
skónum, ég týndi skónum". Siggi
kernur upp og heldur að þeir hafi
allir farið í höfnina. Kóki öskrandi
og þeir hinir koma labbandi eftir
bryggjunni og Egill blautur, með
buxurnar niðrum sig, þungar af
sjónum.
Engin ævintýri nú.
Koma á nokkrum bílum, þöglir og
þreytulegir, kannski bölvandi.
„Djöfull ertu slapplegur. Þú ríður
alltof mikið."
Daufur hlátur og burðast við að
svara. karlamórallinn orðinn lítið
annað en vani. og enginn nennir
almennilega að vera hetja. Bölv er
siður á Sandi, og Sandarar orðljótir
langt aftur í ættir.
Formenn á Sandi
brölta frá landi
bölvandi.