Tíminn - 23.03.1986, Síða 23

Tíminn - 23.03.1986, Síða 23
Sunnudagur23. mars 1986 Tíminn 23 Islendinga- félagið Smásaga eftir Sigurö Ingólfsson Stofnun íslcndingafélagsins var þörf framkvæmd og löngu tímabær. Frumkvöölar að stofnun þcss sáu í liendi scr að svo félagslega sinnuð þjóð og félagasækin hefði ckki cnn um citt fclagið að vclja sem hafði það umfram önnur að í því rúmuðust all- ir ÍSlendingar scm væru staddir á þessari eyju þá stundina. Eins og all- ar nýjungar hér yfirleitt, fékk félagið mikinn andbyr í fyrstu. Mönnum þótti það ekki andskotalaust að hafa engan keppinaut eða yfirleitt ekkert fínt að vera í samtökum sem allir gátu verið í bara fyrir það eitt að vera Islendingur. Sérstaklega fór þetta fyrir brjóstið á stjórnmálaflokkun- um og á meðan félagið var að vaxti úr grasi linnti ekki látum á síðum flokksblaðanna um að þetta væri vafasamur félagsskapur, scm væri stofnaður til höfuðs flokkunum og þar með lýðræðinu í landinu. En smárn sáman tóku þau aðra stefnu og studdu félagið með ráðum og dáð. Félagið haföi það eiít á stefnuskrá sinni að stuðla að því að allir íslend- ingar hcfðu það sem allra best með- an þeir eyddu ævi sinni hér á landi. Þetta var, þótt undarlegt megi heita mistúlkað og jafnvel rangfært og ýmsar stjórnmálastefnur teknar til samjöfnunar, til þcss að svcrta félagið eða til að hcfja það upp. En auðvitað hafði félagið sína mælsku formælendur og þcgar einn þeirra sagði að tilgangur þcss væri sá meðal annars að gera þá ríku ríkari. og þá fátæku ríkari hvar í flokki sem þeir stæðu var sem vopnin væru úr höndum þeirra slegin og í margar vikur var ckki minnst á félagið í rit- stjórnardálkum. Og ekki lcið langur tími áður en allir ritstjórar blaðanna voru gengnir í félagið og cftir það sigldi það lygn- an sjó. Flokksbönd riðluöust bæði á þingi 'sem annarstaöar og vcrk stjórnmálamanna varð fyrst og fremst að komast að einni rökréttri niðurstöðu um mál óháð tiifinning- ununi eða atkvæðaveiðum og menn viðurkenndu afdráttarlaust aö annar aðilinn hafði rétt eða réttara fyrir sér. Smám saman fóru sjálfsögð mál í gegnuni þingið sem áður höfðu strandað þar árum saman þótt allir vissu að meiri hluti þjöðarinnar væri þeim fylgjandi. Það merkilegasta við félagið var. að þar var aldrei kosin nein stjórn. Á stofnfundi þess var ákveðið að efna til aðalfundar, fáeinum árum eftir stofnfundinn og kjósa þá stjórn. Að þeim árum liðnum var Ijóst að allir íslendingar voru gengnir í það og þá þótti hreinlega hvorki rétt. né ástæða til að kjósa því stjórn. Tveimur árum eftir það, eða sem nam einu kjörtímabili ríkisstjórnar var ákveð- ið að leggja félagið niður enda hafði það náð tilgangi sínum. og háværar raddir væru uppi urn að það vær.i orð- ið óbúandi í þcssu landi sökurn leið- inda. rnirnmi SHARP ferðatæki verð frá kr. 7.265.- SHARP ferðatæki verð frá SHARP vasatölvur verð frá kr. 17.944.- kr. 496.- Tíminn er dýrmætur og það er óþarfi að þeytast bæinn ó enda í örvæntingarfullri leit að fermingargjöfum, því HLJÓMBÆR hefur gjafirnar sem unglingunum líkar. Fermingargjafirnar frá HLJÓMBÆ eru framtíðareign. Við nefnum VASATÖLVUR fyrir námshestana, FERÐATÆKI í útileguna og HLJÓMFLUTNINGSTÆKI íunglingaherbergið. Allt vörur sem endast öll unglingsárin — og vel þaðl Byrjaðu leitina í Hljómbæ — það gæti sparað tíma HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Sigurður Ingúlfsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.