Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 11
Sunnudagur6. apríl 1986
Tíminn 11
RÚM í
Ba'ndaríska geimferöastofnunin
(NASA) gerir nú tilraunir með ný
rúm fyrir geintfara til nota í geimn-
um, - sérstaklega með tilliti til
geimstöðvarinnar, sem þeir ætla að
senda á sporbaug umhverfis jörðu
„Heilagar
óeirðir á
Indlandi"
Mikið annrfki hefur verið hjá
iögreglunni á Indlandi í síðastliðnum
mánuði. Helgar hátíðir Indverja eru
fleiri en fingur beggja handa telja og
26. mars leyfist mönnum að helia
yfir náungann lituðu vatni. Hátíða-
höld þessi hafa undanfarin ár farið
úr böndununt, því í hita leiksins hafa
indverskir karlar orðið einum of
ágengir við kvenfólkið á götum úti.
Hefur lögreglan meðal annars skip-
að strætisvagnastjórum að aka með
menn, sem leita á konur í vögnum
þeirra, beina leið í steininn. Þessi
heilaga athöfn hindúa, að skola
hvern annan úr lituðu vatni, hefur
snúist upp í skrílslæti og álíta mcnn
hátíðina núorðið opinbert leyfi til að
áreita konur og ráðast á vegfarendur
og bifreiðar með vatnssprengjum.
Um sama leyti tók hópur sig
saman sem líkar betur að vera
nakinn en klæddur, og rölti rétt sí
svona sér til heilsubótar niður stræti
Bangalore, sem er í suðurhluta
landsins.
Lögreglunni þar í bæ líkaði ekki
hópgangan og réðist gegn henni með
bareflum, sem aftur göngumönnum
og áhorfendum líkaðþ. alls ekki.
Snerust vegfarendur gegn lögregl-
unni, þar sem hún reyndi að hindra
að nakta fólkið tæki sér bað í ánni,
sem rennur meðfram borginni. Lög-
reglunni bættist við liðsauki í verka-
manni, sem sjálfsagt hefur talið
óviðeigandi að menn færu naktir í
ána. Baráttan gegn nöktum tókst
þó ekki betur en svo, að verkamað-
urinn stakkst á höfuðið í ána og var
umsvifalaust sviptur klæðum.
Lögreglustjórinn, 13 lögreglu-
menn og tveir kvenlögregluþjónar,
sem reyndu að koma verkamannin-
um til bjargar, lentu í sams konar
vandræðum og hann. Pau eru víst
enn að leita að lögreglubúningi
sínum.
RÚMI
einhvern tímann í náinni framtíð.
Víst er. að vanda þarf vel til
verksins, því langt verður til næstu
húsgagnaverslunar, líki geimförum
ekki hægindin og vilji skipta.
Kvartanir hafa borist frá nokkrum
geimferðamönnum sökum slæms
nætursvefns á ferðalögunt þeirra
himinhvolfa á milli og segjast þeir
iðulega vakna upp við vondan
draum. að þeir falli endalaust niður
í hyldjúpt gap. Þessi tilfinning mun
vcra til kominn vegna aðdráttarleys-
is úti í geimnum.
í einhverju næsta geimskutluskoti
mun geimferðastofnunin senda upp
tilraunarúm með öppblásanlegúm
taubelgjum sem ljúkast unt líkam-
ann. Pannig ntun geimfaranum líða
eins og hann svæfi ofurvært undir
sæng sinni heima á jörðinni.
Risamör-
gæsá
suöur-
skautinu
Pólskir vísindamenn á suður-
skautinu hafa nú fundið leifar
risamörgæsar einnar sem verið hef-
ur hvorki meira né minna en tveir
metrar á hæð. Mörgæsin var vel
varðveitt í ísnunt og beinagrindin
nær alveg heil," en hún fannst á
Seymour evju. Telja vísinda-
mennirnir að fundur þessi muni
hafa stna þýðingu við rannsóknir
á þróunarferli fugla.
i .. <
Fjórhjóladrifinn
□ISUZU PICKUP ’86
ENGIN ÚTBORGUN
Útgerðarmenn, verktakar, bændurogaðrir
athafnamenn, sem þurfið lipran, léttan og
rúmgóðan bíl með mikla flutningsgetu,
komið, sjáið og sannfærist um gæði og
eiginleika ISUZU PICKUP ’86.
Ýmis greiðslukjör í boði, m.a.
KAUPLEIGA: ENGIN ÚTBORGUN, aðeins
mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar
greiðslur til allt að fjögurra ára.
Sölumenn okkar veita allar nánari
upplýsingar.
AUGLÝSINGAOEILO SAMBANOSINS
Tækniatriði:
Bensínvél 88 hö. Diesel 61 hö. Fimm gíra.
Aflstýri. Aflbremsur. Læstdrif. Fjórhjóladrifinn
(4x4). Lengd á palli 2,29 cm. Lengd á palli
(SpaceCap) 1,87 cm. Sportfelgur. Deluxe inn-
rétting (allir mælar). Ýmsir litir.
BSLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300