Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 6. apríl 1986 - bara ve! ánægöir með okkur, segja Gunnar og Guðbjörn Guðbjörnssynir, tenórsöngvarar „Áfram veginn í vagninum ek ég“, söng Stefán íslandi og nefndi ævisögu sína, að lokinni ferð sinni eftir langferðaleiðum, sem hafði borið hann á fræg leiksvið og í stærstu hlutverk óperubókmenntanna. En öll byrjun er erfið og leið söngvarans er torsótt. Þrátt fyrir það er mikil uppsveifla í íslenskum tónlistarmálum og mikill fjöldi fólks stundar nú söngnám. Það er sjálfsagt því að þakka, hve vel hefur verið búið að bóli lista og menningar á hraunhólma okkar hér langt norður í íshafi og því, hve lítil samkeppnin hér er innbyrðis, miðað við það sem þekkist erlendis. Menn fá ungir tækifæri til að spreyta sig á margvíslegum verkefnum, án þess þó að slakað sé á kröfum við þá. Bræðurnir Gunnar og Guðbjörn Guðbjörnssynir eru fulltrúar þeirrar kynslóðar sem nú kemur akandi á vagni Stefáns inn á söngsviðið. Rauðhærðir tenórar „Halló, ertu frá blaðinu?“, glumdi hvell tenórrödd í dyrasímanum, þeg- ar blaðamaður Tímans hringdi bjöll- unni að heimili þeirra bræðra, Þórs- götu 23. Þar búa þeir á annarri hæð í eigin íbúð, báðir stúdentar frá Verzlunarskóla íslands, Gunnar tæplega eins árs og Gubjörn fjögurra ára. Þeirstunda söngnám hjáSigurði Demetz Franzsyni í Nýja tónlistar- skólanum, báðir eru þeir tenórar og loks eru þeir báðir tveir rauðhærðir. „En það gerir ekkert til“, svaraði Guðbjörn og bauð blaðamanni að henda af sér frakkanum í stofustól- inn, „því að einn aðalkeppinautur Caruso um aðdáendurna á sínum tíma, John McCormack, var íri og líka rauðhærður.“ „Annars hefði verið gaman að verða fyrsti rauð- hærði tenórinn“, kallaði yngri bróðirinn, Gunnar, fram úr eldhús- inu, þar sem hann var í þann mund að leggja síðustu hönd á gríðarstóra pizzu sem hann svo renndi inn í ofninn. Við fengum okkur allir því næst sæti inni í stofunni yfir rjúkandi bolla af ítölsku kaffi. Til að tolla í tískunni hafa bræðurnir fengið sér páfagauka, en þeir njóta víst tónlisí- ar betur en aðrar skepnur og fara ekki í manngreinarálit hvað varðar söngvara. Á veggjum hanga myndir eftir eldri bróður þeirra og myndlist- armann, Daða Guðbjörnsson, og á píanóinu voru nóturnar að óperunni Tosca eftir Puccini, sem Þjóð- leikhúsið mun setja á fjalirnar á vetri komanda. „Já, við sungum þarna fyrir í aukahlutverk fyrir tenór niðri í leikhúsi um daginn“, sagði Guðbjörn, en hvor um sig fór með aukahlutverk í Grímudansleik Verdis, sem var til sýnis fyrir jól. „En annars er það helst Stabat Mater eftir Dvorak með Sinfóníu- hljómsveit íslands sem er á döfinni hjá mér þessa dagana“, sagði Guð- björn ennfremur. Stabat Mater „Stabat Mater fjallar um þjáningu Maríu meyjar undir krossinum. Ljóðin eru til í frægri þýðingu Matt- híasar Jochumssonar þjóðskálds, „Stóð móðir undir krossi“, en það varð aldeilis hamagangur í öskjunni þegar mótmælendur komust að því, að presturinn þeirra væri farinn að vinna verk fyrir kaþólikkana. Hvað um það, - tónlist Dvorak er gífurlega falleg. Maður finnur svo mikla sorg í henní, - enda hafði tónskáldið misst þrjú börn með stuttu millibili, á meðan hann vann verkið. Tenór- inn opnar það og er reyndar syngj- andi allan tímann, svo mér er sýnt mikið traust í fyrsta sinn sem ég kem fram á stórum tónleikum. Ég á Guðmundi Emilssyni þökk að gjalda fyrir þetta tækifæri sem hann gefur mér, en hann stjórnar verkinu." „Hann hefur sýnt mikinn dugnað við að koma ungu og efnilegu listafólki á framfæri hér á landi,“ sagði Gunnar. „Ég söng sjálfur í Purcell óperu hjá honum í vetur, Álfa- drottningunni, en svo fleiri dæmi séu tekin má nefna Mörtu Halldórsdótt- ur og Jóhönnu Þórhallsdóttur. Dæmin eru miklu fleiri og hann á lof skilið fyrir þetta framtak, því að það er allt of algengt, þó það sé ekki einhlítt, að það séu alltaf sömu söngvararnir sem eru látnir syngja hérna.“ Guðbjörn hélt svo áfram: „Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um skólasýningarnar eins og Brottnám- ið úr kvennabúrinu eftir Mozart, sem ég sjálfur tók þátt í, eða Ástar- drykkinn, sem Söngskólinn setti upp. Núna er allt á „atvinnumanna- basis“, - þarna syngja einnig Sigríð- ur Ella, Katrín Sigurðardóttir og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.