Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 13
Sunnudagur 6. apríl 1986 Tíminn 13 Páll P. Pálsson. Stofnandi kórsins, Sigurður Þórð- arson. Karlakór Reykjavíkur, eins og hann nú er skipaður. Fremst fyrir miðju eru stjórnandinn, Páll P. Pálsson og Guðrún Kristinsdóttir, undirleikari kórsins. Stofnaður af Sigurði Þórðarsyni Kórinn stofnaði Sigurður Þórðar- son, sem var stjórnandi kórsins í 36 ár og tónskáld, en hann samdi lögsent segja ntá að séu samtengd kórnum í hugum manna þegar þau eru flutt og nægir að minna á „ísland, ísland eg vil syngja", en það lag hefur líklega verið flutt qftar og á fleiri stöðum en nokkurt lag sem íslenskur kór hefur flutt í hálfa öld. Karlakór Reykjavíkur var þriðji kórinn sem í Reykjavík var stofnað- ur, en hann er stofnaður 3. janúar. 1926. Var það lán hans að fá Sigurð til að leiða sig framan af árum, en hann var menntaður tuttugustu aldar iónlistarmaður, sem iagt hafði stund á fiðluleik og tónsmíðar í Leipzig, er hann ungur var þar viö verslun- arnám. Hann tók snemma að ferð- ast með kórinn um ísland og fór með hann til höfuðborga Norður- landa 1935 og til Danmerkur, Aust- urríkis, Tékkóslóvakíu og Þýska- lands 1937. Margir ágætir sólistar komu við sögu á ferli Sigurðar og ber þar hæst Stefán Islandi, sem m.a. var með í fyrstu utanferðunum. Þegar Sigurður lét af störfum 1962 óttuðust margir um framtíð kórsins, þótt hann héldi áfram að líta til með honum sem kórstjóri eldri félaga. Eftir að Jón S. Jónsson hafði stjórn- að kórnum í tvö ár tók við Páll P. Pálsson. Verður ekki fjölyrt unt hæfileika hans hér, svo vel þekktur sem hann er af frábærum störfum í þágu íslensks tónlistarlífs frá því er hann ungur fluttist til íslands frá Austurríki 1949. í stjórnartíð Páls hcfur kórinn farið sjö ferðir erlendis og gert sex hljómplötur, sem tala sínu máli, - eða syngja, - um það starf sem Páll hefur unnið. Þótt meðal félaga kórsins séu, mætir félagar scm starfað hafa yfir 30 ár, verður að minnast sérstaklega Hallgríms Sigtryggssonar. Hann er nú 91 árs gamall og söng með kórnum frá stofnun, 1926 til 1962. Hann er nú „Nestor“ eldri félaga, sem nærri má geta. Þá verður að geta um Ragnar Ingólfsson, sem hóf að syngja 1950 og er enn ódeigur í liðinu. Hann var formaður frá 1963- 1977 og enn nýtur starfið óeigin- gjarnra krafta hans. Karlakór Reykjavíkur varð 60 ára þann 3. janúar sl. og mun hann í næstu viku minnast afmælisins veglega með fjórum hátíðartónleikum sem verða dagana 8., 9., 10. og 12. apríl í Langholtskirkju. Hefjast þeir klukkan 20.30 þrjá fyrstu dagana, en kl. 14.30 síðasta daginn sem er laugardagur. Þá verður fljótlega eftir síðustu tónleikana tekin skóflustungan að nýju félagsheimili sem rísa mun að Skógarhlíð 20 eða nánar tiltekið í norðanverðri Öskjuhlíð. Á framangreindum hljómleikum verður Páll Pampichler Pálsson stjórnandi, og Guðrún A. Kristins- dóttir píanóleikari. Einsöngvarar eru þeir Friðbjörn G. Jónsson, Hjálmar Kjartansson, Hreiðar Pálmason og Ólafur Magnússon. Fjölmargir eldri félagar kórsins munu syngja með á tónleikunum nokkur iög. Pourqouis Pas Næsta verkefni Karlakórs Reykja- víkur verður söngur með Sinfóníu- hljómsveit íslands hinn 10. maí n.k. í Háskólabíói. Flutt verður þar m.a. verk eftir Skúla Halldórsson, tónskáld, við Ijóð Vilhjálms frá Ská- holti „Pourqouis Pas", en verk þetta hefur kórinn og hljómsveitin flutt áður. Tilefni flutnings þessa nú, er að liðin eru 50 ár frá því er hið franska vísindaskip, er bar nafn þetta, fórst hér við land og með því hinn heims- þekkti vísindamaður Charcot. Karlakór Reykjavíkur hefur verið boðið að syngja í tilefni al' þessu á fjórum stöðum á og við Bretagne- skaga í Frakklandi í byrjun júní n.k. og þá m.a. þetta verk, en þar verður haldin mikil minningarhátíð um hið hörmulega slys. BIIRSDORf kr. 24.403.-* NÝR SÆLUREITURÁ LANDAKORTINU Flugleiðir kynna nýjan sumarstað í Vestur-Þýskalandi: Dorint-sumarhúsaþorpið við Biersdorf, nálægt Bitburg í Suður-Eifelhéraði. Umhverfið er fallegt og friðsælt. Sumarhúsin standa í skógivaxinni hlíð og er gott útsýni þaðan yfir vatnið Stausee. Bátaleiga er við vatnið og hægt er að læra á seglbretti. Sumarhúsagestir geta farið í minigolf, leikið tennis innanhúss og utan, synt í stórri Sundlaug og skroppið í gufubað á eftir. Þarna eru auk þess tveir fyrsta flokks veitingastaðir, bar, diskótek og keilusalur. í boði eru íbúðir og 2 herbergja sumarhús. öll húsakynni eru nýleg og vönduð. Farþegar á leið til Biersdorf fljúga til Luxemborgar, en þaðan er innan við klukkustundar akstur til Biersdorf. Hægt er að velja á milli þess að fara með rútu eða leigja bíl. Við mælum með síðari kostinum, því það gefur sumarleyfinu meira gildi. Frá Biersdorf er stutt að fara til borga eins og Brussel, Kölnar, Frankfurt, Mainz og Strassborgar. Þá er örskammt niður í Móseldalinn. íslenskur fararstjóri er til aðstoðar og skipuleggur skoðunarferðir. * Miðað við verðtímabilið 15. maí til 21. júní 1986. Verð fyrir einstakling, miðað við 2 í íbúð í 2 vikur, og flug báðar leiðir. Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. Samband við söluskrifstofur í Lækjargötu, Hótel Esju og Álfabakka 10 í síma 690100. Upplýsingasími: 25100 FLUGLEIDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.