Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn Sunnudagur 6. apríl 1986 VIÐTAL við Haf- „Maðurer orðinn þessi helvítisaumingi Dór Júlíusson, lálf-fimmtugan Reykvíking, sem býr í einu þak- herbergi á Hverf- isgötunni, fráskil- inn og lifir í ein- angruðum heimi manna sem lifa við svipaðan kost. U HELVÍTIS dívaninn vakti mig, það eru þessir andskotans vírar sem eru komnir í gegn, bláir og stundum rauðir, sem hafa komið uppúr græna áklæðinu og lakið vöðlað saman og dottið uppfyr- ir, liggur á blöðunum við vegginn. Djöfulsins óbragð í kjaftinum og ábyggilega storknuð froða í munn- vikunum þó ég sjái hana ekki, hlýt að hafa hrotið í alla nótt, eða er dagur? Teppið fyrir glugganum. Eitthvert sull hefur maður drukkið því það er eins og það sé eðla í kokinu, verð að komast í vatnið á klósettinu, sígarettur og mat, en klósettið er sjálfsagt allt útmígið ef bragðið segir satt, og lyktin. Hvað voru það margir dagar núna? Helvít- is. Verð að reyna að rfsa upp og komast í vatn án þess að kúgast, fá sígarettur, mat, súpu eða eitthvað sem maður getur haldið niðri, önnur löppin á gólfið undan sænginni, ekki meir því kaldur sviti hríslast um skrokkinn sem er lfflaus eins og lík, helvítis aumingi. Skrítið hvernig svitinn í kringum augun er svalandi, eini mátturinn er í augunum, vegg- irnir gulir og skýjóttir, teppið fyrir glugganum og karmurinn við dyrnar brotinn upp, Tolli hefur verið í heimsókn og sjáltsagt tekið restina af aurunum með sér og er ábyggilega enn á fylleríi, djöfulsins delinn, verði honum að því. Það er örugg- lega kominn miðvikudagur eða fimmtudagur, og enn ein vikan farin til fjandans, Dóri hefur komið að leita að mér og veit hvað hefur gerst. Verð að druslast á lappir og komast í vatn og finna sígarettur, Tolli hlýtur að hafa skilið eftir sígarettur, hann er ekki það kræfur að hann skilji mig eftir úldinn og auralausan og ræni af mér sígarettunum. Velta sér framúr og finna kuldann af gólfinu, hendin er undir, djöfull er maður máttlaus, það hlýtur að vera kominn fimmtudagur. Gólfið er klístrað en kalt, ætli Tolli hafi komið mér úr görmunum, eða var ég ekki svo drukkinn, en óbragðið er að kæfa mig svo eitthvað hefur maður látið í sig og skrokkurinn er að gefa sig, maður er hættur að þola þetta,* maður er ekkert unglamb lengur. HAFÞÓR liggur á gólf- inu í herbergi sínu í velktum, síðum, hvítum nærbuxum og ber að ofan, í svörtum sportsokkum, með innfallinn brjóstkassa, grá hárló, órakaður, rauðeygður, úfinn. 1 kringum hann liggja föt; svartar buxur, ljósblá skyrta, drapplituð prjónapeysa og vatteraður jakki vöðlaður undir stól, - glös, flöskur, andlitsbein úr kind, tómur ösku- bakki, sígarettustubbar og bréfa- og plastrusl, dívan, sængin á gólfinu, tveir hægindastólar, gamlir, þykkt ullarteppi fyrir gluggaborunni, tekk- sófaborð, - og Hafþór liggur og teygir sig í teppið og rykkir því frá glugganum. Dagur. Sólskin og ryk, teppið fyrir andlitinu. Líflaus, eins og saltfisksekkur, hægur andar- dráttur, kurr, hæg handahreyfing og teppið tekið frá handlitinu, og strýk- ur eftir gólfinu, yfir glös, ösku, stubba og föt, finnur velktan Camel- pakka, ber hann upp að andlitinu, hin hendin, finnur sígarettu, leitar að eldspýtum og kveikir í, dregur djúpt að sér og hóstar, kúgast, en heldur niðrí sér, rís upp, silalegur og sest óstyrkur á rúmstokkinn, horfir á gólfið meðan hann reykir. „Djöfulsins, djöfulsins djöfull,“ Síðan fötin, illa lyktandi, krumpuð, en engin önnur til, klæðir sig sitjandi, teygir sig eftir fötunum án þess að rísa upp, heldur sig við dívaninn, eitt í einu, fyrst að liggja, svo að sitja, áður en það er tími til að reyna að standa á fætur. Önnur sígaretta, pakkinn krumpaður og hent á gólfið, hverfur innan um hitt draslið, styður hönd á lærið og rís upp, svimar, styður sig við vegginn. Bíður. Teygir sig í hurðarhnúðinn, snýr og gengur óstyrkum skrefum fram eftir ganginum að klósettinu. Fram á klósetti við vaskinn, órak- aður, rauðeygður, með bauga og fleður á enninu, grár, þreyttur, skorpnar varir, grásprengt hárið úfið og skítugt, en of slappur til að fara í bað, rakar sig skjálfhentur, skurður og enginn plástur til. Baðherbergið skítugt, brotið lok á klósettinu, bleika plasthengið fyrir baðkarinu orðið litlaust, baðið sjálft óþrifið, hár í vaskinum og gólfið útmigið í kringum klósettið. Það hafa fleiri verið á fylleríi síðustu daga. Allur rakspírinn horfinn og skeggstæðið verður rautt og upphleypt, blæðir enn úr rispunni, jafnvel verri útlits en áður. NÆR í úlpuna inn í her- bergið og heldur niður stigann, marrar, teppið rykugt og skuggsælt, styður sig við vegginn, sem er ataður fingraförum, - fleiri óstyrkir. „Þú ert vaknaður til lífsins." Ung kona með stóran munn og stutt hár stendur á stigapallinum fyrir framan húsvarðaríbúðina. „Það hefur verið lítill svefnfriður uppá síðkastið, ég held að þið hafið allir verið á fylleríi samtímis, maður getur ekki þolað þetta endalaust, ég hef ekki getað farið á klósettið í þrjá daga fyrir óþrifnaði og fýlu, og ekki eruð það þið sem þrífið þetta, getið varla hreyft ykkur í marga daga á eftir, það er ekki sami kjarkurinn í ykkur á eftir, þessi djöfulsins vinur þinn sem þú dregur á eftir þér gerir það allavega ekki þó hann hangi hér alla daga þegar þú ert á því, berji hurðina mína að utan,öskri og gargi hér um allan ganga svo það er enginn svefnfriður, ældi í ganginn niðri þegar hann fór í morgun...“ Hafþór hélt göngunni áfram niður stigann og leit ekki á konuna sem las yfir honum, gretti sig svo ennið hrukkaðist, hélt áfram að styðja sig og hætti að heyra orðaskil þegar hánn kórrT á hæðina fyrir neðan. Einhver hafði þrifið æluna ef Tolli hefur þá ælt. Þegar hann opnaði hurðina skar birtan hann í augun, pýrði þau og fékk hroll, var feginn að losna úr húsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.