Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Sunnudagur 6. apríl 1986
Frá fréttaritara Tímans á Akureyri
LITIÐINNHJA LEIKF
í tilefni af sýningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum
Blóðbræðrum, leit útsendari Tímans inn áæfingu til að
forvitnast um efni verksins og spjalla við leikhúsfólkið.
Signý Pálsdóttir varð fyrir fyrstu árásinni. Signý sem
starfað hefur sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar
undanfarin 4 ár, hefur nú sagt starfi sínu lausu.
Umsóknarfrestur um starfið er útrunninn, og hefur Pétur
Einarsson leikari, verið ráðinn leikhússtjóri til næstu
tveggja ára.
Blóðbræður eru síðasta verkefni yfirstandandi leikárs,
og jafnframteini söngleikurinn. Signýsagði að söngleikir
virtust vera hvað vinsælustu verkin að undanförnu.
Nægir þar að nefna gífurlega aðsókn að My Fair Lady
’84 og Edith Piaf ’85. Snemma í vetur var fólk farið að
spyrja um Blóðbræður, og nú þegar liggja fyrir
miðapantanir alveg fram í maí. Þess má geta að 8
leikhús á Norðurlöndum og fjölmörg leikhús á
meginlandi Evrópu sýna Blóðbræður á þessu leikári.
Blóðbra
Laugardaginn 22. mars var söng-
leikurinn Blóðbræður frumsýndur á
Akureyri og hefur síðan verið sýnd-
ur við góðar undirtektir. Blóðbræð-
ur (Blood Brothers) er eftir breska
skáldið Willy Russel. Russel hefur
starfað mikið að leikhúsmálum í
heimalandi sínu, og skrifað mörg
leikrit, m.a. Educating Rita. Magn-
ús Þór Jónsson betur þekktur sem
Megas þýddi bæði texta og söngva,
en leikstjóri er Páll Baldvin Báld-
vinsson.- Ingvar Björnsson hannar
lýsingu, Gylfi Gíslason gerir leik-
mynd og um búningana sér Frey-
gerður Magnúsdóttir. Hljómsveitar-
stjóri 9 manna hljómsveitar er Roar
Kvam.
Söngleikurinn Blóðbræður var
frumsýndur í London 1983, undir-
tekir voru fádæma góðar, og til
marks um það, útnefndu breskir
leiklistargagnrýnendur Blóðbræður
besta söngleik ársins.
Verkið greinir frá fyrstu 25 árun-
um í ævi tvíburanna, sent búið hafa
aðskildir og í gjörólíku umhverfi allt
frá fæðingu. Móðir þeirra er einstæð,
bláfátæk og á 7 börn fyrir. Hún
neyðist til að láta annan tvíburann
til ríkrar barnlausrar konu, og sver
að enginn fái nokkru sinni vitneskju
um uppruna drengsins. Inní þetta
blandast hjátrú. þess efnis að ef
tvíburabæður sern ókunnugt er um
skyldleika sinn, uppgötvi sannleik-
ann, muni báðir deyja.
En margt fer öðruvísi en ætlað er,
og þeir bræður kynnast, og sverjast
raunar í fóstbræðralag, þrátt fyrir
ólíka þjóðfélagsstöðu. Mæðurnar
reyna allt hvað þær geta til að stía
þeim í sundur, en hvað eftir annað
grípa örlögin í taumana og leiða þá
R/TKim 119 Vekjum athygli á
W\ vetrartilboði okkar
Á OC ALFA-LAVAL MJALTAKERFUM
UM 100 BÆNDUR FÁ NÚ SÉRSTAKA FYRIRGREIÐSLU
MÉÐ ENDURBÓTUM Á MJALTABÚNAÐr
i
ALLT FRÁ SPENA OG ÚT í TANK
MUELLER
[EGJROFA bTva]
MJÓLKURKÆLITANKAR
Flestar stærðir fyrirliggjandi
á mjög hagstæðu verði.
f
VÉLBÚNAÐUR
í FÓÐRUN OG HIRÐINGU
Kjarnfóðurvagn
HJOLKVISLAR
FLÓRSKÖFUKERFIN
hafa létt mörgum
bóndanum verkin.
BUNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
OG KAUPFÉLÖGIN
UM LAND ALLT
VOTHEYSVAGNAR
Átakamikið verk
-segir Ellert Ingimundarson, annar
aðalleikarinn í Blóðbræðrum
Með aðalhlutverk í Blóðbræðr-
um fer Ellert A. Ingimundarson.
Ellert var fenginn til Leikfélags
Akureyrar sérstaklcga fyrir þessa
sýningu. Honum var nánast kippt
út úr sýningum á Land míns föður
í Reykjavík, og vegna manneklu
við uppfærslu Silfurtunglsins, kom
hann norður fyrr en áætlað var.
Ellert útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla íslands 1982, og hefur síðan
starfað við atvinnuleikhúsin í
Reykjavík. S.l. sumar setti hann
ásamt fleirum upp sýningu sem var
blanda af drama og ballett. og var
hún sýnd á Ung Nordisk Kunst
Festival. listahátíð ungs fólks sem
Svíar buðu til og kostuðu í alla
staði.
I Blóðbræðrum fer Ellert með
hlutverk annars tvíburabróður-
ins, Mikka, sem alinn er upp í
fátækrahverfinu. Mikki er frekar
léttur náungi á yngri árum sagði
Ellert, en svo fer feimnin við hitt
kynið að segja til sín, og þá býr
hann sér til einhverja harða yfir-
borðsskel út á við. Hann lendir í
alls kyns veseni, t.d. innbroti með
eldri bróður sínum.
Peir tvíburabræðurnir Mikki og
Eddi, laðast mjög hvor að öðrum
þrátt fyrir ólíkar þjóðfélagsaðstæð-
ur og án þess að vita nokkuð um
skyldleika sinn. Þeir sverjast meira
að segja í fóstbræðralag 7 ára
gamlir. Hins vegar blundar alltaf
viss öfund hjá Mikka vegna alls-
nægta hins, og það veldur á endan-
um alls kyns flækjum.
Pað er mjög gaman að fást við
þetta verk. Textinn er tilfinninga-
ríkur og tær. Þar er allt sagt beint,
engar hálfkveðnar vísur. Verkið er
mjög átakamikið, gleðin og sorgin
takast á, og þjóðsagnakennd hjátrú
blandast hörðum raunveruleika
nútímans, svo úr verður eins konar
blanda af dramatík og komik.
Russel virðist að hluta til miða
verkið við heimaslóðir sínar í Liv-
erpool. Hann talar t.d. um
„uppfrá" og „niðurfrá", og á þar
annars vegar við hverfi hástéttar-
innar en hins vegar við fátækra-
hverfin. Hann Mikki minn býr
þarna einhversstaðar mitt á milli.
eiginlega á framfæri fátækrahjálp-
arinnar. Það er geysilegur munur á
málfari þessara tveggja stétta í
Englandi, og Edda finnst Mikki
tala voða sniðuglega. Það er erfitt
að koma þessum mun tii skila á
íslensku, þótt Megas hafi sjálfsagt
fundið einu réttu leiðina. Það kem-
ur svo bara í ljós hvernig hún er,
sagði Ellert Ingimundarson að
lokum.