Tíminn - 18.04.1986, Page 1
liii:
BANKAMENN hafa samþykkt
geröa kjarasamninga viö bankana. At-
kvæöagreiðsla félagsmanna f SÍB fór
fram dagana 10. og 11. apríl, en kjara-
samningarnir voru undirritaöir meö fyrir-
vara þann 3. apríl. 3508 voru á kjörskrá.
86% prósent neyttu atkvæöaréttar síns.
Af þeim sögöu 2252 já, eöa 74,3%. 647
sögðu nei og er það 21 %.
VIÐRÆÐUR HAFA ekki verið
boöaöar við flugumferðarstjóra, en þeir
neita nú aö vinna eftirvinnu, utan þeirra
sem skipaöir eru vaktstjórar. Ekki hefur
enn orðio röskun á flugsamgöngum þó aö
flugumferðarstjórar hafi neitað aö vinna
eftirvinnu.
UNDIRMENN á fraktskipum hafa
fellt kjarasamningana, í allsherjar at-
kvæöagreiöslu innan félagsins. Boöaöur
hefur veriö sáttafundur í deilu þeirra
næstkomandi þriðjudag. Allsgreiddu 117
atkvæöi og af þeim voru 83 á móti.
ÚTfLUTNINGUR DILKA-
KJOTS til Bandaríkjanna með milli-
göngu fyrirtækisins Pride of lceland er
ekki á döfinni. Fram kemur í svari land-
búnaöarráöherra viö fyrirspurn Davíðs
Aöalsteinssonar á Alþingi aö unnið hafi
veriö aö slíkri útflutningstilraun og aö
gerö hafi verið drög aö samkomulagi viö
fyrrnefnt fyrirtæki um sölu á 80 tonnum af
íslensku lambakjöti áriö 1986 oa áfram-
haldandi sölu næstu fimm ár. I kjölfar
lokatilraunar til aö koma málinu í höfn í
janúars.l. mæltu íslenskirsamningsaðilar
meö því aö samstarfi viö Pride of lceland
yrði slitið. Kjöt sem var sérstaklega valið
vegna hinna væntanlegu viðskipta er enn
óselt.
RADÍÓAMATÖRAR á íslandi
eiga fjörutíu ára afmæli í ár. Félag þeirra,
„ íslenskir rad íóamatörar" var stof naö áriö
1946. í dag, átjánda apríl, er alþjóölegur
dagur radíóamatöra. Islenska félagið er
eitt af aðildarfélögum IARU sem eru
alþjóðasamtök radíóamatöra.
VÍSITALA BYGGINGAR-
KOSTNAÐAR hækkaði aðeins
um 0,19% milli mars og apríl, en slík
mánaðarleg hækkun svarar til 2,3% árs-
hækkunar. Vísitalan í byrjun apríl reyndist
265 stig. Undanfarna 3 mánuöi hefur
byggingarvísitalan hækkaö um 5,2%,
sem jafngildir 22,5% verðbólgu í heilu ári.
Allir launaliðir vísitölunnar héldust
óbreyttir, og flestir efnisliöir einnig, nema
hvaö örlítil hækkun varö á raflagnaefni,
málningarefni og einhverju fleiru.
MÁL SÓLFARA AK 70 frá
Akranesi var tekið fyrir í Sakadómi
Reykjavíkur í gærdag. Málinu lauk meö
dómsátt, og skal skipstjóri Sólfara greiöa
75 þúsund krónur. Ekki var gerö krafa til
þess aö aflinn yröi geröur upptækur. Eftir
aö dómsátt var ákveðin fékk Sólfari aö
láta úr höfn.
Sólfari var staöinn aö ólöglegum veiö-
um á Breiðafirði á þriðjudag, þar sem
hann var meö netatrossu innan friðaðs
hólfs. Eins og Tíminn skýröi frá í gær var
báturinn færður til hafnar í Reykjavík, þar
sem rannsóknarlögreglan tók mál hanstil
rannsóknar. Þaö var síðan afhent ríkis-
saksóknaraembættinu til umfjöllunar og
aö síöustu var þaö tekið fyrir í sakadómi.
KRUMMI
„Það lítur út fyrir að
Grænlendingar ætli
sér að verða loðnir
um lófana."
Ekkert verður
af verkfalli
Ófaglært starfsfólk í veitingahús-
um féllst á málamiðlunartillögu
sem lögð var fram af sáttasemjara
ríkisins í gærdag. Atkvæðagreiðsla
sem fram fór í gærkvöldi leiddi í
ljós að mikill meirihluti þeirra sem
greiddu atkvæði var fylgjandi til-
lögu sáttasemjara. Af þcim 657
sem voru á kjörskrá greiddu 223
atkvæði.
Tillaga sáttascmjara er í sautján
liðum og flestir þeirra snúa beint
að kröfum félagsmanna. Þrjú meg-
inatriði fengust samþykkt. Lág-
launabætur, sem greiddar eru
þrisvar á árinu, nema 5.000
krónum, síðan kr. 3.000 og loks
2.500 krónum. Þá má einnig geta
þess að námskeið þau sem gefið
hafa starfsfólki flokkahækkanir,
veita nú þriggja flokka hækkanir í
stað tveggja og einnig þarf styttri
starfsaldur til þátttöku í þeim. Það
er eins árs og þriggja í stað tveggja
og fimm ára áður.
Það er því ljóst að ekkert verður
af boðuðu verkfalli. -ES
Þá er að fjarlægja nagladekkin, þar sem vorið er farið að nálgast. Þessi var að vísu ekki að skipta um dekk á
flugvélinni sinni enda eru þær víst sjaldan á negldum. Vorverkin, hvar seni er, eru farin að kalla á fólk. Flugvélar
þurfa ekki síöur umhyggju en önnur farartæki og því ekki að nota góða veðrið og stilla vélinni í anddy ri skýlisins.
Tímamynd-Sverrír
Viöræöur um skiptingu á loönukvótanum í Kaupmannahöfn:
Grænlendingar sigldu
viðræðunum í strand
Kom mér mjög á óvart, sagöi sjávarútvegsráðherra
Skyndilega slitnaði upp úr við-
ræðum sendinefnda íslands, Græn-
lands og Noregs um loðnukvótann
á sameiginlegunr loðnustofnum
landanna, en fundahöld voru í
gærdagt Kaupmannahöfn. Skyndi-
legar tillögur Grænlendinga, sem
gengu í þá veru að breyta forsend-
um úthlutunarinnar frá því sem
verið hefur varð til þess að slíta
viðræðunum. íslenska sendinefnd-
in er væntanleg heim innan tíöar.
Það verður þó að teljast nokkur
árangur að ákveðið hcfur verið að
fiskifræðingar landanna þriggja
munu hittast og ræða nýlegar rann-
sóknir á loðnustofnunum. Ekki
hefur enn vcrið ákveðið hvenær sá
fundur fer fram.
Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra sagði í samtali við
Tímann í gær að það sem Græn-
lendingar hefðu komiö fram með
væri algerlega í andstöðu við þau
gögn sem fiskifræðingar hér á landi
hafa aflað.
Skipting á þeim hluta stofnsins
sem fiskifræðingar hafa talið óhætt
aö vciða var síðast á þann veg að
Norðmenn fcngu í sinn hlut
fimmtán af hundraði, og lslcnding-
ar um 85 af hundraði. Viö lá í fyrra
að Grænlendingar fengju lítinn
hluta þessa, en af því varð þó ekki.
Það-er því ljóst að þeir hal'i ætlað
sér nokkurn hluta þcssa árs kvóta.
Halldór Ásgrímsson sagði í sam-
tali viö Tímann í gær að þetta hcfði
komið sér mjög á óvart. „Það cr
mjög óvcnjulegt að þegar menn
eru hingt komnir í samningum og
hafa reynt að ná samningum í
mörg ár, aö þá skuli þeir setja
samningsstööuna í allt aðra stöðu
en skiliö var við hana. Þetta gerir
málið miklu crfiðara en það var,“
sagði Halldór.
Hann benti á að það væri mikil-
vægt að fiskifræðingar skyldu ætla
að hittast og ræða ný gögn sem
væru fram komin í málinu. „Það
konr þó fyllilcga frarn að það var
tregða hjá aðilum að fallast á að
vísindamenn myndu reyna að
vinna upp nýja skýrslu um ástand
stofnsins," sagði Halldór. -ES
Þjóðartekj-
ur aukastog
skuldir lækka
Endurskoðuð og bjartsýn þjóöhagsspá
Nýjasta endurskoðun Þjóðhags-
stofnunar á ástandi og horfum í
efnahagsmálum bendir til að þjóð-
artekjur vaxi allmiklu meira en
áður var gert ráð fyrir. Batnandi
viðskiptakjör, lækkun olíuverðs og
hækkun á fiskverði erlendis veldur
þessu.
Þetta kom fram í ræðu Stein-
gríms Hermannssonar. forsætis-
ráðherra á Alþingi í gærkvöldi.
Viðskiptahalli vcrður minni en ætl-
að varð. þrátt fyriraukinn innllutn-
ing í kjölfar tollalækkana.
Erlendar skuldir sent hundr-
aðshluti af þjóðarframleiðslu
munu lækka í fyrsta sinn um árabil
og greiðslubyrðin minnka. Þjóð-
arframleiðslan mun aukast um
3,5%.
Mikil nýsköpun á sér stað í
atvinnulífinu og batnandi efnahag
verður ráðstafað til að renna flciri
stoðum undir atvinnulífið.
Ekki verður hlaupið frá því að
cndurreisa fjárhag ríkissjóð og cr
engin ástæða til að kosningar verði
fyrr en á eðlilegum tíma að ári.
Ræða forsætisráðherra er birt á
bls. 8.
Líbýudeilan:
Hefndarverk
eru hafin
Beirút-Kcutcr
Breskir borgarar og bresk
mannvirki í Líbanon urðu að
skotspæni í gær. Árásirnar voru
gerðar af hópum sem virtust vera
að hefna fyrir þátt Breta í árás
Bandaríkjamanna á Líbýu.
Lík þriggja útlendinga, sem
öll vorutalin verabresk.fundust
í hlíðunum austur af Beirút í gær.
Þá var breskum sjónvarpsmanni
rænt og skotið var að bústað
sendihcrra Breta í landinu.
Tveir hinna látnu þekktust af
myndum en þeir voru báðir kenn-
arar er hurfu í síðasta mánuði.
Múhameðstrúarhópur er kallar
sig „Byltingarsamtök sósíaliskra
múhameðstrúarmanna“ lýsti því
yfir að þriðji Bretinn hefði verið
hengdur í hefndarskyni. Sá var
Alec Collett er haldið hafði verið
föngnum í rúmt ár. Ekki var þó
vitað hvort Collett hefði verið
meðal hinna þriggja er fundust í
gær þar sem breskir embættis-
menn gátu ekki borið kennsl á
líkin.
Sjá einnig fréttir um átökin á
bls. 4 og 5 í dag.