Tíminn - 18.04.1986, Page 3

Tíminn - 18.04.1986, Page 3
Föstudagur 18. apríl 1986 Tíminn 3 Messías fluttur fjórum sinnum - á Akranesi, Selfossi, í Keflavík og Reykjavík fslenska hljómsveitin, Kór Lang- holtskirkju og fjórir einsöngvarar undir stjórn Jóns Stefánssonar eru um þessar mundir að leggja upp í hljómleikaferð með hið sígilda tón- verk Handels - Messías. Einsöngv- arar eru þau Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, Sólveig Björling, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Við spurðum Jón Stefánsson að þvi' hvar þau ætluðu að byrja. „Við verðum með tónleika á Akranesi í íþróttahúsinu kl. 14.00 á laugardaginn 19. apríl, því næst förum við til Selfoss og tónleikarnir þar verða haldnir í Selfosskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. í íþróttahúsinu í Keflavík verðum við miðvikudaginn 23. apríl kl. 20.30 og að lokum endum við í Langholts- kirkju í Reykjavík fimmtudaginn 24. apríl kl. 20.30.“ Um hvað fjallar Messías? „Textinn er allur úr ritningunni. héðan og þaðan, en myndar Óra- torían er í þremur þáttum, fyrsti þáttur er unt spádóma um komu Mcssíasar og síðan fæðingu Jesú, annar þáttur er um píslarsöguna og þjáningar Jesú en krossfestingin er ekki sérstaklega tekin fyrir. í þriðja þætti er svo upprisan og þau fyrirheit sem Messías hefur gefið okkur. Þetta er mjög „dramatískt" sett upp, svo að þetta stendur nær óperunni heldur en margar aðrar óratoríur. Flestar óratoríur Handels eru reynd- ar samdar vegna þess að bannað var að flytja óperur á föstunni, en enginn gat sagt neitt við því þótt óratoríur um kirkjuleg efni væru fluttar á föstunni og það notfærði Handel sér, og þar sem óperuformið var honunt mjög tamt, líkjast sumar óratoríurnar hans óperum." Er verkið flutt í fullri lengd? „Nei, ekki að þessu sinni. Lang- holtskirkjukór flutti Messías í fullri Jón Stefánsson stjórnar flutningi Messíasar. lengd árið 1982 og þá tók það um 3 klukkustundir í flutningi. Við flutt- um verkið stytt árið 1981 og ætlum að gera það aftur núna. Þctta er í fyrsta sinn sem við hjá Langholts- kirkjukór flytjum verkið í samstarfi við íslensku hljómsveitina, og að þessu sinni verðum við með 60 manna kór og 20 manna hljómsveit, auk einsöngvara þannig að það verða rúmlega áttatíu manns sem taka þátt í flutningi verksins." ABS Nesprent í Neskaupstað: Setja nótur með nýju tölvuforriti Frá Svanfrídi Hagvaag fréttaritara Tímans í NeskaupstaÁ Nú nýlega tók Nesprent í Neskaupstað í notkun nýtt tölvutækt músíkletur. Þetta forrit fyrir setningatölvu prentsmiðjunnar er frá Lino- type í Frankfurt, Þýskalandi. Forritið gefur nýja og óþekkta möguleika til að setja nótnabækur hér á landi. Nótnaletur þetta er búið að reyna allvel í Nesprenti af Hlöðver Smára Haraldssyni setjara, sem einnig er menntaður tónlistarkennari, en slík setning er vart á valdi annarra en tónlistar- menntaðra manna. Að sögn Guðmundar Har- aldssonar prentsmiðjustjóra er Nesprent nú að vinna að allstóru verkefni fyrir bóka- útgáfu í Reykjavík. Það verkefni er setning á 120 sönglögum og fleiri verkefni eru framundan nú þegar. Allur vélakostur prentsmiðj- unnar var endurnýjaður1983 og eru allar vélar þar nú af fullkomnustu gerð. í prent- smiðjunni er unnið margt annað, þar sem hún þjónar öllur Austurlandi, svo sem prentun blaða, bóka og ým- iskonar smáprents, sagði Guðmundur Haraldsson að lokum. Seðla- bankinn til efri deildar Fundir voru í sameinuðu þingi og neðri deild Alþingis í gær og svo fylgdu almennar stjórnmálaumræð- ur í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að þingfundir verði á laugardag til að vega upp á móti venjubundnum tímaskorti síöustu þingdagana. Þessu 108. löggjafarþingi mun að öllum líkindum slitið næstkomandi miðvikudag. I sameinuöu þingi voru afgreiddar þrjár þingsályktunartillögur þ.á m. um að Alþingi minnist þúsund ára afmælis kristnitöku á íslandi árið 2000. í neðri deild var stjórnarfrum- varp um Seðlabanka íslands afgreitt til efri deildar og nokkrum öðrum málurn sem ríkisstjórnin leggur áherslu á komið áfram til umfjöllun- ar nefnda. Nokkrar dcilur urðu í deildinni er Hjörleifur Guttormsson hvatti til þess að frumvarp um lög- verndur. á starfshciti kennara og skólastjóra yrði tekið fyrir á fundin- um. _ SS Feröaskrifstofa ríkisins: Innbrot Brotist var inn hjá Ferða- skrifstofu ríkisins í fyrrinótt. Tilkynnt var um innbrotið til lögreglunnar, um nóttina. Ekki er ljóst hversu miklu var stolið eða hversu miklar skemmdir voru unnar á hús- næðinu. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til rann- sóknar. Frekari frétta af mál- inu er að vænta á morgun, þar sem rannsókn verður þá lengra á veg komin. Bakkaflói: Ennþá er biðstaða í deilu Bakk- firðinga og Þórshafnarmanna, vegna þess að hafnarráð hefur hana nú til umfjöllunar og mun veita ráðherra umsögn sína áður en endanleg ákvörð- un verður tekin. Það er ekki ákveðið hvenær næsti fundur hafnarráðs verður, en venjulega eru haldnir fundir mánaðarlega. Að sögn Þórðar Eyþórssonar hjá sjávarútvegsráðuneytinu er ástæða banns við dragnótaveiðum sem sett var af ráðuneytinu sú, að fara bil beggja í deilunni, „þar sem Bakk- firðingar vilja banna dragnótaveiðar á hafnarsvæðinu eins og það er í dag, en Þórshafnarmenn vilja ekki hafa neitt svæði. Ráðuneytið er alltaf að loka svæð- um til að skilja á rnilli ákveðinna veiðarfæra." Dragnótamálin verða endurskoðuð fyrir allt landið núna á næstunni, því að ráðuneytið kemur til með að gefa út dragnótaleyfi fyrir allt landið fyrir 15. júní og tekur þá gildi almenn svæðaskipting, því yfir veturinn er einungis bann við drag- nótaveiðum á Faxaflóa, á innanverð- um Breiðafirði og innanverðum Eyjafirði. Síðustu 2 til 3 árin hefur verið þokkalegur friður vegna drag- nótamála en ráðuneytið hefur átt fjölda funda með mönnum úti á landsbyggðinni til þess að kanna hug hagsmunaaðila þar og í framhaldi af þeim fundum hefur svæðaskipting verið ákveðin. að sögn Þórðar. ABS Frá vinstri: Rafn Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu í Reykjavík, Baldvin Jónsson forstjóri D.A.S, Garðar Þorsteinsson forstjóri Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, Grétar Hjartarson forstjóri Laugarás- bíós, Þórhallur Hálfdánarson gjaldkeri Sjómannadagsráðs, á hinni nýju hæð Hrafnistu sem bráðum verður tekin í notkun. Tímaniynd-Svcrrír Nýtt happdrættisár hjá DAS: Vinningar að verð mæti 115,2 millj. Heildarverðmæti vinninga á nýju happdrættisári sem er að hefjast hjá Happdrætti DAS, verður 115,2 mill- jónir króna. Utanlandsferðum mun fjölga stór- lega, eða úr 720 í 1440 á nýja happdrættisárinu. Vinningar til íbúðakaupa verða á 600 þúsund krónur, nema í fyrsta flokki, þar verða þeir á eina milljón króna. Vinningar til bílakaupa verða 48 á 200 þúsund krónur hver. Auk þess verða þrír valdir bílar dregnir út á árinu. Ford Sierra GL 2000 í júní, Toyota Landcruiser STW station HR í desember og loks verður dregin út Saab bifreið í febrúar á næsta ári, af gerðinni 900 i. Aðalvinningur ársins verður dreg- inn út í apríl á næsta ári. Það er húseign að eigin vali að upphæð 3,5 milljónir króna. í fréttatilkynningu frá Happdrætti DAS segir að það sé von happdrættisins, sem áður, að stóri vinningurinn falli í hlut viðskipta- vinar, þó það hafi ekki gerst síðast- liðin tvö ár. Bent er á að viðskipta- vinir eiga 70% af miðum happ- drættisins, á móti 30% sem eru í eigu happdrættisins. Afrakstur happdrættisins rennur til framkvæmda Sjómannadagsráðs. Nýlokið er við endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði með með- ferðarsundlaug og nuddpotti. Fram- kvæmdir við að lyfta 5. hæð á vistmannadeild eru langt komnar. Þar með bætast við 13 herbergi fyrir einstaklinga. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir að þessum loknum, er að endurnýja og endurbæta Hrafnistu í Reykjavík. Dattí hálku Páskahretið síðbúna fór illa með marga. Ökumenn lentu í óhöppum og margir bílar skemmdust. Gangandi vegfar- endur fóru ekki varhluta af hret- inu og hlákunni sem fylgdi í kjölfarið. Kona var flutt á sjúkra- hús í fyrrakvöld, eftir að hún datt á klakabunka í Skipholti í Reykjavík. Sjúkrabifreið kom eftir konunni, en meiðsli hennar reyndust léttvæg. Hún fékk að fara heim að lokinni rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni, er Ijóst að jafnt öku- menn sem gangandi hafa verið óbúnir til fótanna og nokkrir því farið flatt á hálkunni. Vonir standa þó til þess að nú sé vorið í grennd og fólk geti því aftur andað léttar. Engin ákvörð- un tekin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.