Tíminn - 18.04.1986, Síða 16
20 Tíminn
Ráðstefna - sveitarstjórnarmál
Ráöstefna um sveitarstjórnarmál veröur haldin laugardaginn 19. april
nk. aö Hótel Hofi í Reykjavík, og veröurdagskráhennareftirfarandi:
Ráðstefna frambjóðenda og kosningastjóra 19. apríl 1986.
Dagskrá:
Kl. 10.00 Setning, Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra.
10.15 Ávarp, Guðmundur Einarsson
10.30 Kynning þátttakenda.
10.45 Ríkisstjórnin og sveitarfélögin, Alexander Stefánsson
félagsmálaráðherra
11.15 Sameiginleg stefnumál
a) Atvinnumál
b) Æskulýösmál
c) Umhverfismál
d) Fjölskyldumál
12.15 Matarhlé
13.15 Hópvinna
14.15 Umræður
15.30 Kosningarnar og flokksskrifstofan, Guðmundur
Bjarnason, ritari Frams.fl.
15.45 Umræður
16.15 Handbók um kosningastarfið
16.30 Starfiö til kosninga, Magnús Ólafsson
16.45 Umræður
17.15 Ráöstefnuslit
18.00 Móttaka
19.30 Sameiginlegur kvöldveröur
Þátttaka í ráðstefnunni óskast tilkynnt flokksskrifstofunni fyrir 12.
apríl. Vegna samningar handbókar um kosningastarfið þarf aö
tilkynna skrifstofu flokksins heimilisfang og simanúmer kosningaskrif-
stofa strax og slíkt hefur verið ákveöiö.
Framsóknarflokkurinn
Keflavík
Fundur verður haldinn í fulltrúaráöi framsóknarfélaganna í Keflavík
mánudaginn 21. þessa mán. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu.
Fundarefni:
1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga í vor.
2. Æskulýðsmál og íþróttamál rædd sérstaklega
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Askorun
til eigenda og ábyrgðarmanna fasteigna um
greiðslu fasteignagjalda í Reykjavík.
Fasteignagjöld í Reykjavík 1986 eru nú öll gjald-
fallin. Gjaldendur sem ekki hafa gert skil innan 30
daga frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast
viö, aö óskaö verði nauðungaruppboðs á eigum
þeirra í samræmi viö 1. nr. 49/1951 um sölu
lögveða án undangengins lögtaks.
Reykjavík 16. apríl 1986.
Gjaldheimtustjórinn í Reykjavík.
Bændur
Til sölu Alfa Laval rörmjaltakerfi 4 ára og meö öllu.
Einnig nokkrar kvígur komnar aö burði, og gott
hey. Upplýsingar í síma 93-7063.
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568
SAUÐÁBKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303
interRent
Nýiistasafnið:
Tvær skúlptúrsýningar
Tvær myndlistarkonur, Ragna Rób-
ertsdóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir,
sýna um þessar mundir í Nýlistasafninu
að Vatnsstíg3B. Þetta eru tværeinkasýn-
ingar en þær sýna báðar skúlptúrverk.
(Efni: manila. reipi og hrosshár). Þessi
helgi er síðasta sýningarhelgin. Opið cr á
laugardag og sunnudag kl. 14.00-20.00.
Ráðstefna um
réttindamál kvenna
Framkvæmdanefnd um launamál
kvcnna gengst fyrir ráðstcfnu um rétl-
indamál kvenna laugardaginn 19. apríl
n.k. frá kl. 13.00 til kl. 17.00 í Sóknarsal,
Skipholti 50, R.
Ráðstefna þessi er ætluð konum í
stjórnum og samninganefndum félaga
innan ASÍ, BSRB. BHMR og SÍB en er
opin öllum konum, sem hafa áhuga á
þátttöku.
Á ráðstefnunni verður gerður saman-
burður á nokkrum réttindaatriðum í
kjarasamningum, fulltrúar ASf, BSRB,
BHMR og SÍB flytja erindi, fyrirspurnum 1
verður svarað og henni lýkur á almennunt
umræðum.
Þátttökugjald er kr. 150.00 og í því cru
innifaldar veitingar.
Myndlistarsýning
Sigurðar Þóris
Gallery íslensk list, Vesturgötu 17. Nú
stendur yfir myndlistarsýningu þar sem
32 myndverk eftir Sigurð Þóri eru til sýnis
og sölu. Sýningin er opin alla virka daga
frá 9-17.00 en um helgar frá kl. 14.00-
18.00.
Gallerí Gangskör
á Bernhöftstorfu
Fullt gallerí af myndlist. Alltaf ókeypis
aðgangur. Opiö virka daga kl. 12.00-
18.00 og um helgar kl. 14.00-18.00. Verið
velkomin.
Gangskiirungar
Föstudagur 18 apríl 1986
DAGBÓK
Ljósmyndasýning á Mokka
Á morgun, laugard. 19. apríl, opnar
Davíð Þorsteinsson Ijósmyndasýningu á
Mokkakaffi. Á sýningunni verður eitt-
hvað á þriðja tug mynda, allar svarthvítar
og allar teknar á götum Reykjavíkur á
undanförnum þrem árum.
Davíð er Reykvíkingur að eðli og
uppruna. Hann fæddist fyrir vestan Læk
og sunnan Hringbrautar árið 1948. í
rúman áratug hefur hann búið fyriraustan
Fjall. Hann hefur tekið Ijósmyndir sem
áhugamaður í allmörg ár en hefur ekki
hengt myndir sínar á veggi fyrr en nú.
Ljósmyndirnar eru tcknar á förnum
vegi í gamla bænum og sýna nt.a. hús.
malbik og menn, ýmis veöur og bifreiðar
mannanna. Þær eru allar teknar á 35 mm
filmu. Sýningin stendur næstu þrjár vikur.
Sýningum á
Myrkri að Ijúka
Nú er að Ijúka sýningum leikfélagsins
„Veit mamma hvað ég vil?" á spennu-
leikritinu Myrkur (Wait Until Dark) eftir
Frederick Knott. Aukasýning verður á
Galdraloftinu að Hafnarstræti 9 n.k.
laugardag 19. apríl. Sýningin verður sú
allra síðasta og hefst kl. 20.30.
Samtök um sögukennslu:
Fundur í Kennslumiðstöð
Námsgagnastofnunar
Samtök kennara og annars áhugafólks
um sögukennslu halda fund í Kennslu-
miðstöð Námsgagnastofnunar. Lauga-
vegi 166, sunnudaginn 20. apríl kl. 14.
fundarefni er: Samfélagsfræði eða saga:
Nokkur sjónarmið og álitamál.
Framsögumenn verða: Sigþór Magnússon
námstjóri og Hrólfur Kjartansson deild-
arstjóri.
Að loknum framsöguerindum verða
almennar umræður. Fundurinn er öllum
opinn.
Sænskur gítarleikari
heldur tónleika og námskeið
Torvald Nilsson. sænskur gítarleikari,
hefur frá 13. apríl dvalist hér á landi og
licldur tónleika á nokkrum stöðum, auk
þess sem liann mun halda námskeið.
í dag. föstudag 18. apríl og laugardag-
inn 19. apríl, verður Torvald meö „Mast-
er Class" fyrir nemendur Tónskóla Sigur-
sveins.
Sunnudaginn 20. apríl kl. 15.00 heldur
hann tónleika í Gerðubergi.
Mánudaginn 21. apríl kl. 20.30 verða
tónleikar í Norræna húsinu.
Þriðjudaginn 22. apríl heldur Torvald
Nilsson „Mastcr Class" fyrir nemendur úr
Tónlistarskólunt Kcflavíkur og Njarðvík-
ur og tónleika um kvöldiö í Njarðvíkur-
kirkju kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna verður tónlist
allt frá 17. öld til 20. aldar eftir tónskáld
m.a. frá Ítalíu, Spáni og Englandi
Hollenskur gítarleikari með
tónleika á vegum Musica Nova
Hollenski gítarleikarinn Wim Hoogew-
erf heldur tónleika á vegum Musica Nova
á Kjarvalsstöðunt laugardaginn 19. apríl
klukkan 17.30.
Wim Hoogewerf stundaði nám í gítar-
leik í Amstcrdam, París og Kaupmanna-
höfn og voru meðal kcnnara hans þcir
Dick Visser, Oscar Cáceres, Per-Olof
Johanson og Betho Davezac. Hann hefur
einkum getið sér gott orð fyrir túlkun
samtímatónlistar og komið fram í IRC-
AM í París og víða annars staðar í
Evrópu. Að þessu sinni er hann á leið til
New York.
Á tónleikunum á Kjarvalsstöðum leik-
ur Wim Hoogewerf tónlist cftir Ton de
Leeuv, Francis Miroglio, Joaquin Turina,
Michael Tippett, Chiel Mcijering og
Tristan Murail. Ekkert þeirra tónverka
sem flutt veröa hefur heyrst hérlendis
áöur og þau eru flest frá síðustu árum.
Breiðfirðingafélagið
Reykjavík
Vorfagnaöur í Domus Medica laugar-
daginn 19. apríl kl. 21.
Skemmtinefndin.
Aðalfundur Kvenfélaga-
sambands Kópavogs
Kvenfélagasamband Kópavogs heldur
aðalfund í Félagsheimili Alþýðúflokks-
ins, Hamraborg 14C í Kópavogi laugar-
daginn 19. apríl og hefst fundurinn kl.
9.30 f.h. Opinn fundur verður haldinn kl.
14.00. Fundarefni: Læknir og eðlis-
fræðingur flytja erindi er ber yfirskriftina
Kjarnorkuvá.
Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
Norræna húsið:
„Björnson í Ijósum,
litum og tónum"
Sunnud. 20. apríl kl. 16.00 verður
dagskrá í Norræna húsinu sem nefnist
„Björnson í ljóðum. litum og tónum”.
Per Amdam talar um Ijóðmæli Björnsons
og sýnir litskyggnur frá heimabyggð
skáldsins, Raumsdal. Sigríður Ella Magn-
úsdóttir óperusöngkonan svngur lög við
Ijóð Björnsons og Jónas Ingimundarson
leikur undir.
Almennur félagsfundur F.í.
Almennur félagsfundur verður haldinn
í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn
26. apríl og hefst kl. 13.30 stundvíslega.
Rætt verður um starf Ferðatelags íslands.
Fararstjórar Ferðafélagsins sérstaklega
beðnir um að mæta.
Feröafélag íslands.
Hana nú í Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, laugardaginn 19. apríl. Lagt af
stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Allir
Kópavogsbúar velkomnir.
Neskirkja
Samverustund aldraðra í Neskirkju
verður á morgun, laugard. 19. apríl kl.
15.00. Gestir Sigvaldi Kaldalóns ásamt
kór og Kristján Guðmundsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi.
„Á ská og skjön“ á Hrafninum
Samtökin „Á ská og skjön" halda
þriðja fund sinn á Hrafninum, Skipholti
37, i kvöld, föstud. 18. apríi. Fundurinn
helst kl. 20.00. Áhugafólk unt félagsmál
og mannleg samskipti velkomið.