Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriöjudagur 6. maí 1986 „Eurovision": Tómur blús í Gleðibankanum Þetta var Kóreuleikurinn - segja bankastarfsmenn t>að hefur víst farið framhjá fáum að það var belgíska stúlkan Sandra Kim sem bar sigurorð af öðrum kepp- endum í „Eurovision" með laginu „J’aime la vie“. Eins og í fyrri „Eurovision“-keppnum töpuðu allir aðrir því sigurvegarinn einn situr að allri athyglinni eftir keppnina og aðrir þátttakendur gleymast fljótt. Sú staðreynd ætti að geta sefað lslendinga sem hafa verið harmi slegnir síðan á laugardaginn yfir að Gleðibankinn skyldi ekki lenda ofar en í 16. sæti. Flestar spár í erlendum blöðum höfðu ætlað laginu 6.-8. sæti, og meðfæddur metnaður flestra íslend- inga hafði þrýst því um nokkur sæti uppá við. Þegar Tíminn hringdi í nokkra af íslensku sendinefndinni til að heyra hljóðið í þeim að aflokinni keppni Sakadómur Reykjavíkur: Sjö ákærðir í okurmálinu í gær voru birtar sjö nýjar ákærur í okurmálinu svokallaða, í Saka- dómi Reykjavíkur. Þeir sem voru ákærðir í gær eru: Björn Jónsson, Eyjólfur Halldórsson, Hilmar Sighvats- son, Jóhann Guðnason, Sigurjón Guðmundsson, Óskar Guð- mundsson og Þórður Guðmann Þórðarson. Ingibjörg Benediktsdóttir, saka- dómari, sem birti ákærurnar vildi ekki gefa upp heimilisföng hinna ákærðu, en sagði að þær upphæð- ir sem um væri að ræða væru svipaðar og heyrst höfðu í fyrri ákærum, eða á bilinu 50-300 þús. kr. -gse fannst þeim að vonum sárt að hafa lent svona neðarlega, en sættu sig við að þaðan virtust allar leiðir liggja upp á við. „Þetta var bara Kóreuleikurinn," sagði Egill Eðvaldsson, sem ásamt Birni Björnssyni félaga sínum í Hug- mynd hefur borið hitann og þungann af undirbúningnum. „Og þrátt fyrir að þjóðin hafi verið ansi niðurdregin eftir þann leik þá stóð hún við bakið á strákunum þegar næstu leikir fóru betur. Við ættum því ekki að láta deigan síga, heldur stefna að betri árangri næst. Okkur hefur líka lærst mikið af þátttökunni núna og sú reynsla mun nýtast okkur. Það var kannski ekki við því að búast að við kæmum þarna í fyrsta skipti og sigruðum þjóðir sem hafa staðið í þessu í fjölda mörg ár,“ bætti Egill við. Hvort þorskurinn hrífst af frí- merkjum er ekki alveg vitað - en hitt er víst að 64 tonn af þorski frá áramótum þykir nokkuð góður afli á póstbátnum Anny frá Mjóafirði. Á Anny, sem er 13 tonna plastbátur, er aðeins 2ja manna áhöfn hvort sem hann er að flytja póst eða draga fisk, sem stundum mun hvortveggja gert í sömu ferðinni. Póstinn flytur Anny milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar á mánudögum og íimmtudögum, en aflann leggja þeir upp í frystihúsið í Neskaupstað - ísaðan í kassa ef ekki Magnús Eiríksson tók undir það sem Egill hafði sagt, en bætti því við að sér hefði komið á óvart hversu hljómsveitin hafi verið léleg. Gunn- ar Þórðarson, hljómsveitarstjóri, sagði hinsvegar að í henni hafi verið góðir hljómlistarmenn, en hljóð- blöndunin hefði mátt vera betri. Á næstu dögum mun Hugmynd gefa skýrslu til ríkisútvarpsins um alla tilhögun undirbúnings og loka- keppninnar og í henni verða að sögn Egils athugasemdir um margt sem betur mætti fara, án þess að hann teldi illa hafa verið staðið að undirbúningnum af þeirra hálfu. Ráðamenn sjónvarpsins munu síðan meta þessa skýrslu og taka ákvörðun um hvernig muni verða staðið að áframhaldandi þátttöku okkar í „Eurovision". -gse er landað samdægurs. Að sögn Egils Stefánssonar t' Mjóafirði, eiganda bátsins hefur Anny verið á dragnót í vetur. Verði þeir varir við lóðningar á leiðinni með póstinn hefur komið fyrir að þeir nái 1-2 hölum á leiðinni. Anny hefur 120 tonna þorskkvóta. Aflinn síðustu daga var t.d. rúm tvö tonn s.l. laugardag og um 1,7 tonn á sunnudag. Yfir sumarmánuðina fiska þeir á Anny hins vegar aðallega kola og steinbít. Póstbáturinn Anny frá Mjóafiröi: Landarí pósthús- ið og frystihúsið Stranglega er bannað að mynda haförninn fyrr en unginn er kominn á legg. Menntamálaráöuneytiö setur reglur: Bannað að mynda sjaldgæfa fugla - meðan á varptíma stendur „Dvöl manna við hreiður sjald- gæfra fugla, svo og myndataka, er óheimil nema með leyfi mennta- málaráðuneytisins. Þær tegundir sem hér er átt við eru: Haförn, fálki, snæugla og haftyrðill“. Nú þegar varptími fer í hönd vill fuglafriðunarnefnd og mennta- málaráðuneytið vekja athygli manna á þessu, því truflun þessara tegunda um varptímann getur beinlínis orðið til þess að fuglarnir hætti að verpa hér. Haftyrðill er t.d. nær útdauður hér á landi sem varpfugl og snæugla hefur ekki valið sér ísland sem varpland svo vitað sé í 10-15 ár. Samkvæmt upplýsingum mennta- málaráðuneytisins, eru leyfi til myndatöku aðeins veitt í undan- tekningartilfellum, t.d. ef menn eru að sinna rannsóknarstörfum í opinbera þágu. Haförninn má þó aídrei mynda fyrr en unginn er kominn á legg. Kópavogsvaka: Alltfrá Bach til Ellington -tónleikar í kirkjunni í.kvöld Kópavogsvaka stendur nú yfir í Kópavogi en að vökunni standa þær stofnanir og nefndir bæjarins sem einkum vinna að menningarmálum. Vakan hófst s.l. laugardag og henni lýkur sunnudaginn 11. maí, sem jafnframt er afmælisdagur Kópa- vogs. í kvöld verður sérstök dagskrá í Kópavogskirkju þar sem Tónlistar- skóli Kópavogs heldur tónleika. Þar er á efnisskrá mjög fjölbreytt tónlist, allt frá sónötu í D-dúr BMW 1039 fyrir 2 flautur, selló og sembal eftir J.S. Bach, að útsetningu Þórhalls Birgissonar á In a sentimental mood eftir Duke Ellington. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Annað kvöld verður dagskrá í Hjáleigunni, Fannborg 2, með Matt- híasi Jóhannessyni skáldi, sem hefst kl. 20.30, á fimmtudagskvöldið verð- ur skemmtidagskrá á sama stað og tíma, á laugardaginn verða útitón- leikar í garðinum milli Útvegsbanka, pósthúss og bókasafns kl. 15.00, og þar koma fram helstu unglinga- hljómsveitir Kópavogs. Kópavogsvökunni lýkur sunnu- daginn 11. maí með dagskrá í Félags- heimili Kópavogs um Gerði Helga- dóttur. Að Kópavogsvökunni standa Bókasafnið, Leikfélagið, Lista- og menningarsjóður, Náttúrufræðistof- an, Skólaskrifstofan og Tónlistar- skólinn. Oddur Ólafsson Eggert Skúlason Eysteinn Sigurðsson Breytingar á ritstjórn Tímans Breytingar hafa verið gerðar á ritstjórn Tímans. Oddur Ólafsson er nú aðstoðarritstjóri. Eggert Skúlason hefur verið ráðinn að- stöðarfréttastjóri og Eysteinn Sig- urðsson hefur ráðist til starfa á blaðinu og mun m.a. fjalla um menningarmál og málefni sem tengjast samvinnuhreyfingunni. Oddur Ólafsson er fæddur 1933 og hóf blaðamennskuferil hjá Al- þýðublaðinu en hefur starfað á Tímanum frá 1967 og gegnt þar flestum störfum sem blaða- mennsku tengjast. Síðustu árin hafði hann umsjón með öllum síðum blaðsins öðrum en þeim sem að fréttum lúta. Eggert Skúlason er fæddur 1963. Hann hóf störf hjá NT árið 1984 og færðist yfir á ritstjórn Tímans um s.l. áramót. Eggert hefur ávallt unnið að innlendri fréttaöflun og skrifað um fréttatengt efni. Eysteinn Sigurðsson er fæddur 1939 og lauk prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands og varði síðar doktorsritgerð í bók- menntum við Lundúnaháskóla. Hann starfaði hjá Fræðsludeild SlS í nærfellt 20 ár og hefur skrifað mikið um samvinnuhreyfinguna. Hann hefur einnig skrifað mikið um bókmenntaleg efni, m.a. rit- dóma hér í blaðinu. Tíminn býður þessa menn vel- komna til starfa og væntir þess að þeir muni styrkja blaðið og efla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.