Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Þriðjudagur 6. maí 1986 llllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND illlllllllllllllllllllllllllllillllll Öll eru þau í sviðsljósinu í Tokyo. Frá vinstri, Craxi forsætisráðherra ítalíu, Mitterrand forseti Frakklands, Thatcher forsætisráð- herra Bretlands, Kohl kanslari V-Þýskalans, Reagan Bandaríkja- forseti, Nakasone forsætisráðherra Japans og Mulroney íorsætisráð- herra Kanada. JAPAN: Hryðjuverk í sviðsljósinu Leiðtogarnir áfundinum í Tokyo samþykktu að taka upp harðari stefnu gagnvart hryðju- verkamönnum - Japanskur vinstri hópur hótar annarri flugeldaárás Tokyo-Reuter Á leiðtogafundinum í Tokyo í gær var ákveðið að taka upp harðari stefnu gagnvart alþjóðlegum hryðju- verkasamtökum og löndum sem styddu við bakið á slíkum samtök- um. Var Líbýa nefnd á nafn í þessu sambandi. Sovésk stjórnvöld voru einnig gagnrýnd í Tokyo í gær. Leiðtogarn- ir sjö gagnrýndu þau fyrir að liggja á upplýsingum um slysið í Chemobyl kjarnorkuverinu í Ukraínu. Það var Margrét Thatcher forsæt- isráðherra Bretlands og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sem vom fremst í flokki þeirra er vildu sam- einast um ákveðna yfirlýsingu gegn hryðjuverkum í heiminum. f yfirlýsingunni samþykktu leiðtogar áðurnefndra tveggja ríkja sem og leiðtogar Japans, V-Þýska- lands, Frakklands, Kanada og Italíu að taka upp nánari samvinnu og harðara eftirlit með hryðjuverka- samtökum. Einnig var ákveðið að hvetja til vopnasölubanns á þær þjóðir er styddu hryðjuverkamenn og einnig að taka upp nánara eftirlit með sendiráðsmönnum og sendiráðum þessara þjóða. Þetta var í fyrsta skipti sem þjóð- imar sjö samþykktu slíka samvinnu gegn alþjóðlegum hryðjuverka- mönnum og einnig í fyrsta skipti sem Líbýa er nefnd sérstaklega í þessu sambandi. Árás Bandaríkjamanna á Líbýu var hinsvegar hvorki fordæmd né réttlætt í yfirlýsingunni. Leiðtogarnir sjö hvöttu einnig Sovétstjórnina til að birta allar upp- lýsingar um Chernobyl kjarnorku- slysið og gagnrýndu hana fyrir þrjóska þögn um slysið. Leiðtogafundinum lýkur í dag en í gær hótaði harðasti vinstrihópurinn í Japan (Chukaku-Ha samtökin) að skjóta að leiðtogunum og hitta nú beint í mark. Það var þessi hópur sem stóð fyrir eldflaugaskotunum á leiðtogahópinn rétt þegar fundur þeirra hófst. Enginn meiddist þó enda var hér um heimatilbúna flug- elda að ræða. Klukkur valda rugli í Kína Urumqi, Kínu-Rcutcr Þegar klukkan er á hádegi í póstskrifstofu Urumqiborgar í Kína er hún 10 f.h. í versluninni við hliðina og þegar bæjarbúar halda að klukkan sé 10 að kvöldi er hún 12 á miðnætti hjá ferða- mönnum sem bæinn heimsækja. Misskilningur þessi á líklega eftir að verða áberandi næstu dagana í Kína en þar í landi var í gær tekinn upp sumartími í fyrsta Ssinn. í héraðinu Xinjiang sem er vestast í Kína var staðartími tekinn upp í febrúar - tveimur tímum eftir Pekingtíma - en síðustu tuttugu árin hafa íbúar héraðsins verið neyddir til að fara eftir sama tíma og gildir í Mið- Kína. Stjómvöld ákváðu hinsvegar að Pekíngtími myndi ráða í póst- skrifstofum, á jámbrautarstöðv- um, flughöfnum og í öllum ferða- mannahótelum héraðsins. „Þetta er mjög ruglandi,“ sagði Bandaríkjamaður einn sem býr í Urumqi, höfðuborg Zinjianghér- aðs.“ I hvert skipti sem naður þarf að hitta einhvern þarf að ákveða hvort farið sé eftir Pek- íngtíma ellegar Xinjiangfíma,“ sagði sá bandaríski. Eitthvað verður því líklega um misskilning næstu daga í Kína því nú hefur sumartími verið tekinn upp alls staðar þar í landi, og klukkan því færð fram um einn tíma - nema á járnbrautarstöðv- um og rútustöðvum. ' Slysið í Chernobyl kjarnorkuverinu: Geisla- virkir Úkraínu- borgarar í mestri hættu - segir sænskur vísindamaður Stokkholmur-Reuter Sænskur vísindamaður sagði í gær að allt upp í átta þúsund Evrópubúar ættu á hættu að fá krabbamein vegna geislunar þeirrar sem varð eftir slysið í Chernobyl kjarnorkuverinu í Úkraínu. Gunnar Bengtsson, yfirmaður sænsku geislavarnarstofnunarinnar, sagði fyrstu útreikninga sýna að 80 upp í 8000 einstaklingar gætu átt á hættu að fá krabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins í Sovétríkjunum. „Útreikningar okkar sýna að hvað varðar geislun er slysið í Chernobyl þúsund sinnum verra en slysið á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum árið 1979,“ sagði Bengtsson á blaða- mannafundi. Bengtsson sagði þó Svía ekki verða fyrir alvarlegum mannskaða sökum útgeislunarinnar en spáði þó að allt upp í átta manneskjur gætu fengið alvarlegt krabbamein á næstu fjörutíu árum og yrði það bein afleiðingslyssins í Chernobylverinu. Sænskir vísindamenn hafa bent á að íbúum í nágrenni við kjarn- orkuverið sé mikil hætta búin á næstu árum vegna útgeislunarinnar en Bengtsson vildi þó ekki segja nokkuð ákveðið um mannskaða í Úkraínu og nágrenni. Bengtsson og samstarfsmenn hans hafa reiknað út magn það af geislavirkum efnum sem slapp út í andrúmsloftið þegar kjarnakljúfur- inn í Chernobylverinu brann og segja það sarnsvara því að 30 mega- tonna kjarnorkusprengja væri sprengd ofanjarðar - sú sprengja er meira en tvö þúsund sinnum kraft- meiri en sú sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hirosíma árið 1945. Um helgina mældist geislavirkni á austurströnd írlands örlítið fyrir ofan eðlileg mörk en Didk Spring orkumálaráðherra landsins sagði geislun þessa varla munu stefna heilsu manna í hættu. Boris Yeltsin æðsti maður flokk- ráðsins í Moskvuborg sagði í samtali við fréttamann Reuters í gær að tekist hefði að stöðva nær alla útgeislun frá kjarnakljúfum í Chernobyl: „Kjarnaskýið er byrjað að hverfa og annað hefur ekki myndast,“ sagði Yeltsin. Fræðslustörf á viðskiptasviðum Nokkur kennslustörf við Samvinnuskólann á Bif- röst eru laus til umsóknar, - í viðskipta- og hagfræðigreinum, stærðfræði, tölvufræði o.fl. og einnig í starfsfræðslu í tengslum við atvinnulífið. Nýtt fjölskylduhúsnæði ásamt orku o.þ.h. fylgir starfi. Störf og aðstaða geta hentað hjónum mjög vel saman. Einnig aðrir atvinnumöguleikar fyrir maka. Tiltölulega sjálfstæð störf með sveigjanlegum vinnutíma og löngum leyfum á hverju ári. Aukastörf eftir samkomulagi. Störf hefjast í byrjun næsta skólaárs. Auk menntunar, einkum á háskólastigi eða þ.u.l., er mjög æskilegt að umsækjandi hafi starfsreynslu í viðskipta- og atvinnulífinu. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf o.s.frv. sendist skólastjóra Samvinnuskólans (póstfang: Bifröst, 311 Borgarnes) hið allrafyrsta, og hann veitir upplýsingar (sími: 93-5001). Enn fremur vantar næsta vetur stundakennara í viðskiptagreinum o.fl. við Framhaldsdeild Sam- vinnuskólans í Reykjavík. Upplýsingar veitir yfir- kennari (sími: 91-39220). Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftirtilboðum í viðgerðir á hellulögðum gangstéttum víðs vegar í Reykjavík. Úboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKIaVÍKURBORGAR Fríkwkjuv«gi 3 — Simi 25800 Laus staða Laus er til umsóknar hlutastaða (50%) sérfræöings I erfðafræði við Líffræðistofnun Háskólans. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskóla- námi á sviði erfðafræði og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu fyrir 2. júní 1986. Menntamálaráðuneytið 5. maí 1986. Lausar stöður Við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar staða íþróttakennara (2/3). Einnig er fyrirhugað að ráða fáeina kennara til eins árs í forföllum fastráðinna kennara við skólann. Um er að ræða byrjendakennslu og kennslu í 7. bekk, svo og starf smíðakennara. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 9. mai nk. Menntamálaráðuneytið 1. maí 1986 Xil leigu Efri hæð hússins Snorrabraut 54 er til leigu. Hús- næðið er um 315 fermetrar að stærð og er innréttað sem skrifstofuhúsnæði. Frábær staður - góð bílastæði. Tilboð óskast send skrifstofu vorri fyrir 30. apríl n.k. Osta- og smjörsalan sf. Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.