Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 6
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aöstoöarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guömundur Hermannsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um heigar. Áskrift 450.- Lýðræði í stað einveldis Helsta einkenni lýðræðisskipunar er að öllum á að gefast kostur á að hafa áhrif á þær ákvarðanir, sem teknar eru og snerta allan almenning. Sam- kvæmt venju er það meirihlutinn sem ræður og ber ábyrgð á því, sem gert er. Það þýðir þó ekki að meirihlutinn sé einráður. Hann verður alltaf að hlusta á rök minnihlutans og taka tillit til hans. Eitt af því, sem einkennir virkt lýðræði, er ýtarleg umfjöllun um öll sameiginleg mál ríkis og sveitarfélaga. Það skiptir mjög að sem flestir láti til sín heyra, og sem fjölbreytilegust viðhorf séu kynnt. Þetta á ekki síst við um málefni Reykjavíkur- borgar. Reykjavík er langsamlega fjölmennasta sveitarfélagið á landinu. Höfuðborg landsins er mikilvæg í nær öllum þeim málum, sem áhrif hafa á hag lands og þjóðar. Hér er miðstöð stjórnsýslu, verslunar og samgangna. Hér eru fjölmennir skólar og menningarstofnanir, sjúkrahús og aðrar þjón- ustustofnanir. Atvinnulíf í borginni er fjölbreytt og þar mætast margir straumar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langan aldur haft meirihluta í borginni og stjórnað í krafti þess. Þrátt fyrir að andstæðingar flokksins hafi náð meirihluta í kosningunum 1978, þá virðist Sjálfstæðisflokkur- inn ekkert hafa lært af þeim ósigri. Hann hefur stjóm- að borginni eins og ekkert tillit þyrfti að taka til minnihlutans, og meira að segja þrengt að lýðræð- inu með því að fækka borgarfulltrúum og þar að auki lagt áherslu á að fækka fulltrúum í fjölmörgum nefndum og ráðum borgarinnar. Með þessu er í senn verið að draga úr áhrifum minnihlutans í borginni og auka möguleika meiri- hlutans á því að knýja mál í gegn án þeirrar víðtæku umræðu, sem er lýðræðinu nauðsynleg. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á opin- skáa umræðu um öll þau mál, er snerta borgarbúa og telja að nauðsynlegt sé að sem flest sjónarmið komi fram. Fækkun borgarfulltrúa úr 21 í 15 er skref aftur á bak og fækkun í nefndum og ráðum er andstætt lýðræðisskipaninni vegna þess að með því er verið að takamarka áhrif minnihlutans. Lýðræðið er fólgið í því, að meirihlutinn taki tillit til minnihlutans og noti ekki vald sitt til að ganga á sjálfsagðan rétt hans til að hafa áhrif á framgang mála og mótun stefnu. Framsóknarmenn vilja tryggja sem flestum möguleika til að hafa áhrif á borgarmálin í Reykjavík. íbúar í hverfunum eiga að hafa greiðan aðgang að öllum sem að borgarmálum vinna, og hafa þannig áhrif á hvaða ákvarðanir eru teknar og snerta hin einstöku hverfi. Mikilvægt er að kjósendur í Reykjavík geri sér ljóst að með því að veita Framsóknarflokknum lið stuðla þeir að auknu lýðræði og veita Sjálfstæðis- flokknum það aðhald að hann ráðskist ekki með málefni borgarinnar sem sína einkaeign. 6 Tíminn Þriðjudagur 6. maí 1986 lllllllllllllllllllllll GARRI :i.i'HIHIIilili; 'IIHHIIIIIIIIilI ’!millllllllilil.!i:; '''llllllllllllllllllliil.!: ''l:lil'i:illllllllli|l|;i.^ITIIIIIIIIIIIIll,!:' 'TI'lllllllllllllllM, Uppskrúfuð þjóðremba Lækkun dollars Hætta er á, að verðlækkun dollar- ans á undanförnum misserum muni hafa áhrif í þá átt að draga úr hjöðnunarhraða verðbólgunnar. Bandaríkjamarkaður er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður og lægri dollar skerðir því tekjur af útflutningi þangað. Verðhækkun á íslenskum flskafurðum á Banda- ríkjamarkaði að undanförnu vegur þó nokkuð þar á móti. Feiknahátt verð á útfluttum gámaflski til Evr- ópu að undanförnu bætir einnig úr skák. En aukin velmegun okkar bygg- ist ekki aðeins á auknum útflutn- ingi og hagstæðu verðlagi á útflutn- ingsmörkuðum. Hin hliðin er ekki síður mikilvæg, þ.e. sem hagstæð- ust innkaup okkar á innfluttum neysluvörum. Hækkun Evrópumynta Langsamlega stærsti hluti inn- flutnings til landsins er keyptur af Vestur-Evrópuþjóðum. Þar sem við höldum genginu föstu hafa Evrópugjaldmiðlar hækkað mjög verulega að verðgildi á síðustu mánuðum. Sem hagstæðust inn- kaup til landsins munu því ráða úrslitum um það, hve vel tekst að lialda verðhækkunum í skefjum. Hin stóraukna samkeppni, sem orðið hefur milli mat- og nýlendu- vöruverslana, ekki síst stórmark- aðanna, á að koma hér að liði og hlýtur að hvetja til hagstæðari innkaupa þeirra vara til landsins. Verðgæsla og verðkannanir Verð- lagsstofnunar gegna þar mikilvægu hlutverki og hcfur ásamt hjöðnun verðbólgunnar stuðlað að stór- bættu verðskyni almennings og gerhugulli innkaupum. Farmgjöldin hækka - Óðaverðbólgan hafði slævt mjög verðskyn neytenda, enda hækkuðu vörur nær daglega í verslunum þá og öll verðlagsmál yfir höfuð á hverfanda hveli. En það er ekki nóg að tryggja hagstæð innkaup erlendis það þarf ennfremur að tryggja sem ódýrasta flutninga til landsins. Á síðustu vikum hafa kvartanir vegna hækkunar farm- gjalda, m.a. með niðurfellingu af- sláttur, sem áður var tíðkaður, þegar samkeppni var meirí í að- flutningum til landsins en nú, verið til umræðu í fjölmiðlum. Sýnist mönnum þar skjóta skökku við hina stórfelldu lækkun olíuverðs, sem orðin er. Félög iðnrekenda og stórkaupmanna scgjast nú vera með þau mál til könnunar. Farm- gjöld og fjármagnskostnaður hafa mjög mikil áhríf á verðlag á íslandi og nú hafa vextir stórlækkað. Hér þarf því ríkisstjórnin að skoða ofan í kjöl skipafélaganna og stuðla að sem hagkvæmustum farmgjöldum. Það er stór Ifðuri þcirri verðhjöðn- un sem stefnt var að með febrúar- sættinni. Fagna ber þeirrí áskorun sem aðalfundur Vinnuveitendasam- bands íslands sendi frá sér til framleiðenda og fyrirtækja um að gæta ýtrasta aðhalds í verðlagsmál- um og stuðla með öllum ráðum að því að að árangur febrúarsættar- innar verði tryggður. Aukin innkaup frá USA? í þessu sambandi sýnist rétt að beina þeirrí áskorun til innflytj- enda, að þeir kanni ítarlega hvort ekki sé mögulegt að draga úr innflutningi frá Vestur-Evrópu með stórhækkandi verði Evrópu- gjaldmiðla og beina innkaupum í ríkara mæli á Bandaríkjamarkað, þar sem dollarínn hefur lækkað svo mjög í hlutfalli við Evrópu- mynt. Eru ekki mörg innflutnings- fyrirtæki stöðnuð í gömlum við- skiptasamböndum? Hvað ætli sá hluti innkaupa okkar frá Evrópu sé stór, sem fer í gegnum umboðsfyr- irtæki í Danmörku með tilheyrandi álagningu og þar af leiðandi hærra verði til íslenskra neytenda en ella? Garri VÍTT OG BREITT íslensk skáld gerðu garðinn frægan í Noregi og víðar er þeir mærðu konunga og fluttu þeim kvæði. Var orðstír þeirra mikill og lifir enn á íslenskum bókum sem erlendum. Kvæðin eru óbrotgjarn minnisvarði um menningarlega getu lítillar þjóðar. Um helgina fetuðu nokkrir ís- lendingar f fótspor skáldanna fomu, lögðu leið sína til Noregs og kölluðu sig Icy. Þar var sungið „kósí lítið lag“ sem duga átti til fjár og frama og orðstírs sem deyr aldregi. En eitthvað fór úrskeiðis og eru nú sjónvarpsmenn og aðrir útgerð- armenn Icy að fara í saumana á málinu öllu, eins og þeir orða það og komast að því hvemig kugginn bar af leið. Bramboltið kringum Gleðibank- ann hefur verið með þeim ódæm- um að það hefur alið á öllum einkennum minnimáttarkenndar smáþjóðar. Þáttur fjölmiðlanna er þar stærstur og ömurlegastur. Engin ástæða er til að amast við því að taka þátt í dægurlagakeppni Evrópuþjóða fremur en ýmsum öðrum alþjóðlegum samskiptum. Forkeppni var haldin og lag og söngvarar valdir og varla um það deilt að nokkuð væri við það að athuga. Ríkisstofnanir sáu um að hamra á laginu og plötusnúðar jörmuðu um ágæti þess og sigurlíkur. Saumaðir voru margir grímubún- ingar á söngfólkið og stig af stigi, var lagið og aðstandendur þess gert að inntaki og umræðuefni sálarlífs mörlandans. Plata var prentuð og myndband búið til. Svo fór að kvisast að aðrar þjóðir hefðu einnig valið lag, og söngvara, búið til plötu og mynd- band af sínu fólki. Þetta var svo farið að spila og sýna á Fróni og samanburðarfræðin blómstraði. Fljótlega kom að því að Icy sigraði. Fyrst var haft eftir ein- hverjum manni í Svíþjóð, að Gleði- bankinn væri besta lagið. Plötusali í Bretlandi sagði einhverjum að myndband Icy væri hið besta. Veðmangarar töldu Gleðibankann síst verri en mörg önnur lög í keppninni. Blaðamaður á ein- hverju Norðurlandablaði lýsti þeim smekk sínum að íslenska lagið væri sigurstranglegt. Svo fór íslenski hópurinn til Björgvinjar og íslenskir fréttaritar- ar lýstu því fjálglega að honum haft verið vel tekið. (Fróðlegt væri að. heyra hvort gestgjafarnir hafi tekið einhverjum keppnishópi á annan veg.j.Svona spann sigurvissan utan á sig þar til hún var orðin algjört æði. Blaðafyrirsagnir og frétta- mennska var allt orðin vitnisburður á þann veg að Gleðibankinn okkar væri sigurstranglegastur og ótrú- legustu aðilar bornir fyrir því. Skylt er að geta þess að sjálfur sönghópurinn og höfundur frægð- arlagsins héldu sig innan hóflegra marka í öllum yfirlýsingum. Svo rann sigurstundin upp, dúnalogn varð og þjóðin beið róleg framan við skjáina, uns reiðarslag- ið dundi yfir. Uppskrúfuð þjóðernisremban breyttist í undrun og sárindi. Útgerðarmenn Icy botna ekkert í hvað skeði og eru nú að fara í saumana á því öllu saman og munu aldrei komast að því að þeir hafa vaðið í sjálfsblekkingum og óraun- hæfri óskhyggju. En íslendingar mega vel við una. Fjórar margfalt fjölmennari þjóðir fengu færri stig, og er það í sjálfu sér vel af sér vikið hjá Icy að hreppa 16. sætið, ef það á annað borð skiptir einhverju máli hvar við lendum í dægurlagakeppni. Þjóðernisvitundin mætti gjarnan láta meira á sér bera á veigameiri sviðum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.