Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. maí 1986 Tíminn 9 arinn Lárusson gegnt starfinu. Gunnar Gunnarsson var frum- kvöðull að stofnun Minjasafns Aust- urlands (1942), og var í stjórn þess fyrstu tvö árin. Lét hann safninu í té herbergi í húsi sínu árið 1945, og var það opið almenningi næstu árin. Þegar húsið var afhent Ríkinu 1948, gerðu menn sér vonir um aukið húsnæði fyrir safnið. Að því varð ekki, svo stjórn safnsins sá sér ekki annað fært cn að loka því árið 1966. Þegar Safnastofnun Austurlands var sett á fót 1972, hófust að nýju um leitanir um rýmra húsnæði fyrir minjasafnið, og náðist þá samstaða milli ráðuneyta unt að byggt yrði yfir tilraunastöðina, en Gunnarshús yrði afhent Safnastofnun að því búnu, til notkunar fyrir minjasafnið o.fl. starfsemi. Ekkert varð þó af framkvæmdum í þessa átt. þrátt fyrir endurteknar Austurlandi, þar með talið saga landshlutans, þjóðhættir, þjóðtrú, örnefni, bókmenntir og listir. Sér- stök áhersla skal lögð á samskipti mannlífs og náttúru í ljósi sögunnar, með raunhæfa framtíðarskipan þeirra mála fyrir augum. Fræðasetr- ið skal leitast við að safna skrifuðum og prentuðum heimildum, er varða ofangreind fræði austanlands, og koma upp sem fullkomnustu bóka- safni.“ Leitast skal við að konta upp vinnustofum fyrir þær fræðigreinar, sem einkum hafa verið stundaðar á Austurlandi. „Er svo til ætlast, að lífsviðhorf eða heimspeki Gunnars, sem birtist í skáldverkum hans og öðrum ritum, vcrði haft að leiðarljósi við alla starfsemi fræða- setursins." Starfsemin skal fyrst um sinn eink- um miðast við það, „að skapa fræði- mönnum aðstöðu til dvalar og rann- fræðum, er varða þeirra eigin mann- líf eða náttúru, hlýtur að vera keppi- kefli, enda stór þáttur í almennu sjálfstæði nú á tímum, auk þess sem allt fræðastarf skapar ný atvinnu- tækifæri og er því ekki ómerkur þáttur í margumtöluðu jafnvægi í byggð landsins." Sameiningartákn Ymsir landshlutar eiga sína sér- stöku sögustaði, sent íbúar þeirra eru bundnir tilfinningaböndum, líta á sent sameiningartákn og leggja metnað sinn í að styðja og efla á allan hátt. Þannig er Skálholt Sunn- lendingum, Hólar Norðlendingum og Hrafnseyri fyrir Vestfirðinga. í seinni tíð hefur farið fram margvís- leg uppbygging og endurreisn á þess- um stöðum, og þeir hafa á ýmsan veg orðið menningarsetur fjórðung- anna að nýju. samþykktir ráðamanna, ogárið 1979 var loks höggvið á þennan hnút, með því að ákveða nýbyggingu fyrir minjasafnið á Egilsstöðum, og lof- uðu ráðherrar að beita sér fyrir fjárveitingum til þess. Bygging var hafin á næstu árum en hefur lítið miðað. Barnaskóli Fljótsdæla var í Gunn- arshúsi á árunum 1960-1970, þar til Hallormsstaðaskóli tók til starfa, og næsta áratug var þar stunduð kennsla yngstu barnanna. Árið 1972 kom fram tillaga á Búnaðarþingi, um stofnun búnaðarskóla á Skriðu- klaustri. Samþykkti þingið að konta á fót búfræðslunámskeiðum, og var eitt slíkt haldið þar næsta vetur, en ekki varð meira úr þeirri starfsemi. í ráðherrasamþykktinni frá 1972 er getið ýmissa nýmæla í notkun Gunnarshúss. Meðal annars var áætlað að koma þar upp „aðstöðu fyrir listamann, fræðimann eða vís- indamann, til skammrar dvalar á staðnum". Gistiaðstaða hefur verið fyrir hendi í húsinu, en lítið verið notuð, enda aldrei auglýst eða kynnt á annan hátt. Þá var ráðgert að sérstakt herbergi eða safndeild, „helguð frú Franziscu og Gunnari skáldi Gunnarssyni", skyldi vera í húsinu, „aðgengileg til skoðunar fyrir almenning", ásamt öðrum hlutum hússins. Erþað ítrek- að í samþykktinni frá 1979, og verður því að skoðast í fullu gildi, þótt ekki liafi enn orðið að fram- kvæmdum í þá átt. Loksvargert ráð fyrir aðstöðu í húsinu fyrir ýmis félagasamtök á Austurlandi. Tillaga um fræðasetur Tillaga um „fræðasetur" á Skriðu- klaustri var sett fram haustið 1985 af þeim Helga Hallgrímssyni safnverði á Akureyri (frá Droplaugarstöðum í Fljótsdal) og Þórarni Lárussyni til- raunastjóra. Hugmyndin var kynnt þingmönnum Austurlands stuttu seinna, og tóku þeir Helgi Seljan og Jón Kristjánsson hana upp sem til- lögu til þingsályktunar (195 mál, 108. löggjafarþings), en hún hlaut ekki afgreiðslu. Samkvæmt tillög- unni skal hlutverk fræðasetursins vera: „almenn þekkingaröflun um mannlíf, menningu og náttúrufar á Frú Fransiska og Gunnar Gunnars- son á efri árum. Myndin cr tekin á heimili þeirra í Reykjavík árið 1974. sóknar", og því skal setrið „jafnan hafa til reiðu, eina meðalstóra íbúð fyrir fræðimenn og fjölskyldur þeirra, sem dvelja vilja á staðnum", um lengri eða skemmri tíma, og nokkur einstaklingsherbergi. „Til þess er ætlast, að íslenska ríkið leggi fræðasetrinu til húsnæði", þ.e. Gunnarshús. Verði það afhent setrinu til fullra umráða á aldar- afmæli Gunnars vorið 1989. Húsinu fylgi lóð eða landskiki, er miðist við að skapa þvi eðlilegt og fagurt um- hverfi. Stofnun fræðasetursins hugsa til- lögumenn sér að geti farið þannig fram, að áhugamönnum verði boðið að gerast stofnfélagar setursins, með því að leggja fram gjafir (stofnfram- lög) í formi bóka, muna eða annars sem að gagni má koma við uppbygg- ingu þess, eða lágmarksupphæð í peningum. Má geta þess, að setrið hefur þegar fengið tilboð um allstórt bókasafn, þjóðfræðisafn og ýntis tæki og húsgögn. Tilraunastöð landbúnaðarins, sem rekin cr á Klaustri, telja flutnings- menn tillögunnar, að geti tengst fræðasetrinu, „eða jafnvel fallið undir starfsemi þess, er tímar líða fram." Til þess þyrfti þó að afmarka hlutverk hennar betur og gera hana óháðari höfuðstöðvunum í Reykja- vík. „Fræðasetrinu á Klaustri er ætlað að bæta úr brýnni þörf landshlutans (Austurlands) fyrir aðstöðu til fræði- legrar iðkunar, sem heita má að sé hvergi fyrir hendi nú sem stendur. þótt nokkur vísir sé að slíku í skjalasafninu á Egilsstöðum. Nær allar rannsóknir og aðrar fræðiiðk- anir. sem viðkoma Austurlandi, verða því að fara fram í öðrum landshlutum, áðallega í Reykjavík, þar sem þær skapa fólki vinnu og gefa ýmsan annan afrakstur. Hins vegar hafa Austfirðingar lítil sem engin áhrif á framkvæmd þeirra, og má kallast gott ef þeir fá einhvern- tíma að sjá niðurstöður. Sjálfstæði landshlutanna í rannsóknum og Austurland hefur til þessa ekki getað státað af neinum sérstökum stað, er skipi svo veglegan sess, en fáir eða engir staðir í fjórðungnum hafa jafn góða möguleika á að öðlast hann, eins og höfuðbólið Skriðu- klaustur í Fljótsdal, vegna sögulegr- ar hefðar, náttúrufegurðar, veður- blíðu og hagstæðrar legu í miðju Austurlandskjördæmi, þar sem einnig má ætla að krossgötur verði í framtíðinni. Með uppbyggingu fræðaseturs á Skriðuklaustri er stefnt að því að cfla menningarlegt gildi staðarins, og fá honum framtíðarhlutverk, er sæmi sögu hans og þeint stórhug og bjartsýni, er Gunnar skáld sýndi með byggingu hússins fagra, jafn- framt seni heiðruð er minning skáldsins, sem hæst hefur borið hróður Austurlands og lengst út fyrir landsteinana. Því skorunt við undirritaðir á Austfirðinga, hvar sem þeir eru búsettir, að veita þessu ntáli liðsinni sitt, í smáu eða stóru, og tryggja þannig að Austurland eignist sitt menningasetur og helgistað. A hvítasunnu (18. maí), 1986. Bjarni Gudjónsson sóknarprestur, Valþjófsstaó. l'-j*ill Jónsson alþinj>ismaóur, Seljavöllum, Hornafirði. Eysteinn Jónsson fv. ráöherra, Keykjavík. Eyþór Einarsson j>rasafræöinj>ur, Keykjavík. Guttormur V. Þormar hrcppstjóri, Gcitageröi, Fljótsdai. Halldór Ásgrímsson ráöherra, Höfn í Horna- firöi. Halldór Sigurðsson form. Safnastofnunar Austurl., Miöhúsum. Helgi Seljan alþingismaöur, Kcyöarfiröi. Hjörleifur Guttormsson alþingismaöur, Nes- kaupstaö. Jón Kristjánsson alþingismaöur, Egilsstööum. Jónas Pétursson fv. alþingismaöur, Eellabæ. Magnús Einarsson bankaútihússtjóri, Egilsstöð- um. Matthías Eggertsson ritstjóri Freys, Keykjavík. Kagnheiður Hclga Pórarinsdóttir borgarminja* vörður, Reykjavík. Siguröur Blöndal skógræktarstjóri, Hafnarfiröi. Sigurðuró. Pálsson skjalavörður, Egilsstöðum. Sveinn Guðmundsson form. Búnaöarsamb. Austurl., Vopnafiröi. Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri, Akureyri. Vilhjálmur Einarsson rektor, Egilsstööum. Vilhjálmur Hjálmarsson fv. ráöherra, Brekku, Mjóafiröi. Þorsteinn Sveinsson Kaupfélagsst., Egilsstöð- um. I»ór Magnússon þjóöminjavöröur, Reykjavík. Höfundar ávarpsins eru: Helgi Hallgrímsson, safnvöröur og Pórarinn Eárusson, tilraunastjóri. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður Við Menntaskólann við Sund eru lausar kennarastöður í dönsku og sögu. Við Menntaskólann á ísafirði eru lausar kennarastöður í stærðfræði, eða stærðfræði og efnafræði saman, fullt starf, í dönsku hálft starf og íslensku, hálft starf. Umsóknarfrestur til 10. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. 'SÍ/'S' •v.va Aðalfundur Aöalfundur Sparisjóðs vélstjóra veröur haldinn aö Borgartúni 18, Reykjavík, laugardaginn 24. maí n.k. og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1985. 2. Lagðir fram til staöfestingar endurskoöaðir reikning- ar sparisjóðsins fyrir áriö 1985. 3. Nýjar samþykktir fyrir sparisjóðinn. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðenda. 6. Ákvörðun um þóknun til sparisjóðsstjórnar og endur- skoðenda. 7. Ákvörðun um endurmat á stofnfé samkvæmt sér- stakri heimild í lögum nr. 87 1985. 8. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðar- mönnum eða umboðsmönnum þeirra föstudaginn 23. maí n.k. í afgreiðslu sparisjóðsins svoog áfundarstað. Stjórn Sparisjóðs vélstjóra. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Auglýsing um innritun nemenda: Bændadeild: Tveggja ára námsbraut (4 annir) að búfræðiprófi. Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og fullnægi lágmarkskröfum um einkunn til inngöngu í fram- haldsskóla. - Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbún- aðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði sumar og vetur. Skrifleg beiðni um inngöngu ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 10. júní n.k. Búvísindadeild: Þriggja ára námsbraut að kandi- datsprófi (BS-90). Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. einkunn. - Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raun- greinasviði eða öðru framhaldsnámi sem deildar- stjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyrir 10. júní n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-7500. Skólastjóri. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Péturs Lárussonar, Suöurgötu 17, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir frábæra umönnun og alúð í sjúkralegu hans. Kristín Danivalsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, lngibjörg Elíasdóttir, Ríkey Lúðvíksdóttir, Hallveig Njarðvík Gunnarsdóttir, Snorri S. Þorgeirsson HilmarPétursson, Jóhann Pétursson, Kristján Pétursson Páll Pétursson, Unnur Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.