Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. maí 1986 Tíminn 5 111 ÚTLÖND illllllllliHIIIIIIII Vopnabröltinu linnir ei: NATO samþykkti nýja efnavopnaframleiðslu ísland meðal þeirra ríkja sem gert hafa athugasemdir við áform Bandaríkjastjórnar um framleiðslu á nýrri gerð efnavopna Bríissel-Rcuter Varnarmálaráðherrar NATO- ríkjanna samþykktu í gær áætlun sem gerir ráð fyrir að Bandaríkja- menn hefji að nýju framleiðslu á efnavopnum. Caspar Weinberger. varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, viðurkenndi þó að nokkur mótstaða hefði verið innan banda- lagsins vegna áforma Bandaríkja- manna um efnavopnaframleiðslu. Ráðherrarnir fjórtán samþykktu hernaðaraðgerð þar sem gert er ráð fyrir að Bandaríkjamenn hefjí fram- leiðslu tvíefnaskiptra stórskotaliðs- kúlna og sprengna eftir sautján ára hlé á cfnavopnaframleiðslu. Bandaríska þingið hafði áöur sam- þykkt þessa ráðagerð en þó með því skilyrði að NATO-ríkin samþykktu hana. Tvískipt efnavopn eru byggð á tveimur hættulausum efnum sem breytast í banvænt gas þegar þeim er blandað saman með sprengingu. Nokkrir NATO ráðherranna létu skrá niður efasemdir gegn því sem Weinberger kallaði „nauðsyn þess að endurnýja efnavopnabirgðir okkar". Manfred Wörner varnarmálaráð- herra V-Þýskalands tók þó fram að ekkert ríki hefði reynt að stöðva framgang áætlunarinnar. Hann sagði ísland, Noreg, Danmörk, Lúxem- borg, Holland og Grikkland hafa verið þau ríki sem gerðu sínar at- hugasemdir við ráðagerðina. Ekki varþóbúist viöaðeinhverjar athugasemdir yrðu settar á lokasam- þykktina sem birta átti í gærkvöldi. Spánn: Fölleitir Bretar flykkjast í sólina Madríd-Reuter. Spánverjar búast við miklum ferðamannastraumi frá Bretlandi á komandi sumri. Talsmaður ferða- málaráðuneytisins spánska sagði í gær að búist væri við sex milljónum náhvítra Breta yfir til Spánar á þessu ári. Þessi fjöldi mun bæta upp minnkandi fjölda bandarískra ferða- langa á Spánarströndum. „Við búumst við um sex milljón- um Breta á þessu ári en þeir voru fimm milljónir á síðasta ári,“ sagði talsmaðurinn við fréttamann Reut- ers. Spánverjar telja aukninguna stafa af sterkri stöðu breska sterlings- pundsins gagnvart pesetanum og fáum vinnudeilum í ríki Thatchers á þessu ári. Talsmaðurinn bjóst við að um 100 þúsund færri Bandaríkjamenn létu sjá sig á sólarströndum Spánar á þessu ári og á óttinn við hryðjuverk þar stærstan hlut að máli. Á síðasta ári heimsóttu 43,2 mill- jónir erlendra ferðamanna Spán. Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Wörner varnarmálaráð- herra V-Þýskalands skoða hér ný morðtól. Báðum fínnst efnavopnafram- leiðslan hin mesta nauðsyn. Ekki er heldur búist við að utanríkis- ráðherrar NATO-ríkjanna, sem hittast í Halifax á Englandi í lok þessa mánaðar, breyti nokkru í þess- ari samþykkt. NATO heldur því fram að Sovét- ríkin búi yfir 800 þúsund tonnum af taugagasi og hafi þjálfað um 80 þúsund menn til efnavopnahernað- ar. Bandaríkjanienn eiga nú rúm 30 þúsund tonn af efnavopnum sem öll eru frá árunum fyrir 1969 en þá var framleiðsla þeirra stöðvuð. HOLLAND: STYRIFLAUGA- UMRÆÐA ÚTI Fátt getur nú komið í veg fyrir uppsetningu bandarískra stýriflauga eftir kosningasig- ur Kristilegra demókrata Haag-Reuter Sigur samsteypustjórnar hægri- og miðflokkanna í kosningunum í Hollandi er talinn hafa rutt úr vegi síðustu hindruninni gegn staðsetn- ingu bandarískra stýriflauga í land- inu innan tveggja ára. Bandalag kristilegra demókrata og frjálslyndra komu út úr kosning- unum með öruggan tólf sæta meiri- hluta á liinu 150 manna stjórnar- þingi. þægilegur meirihluti á þcssu öðru fjögurra ára tímabiÚ stjórnar Ruud Lubbers forsætisráðherra. Blöð í Hollandi hafa almennt lýst kosningunum scm miklum pcrsónulegum sigri fyrir liinn 47 ára gamla Lubbers en flokkur hans, Kristilegir démókratar, fékk alls 54 þingsæti. Verkamannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk 52 þingsæti og bætti því við sig fimm þingmönnum. Það var þó ekki nóg og sagði Max Van Den Berg. formaður flokksins, af sér í gær. Það var einmitt hann sem skipulagt hefur baráttu stjórnar- andstöðunnargegn uppsetningu 48 bandarískra stýriflauga í landinu. Baráttan gegn uppsetningu flauganna virðist hinsvegar hafa! misst nokkuð gildi sitt í huga! almennings því lítill áhugi virtist vera á málinu eftir miklar deilur, sem raunar hafa sett mest mark á hollensk stjórnmál síðustu fjögur árin. Lubbcrs tók við forsætisráð- herraembættinu árið 1982, þá aö- eins 43 ára að aldri og yngsti forsætisráðherra hollenskar sögu. Persónulegt fylgi hans og góð frammistaða í lokaslag kosninga- baráttunar nú er talin hafa ráðiö mestu um hversu margir kjóscndur gál'u Lubbers og flokki hans sitt atkvæði. Þeir sem stutt hafa hina nýju efnavopnaáætlun segja Sovétstjórn- ina einungis ganga til samninga um alþjóðlegt bann á efnavopn þegar Bandaríkin hafi yfir að ráða nógu miklu magni af nýjum efnavopnum. Andstæðingar bandarísku ráða- gerðarinnar segja að nýju cfnavopn- in muni hleypa af stað nýrri efna- vopnaframleiðslu og líkurnar séu nú litlar fyrir árangri í Genfarviðræðun- um um banna efnavopn. Spanjólar hafa reist heilmikið af svokölluðum Lundúnapöbbum. Þar munu sex milljónir Breta sitja við glasaglaum þetta árið. BANGLADESH: Fátækar konur fluttar út sem frillur Daccu-Reuter Lögrcglan í Bangladesh réðst inn í hús eitt í Dacca nú í vikunni og frelsaði fimmtíu konur á aldrinum 14 til 30 ára sem þar var haldið nauðugum. Konurnar átti að selja sem frillur ellegar hórur til Mið- Austurlanda. Lögreglan handtók fjóra þcirra sem höfðu konurnar í haldi en sagðist leita fleiri manna úr þessum hópi sem smyglað hefur hundruðum kvenna til Mið-Austurlanda og ann- arra landa í gegnum lndland og Pakistan. Konurnar sögöu lögreglunni að þeim hafði veriö lofað góðri vinnu erlendis: „En við geröum okkur fljótlega grein fyrir að okkur var ætlað að lifa lífi hjákvenna," bætti ein kvennanna við. „Smyglararnir herja yfirleitt á fá- tækar fjölskyldur og lofa dætrunum hálaunuðum störfum. Flestar þeirra enda samt í vændishúsum eða kvennabúrum þeirra ríku í útlönd- um,“ sagði yfirmaður lögreglunnar f Dacca. Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES: ........... 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HUSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .. 97-3145/3121 FASKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 irrterRerrt Líbýa: Engin enska - rússneskan kemur í staöinn Bahrein-Rcutcr. Stjórnvöld í Líbýu hafa hætt enskukennslu á öllum stigum skólakerfisins og sett rússnesku- kennslu inn í staðinn. Þetta kom fram í fréttatilkynningu JANA, hinnar opinberu fréttastofu Lí- býu. Haft var samband við einn af fréttastjórum JANA frá Bahrein og sagði hann enga ástæðu hafa verið gefna fyrir afnámi enskunn- ar. Breytingin hefur þegar gengið í gildi og r'ússneskan hljómar nú um sali og allra líbýskra skóla- stofa. Bandarískar herflugvélar, þar meðtaldar herþotur sem lögðu upp frá enskum herflugvelli, vörpuðu sprengjum á Tripóli og Benghazi í síðasta mánuði. Bretland: Ríkisskólarnir fá lélegar einkunnir Lundúnir-Reuter. Bresk börn þurfa að sækja lélega skóla þar sem foreldrar borga mik- inn hluta bókakostnaðarins. Kenn- ararnir skilja ekki þarfir barnanna og um þriðjungur kennslustundanna er illa undirbúinn. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var á vegum stjórnvalda. „Af núverandi útgjöldum til menntamála verður ekki annað séð en að hnignunin haldi áfram," sagði í skýrslunni sem samin var af skóla- eftirlitsmönnum hins opinbera. Eftirlitsmennirnir fóru um 1648 ríkisskóla til að kanna gæði menntunar þeirrar sem boðin er hinum 9,4 milljón skólanemendum á Bretlandi. í skýrslunni voru skólarnir sagðir í heildina vera frá- hrindandi og óhreinir. Kennarar, sem nýlega hættu skyndiverkföllum er staðið hafa yfir síðasta árið, hafa ásakað stjórn Thatchers um að veita ekki nógu miklu fé í menntakerfið. í skýrslunni kom fram að í 40% skólanna sem kannaðir voru höfðu foreldrar þurft að greiða þriðjung eða meira á móti ríkinu til að mennta börn sín en „opinberlega“ bjóða ríkisskólarnir upp á ókeypis menntun. Vélaeigendur: TAKIÐ EFTIR!!! Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrirvaraeftirfarandi x Alla helstu varahluti fyrir Caterpillar og Komatsu vinnuvélar. x Beltakeðjur og aðra undirvagnshluti í allar gerðir beltavéla. x Slitstál, skerablöð og tannarhorn fyrir jarðýtur og veghefla. x Riftannaodda fyrir jarðýtur. x Spyrnubolta og skerabolta allar stærðir. x Stjórnventla og vökvadælur fyrir 12/24 volta kerfi. x Slitplötur og aðra varahluti í mulningsvélar. x Hörpunet allar stærðir fyrir malarhörpur. x Færibönd og varahluti í færibönd. x Drifkeðjurogfæribandakeðjur fyrir verksmiðjur og landbúnaðarvélar. Einnig fyrir lyftara, vökvakrana, rafstöðvar, loftpressur, götusópa, dráttarvélar og flutningatæki. ALLT Á EINUM STAÐ: Og við teljum niður verðbólguna hraðar en margir aðrir. VÉLAKAUP h/f Sími641045

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.