Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. maí 1986
lllliB MINNING
Sigurður Jónsson
Fæddur 23. maí 1916
Dáinn 16. apríl 1986
„Oft er sannleikur eyrum beisk-
ur.“ Það er eins og dauðinn komi
okkur alltaf á óvart, jafnvel þótt
manni bjóði í grun hvers megi vænta
eftir langvarandi veikindi eins og
Sigurður vinur minn og svili varð að
heyja. Mig langar aðeins til að
minnast hans með örfáum orðum,
ég rifja ekki upp æviferil hans, það
verður af öðrum gert. Sigurður var
fæddur að Þorvaldsstöðum í Breið-
dal 23. maí 1916, sonur hjónanna
Guðnýjar Jónasdóttur og Jóns
Björgúlfssonar, bónda.
Systkinahópurinn var stór 13 talsins
og var Sigurður elstur, svo nærri má
geta að snemma hefur þurft að taka
til hendi. Hann sagði mér margt úr
sinni heimabyggð og ég ætla, að eftir
því sem árunum fjölgaði hafi hugur-
inn verið sterkari á heimaslóðum.
Sigurður var fyrstur manna að aka
á stórum hópferðabíl austan frá
Breiðdal til Reykjavtkur 1941 og
lýsir það sér hve hörkuduglegur
hann var og lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna að fara slæma eða
enga vegi, það var mikið þrekvirki.
í>eir sem fæddust fyrst á þessari öld
hafa með sanni lifað tvenna tíma,
breytingu á atvinnu- og þjóðlífshátt-
um, sem ekki höfðu breyst mikið um
aldir og ólust upp við rótgróna
bændasamfélagsmenningu.
Hann fór á héraðsskólann á Eið-
um og var þar í tvo vetur. Frá þeim
tíma átti hann margar mjög
skemmtilegar minningar, enda var
hann mikill bókamaður, las mikið af
öllum fræðibókum, sem hann komst
yfir að lesa og átti gott bókasafn, tel
ég að hann hafi kunnað íslendinga-
sögurnar og fornaldasögu Norður-
landa utanbókar, enda furðaði mig
oft á því, hvað hann hafði sterkt
minni á allt sem hann las.
Upp úr 1940 kom hann til Reykja-
víkur og fór að stunda vinnu hér á
veturna en var með hópferðabíl á
sumrin fyrir austan, sem þeir bræður
áttu.
10. janúar 1945 steig Sigurður sitt
gæfuspor er hann gekk að eiga
eftirlifandi konu sína Ástu Gunn-
steinsdóttur, foreldrar hannar voru
Sólveig Jónsdóttir og Gunnsteinn
Einarsson, skipstjóri og hreppstjóri
frá Nesi við Seltjörn. Þau Ásta og
Sigurður eignuðust 4 börn, 2 dóu í
frumbernsku en hin eru Sólveig, gift
Ómari Bjarnasyni, símaverkstjóra
og Gunnsteinn tæknifræðingur, gift-
ur Guðbjörgu Hermannsdóttur,
hjúkrunarfræðingi og eru barna-
börnin fjögur.
Á þessum árum ók hann áætlunar-
þílum fyrst frá bifreiðastöðinni
Heklu, en síðar Steindóri. En árið
1954 veikist hann og var frá vinnu á
annað ár, en þegar hann fór að ná
sér stofnaði hann verslunina Stein-
nes á Seltjarnarnesi og rak hana í 14
ár, fyrst í leiguhúsnæði en byggði
síðan sína eigin verslun, síðan selur
hann hana og fer að aka sendibíl á
Sendibílastöðinni h/f., og jafnframt
byrjar hann í starfi hjá Trausta, sem
er stéttarfélag sendibílstjóra.
Sigurður var einstaklega vandaður
og samviskusamur maður. Hann var
hæglátur, en hafði ákveðnarskoðan-
ir og kaus að vinna að þeim með
hógværð. Oft var róðurinn þungur
eins og vill vera hjá þeim sem fara
fyrir, en Sigurður hélt sínu striki í
rólegheitum, en með festu, þannig
reyndist hann mér og mínum í
félagsskap tengdafólks síns og hafi
hann þökk fyrir það allt. Pessi fátæk-
legu orð eru þakklætisvottur til
Sigurðar vinar míns. Flest bendir í
þá átt að saga hvers og eins sé þar
með ekki öll, þótt önn dagsins á
okkar jörð sé að baki.
Svo votta ég Ástu konu hans og
allri fjölskyldunni mína dýpstu
samúð. Og kveð hann með ljóðlín-
unum alþekktu.
Og nú fór sól að nálgasi œginn
og nú var gott að hvíla sig
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum þig.
(Þ.E.)
Guðm. Gunnarsson
Að morgni 16. apríl andaðist í
Landakotsspítala Sigurður Jónsson
frá Porvaldsstöðum í Breiðdal.
Hann var fæddur 23. maí 1916 og
hefði því orðið sjötugur í dag.
Foreldrar Sigurðar voru hjónin
Guðný Jónasdóttir og Jón Björgólfs-
son bæði áttu þau ættir að rekja til
séra Einars prests og sálmaskálds í
Heydölum.
Guðný var fædd að Hóli í Breiðdal
30. október 1891. Voru foreldrar
hennar hjónin Helga Eyjólfína Por-
varðardóttir og Jónas Erlendsson.
Ung var hún tekin í fóstur af þeim
hjónum Björgu Björnsdóttur og
Árna Birni Árnasyni á Dísastaðaseli
í Breiðdal.
Jón var fæddur að Snæhvammi í
sömu sveit 5. mars 1881 sonur hjón-
anna Kristínar Jónsdóttur og Björg-
ólfs Stefánssonar bónda þar, síðar
bónda að Kömbum í Stöðvarfirði.
Þessi ár voru barnmörgum fjölskyld-
um þung í skauti og 5 ára gamall fer
Jón í fóstur að Þorvaldsstöðum.
Þessi fósturheimili reyndust til fyrir-
myndar og til marks um það hversu
fósturbörnin unnu sínum fóstur-
mæðrum er það, að aliar dætur
þeirra utan ein, heita Björg að
seinna nafni svo sem þær hétu báðar.
Frá Þorvaldsstöðum fór Jón aldrei
meðan hann lifði.
1915 kaupir hann bú þeirra fóst-
urforeldra sinna en þau voru Björg
Stígsdóttir og Sigurður Guðmunds-
son, sem auk búskaparins stundaði
silfursmíði. Petta ár 1915 andast
fóstra Jóns. Tók þá Guðný við
búsforráðum á Þorvaldsstöðum og
giftu þau sig hið santa ár. Sigurður
fóstri Jóns dvaldi áfram í skjóli
þeirra hjóna ásamt dreng er hann
hafði einnig tekið í fóstur Pétri
Guðmundssyni og var um 10 ára er
þetta gerðist. Þessi drengur dvaldi
svo á Þorvaldsstöðum til fullorðins
ára og var sem einn af systkinunum.
Þar dvaldi og móðir Jóns með yngsta
son sinn en hún hafði þá misst mann
sinn og son með stuttu millibili.
Einnig átti þar skjól hin síðustu ár
sín, fósturfaðir Guðnýjar er hann
var ekkjumaður orðinn og einnig
bróðir hans. Fleiri gamalmenni nutu
þar athvarfs og aðhlynningar til
hinsta dags að lokinni starfæfi, því
margt var hjúa á heimilinu svo sem
títt var á stórum búum þeirra tíma.
Þorvaldsstaðir er innsti bær í
Norðurdal í Breiðdalshreppi. Jörðin
stór og afréttarlönd hennar liggja að
þremur hreppum. Það þurfti atorku
og mannafla til að nytja þessa stóru
jörð. Þessi upptalning hér að framan
er aðeins til að skýra það úr hvaða
farvegi Sigurður Jónsson var sprott-
inn og inn í hvaða umhverfi hann
fæðist, sem elsta barn sinná foreldra.
En börnin á Þorvaldsstöðum urðu
alls 13, þannig að menn geta gert sér
í hugarlund að snemma hvíldf á
herðum hans erfiði og nærri ofur-
mannleg ábyrgð sem mundi hafa
bugað margan ungling. En það var
fjarri Sigurði að bugast og hann var
þessum vanda vaxinn að vera sá stóri
bróðir sem allir gátu leitað til um ráð
og hjálp. Axlaði hann snemma byrð-
ar bústjórnar ásamt móður sinni í
fjarveru föður síns sem var hlaðinn
trúnaðarstörfum fyrir sveit og sýslu
og þurfti því oft að vera fjarverandi.
Sigurður hinn stóri bróðir varð
þannig stoð og stytta heimilisins og
það hélst áfram þótt hann flytti að
heiman og hinir næstu í röðinni
tækju við hans hlutverki á búinu.
Hann hélt áfram að vera sá sem allir
gátu leitað til og kvabbað á með
stórt og smátt, vinir, kunningjar og
vandamenn.
Sigurður varð snemma bók-
hneigður, enda gott safn bóka á
heimilinu og mikið lesið. Gamla
fólkið er þarna dvaldi heill hafsjór af
sögum og ljóðum og hafði á hrað-
bergi sagnir frá gamalli tíð. Þetta
drakk Sigurður í sig í uppvextinum
sem barn og unglingur. Enda fannst
mér alltaf að hann væri stóri hlekkur-
inn, tengiliður okkar yngri systkin-
anna við fortíðina, því flest þetta
gamla fólk var horfið til feðra sinna
í okkar uppvexti, enda aldursmunur
20 ár á elsta og yngsta systkini.
Ungur fór Sigurður í Alþýðuskólann
á Eiðum og ætla ég að það hafi verið
honum drjúgt veganesti út í lífið. En
best mun honum hafa dugað sjálfs-
námið, því hann var alla tíð bókelsk-
ur maður og unni sögnum og Ijóðum
svo að sjaldgæft má telja. Svo var
hann vel að sér í sögu að langskóla-
gengið fólk mátti vara sig að etja við
liann kappi á þeim vettvangi. Hafði
hann og mjög gaman af að ræða
þessi fræði svo og ættfræði við sína
líka. Fannst manni stundum sem
hinir fornu kappar og söguhetjur
stigu fram Ijóslifandi. Enda ræddi
hann þær ekki sem sögupersónur,
heldur var því líkast að hann væri að
ræða fólk sem hann gjörþekkti eins
og nágranna í næsta húsi.
Sigurður hafði ákveðnar skoðanir
og var reiðubúinn að berjast fyrir
sannfæringu sinni ef á þurfti að
halda. Samviskusamurvarhann með
afbrigðum og sem títt er um slíka
menn hlóðust á hann hverskonar
trúnaðarstörf. Var það fjarri honunt
að skorast undan erfiði og ábyrgð,
því slíku hafði hann vanist frá blautu
barnsbeini. Um laun var ekki spurt.
Sem fyrr er sagt vann Sigurður á
búi foreldra sinna fram yfir tvítugt.
Um 1939 ræðst faðir okkar í að
byggja stórt og mikið timburhús á
Þorvaldsstöðum. Var Sigurður að
sjálfsögðu ein aðaldriffjöðurin í
þeim framkvæmdum. Keypti hann
þá vörubifreið til aðdrátta á bygg-
ingarefninu.
Um 1941 ræðst hann í að kaupa 18
manna bifreið til fólksflutninga
ásamt tveimur bræðra sinna. Var
þetta taumlaus bjartsýni á þeim
tíma, því varla var þá vegspotti sem
heitið gæti því nafni niður á firðina.
Á þessum bíl hélt hann samt uppi
áætlunarferðum að minnsta kosti í 2
sumur til Seyðisfjarðar. En ekki lét
hann sitja við það heldur mun hann
einnig var frumkvöðull að farþega-
flutningum með rútu milli Breiðdals-
víkur og Reykjavíkur, og mun sú
ferð þeim minnistæð er hana fóru.
Enda talið ógerlegt. Rútuna leigði
hann svo á veturna til meiraprófs,
sem þá var eingöngu þreytt í Reykja-
vík. Var hann og með þennan bíl í
hverskonar keyrslu t.d. fyrir herinn.
En þá var mikill skortur á bílum í
Reykjavík sakir stríðsins. Uppúr
þessu ílendist Sigurður í Reykjavík.
Réðist hann næst til bílastöðvarinnar
Heklu í Lækjargötu var þar fyrst
með leigubíl en tekur síðan að aka
Hreðavatnsrútunni á vegum Heklu.
Síðar er Hekla lagðist niður gerðist
hann bílstjóri hjá Bifreiðastöð
Steindórs um langt árabil. Keyrði þá
t.d. Hafnarfjarðarstrætó, einnigsuð-
ur með sjó en lengst til Stokkseyrar
og Eyrarbakka. Voru þetta oft erfið-
ar ferðir í ófærð og vondum veðrum,
kom sér þá vel þrek og óbilandi
kjarkur Sigurðar á hverju sem gekk.
Þó kom þar að hann varð að hætta
akstri sökum atvinnusjúkdóms bif-
reiðastjóra bakveiki. Þá reisir hann
verslunar og íbúðarhús að Mela-
braut 57 og hefur búið þar síðan.
Þarna á Melabruutinni rak hann
verslun um árabil ásamt fjölskyldu
sinni, þar til hann fór að aka sendi-
ferðabifreiðum. Fyrst á Sendibíla-
stöðinni en síðustu árin starfaði
hann hjá Trausta, félagi sendibíl-
stjóra, þar sem hann gegndi trúnað-
arstörfum meðan heilsa og kraftar
leyfðu.
Kvæntur var Sigurður Ástu Gunn-
steinsdóttur frá Nesi við Seltjörn,
dóttir hjónanna Sólveigar Jónsdótt-
ur og Gunnsteins Einarssonar bónda
og skipstjóra. Sigurður og Ásta
gengu í hjónaband lO.janúar 1945.
Þeim varð 4 barna auðið en 2 þeirra
dóu í frumbernsku, en á lífi eru:
Sólveig húsmóðir á Seltjarnarnesi
gift Ómari Bjarnasyni verkstjóra hjá
símanum. Þeirra börn eru: Ástríður
Kristín, Sigurður og Ólafur.
Gunnsteinn byggingatækni-
fræðingur kvæntur Guðbjörgu Jónu
Hermannsdóttur hjúkrunarfræðingi,
þau eiga eina dóttur Guðrúnu
Margréti.
Fósturson áttu þau einnig Sigurð-
ur og Ásta, Jón Ómar Jóhannsson.
Var hann hjá þeim frá fermingu til
Tíminn 15
þess er hann sjálfur stofnaði sitt
heimili. Mjög var kært með þeim
Sigurði og mun hann hafa litið á þau
hjón sem foreldra.
Fjölskylda Sigurðar var honum
það athvarf er aldrei brást til hinstu
stundar í stormum lífsins ogveikind-
astríði síðustu ára. Kona hans Ásta
Gunnsteinsdóttir hefur að hætti
góðra kvenna reynst hans styrka
stoð og sterkust þá mest á reyndi.
Börn, tengdabörn og barnabörn eiga
á bak að sjá föður og afa sem var
óþreytandi í ást sinni og umhyggju
fyrir þeim til hinstu stundar. Um-
hyggja hans náði lengra og voru lítil
takmörk seti, systkini, vinir og
vandamenn allir eiga minningar um
ntanninn sem alltaf var reiðubúinn
að gera greiða. Systkinabörnin litu
á Sigga frænda sem einskonar alls-
herjar afa.
Eg vil að lokum færa þakkir frá
okkur systkinunum, mökum okkar
og börnum. Samúðarkveðjur send-
um við þér Ásta mín, börnum,
tengdabörnum og sér í lagi afabörn-
unum.
Pig dreymdi vorið í dölunum fyrir
austan
Oft dvaldi hugur við endurminningar
bjarlar
Pegar að loknu hásumri lífsins haust-
ar
í hjartanu fegurst bernskuminningin
skartar.
Við trúwn að baki tjaldanna fyrir
handan
sé tími og eilífð hugtök er engu breyta
Vöknum ung svo laus við veraldar-
vandann
í veröld Ijóssins hverfur myrkur og
þreyta.
Síðasta setningin scm ég heyrði
þig segja bróðir var: „Eg vildi að ég
gæti séð eitthvað í kringum mig." Ég
trúi að nú hafi sú ósk ræst. Hafðu
þökk fyrir allt.
Þórey Jónsdóttir
frá Þorvaldsstööum
16. apríl lést góðurvinurogfélagi,
Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri
Trausta, félags sendibílstjóra.
Sigurður fæddist á Þorvaldsstöðum í
Breiðdal 23. maí 1916. Hann var
sonur hjónanna Jóns Björgúlfssonar
og Guðnýjar Jónasdóttur, elstur
þrettán barna. Þó svo að Þorvalds-
staðir væru innsti bærinn í Norður-
dal, þá var þar mjög gestkvæmt og
létt yfir fólki. 1941 keypti Sigurður
með bræðrum sínum 18 manna
Chevrolet rútu. Alla tíð síðan hefur
það verið uppáhaldstegund hans
enda sagði hann eitt sinn þegar
læknar voru búnir að koma honum
aftur á fætur eftir veikindi að lengi
mætti lappa upp á gamlan Chevrolet.
Á þessum bíl sínum fór hann til
Reykjavíkur fyrstur manna akandi
úr Breiðdal. Þar kynntist hann konu
sinni, Ástu Gunnsteinsdóttur, fædd
í Nesi á Seltjarnarnesi. Þar bjuggu
þau síðan í farsælu hjónabandi,
eignuðust fjögur börn en misstu tvö
í æsku. Þau sem komust á legg eru:
Sólveig gift Ómari Bjarnasyni síma-
manni og eiga þau þrjú börn, og
Gunnsteinn tæknifræðingur kvæntur
Guðbjörgu Hermannsdóttur og eiga
þau eina stúlku. Næstu árin stundar
hann akstur í Bretavinnunni, með
áætlunarferðir til Seyðisfjarðar,
áætlunarferðir í Borgarnes og í tíu
ár samfellt var hann rútubílstjóri hjá
Steindóri. Þá var hann orðinn svo
slæmur í baki að hann lá rúmfastur
í eitt ár og hafði ekki heilsu til þess
að byrja akstur á ný.
Hóf hann þá verslun á Seltjarnar-
nesi í smáum stíl fyrst, þar sem hann
á hækjum smíðaði alla innréttingu
sjálfur. Seinna byggði hann myndar-
legt verslunarhús á nesinu og versl-
aði í 14 ár. Ekki mun hann hafa
auðgast á versluninni, var of mikið
ljúfmenni og lánaði viðskiptamönn-
um fullmikið á stundum og var
slakur við innheimtu hjá þeim.
Þess vegna og við skárri heilsu þá
byrjaði hann akstur á ný 52ja ára
gamall. Hann keypti hlut í Sendi-
bílastöðinni h/f. og hóf akstur á
stöðinni 1968. Ekki höfðum við trú
á að hann myndi endast lengi í
starfinu, þar sem um er að ræða starf
fyrir hrausta menn. En hann var
fljótur að afla sér vinsælda og eign-
aðist góða viðskiptavini. Það leið
ekki á löngu þar til hann var kominn
í stjórn Sendibílastöðvarinnar jafn-
framt sem hann var kjörinn formað-
ur Trausta, félags sendibílstjóra.
Þegar hann tók við stjórn Trausta
átti félagið ekki neitt og hafði fram
að því átt mjög erfitt uppdráttar.
Var utan við öll samtök og kerfi,
litlu meira en átthagafélag sem hélt
spilakvöld einu sinni á ári. Hann
reisti félagið við með því að opna
skrifstofu, þar sem hann var til
viðtals eftir vinnutíma. Hann barðist
ötullega fyrir hagsmunum félaganna
án þess að missa sjónar á því, að til
þess að halda vinnu, þá þýðir ekki
að spenna bogann of hátt heldur skal
fara með gát. Starf Sigurðar var
meira af hugsjón og innri þrá en
peninganna vegna, enda voru laun
hans í peningum lftil, laun hans voru
að sjá félagið eflast og dafna. Hann
lagði úr eigin vasa fé, þegar fest voru
kaup á húsnæði fyrir félagið, og
gekk í persónulegar ábyrgðir fyrir
félagana. Hann var heppinn með
meðstjórnendur, einn af hverri stöð,
ágætismenn sem lagt hafa grunn að
sterku bílstjórafélagi. En bílstjórar
eru menn sem vilja vera sjálfs sín
herrar og erfitt er að ná saman sem
afli hvað þá sterku afli. Honum var
ljóst að margt er þar ógert, en hann
hefur á fáum árum skapað samstöðu
bílstjóra af mörgum stöðvum.
Undirritaður kynntist Sigurði þeg-
ar hann hóf akstur á Sendibílastöð-
inni h/f. og störfuðum við saman í
stjórn stöðvarinnar í mörg ár.
Reynsla hans af félagsmálum kom
okkur yngri mönnum mjög til góða,
róleg yfirvegun og að skoða hvert
mál frá fleiri en einni hlið varð okkur
farsælt. Hann var alla tíð mikill
framsóknarmaður og þegar hann
kvæntist inn í sjálfstæðisfjölskyldu á
Nesinu, þótti þar kominn kynlegur
kvistur á Nesið en þar voru fram-
sóknarmenn sjaldséðir fuglar. Hann
dreif upp félag framsóknarmanna og
mun það hafa verið með mestum
blóma í hans tíð. Hann sat í hrepps-
nefnd fyrir Framsókn í 8, ár. Ekki
mátti hann heyra neitt illt um
Framsókn, þess vegna varð hann oft
fyrir léttum skotum af okkar hálfu,
en hann svaraði og sendi boltann
glettinn til baka.
Framsóknarmenn voru góðir
menn og væru þeir líka úr Breiðdaln-
urn þá voru þeir frábærir. Ef rætt var
um einhvern, þá vildi hann vita
hverra manna hann væri og hvaðan.
Síðastliðin ár hefur Sigurður verið
meira og minna rúmfastur en hann
hafði síma við rúm sitt og sinnti
ýmsum málum fyrir félagið, hringdi
í embættismenn til þess að fá leið-
réttingu á málum sendibílstjóra og
var hann þá mjög fylginn sér. Fram
á síðustu stundu snérist hugur hans
um sendibílstjóra, gang mála hjá
sinni stöð og stéttarfélaginu þar sem
honurn fannst hann eiga margt ógert
og háði hann harða baráttu í von um
að ná heilsu, en árangurslaust. Þegar
hann sá að hverju stefndi, sagði
hann mér að stundum vorkenndi
hann læknum sínum, öllurn þessum
ágætismönnum sem reyndu að lappa
upp á sig án þess að hafa nokkuð af
varahlutum, í staðinn fyrirónýtt. Þá
væru bifvélavirkjarnir ólíkt betur
settir. Það er sagt að hinir góðu deyi
ungir, en sannir gæðamenn, eins og
Sigurður var, eru ungir þar til þeir
deyja, Sigurður hefur nú farið í sinn
síðasta „utanbæjartúr,“ við vitum
ekki hver er næstur „á prjóni“, en
þegar þar að kemur vitum við að
Sigurður mun greiða götu okkar.
Ástu og börnunum sendum við sam-
úðarkveðjur, félagarnir og starfsfólk
Sendibílastöðvarinnar.
Krístinn Arason