Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.05.1986, Blaðsíða 16
20 Tíminn Föstudagur 23. maí 1986 DAGBÓK íí!ll iiiiiii Kosningaskrifstofur Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi Framsóknarfólk sem vill taka þátt í kosningastarfi, hafið samband við viðkomandi kosningaskrifstofur. Kopavogur Hamraborg 5, opin daglega frá kl. 10-12 og 14-22. Sími 41590. Garðabær - Goðatúni Kosningaskrifstofan er opin virka daga kl. 17.00-19.00 um helgar kl. 14.00-16.00 og öll kvöld. Simi 46000. Frambjóðendur eru til viðtals á opnunartíma. Hafnarfjörður Hverfisgötu 25, veröur opin virka daga kl. 14.00 til 18.00 og 20.30 til 22.00, sími 51819 og 651958. Grindavík Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. Keflavík Austurgötu 26. Opin mánudaga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 en þá verða frambjóðendur flokksins til viðtals. Miðnes Hjallagötu 7, sími 7420. Skrifstofan er opin öll kvöld frá kl. 20.00 og á kjördag frá kl. 8.00. Frambjóðendur og sveitarstjórnarfulltrúi B-listans eru til viðtals á skrifstofunni. Kosningastjórar: Óskar Guðjónsson og Jón Frímannsson. Seltjarnarnes Eiðistorgi 17 2. hæð símar 615214, 615441 og 616380. Skrifstofan er fyrst um sinnopin kl. 71.00 til 19.00 virka dagaog 15.00 til 19.00 laugardaga og sunnudaga. Njarðvík Holtsgötu 49, alla virka daga frá kl. 18.00 til 22.00 og 14.00 til 18.00 laugardag og sunnudag. Sími 4634 og 4435. Stuðningsmenn eru beðnir að athuga hvort þeir séu á kjörskrá. Heitt á könnunni. - Lítið inn. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins Akranesi Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna á Akranesi opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Heitt á könnunni. Komið og fylgist með kosningastarfinu. Símar 2050 og 3248. Kosningaskrifstofa B-iistans á Seyðisfirði Öldugötu 11 efri hæð opið öll kvöld frá kl. 20.00 til 23.00 og 16.00 til 19.00 um helgar sími 2107. Kosningastjóri Gunnar Sigurðsson - heimasími 2478. Framsóknarflokkurinn á Seyðisfirði. Kosningaskrifstofa B-listans ísafirði Opið daglega frá kl. 13.00 til 18.00 og á kvöldin, sími 4316 og 3890. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarflokkurinn ísafirði. Kosningastofa Framsóknafiokksins Suðurlandi Kosningaskrifstofa fyrir allt kjördæmið verður opin að Eyrarvegi 15 Selfossi allan maí mánuðfrá kl. 15.00-19.00 virka daga sími 99-2547 og hafið samband. Allir velkomnir. Selfossbúar Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 að Eyrarvegi 15. Komið og ræðið málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Gróðursetningaferð Rangæingafélagsins Rangæingafélagið í Reykjavík fer sína árlegu gróðursetningaferð í Heiðmörk fimmtudaginn 22. maí. Farið verður frá Nesti Ártúnsholti kl. 20.00. Vonast er til að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að ** Konur viljafriö Friðarhreyfing íslenskra kvenna: Konur, talsmenn friðar Kvikmyndin, Konur, talsmenn friðar, verður sýnd á vegum Friðarhreyfingar íslenskra kvenna í Norræna húsinu sunnu- • daginn 25. maí kl. 15.00. Kvikmyndin er klukkustundarlöng og fjallar um konur, völd og frið. I hcnni er brugðið upp svipmyndum frá okkar dögum, og liðnum áratugum. Myndin er tekin í Kanada, Bretlandi og Sovétríkjun- um, Bonnie Sherr Klein, höfundur mynd- arinnar ásamt Terri Nash frá National Film Board í Kanada, mun að sýningunni lokinni ræða við sýningargesti og svara fyrirspurnum viðstaddra með aðstoð Jón- inu Margrétar Guðnadóttur, cand. mag. og lögg. dómtúlks í ensku. Kvikmyndin, Konur, talsmenn friðar, verður einnig sýnd á vegum Samstarfs- hóps friðarhreyfinga á friðarári þriðju- dagskvöldið 27. maí í Norræna húsinu Hallgrímskirkja Starf aldraðra Síöasta opna húsiö á vetrardagskrá veröur haldið í safnaöarsal kirkjunnar á morgun, fimmtudag 22.maí og hefst kl. 14.30. Dagskrá og kaffiveitingar. Foreldra- og styrktarfélag Tjaldanes-heimilisins heidur aðalfund Aðalfundur veröur haldinn í Foreldra- og styrktarfélagi Tjaldanesheimilisins í kvöld, fimmtud. 22. maí kl. 20.00 aö Bjarkarási í Stjörnugróf 9. Fjölskylduhátíð Kvennalistans Kvennalistinn verður með „Fjöl- skylduhátíð" í Sóknarsalnum, Skipholti 50A sunnud. 25. maí kl. 14.00. Eitthvað skemmtilegt verður fyrir alla fjölskyld- una, svo sem leikþáttur, söngur, upplest- ur og fleiri skemmtiatriði. Fyrir börnin verður leiksmiðja, tónsmiðja og mynd- smiðja. Einnig verða seldar veitingar og blóm. Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarfulltrúi og Sigrún Ágústs- dóttir kennari. - Kvennalistinn. Kennslugagnasýning Mímis Sunnud. 25. maí opnar Málaskólinn Mímir sýningu á margs konar myndbönd- um og tölvuforritum fyrir tungumála- kennslu í skólanum að Ánanaustum 15, Reykjavík. Félag enskukennara mun halda aðalfund sinn á sama stað meðan sýningin stendur yfir. Bókabúðirnar Mál og Menning og Eymundsson munu einnig taka þátt í þessari sýningu. Sýningin verður opin 25. maí til 28. maí kl. 13.00-18.00. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins Rauðarárstíg 18 Kosningastjóri er Sigrún Sturludóttir sími 17020 og 24480 skiptiborð. Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að líta inn og ræða málin. - Alltaf heitt á könnunni. Góðfúslegahafiðsamband við hverfastjórnir í síma 16209 og 19495. SJÁLFBOÐALIÐAR: Áhugafólk, sem vill taka þátt í kosningastarfi hafi samband í síma 24480. HVERFASTJÓRNIR Hverfastjórnir eru að störfum. Hafið góðfúslega samband í símum 17199- 19390. KJÖRDAGSVINNA Þeir sem vilja vinna fyrir flokkinn á kjördag vinsamlega hafið samband I síma 24480. KJÖRSKRÁ Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Upplýsingar um kjörskrá er að fá í síma 24480. Kosningastjóri. Utankjörstaðakosning Opnuð hefur verið skrifstofa vegna utankjörstaðakosningar að Rauðarárstíg 18, sími 24480. Beinir símar fyrir kjördæmin eru: 15467 fyrir Austurland - Norðurland eystra - Norðurland vestra og Vestfirði. 15788 fyrir Vesturland - Suðurland - Reykjanes og Reykjavík. Hafið samband við skrifstofuna. Framsóknarflokkurinn. Vinnustaðafundur Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík eru fúsirtil að mæta á vinnustaðafundi og aðra fundi þar sem borgarmál eru til umræðu. Hafið samband við kosningaskrifstofu, síminn er 24400. Kosningastjóri. Kosningar - sjálfboðaliðar Hringið eða lítið inn og látið skrá ykkur til starfa í síma 24480 - 17020- 19495. Kosningastjóri. Kjörskrá Við hvetjum stuðningsmenn flokksins til að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Upplýsingar um kjörskrá er að fá að Rauðarárstíg 18, sími 24480. Kosningastjóri. Kópavogur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kemur á fund hjá okkur mánudaginn 26. maí í Hamraborg 5, þriðju hæð kl. 20.30. Allir velkomnir. B-listinn. Sandgerðingar Suðurnesjamenn Opinn fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn í slysavarnarhúsinu Sandgerði sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra mætir á fundinn. Fjölmennum og ræðum stöðu sjávarútvegsins. Framsóknarfélag Miðneshrepps. Skýrslutæknifélag Islands: Kynning á tölvunámi Skýrslutæknifélagiö mun gangast fyrir kynningu á tölvunámi sunnud. 1. júní n.k. Kynningin fer fram í Verslunar- skólanum við Ofanleiti og stendur frá kl. 14.00-18.00. Kynningin er ætluð öllum aldursflokk- um og mun taka til allra fræðslustiga, allt frá grunnnámi til háskólamenntunar. Kynningin hentar ekki síst fólki á vinnu- markaðinum, sem hefur hug á að fræðast um tölvur. Skýrslutæknifélagið het'ur boðið 30 aðil- um að kynna nám sitt, þ.á m. eru framhaldsskólar, háskólinn, tölvuskólar, fagfélög, innflytjendur o.fl. Aðrir sem vildu vera með í kynningunni, eru beðnir um að hafa samband í síma 82500, en þar veitir Kolbrún Þórhallsd. upplýsingar. Kynningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Vinninga í happdrætti Samtaka aldraðra Dregið var 20. maí hjá borgarfógeta í happdrætti Samtakanna. Upp komu þessi I. 3372 2. 7722 3. 1903 4. 4996 5. 1088 6. 2421 7. 11175 8, 8492 9. 1204 10. 9902 11. 5761 12. 6627 13. 10788 14. 11825 15. 11826 16. 7839 17. 9615 18. 6159 19. 5124 20. 8941 Vinninga skal vitjað á skrifstofu Sam- taka aldraðra, Laugavegi 116. Námskeið fyrir aðstandendur fatlaðra barna Þessi samtök standa fyrir námskeiði fyrir aðstandendur fatlaðra barna: Sjálfs- björg L.S.F. Landssamtökin Þroska- hjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna. Námskeiðið mun standa dagana 24. og 25. maí og hefjast kl. 08.45 á laugardags- morgun. Námskeiðið verður haldið í Kjarvalshúsi, Sæbraut 1, Seltjarnarnesi, í Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. Námskeiðið miðast við þátttöku fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en þegar hafa verið haldin sjö námskeið víðs vegar um landið. Námskeiðið miðast við aðstand- endur fatlaðra barna á öllum aldri. Þátt- tökugjald er kr. 500 og verður hægt að kaupa máltíðir á mjög vægu verði. Þátttaka tilkynnist í síma 18407. Guð- rún Ögmundsdóttir gefur upplýsingar alla daga kl. 18.00-20.00. Hana nú-ganga í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 24. maí. Lagtverð- ur af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Allir Kópavogsbúar velkomnir. Takmark göngunnar er: samvera, súrefni og hreyf- ing í vorþeynum. Fuglar ísiands Fuglar íslands heitir ný bók eftir Hjálmar R. Bárðarson, sem þessa dagana er að koma í bókaverslanir og minja- gripaverslanir. I bókinni eru myndir og frásagnir um alla reglulcga íslenska varp- fugla og líka um ýmsa fargesti og óreglu- lega varpfugla. Bókin er 336 blaðsíður með um 500 ljósmyndum, teikningum og kortum, og þar af eru 392 litmyndir. Bókin kemur nú út f tveimur útgáfum, önnur á tslensku hin á ensku. I haust verður bókin líka fáanleg í sérútgáfum á dönsku, þýskuögfrönsku. -bókirt Fuglar fslands er í sama broti og island, svipur lands og þjóðar eftir sama höfund. Áuk megintexta eru myndirnar og viðamikill myndatexti, sem þeim fylgir, mjög fræð- andi og til augnayndis fyrir alla þá, sem áhuga hafa á að kynnast nánar íslenskum fuglum, atferli þeirra og umhverfi. - Útsöluverð bókarinnar er kr. 2.220,00 með söluskatti. Innkaupasamband bók- sala, Sundaborg 9, í Reykjavík annast dreifingu bókarinnar. Göngudagur Ferðafélags (slands Sunnudag 25. maí efnir Ferðafélagið til GÖNGUDAGS í áttunda skipti. Ekið verður að Kaldárseli, en þar hefst gangan, sem er hringferð um Búrfell, Búrfellsgjá og til baka að Kaldárseli meðfram girð- ingunni, sem girðir Heiðmerkursvæðið af. Gangan tekur um 3 klst. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin kl. 10.30 og kl. 13.00. Frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Fólk á eigin bílum er velkomið í gönguna. Kynnist landinu og náttúru þess í gönguferð með Ferðafélaginu. Allir eru velkomnir með, félagar og aðrir. Ferðafélag íslands Helgarferð F.í. Þórsmerkurferð 23.-25. maí Kl. 20.00 í kvöld, föstudagskvöldið 23. maí, verður farið til Þórsmerkur. Gist í Skagfjörðsskála. Gönguferðir farnar um Mörkina. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstof- unni Öldugötu 3. - Ferðafélag íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.