Tíminn - 03.06.1986, Page 3
Þriðjudagur 3. júní 1986
Tíminn 3
Sigrún Magnúsdóttir, stingur atkvæði sínu í kjörkassann.
Tímamynd: Sverrir.
Framsóknarflokkurinn öruggur með mann í Reykjavíik:
„Ánægð miðað við
heildarútkomuna“
segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
„Þegar litið er til þess að Fram-
sóknarflokknum vegnaði víða illa í
kosningunum getum við ekki verið
óánægð með úrslitin í Reykjavík,
þótt við hefðum auðvitað viljað fá
meira fylgi,“ sagði Sigrún Magnús-
dóttir, sem náði kjöri sem borgar-
fulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í
kosningunum á laugardaginn.
„Því var stöðugt spáð að flokkúr-
inn myndi þurrkast út úr borgar-
stjórn, sem ekki varð raunin. Kosn-
ingabarátta okkar fór seint af stað,
en hún var markviss og byggðist á
mjög góðu samstarfi frambjóðenda
og annarra, sem lögðu baráttunni
lið. Ég get ekki stillt mig um að
nefna sérstaklega kosningastjórann
okkar, Sigrúnu Sturludóttur, sem
vann gífurlega mikið og gott starf.“
Samkomulag í verðlagsráöi sjávarútvegs-
ins um nýtt fiskverð:
Fiskverð hækkar
mun minna en áður
Laun sjómanna munu hækka um 1,4%
þann 1. september
Nýtt fiskverð var samþykkt í verð-
lagsráði sjávarútvegsins í gær. Fisk-
verð hækkar lítið og verðlagstíma-
bilið er nú helmingi lengra en áður
hefur verið og verður óbreytt fisk-
verð til áramóta. Samkomulag varð
í nefndinni um þetta og kom ekki til
kasta oddamanns eins og vant hefur
verið.
Þorskur kemur til með að hækka
um 0,7% ýsa og ufsi um 0,2%, karfi
um 4% og grálúða hækkaði mest eða
um 7%. Þá var tekin ákvörðun um
að hækka skiptaprósentuna 1. sept-
ember næstkomandi og munu þá
laun sjómanna hækka um 1,4%.
Þetta samkomulag um fiskverð er
gert í þeirri trú að litlar verðlagsbæt-
ur verði fram til áramóta. Útgerðar-
menn treystu sér til að hækka laun
sjómanna vegna rninni kostnaðar
við útgerð í kjölfar olíuverðslækkun-
ar.
-gse
Maður slasast á veitingahúsinu Broadway:
Féll aftur fyrir
sig yfir handrið
Liggur enn á sjúkrahúsi
Maður slasaðist illa í veitinga-
húsinu Broadway í Breiðholti á
laugardagskvöldið. Hann féll aft-
ur fyrir sig yfir stigahandrið og
fékk þungt höfuðhögg. Maðurinn
var fluttur á Borgarspítalann og
liggur þar enn. Tímanum tókst
ekki að fá upplýsingar hjá spítal-
anum um hvernig manninum
heilsast en hjá lögreglunni feng-
ust þær upplýsingar að þetta hafi
verið töluvert alvarleg meiðsli.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
menn falla yfir handrið í veitinga-
húsinu Braodway. Eins og mörg-
um er kunnugt er gólfið þar
mikið stallað og eru stallarnir
girtir af með lágum handriðum.
-gse
í tilefni kosninganna og sjómanna-
dagsins veitum við 15% afslátt af
öllum jakkafötum og stökum jökkum.