Tíminn - 03.06.1986, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 3. júní 1986
FRÉTTAYFIRUT
MOSKVA — Rúmlega 200
sovéskir borgarar hafa fengiö
leyfi síöustu daganatil aö flytja
til fjölskyldna sinna eöa ætt-
ingja í Bandaríkjunum. Þetta
var haft eftir Yuri Kashlev sem
leiddi sovésku sendinefndina
á ráöstefnunni í Bern um
mannleg samskipti. Kashlev
sagði sovésk stjórnvöld hafa
fallist á 71 umsókn þar sem um
væri aö ræöa allt frá einum
upp í þrjá fjölskyldumeðlimi.
Kashlev sagöi aö umsóknir um
búsetu í öðrum löndum heföi
einnig veriö samþykktar.
MÍLANÓ — Yelena Bonner
lauk í gær sex mánaöa heim-
sókn sinni til vestrænna ríkja
og hélt til Moskvu. Hún sagöi
vio fréttamenn að hún færi
einungis til Sovótríkjanna
vegna vonar sinnar um aö
geta séö aö nýju mann sinn,
sovéska eðlisfræðinginn And-
rei Sakharov, sem nú dvelst í
útlegð í Gorkí.
MOSKVA — Andrei Grom-
yko forseti Sovétríkjanna sagði
viö breska þingmannanefnd aö
hótun Bandaríkjastjórnar um
aö hætta að viröa Salt-2 sam-
komulagið frá 1972 væri stór-
hættuleg og mikill pólitískur
afleikur.
MANILA — Corazon Aquino
kallaöi saman nefnd sem setja
mun fram stjórnarskrártillögur
er ákvaröa munu hvers konar
ríkisstjórn situr aö völdum á
Filippseyjum í framtíðinni. Aq-
uino sagöist vonast eftir aö
hægt yrði aö leggja stjórnar-
skrána undir dóm þjóöarinnar
innan 90 daga.
VARSJÁ — Hershöföingi
sem er einn æösti maöur
pólsku öryggislögreglunnar
sakaði Zbigniew Bujak, leiö-
toga neðanjarðarsamtaka
Samstöðu sem handtekinn var
um helgina, um aö hafa átt I
samstarfi viö vestrænar leyni-
þjónustur.
TOKYO — Yasuhiro Nakas-
one forsætisráðherra Jaþans
lét ekki andstöðu stjórnarand-
stæðinga og nokkra sinna
manna aftra sér frá því aö
leysa upp neöri deild þingsins
og boöa til kosninga þann 6.
júlí næstkomandi, átján mán-
uöum fyrr en áætlað var.
WASHINGTON - Tals-
maöur Bandaríkjastjórnar neit-
aöi fréttum er fóru hratt um
japanska og evrópska fjár-
málamarkaði um að Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti
heföi veriö skotinn eða fengið
hjartaáfall. „Forsetanum líður
veK,.“ sagöi Albert Brashear
blaðafulltrúi Hvíta hússins.
Karlaveldið í sjónvarpsþáttunum „The A-Team“ riðar til falls:
Núer kvenmaður
kominn í spilið!
Boy George leikur sem gestur í einum
þættinum, og þarna eru þeir Boy og
Mr.T. aö bera saman hárgreiðsluna.
Boy George á að fá 150 þús. dollara
fyrir þennan eina gestaleik.
Tia Carrera á aö koma lífi í tuskurnar hjá
köppunum í „The A-Team“, - en hvernig, það
er ennþá leyndarmál. Alla vega er hún auna-
ayndi á að horfa, hvað sem leikhæfileikunum
líður.
Alls staðar eru konurnar
komnar til skjalanna, - ekki
einu sinni kapparnir í „The
A-Team“ fá að vera í friði!
Eitthvað á þessa lcið hljóð-
aði fyrirsögn í amerísku leik-
arablaði, þar sem sagt var frá
því, að nú væri þessi sjónvarps-
þáttur ekki lengur einungis
leikinn af körlum. Nei, nú á að
fá fallega skvísu til að hressa
upp á þættina. Það er mikil
kynbomba, Tia Carrera, sem
fær það hlutverk. Tia hefur
leikið í margra ára vinsælum
þáttum í sjónvarpi „General
Hospital", þar sem hún leikur
Jade - segir í myndatexta. Þar
segir einnig að Tia Carrera
komi aðeins fram í einni mynd,
þeirri síðustu í syrpu sem nú er
verið að Ijúka. Svo ætla menn
að ræða málin, hvernig það
hafi komið út að láta s'.úikj
leika með köppunum í „The
A-Team“ og ef niðurstaðan
veröur jákvæð þá verður hún
ráðin til að vera með í næstu
þáttasyrpu.
Sá sem vekur mesta athygli í
þessum þáttum, er blökku-
maðurinn Mr. T. Hann hét
áður Lawrence Tureaud en
1970 lét hann breyta nafni sínu
löglega og þaðan í frá heitir
liann Mr. T. Nú verða menn að
kalla mig „Mister“ (herra) seg-
ir hann hróðugur, en honum
fannst víst eitthvað vanta upp
á að menn sýndu honum nógu
mikla virðingu, jafn stór og
sterkur og hann þó var - og
með allar gullkeðjurnar um
hálsinn. Gullkeðjurnar og aðr-
ir gullgripir Mr. T, sem hann
ber í sjónvarpsþáttunum eru
áætlaðir yfir milljón króna
virði!
Aður en Mr. T. varð sjón-
varpshetja var hann lífvörður
að atvinnu. Hann hefur gætt
42ja auðkýfinga, 19 leikara, 8
bankastjóra, 7 dómara, 6
íþrcftakappa og 3ja stjórn-
málamanna. Hann var þá
leigður sem lífvörður fyrir sér-
stök tækifæri, svo sem fundi,
ráðstefnur o.fl. Nú hefur frést
að Mr. T. sé orðinn svo stór
upp á sig, að meðleikarar hans
í þættinum séu orðnir hálf-
þreyttir á samstarfi við hann.
Þeir hafa beitt hann „þöglu
meðferðinni", sem þeir kalla
svo, þ.e. að þeir neita að tala
við vöðvafjallið Mr. T. og eru
það mótmæli þeirra vegna þess
að kappinn þeldökki lætureng-
an segja sér hvenær hann á að
mæta til vinnu. Hann kemur
bara þegar honum sýnist svo,
og eru þá upptökumenn og
leikarar stundum búnir að bíða
svo klukkutímum skiptir.
Sagt er að stjórnendur „The
A-Team“ séu líka orðnir leiðir
á samstarfinu við Mr. T.og þeir
séu farnir að semja við 300
punda fótboltamann (amerísk-
ur fótbolti-rugby), William
Perry, sem gengur undir nafn-
inu „ísskápurinn“. Hann vill
gjarnan vera með í „The A-
Team“, en segir þá verði að
taka atriðin sem hann
leikur í þegar hlé séá fótbolta-
vertíðinni.
Aðalhetjurnar fjórar í „The A-
Team“ eru talið f.v.: Dirk
Benedict, Dwight Schultz, Ge-
orge Peppard, sem var byrjað-
ur að leika í Dynasty (lék
Blake Carrington) en vildi
heldur fara í þessa þætti. Hann
hefur reynt að vera sáttasemj-
ari milli Mr. T. og samstarfs-
mannanna. Þá er það Mr. T.
sjálfur með gullfestarnar um
hálsinn og hárgreiðslu sem
stæld er eftir Mandinkas-ætt-
flokknum í Afríku.