Tíminn - 03.06.1986, Side 6

Tíminn - 03.06.1986, Side 6
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Framsóknfékkfull- trúa í borgarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru um helg- ina, töpuðu ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, nokkru fylgi yfir til Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Á landsvísu varð fylgisaukningin mest hjá Aiþýðuflokki eða um 5%. Alþýðubandalagið jók fylgi sitt um tæp 2%, Sjálfstæðisflokkurinn tapaði um 2,5% og Framsóknar- flokkurinn tæpum 3%. Fylgistap Framsóknarflokksins er eftirtektarverðast á Reykjanesi og á landsbyggðinni. í Reykjavík náðist það markmið flokksins að fá kjörinn fulltrúa í borgarstjórn. í upphafi kosningabaráttunnar sýndu skoðanakannanir að engar líkur væru á að það tækist en reyndin varð önnur. Það tókst vegna mjög góðra vinnubragða frambjóðenda og annarra fylgismanna flokksins sem lögðust á eitt um að tryggja kjör Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarstjórn. Seta hennar þar mun tryggja það að skoðanir Framsóknar- flokksins munu heyrast í borgarstjórn og að tillit verði tekið til þeirra. Eftir sem áður er staða borgarstjórans Davíðs Oddsson- ar sterk. Þrátt fyrir harða og réttmæta gagnrýni sem hann hefur sætt fyrir einstrengingsleg vinnubrögð, jók Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt lítillega í Reykjavík. Hræðsla þeirra var mikil fyrir kosningarnar að missa meirihlutann og fylgdust þeir grannt með kosningunum m.a. viðhafði flokkurinn merkingar í kjördeildum einn flokka. Vera má að það hafi bjargað einhverjum atkvæð- um þeirra. Fylgisaukningu Alþýðuflokksins má skýra m.a. á þann veg að Bandalag jafnaðarmanna bauð ekki fram til sveitarstjórnar og má reikna með að fylgismenn þess flokks hafi stutt Alþýðuflokkinn í þessum kosningum. f»á ber einnig að taka tillit til þess að Alþýðuflokkurinn fékk lélega kosningu 1982 og er því fylgisaukingin nú mun meira áberandi þegar niðurstöðurnar nú eru bornar saman við úrslitin 1982. Enginn vafi er á því að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur töpuðu fylgi í þessum kosningum vegna þátt- töku sinnar í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin hefur tekið á mörgum erfiðum málum, ekki síst á sviði efnahagsmála, með það að markmiði að ná verðbólgunni niður fyrir 10% á þessu ári. Þótt allar líkur bendi til að það takist er ekki að sjá að fólkið í landinu telji ástæðu til að þakka stjórnar- flokkunum það. Þessar aðgerðir kosta fórnir sem mælast illa fyrir og létt fyrir andstæðingana að gagnrýna þær. Þá er vitað að þær aðgerðir sem sjávarútvegsráðherra hefur beitt sér fyrir um stjórnun fiskveiðanna mælast misjafnlega fyrir. Þær aðgerðir eru nauðsynlegar og hafa verið samþykktar af hagsmunaðilum í sjávarútvegi, en að sjálfsögðu bitna þær á einstaka stöðum og þar eru menn óánægðir. í sveitarstjórnarkosningunum 1982 fékk Framsóknar- flokkurinn mikið fylgi og því eru niðurstöðurnar nú óhagstæðar í samanburði við þau úrslit. í þessum kosningum voru úrslitin víða tvísýn. Þannig vantaði flokkinn aðeins 2 atkvæði til að ná inn fulltrúa í Mosfellshreppi og sömuleiðis vantaði aðeins 2 atkvæði til að flokkurinn næði 3. fulltrúanum á Húsavík. Á tíu öðrum stöðum til viðbótar voru fulltrúar Framsóknarflokksins næstir því að ná kjöri. Tap Framsóknarflokksins er umhugsunarvert og hlýtur forysta flokksins að taka ; niðurstöður kpsninganna til ræk-Uegrar athugunaTvLV.j ;;!i i’., ' .ho.J.4 6 Tíminn Þriðjudagur 3. júní 1986 lllllllllll GARRI Davíð og Jón Það er óneitanlegt, að Davíð Oddsson var mesti sigurvegarinn í kosningunum á laugardaginn. Það þarf talsvcrt til að halda velli i Reykjavík, og reyndar vel það, meðan viðkomandi flokkur tapar nær hvarvetna annars staðar. í Reykjavík átti Davíð líka óbeint í höggi við þann mann, sem vill telja sig mesta sigurvegarann, Jón Baldvin Hannibalsson. Jón ætlaði að vinna frækilegan sigur í kjör- dæmi sínu og tefldi því fram Bryn- dísi konu sinni í baráttusætið, en hún er ólíkt vinsælli en bóndi hennar og gædd meiri persónutöfr- nm. Hún náði samt ekki kosningu. Sögusagnir herma, að Kjartan Jó- hannsson hafl ekki grátið yfir þessu, því að Alþýðuflokkurinn vann sína stærstu sigra í kjördæmi hans meðan Bryndís féll í Reykja- vík. Politiskt viðrini Sigur Davíðs Oddssonar í borg- arstjórnarkosningunum á laugar- daginn er ekki mesti sigur hans. Mesta sigur sinn vann hann tvl- mælalaust, þegar hann var kosinn inspcctor í Menntaskólanum í Reykjavík. Þar gerðist hann svo djarfur að fara ■ framboð gegn Heimdellingum, þótt hann væri orðinn einn af þeim. í viðtali við hann, sem birtist nýlega í Nýju lífi, cr sú spurning lögð fyrir hann, hvort hann hafi átt vinstri mönnum sigursinn að þakka. Davíð svarar: „Það er sagt svo. Kannski var það vegna þess, að ég var í leiklist- inni. Gg var með gífurlega mikið hár, mikiu meira en ég er með núna. Kannski hafði líka áhrif hvernig ég klæddist á þeim árum. Á móti mér í þessum kosningum var Þorvaldur Gylfason prófessor, ágætur maður. Hann studdu Kjart- an Gunnarsson, Gcir Haarde, Hallgrímur Gcirsson Hallgríms- sonar, Pétur Hafstein sonur Jó- hanns Hafstein og fleiri slíkir. Mig studdu aftur á móti menn eins og Gestur Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir og þess háttar fólk. Ég held að ég hafi ekki gefið ranga mynd af mér þarna, aðra en þá að ég væri bara pólitískt viðrini. Ekki þannig að ég væri einhver vinstri maður.“ Þótt Bubba kóngi tækist vel að leika pólitískt viðrini, átti hann þó leik sínum sem Bubbi kóngur sigur sinn mest að þakka. Frá þessu segir Signý Pálsdóttir á þessa leið í áðurnefndu blaði: „Leiðir okkar Daviðs lágu sam- an í Herranótt Menntaskólans i Reykjavík 1968-69. Hann var þá í 5. bekk og ég í sjötta. Hann var formaður Herranætur, eins konar leikhússtjóri, sem valdi verkefnið, leikstjórann og síðan sjálfan sig í aðalhlutverkið. Leikritið var absúrdverkið Bubbi kóngur eftir Alfred Jarry og lciksjórinn Sveinn Ginarsson. Ég sat með Davíð í stjórninni ásamt fleirum. Það voru skcmmtilegir fundir, en Davíð var framtakssamur og einráður for- maður, sem hóaði í okkur hin á fundi til að samþykkja tillögur hans og nánustu klíku og skipta með okkur verkum. Mér féll ágætlega við Davíð. Hann var einbeittur og ýtinn undir niðri, en hafði eitthvert bangsalegt og hlýlcgt yfirbragð og viðmót sem fólk gat ekki staðist. Það var einkum hárlubbinn, augun og vöxturinn sem gerðu hann svona bangsalcgan. Hann var þybbinn miðað við jafnaldra - skemmtilega kallalegur í klæðnaði og fram- göngu. Hann virtist eldri en við hin, bæði í andlegum þroska og útliti. Hann sló gjarnan um sig með bröndurum þá sem nú og tókst þannig að komast hjá árekstrum. Mér fannst ég þó aldrei kynnast manninum náið, þótt við hefðum mikið saman að sælda í undirbún- ingi, æfingum og sýningum. Hann var dálítið dularfullur, maður vissi ekki hvar maður hafði hann. Eitt átti Davíð sameiginlegt með Hrafni Gunniaugssyni, vini sínum. Þeir höfðu lag á að notfæra sér hæfileika og þekkingu annarra, voru naskir á kosti þeirra og virkj- uðu þá gjarnan sér í hag. Þessi hæfileiki kom sér einkum vel þegar kosningabarátta Davíðs sem in- spector scholae fór í hönd um vorið. En Davíð hefði þó aldrei sigrað eins glæsilega í þeim kosn- ingum ef hann hefði ekki slegið svo eftirminnilega í gegn sem Bubbi kóngur. Það var leikarinn Davíð sem allir þekktu og kusu. Mér hlotnaðist sá tímabundni heiður að leika drottningu Bubba og það var þakklátt verk að leika á móti Davíð því hann var þruntu- leikari sem hrcif bæði áhorfendur og mótleikara með sér. Davíð var fljótur að finna hinn flókna karakt- er Bubba, seinna kóngs. Hann gerði hann hlægilegan og aumkun- arverðan í gunguhætti sínum, barnslega montinn þegar hann er kominn til valda. Davíð átti létt með að „lcika á móti textanum“, sem er einkenni góðs leikara. Stjörnuleikur hans var þvflíkur að það er engin furða að hann skuii enn í dag vera kallaður Bubbi kóngur.“ „Dæmigerður Bubbi“ Sýningin á Bubba kóngi fékk hið mesta lof, eins og ráða má af því, að hún var tekin upp í sjónvarpssal og sýnd í sjónvarpi. Mesta lofið fékk Davíð, en Morgunblaðið sagði um hann í leikdómi, að hann hefði verið „dæmigerður Bubbi“. Það virðist vera líkt með þeim Reagan og Davíð Oddssyni að þeir eiga erfitt mcð að losa sig úr leikaragervinu, sem hefur hentað þeim best. Nýlega hafa t.d. verið færð rök að því, að þegar Reagan sé ekki undir ströngu eftirliti ráð- gjafa sinna fari hann ósjálfrátt að stæla einhverja kúrekakappa, sem hann lék í kvikmyndum. Davíð Oddsson heldur enn áfram að leika Bubba, eins og gleggst kom fram í sjónvarpsleikriti stjórnmálaflokk- anna síðastliðið föstudagskvöld, þegar Össur Skarphéðinsson hugð- ist sigra Davíð með því að leika Bubba enn betur. Það reyndist Össuri vitanlega ofraun. Bubbi kóngur sigraði í Mennta- skólakosningunni á sínum tíma og hann hélt sigurgöngunni áfram í kosningunumá laugardaginn. Nú getur Mbl. með sanni skrifað um „dæmigerðan Bubba“. Garri. Illillllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT Úrslit og ályktanir Alþýðuflokkurinn er sigurvegari kosninganna, segja fjölmiðlarnir, stjórnarflokkarnir tapa og konur unnu stóra sigra. Álþýðubanda- lagsmenn eru kokhraustir og segja að stjórnarstefnan hafi beðið mik- inn hnekki, þar sem þeir hafi bætt við sig innan við 2% atkvæða í sveitarstjórnum. Urslit sveitarstjórnarkosninga má túlka á ýmsa vegu og er það óspart gert til framdráttar flokkum og straumum í landsmálapólitík- inni. Sumir vilja líta á nýafstaðnar kosningar sem nokkurs konar skoðanakönnun fyrir alþingiskosn- ingarnar sem haldnar verða að ári. Slíkt getur þó verið varasamt, en einhverja lærdóma hljóta menn að draga af úrslitum sveitarstjórn- arkosninganna. Framsóknarmenn fóru víðast hvar heldur illa út úr kosningunum um helgina. En þar sem þeim hafði verið spáð mestu afhroði stóðu þeir fyrir sínu. Fyrir örfáum vikum var allt útlit á, að flokkurinn myndi þurrkast út úr borgarstjóm Reykja- víkur. En með markvissri kosn- ingabaráttu og ötulu starfi tókst að rétta hlut flokksins svo í höfuð- borginni, að Sigrún Magnúsdóttir hlaut örugga kosningu, og eins og hún orðaði það, að góður varnar sigur vannst. Yfirleitt hefur verið litið á Fram- sóknarflokkinn sem landsbyggð- arflokk, en greinilegt er að hann stendur styrkum fótum í höfuð- borginni, og eru úrslitin þar síst óhagkvæmari en á mörgum stöðum öðrum á landinu. Ólafur Harðarson, stjórnmála- fræðingur, hefur varað við að dreg- in sé upp alltof einföld mynd af því hvernig fylgi sveiflast á milli flokka. Það er t.d. ekki einhlítt að sama fólkið kjósi krata í þingkosn- ingum og íhald í borgarstjórnar- kosningum, eins og hver étur eftir öðrum. Oft er haldið fram að kvenna- framboð dragi fylgi frá Alþýðu- bandalagi. Það er hvergi nærri algilt. En freistandi er að benda á að Kvennalistinn í Reykjavík tap- aði rúmum 1100 atkvæðum, miðað við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, en Alþýðubandalagið bætti við sig rúml. 1300 atkvæðum. Á Akureyri bætti Alþýðubandalagið við sig verulegu fylgi og einum bæjarfulltrúa, en kvenfólkið bauð ekici fram sérstaklega. En þar vann Alþýðuflokkurinn samt miklu meira á en allaballar. Annars er dálítið skrýtið að heyra femínistana þrástaglast á að þær hafi unnið stjórnmálasigra með því að konum fer fjölgandi á öðrum listum, sem þær berjast á móti. Þeirra eigin stjórnmálasamt- ök virðast ekki hátt skrifuð á heimavelli. Óhætt mun að reikna með því að flestir þeirra sem kjósa Bandalag jafnaðarmanna í alþingiskosning- um, kasti atkvæði sínu á Alþýðu- flokkinn í sveitarstjórnarkosning- um. Það skýrir að nokkru leyti góða útkomu flokksins núna. Bandalagið var að vísu til í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en voru þá ómótuð samtök og höfðu ekki boðið fram til þings og liðssafnaður ekki hafinn að ráði. Enn er eftirtektarvert að engir stórsigrar unnust í kjördæmum flokkaformanna, hvað sem því veldur? Alþýðubandlagið gerði ekki bet- ur en að hanga í ístaðinu í Reykja- vík og Alþýðuflokkurinn fór nær alls staðar betur út úr kosningunum en í kjördæmi formannsins, og hvergi betur en í kördæmi Kjartans Jóhannessonar, sem mikið lá á að bola úr formannsætinu á sínum tíma. Slök kjörsókn og miklar sveiflur benda til að ekkert sé öruggt í íslenskri pólitík. OÓ. inndóL: n .1 ri ót'j'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.