Tíminn - 03.06.1986, Qupperneq 9

Tíminn - 03.06.1986, Qupperneq 9
Þriðjudagur 3. júní 1986 Tíminn 9 Hofsós Óhlutbundin kosning var á Hofs- ósi eins og áður og eftirtaldir náðu kjöri: Gísii Kristjánsson, Björn Ni- elsson, Einar Jóhannsson, Hólmgeir Einarsson, Anna Steingrímsdóttir. Raufarhöfn Sömu framboðslistar voru í þess- um kosningum og þeim síðustu á Raufarhöfn og úrsíitin urðu þau sömu. Á kjörskrá voru 307 og kjör- sókn var 77,5%. Úrslit: Atkv. Fulltr. B-listi:.....................78 2 D-listi: ....................42 1 G-listi: ....................52 1 I-listi: ....................61 1 f hreppsnefnd komust af B-lista: Sigurbjörg Jónsdóttir, Gunnar Hilmarsson. Af D-lista: Helgi Ólafs- son. Af G-lista: Hlynur Þór Ingólfs- son. Af I-lista: Kolbrún Stefánsdótt- ir. Þórshöfn Framfarasinnaðir kjósendur náðu öruggum meirihluta í Þórshöfn en þar rugluðu tvö framboð síðustu kosninga saman reitum sínum á einum lista. Kjörsókn var 86,2% en 299 voru á kjörskrá: Úrslit: Atkv. Fulltr. F-listi:..................175 4 H-listi: .................75 1 í hreppsnefnd voru kjörnir: Jó- hann A. Jónsson, Jón S. Jóhanns- son, Ragnhildur Karlsdóttir, Þórunn M. Þorsteinsdóttir, Árni Kristins- son. Egilsstaðir Sömu framboðslistar voru í þess- um kosningum og þeim síðustu og nú kom Óháði listinn inn manni á kostnað Alþýðubandalagsins en að öðru leyti voru úrslitin þau sömu. 865 voru á kjörskrá og kjörsókn var 86,2%. Úrslit: Atkv. Fulltr. B-listi:..................270 3 D-listi: .................163 2 G-listi: ............153 1 H-listi: ............132 1 í hreppsnefnd komust af B-lista: Sveinn Þórarinsson, Þórhallur Eyj- ólfsson, Broddi Bjarnason. Af D- lista: Helgi Halldórsson, Guðbjört Einarsdóttir, Af G-lista: Sigurjón Bjarnason. Af H-lista: Þorkell Sig- urbjörnsson. Vopnafjörður Framsóknarflokkurinn hafði hreinan meirihluta í hreppsnefnd- inni en missti mann til óháðs lista sem bauð nú fram og meirihlutann um leið. Alþýðubandalagið fékk líka viðbótarmann frá Sjálfstæðisflokki. Á kjörskrá voru 645. Úrslit: Atkv. Fulltr. B-listi:..............196 3 D-listi: ..............73 1 G-listi: .............161 2 H-listi: .............117 2 í hreppsnefnd eru af B-lista: Kristján Magnússon, Bragi Vagnsson, Pálína Ásgeirsdóttir. Af D-lista: Hilmar Jósepsson. Af G- lista: Aðalbjörn Björnsson, Ólafur Ármannsson. Af H-lista: Magnús Ingólfsson. Reyðarfjörður Talsverð breyting varð á framboð- um fyrir þessar kosningar. Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur buðu fram áfram en Framsóknarflokkur og óháð framboð skiptust á tvö óháð framboð. Sjálfstæðisflokkur græddi mann og Alþýðubandalag tapaði manni og hinir skiptust á tvo lista. Úrslit: Atkv. Fulltr. D-listi: ...................127 2 F-listi:....................149 2 G-listi: ...................105 2 H-listi: ....................59 1 I hreppsnefnd sitja nú af D-lista: Hilmar Sigurjónsson, Sigurbjörg Hjaltadóttir. Af F-lista: Sigfús Þ. Guðlaugsson, Jón Guðmundsson. Af G-lista: Þorvaldur Jónsson, Helga Aðalsteinsdóttir. Af H-lista: Þorvaldur Aðalsteinsson. Fáskrúðsfjörður Óháður framboðslisti bættist í hóp briggja flokksframboða og hirti mann af Alþýðubandalaginu. Hinir flokkarnir héldu sínu. Á kjörskrá voru 511 og kjörsókn var 90,8%. Úrslit: Atkv. Fulltr. B-listi:....................133 2 D-listi: ...................123 2 F-listi:.....................83 1 G-listi: ...................112 2 f hreppsnefnd fóru af B-lista: Lars Gunnarsson, Guðmundur Þorsteins- son. Af D-listá: Albert Kemp, Sig- urður Þorgeirsson. Af F-lista: Eirík- ur Stefánsson. Af G-lista: Björgvin Baldursson, Sigurður Jónsson. Stöðvarfjörður í Stöðvarfirði var óhlutbundin kosning eins og sfðast. 234 voru á kjörskrá og kjörsókn var 75,2% f hreppsnefnd voru kosin: Viðar Jónsson, Sólmundur Jónsson, And- rés Óskarsson, Ingibjörg Björgvins- dóttir, Bryndís Þórhallsdóttir. Djúpivogur Kosning var óhlutbundin 1982 en nú komu fram þrír listar. 275 voru á kjörskrá og kjörsókn var 81,1% Úrslit: Atkv. Fulltr. E-listi:.....................119 3 F-listi:......................69 1 H-listi: ...................55 1 f hreppsnefnd verða af E-lista: Ólafur Ragnarsson, Eysteinn Guð- jónsson, Geirfinna Ólafsdóttir. Af F-lista: Már Karlsson. Af H-lista: Þórarinn Pálmason. Höfn Nýtt óháð framboð kom nú fram á Höfn og fékk 3 fulltrúa kjörna af 7. Framsóknarflokkurinn missti mann og Alþýðubandalagið, sem áður hafði 2 menn, bauð ekki fram nú. „Fjórða framboðið" náði ekki inn manni. 979 voru á kjörskrá og kjörsókn var 83,6% Úrslit: Atkv. Fulltr. B-listi:...............196 2 D-listi: ..............246 2 H-listi: ..............286 3 F-listi:................71 0 Hreppsnefndarmenn verða af B- lista: Guðbjartur Össurarson, Guð- rún Jónsdóttir. Af D-lista: Sigur- laugur Þorsteinsson, Eiríkur Jónsson. Af H-lista: Stefán Ólafs- son, Svava K. Guðmundsdóttir, Guðjón Þorbjörnsson. Hvolsvöllur Sömu tvö framboð komu fram nú og síðast og þau fengu sama fulltrúa- fjölda. 521 var á kjörskrá og kjör- sókn var 87%. Úrslti: Atkv. Fulltr. H-listi: .............225 3 L-listi:..............205 2 I hreppsnefnd fóru af H-lista: Ágúst Ingi Ólafsson, Markús Run- ólfsson, Helga Þorsteinsdóttir. Af L-lista: Tryggvi Ingólfsson, Ingi- björg Þorgilsdóttir. Stokkseyri Sömu framboðslistar voru í boði nú og í síðustu kosningum. Alþýðu- bandalagið bætti nú við sig manni af E-lista sem skipaður er alþýðu- flokks-framsóknar- og áhugamönn- um. Ákjörskrá voru 354og kjörsókn var 92% Úrslit: Atkv. Fulltr. D-listi: ....................65 1 E-listi:.....................68 1 G-listi: ...................109 3 H-listi: ....................79 2 Hreppsnefndarmenn eru af D- lista: Helgi ívarsson. Af E-lista: Vernharður Sigurgrímsson. Af G- lista: Margrét Frímannsdóttir, Grét- ar Zophaníasson, Guðbjörg Birgis- dóttir. Af H-lista: Steingrímur Jónsson, Eyjólfur Óskar Eyjólfsson. Eyrarbakki Áhugamenn um sveitarstjórnarmál hafa verið í meirihluta í Eyrarbakka og þeir bættu nú við sig manni, svo línur eru skýrar á þeim bæ. Úrslit: Atkv. Fulltr. D-listi: .....................59 1 E-listi:......................71 1 I-listi: ....................191 5 352 voru á kjörskrá os kjörsókn var 93%. Næsta hreppsnefnd verður skipuð af D-lista: Asta Halldórsdóttir. Af E-lista: Jóhannes Bjarnason. Af I- lista: Magnús Karel Hannesson, Elín Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Stefán S. Stefánsson, Guðmundur Sæmundsson. Hveragerði Sjálfstæðismenn héldu meirihluta sínum í Hveragerði en aðeins buðu tveir listar fram að þessu sinni. 956 voru á kjörskrá og kjörsókn var 79,3% Úrslit: Atkv. Fulltr. D-listi: .................403 4 H-listi: .................318 3 Hreppsnefndarmenn verða af D- lista: Hafsteinn Kristinsson, Alda Andrésdóttir, Hans Gústafsson, Marteinn Jóhannesson, Ólafur Ósk- arsson. Af H-lista: Gísli Garðars- son, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Valdimar I. Guðmundsson, Sigríður Kristjánsdóttir. Þorlákshöfn Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig manni í Þorlákshöfn og Framsókn- arflokkur tapaði manni. Nýr óháður vinstri listi fékk síðan 2 menn, og framfarasinnar fengu 1 mann. Áður höfðu boðið fram Alþýðflokkur og óháðir kjósendur. Á kjörskrá voru 914 og kjörsókn var 78,8%. Úrslit: Atkv. Fulltr. B-listi:..................121 1 D-listi: .................249 3 H-listi: .................147 1 K-listi: .................174 2 í hreppsnefnd fóru í Þorlákshöfn af B-lista: Þórður Ólafsson. Af D- lista: Einar Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Grímur Markússon. Af H-lista: Hrafnkell Karlsson. Af K- lista: Guðbjörn Guðbjörnsson, Oddný Ríkarðsdóttir. Hafnarfjörður: A-flokkarnir ræða saman - góðar líkur á samstarf i Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði bætti við sig þremur mönnum, hlaut alls fimm menn kjörna í bæjarstjórn í kosningunum um helgina. „Þeir eiga leikinn sagði eini Alþýðu- bandalagsmaðurinn sem náði kjöri, Magnús Árnason. Leikur þeirra Alþýðuflokks- manna hefur þegar verið leikinn. Guðmundur Árni Stefánsson efsti maður á lista A-listans sagði í samtali við Tímann í gær að þegar hefði verið sent bréf til G-listans, þar sem farið er fram á viðræður um meiri- hlutasamstarf í bæjarstjórn. „Það er bæði fýsilegt og ekki, að ganga til samstarfs. Það er afskaplega erfitt að eiga bara einn fulltrúa inni í slíku samstarfi, en hinsvegar ef málefnin fá að ráða þá líst mér ekki illa á þessa tillögu," sagði Magnús Árnason í samtali við Tímann. Ótvíræður sigurvegari í kosning- unum í Hafnarfirði er A-listinn. Framsóknarflokkur missti sinn eina mann og Sjálfstæðisflokkurinn tap- aði einum manni af sínum fimm, og þar með möguleika á meirihlutasam- starfi. -ES Njarðvík: Meirihluti D-listans er fallinn Framsókn og Alþýðuflokkur í viðræðum Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík er fallinn. Flokkurinn missti einn mann, fékk þrjá fulltrúa kjörna. Sigurvegarinn í kosningujv-.1 um í Njarðvík er Alþýðuflokkurinn, sem bætti við sig manni og fékk þrjá fulltrúa kjörna. Framsóknarflokkur- inn hélt sínum manni inni þrátt fyrir nokkurt fylgistap. í gær stóðu yfir viðræður milli Framsóknar og A-listans, um meiri- hlutasamstarf. „Ég tel mjög góðar líkur á að við náum sarnan." sagði Ragnar Halldórsson efsti maður A- listans. Á fundi með honum var staddur Steindór Sigurðsson kjörinn fulltrúi B-listans, og voru þeir að ræða meirihlutasamstarfið. Steindór taldi líkurnar góðar. „Ég get ekki neitað því að þessi úrslit urðu mér vonbrigði. Við áttum ekki von á neinum sigrum, en þetta fylgistap olli vonbrigðum. Alþýðuflokkurinn vann mjög vel bæði hér og í Kefla- vík, og það starf virðist hafa skilað sér,“ sagði Steindór. _ES Keflavík: Alþýðu- flokkur með meirihluta - bættu við sig þremur fulltrúum Hreinn meirihluti Alþýðuflokks- ins varð staðreynd í Keflavík. Flokk- urinn bætti við sig þremur mönnum og hlaut því alls fimm menn kjörna, af níu fulltrúum í bæjarstjór’n Kefla- víkur. Framsókn hélt sínum tveimur fulltrúum, en Sjálfstæðisflokkur missti tvo menn, af fjórum. Aðrir listar náðu ekki inn manni. „Svona stórum sigri áttum við ekki von á. Við héldum að það yrði tæpt á því að fjórði maðurinn færi inn, en þetta dreymdi okkur ekki um,“ sagði Guðfinnur Sigurvinsson fyrsti maður A-listans. Hann tók fram að ekki væri rétt að þeim hefði brugðið við að standa skyndilega frammi fyrir því að vera með hreinan meirihluta. „Það var kosið um menn en ekki málefni, því stefnuskrár allra list- anna voru mjög svipaðar," sagði Ingólfur Falsson efsti maður D- listans, sem tapaði tveimur mönnum. Drífa Sigfúsdóttir efsti maður á B-Iistanum sagðist vera ánægð með úrslitin. „Við unnum varnarsigur, sem þakka má miklu og góðu starfi. Þegar litið er til þess að flokkur sá sem var með okkur í meirihlutasam- starfi missti tvo menn, þá getum við verið ánægð,“ sagði Drífa. -ES Akranes: Meirihluti Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokks fellur „Við erum vitanlega ánægð með þessi úrslit, ekki síst með tilliti til þess að fyrir fjórum árum tvöfölduð- um við fylgi okkar hér á Akranesi, og við héídum þessu fylgi núna,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir efsti maður á lista Framsóknarflokksins. Á Akranesi mynduðu Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur meiri- hluta síðasta kjörtímabil, en misstu nú þann meirihluta. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði 2 mönnum, fékk tvo í stað fjögurra áður. Alþýðu- flokkurinn vann hins vegar mann og fékk tvo menn kjörna, en í bæjar- stjórn eru alls 7 fulltrúar. Framsóknarflokkurinn hélt sínum 3 fulltrúum og Alþýðubandalagið bætti við sig einum og fékk 2 fulltrúa kjörna. Framsóknarflokkurinn get- ur því myndað meirihluta með hverj- um hinna flokkanna sem er. Ingi- björg Pálmadóttir sagði að enn hafi ekki verið neitt ákveðið um hverjir ynnu saman næsta kjörtímabil, en undirstrikaði að þar myndi bæjar- heill ráða ferðinni. Guðjón Guðmundsson efsti mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins sagði þá að vonum óánægða með þessi úrslit, en vildi ekki tjásig um orsakir þeirra að öðru leyti en því að þar hefðu bæjarmálin sem slík ekki verið aðalástæðan, málefnalega hafi þau staðið vel. „Þarna er ýmislegt annað sem spilar inn í,“ sagði Guðjón en vildi þó ekki hafa um það fleiri orð. -BG Vestmannaeyjar: „Tilbúnir að ræða við hvernsemer“ - segir efsti maöur D- listans í Eyjum „Að missa meirihlutann í bæjar- stjórn eru okkur mikil vonbrigði eins og gefur að skilja. En Sjálfstæð- isflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn með um 44% atkvæða, sem er 3. hæsta hlutfall sem flokkur- inn hefur náð hérna. Við munum áfram axla þá ábyrgð að vera stærsti flokkurinn í bæjarstjórninni," sagði Sigurður Einarsson, efsti maður á D-lista í Vestmannaeyjum. Um nýjan meirihluta sagði Sigurð- ur ekki hafa verið rætt ennþá. „En við erum tilbúnir að ræða við hvern hinna flokkanna sem er um það,“ sagði hann. Ástæður fyrir tapi flokksins taldi hann margar og sam- verkandi. „Jú, það mun rétt vera að Fram- sóknarflokkurinn hafi hvergi bætt við sig hlutfallslega fleiri atkvæðum og við erum að sjálfsögðu ánægðir með það,“ sagði Andrés Sigmunds- son, bæjarfulltrúi framsóknarmanna í Vestmannaeyjum. Hvað nýjan meirihluta snerti kvaðst hann ekki sjá annað í stöðunni en að þeir þrír flokkar sem áður voru í minnihlutan- um muni nú starfa saman, enda séu þeir þegar farnir að ræða um það. Ékki væri þó vafi á því að erfitt verði fyrir næsta meirihluta að vinna sig út úr þeirri skuldsúpu sem bærinn ernú í. ,477.88 ii Pálmi Pálmason á Húsavík: Þörf fyrir nýtt afl í bæjarmálum „Ástæðurnar fyrir að við náðum inn manni tel ég svipaðar og lágu því til grundvallar að við fórum fram, þ.e.a.s. að fólk taldi sig sjá þörf fyrir nýtt afl í bæjarmálunum. Við viljum virkari þátttöku fólks í bæjarmálun- um og opnari umræðu," sagði Pálmi Pálmason sem náði kjöri af Þ-lista á Húsavík - en þeir líta á sig sem sigurvegara kosninganna þar. Hann telur vaxandi tilhneigingu til þess - sérstaklega á landsbyggð- inni - að fólk vilji fremur kjósa menn en flokkslista. „Maður hefur heyrt það víða, að menn hefðu jafnvel helst viljað fá upp 20-30 nöfn sem þeir hefðu mátt númera við í kosningunum, algerlega óháð öllum flokkum," sagði Pálmi, - enda væri það hið eina sanna lýðræði. Vegna innbyrðis stöðu í bænum hjá mönnum og jafnvel listum taldi Pálmi að menn verði að skoða hug sinn afskaplega vel áður en þeir berji saman nýjan meirihluta. Eðlilegustu leiðina til að reyna fyrst telur hann þó að Alþýðubandalagið ræði við Alþýðuflokkinn, þ.e. fyrrverandi minnihlutaflokkar. „Nýr meirihluti er óskrifað blað. Ég reikna þó með að Alþýðubanda- lagið, sem bætti við sig manni, muni skoða það mál fyrst,“ sagði Tryggvi Finnsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sem var í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. En báðirflokkarn- ir misstu mann og þar með meirihlut- ann. Tap B-listans sagði Tryggvi hafa komið á óvart og ekki tkunna skýr- . ingu á.því. \ -HEII L

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.